Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 1
24 síður 47. árgangur 213. tbl. — Sunnudagur 18. september 1960 Prentsmiðja Morganblaðsins Rússar reknir frá Kongó Mohutu traustur i sessi — en Lurnumha týndur Öryggisráöið ræðir Kongó: James J. Wadsworth, fulltrúi Bandaríkjanna (t. h.), lýsir stuðningi við Hammarskjöld í málinu; auk hans sjást fremst á myndinni þeir Zorin, Sovétríkjunum (t. v.) og Sir Patrick Dean, Bretlandi. Leo’poldville, 17. sept. — (Reuter — NTB) — SENDIHERRAR Rússa og Tékka og starfslið þeirra allt yfirgáfu Kongó í morgun, samkvæmt skipun frá Joseph Mobutu, hershöfðingja, sem virðist traustur í sessi í land- inu. Patrice Lumumba, fyrr- um forsætisráðherra, sem reynzt hafði kommúnistum hliðhollur, er hins vegar sagður fara huldu höfði — en einnig er á kreiki allsterkur orðrómur um að hann sé ekki lengur í tölu lifenda. Kongó-vandamálið Mobutu herforingi Krúsjeff í kröppum sjd SOVÉZA skipið „Baltika" sem flytur Nikita Krúsjeff og aðra kommúnistaleiö- toga á Allsherjarþing SÞ, hefur lent i slæmum sjó, og hafa þeir ferðalangarnir „fengið að reyna ýmis óþæg indi lífsins á sjónum“, að því er Mosvkuútvarpið hermdi í gær. — En storm- inn hefur lægt aftur og veðrið fer batnandi, sagði ennfremur í fregninni., Allsherjarþing SÞ heldur aukafund Sovétríkin beittu neitunarvaldi gegn málamiðlunartillögunni í Öryggisráðinu New York, 17. sept. — (Reuter) ALLSHERJARÞING Sam- uðu þjóðanna hefur verið kvatt saman til aukafundar um Kongó-vandamálið í kvöld, eftir að Sovétríkin höfðu beitt neitunarvaldi sínu í Öryggisráðinu, til þess að hindra framgang mála- miðlunartillögu frá Túnis og Ceylon um áframhaldandi gerðir í málinu. Stóð þessi síðasti fundur Öryggisráðs- ins um málið næturlangt. Dagskrártillaga Rússa Eftir að hafa komið í veg fyrir samþykkt málamiðlunar- tillögunnar, lýsti Valerian Zorin fulltrúi Sovétríkjanna yfir því, að hann hefði óskað efcir pví við Dag Hammarskjöld, fram- kvæmdastjóra Sþ., að á dagskrá hins reglulega Allsherjarþings, sem hefst í næstu viku, yrði lið- urinn „Ógnanir við stjórnmála- legt sjálfstæði og einingu Kongó“. Flutti þá fulltrúi Bandaríkj- anna, James Wadsworth, tillögu um að Allsherjarþingið yrði kvatt saman til aukafundar inn- an 24 klukkustunda. Lýsti Zorin hinni „mestu undr un“ yfir þessari afstöðu banda- rísku stjómarinnar, þar sem 15. Allsherjarþing S.þ. ætti að hefj- ast á þriðjudaginn. „Við höfUm óskað eftir, að Kongó-máiið verði tekið á dagskrá þess þings,“ sagði hann. Þá stað- Ætla kommúnisfar að koma i veg fyrir kosningu í Dagsbrún með lagabroti? 573 félagsmenn krefjast allsherjaratkvæðagreiðslu I GÆR lögðu lýðræðissinnar í Dagsbrún frapi lista með nöfnum 573 Dagsbrúnar- manna, er kröfðust þess, að fram færi allsherjaratkvæða- greiðsla um kjör fulltrúa fé- lagsins á þing Alþýðusam- bands íslands. Samkvæmt lögum ASl er skylt að hafa aljsherjaratkvæða- greiðslu, ef % hluti fullgildra félagsmanna krefst þess skrif- lega. Við stjórnarkjör í Dagsbrún í janúar sl. voru 2300 á kjör- skrá, þegar kosning hófst, en nokkrir voru kærðir inn, meðan á kosningu stóð. Kjörskrá miðast við fullgilda félagsmenn. Skv. lögum Alþýðusambandsins ber við kjör fulltrúa á Alþýðusam- bandsþing að miða við félaga- tölu við næstu áramót á undan og því nægilegt, að 400—500 fé- lagsmenn krefjist allsherjarat- kvæðagreiðslu, til að skylt sé að láta hana fara fram. Sl. fimmtudag urðu kommún- istar í stjórn Dagsbrúnar varir við að nokkrir félagsmenn voru að vinna að því að fá fram alls- Framh. á bls. 2. hæfði hann, að fram til þessa hefðu Bandaríkin viljað , Framh. á bls 2. Skjölum brennt Sovézki og étkkneski sendi- herrann óku til flugvallarins í Leopoldviljte með öllu starfsliði sínu og fygdu þeim nokkrar jeppa-bifreiðir með kongóskum hermönnum, Sovézki sendi'herr- ann, Mokhail Yakovlev, yfirgaf send.ráð sitt 5 mínútum áður en út rann frestur sá, er Mobutu hafði gefið honum til að hafa sig á brott. Mikið var um að vera i báðum sendiráðunum í gær- kvöldi við að undirbúa brottför- ma, og var m. a. skjölum brennt í gríð og erg. Margt fólk, bæði hermenn og óbreyttir borgarar fylgdust með för sendiráðsmannanna út á flug völlinn í Leopoldville, þar sem þeirra biðu sovézkar Ilyushin 18 hverflur. Sumir gerðu hróp að sendiráðsmönnunum og var m. a. hrópað: „Hypjið ykkur burt draga komma-bullur!“ Aðrir létu sér Framh. á bls. 2. Bandamenn hræddir: Hvorki Tíminn né Þjóðviljinn þora að birta álitsgerðina BANDAMENNIRNIR í íslenzkum stjórnmálum, kommúnist- ar og Framsóknarmenn, eru lafhræddir við álitsgerð hag- fræðinga norska Alþýðusambandsins, sem samstarfsnefnd islenzkra launþegasamtaka hefur gefið út. Hvorki Xíminn né Þjóðviljinn þora að birta áiit þessa trúnaðarmanns norsku verkalýðssamtakanna á íslenzkum efnahagsmálum og viðreisnarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. ÓTTAST ÞEKKINGUNA Ekki er þetta karlmannleg afstaða stjórnarandstöðunnar. Þeir óttast þekkingu íslenzks almennings á þýðingarmestu inálum þjóðfélagsins. Bandamannablöðin hafa það helzt á móti álitsgerð hins norska hagfræðings að hann muni hafa talað við vonda mcnn eins og Jónas Haralz og Jóhannes Nordal! En muna kommúnistar og Framsóknarmenn það ekki, að Jónas Har- alz var cinmitt aðai efnahagshagsmálasérfræðingur vinstri stjórnarinnar? HAFÐI NÁNA SAMVINNU VIÐ TORFA ÁSGEIRSSON Á það má svo minna, að hinn norski hagfræðingur hafði nánasta samvinnu við Torfa Ásgeirsson, sem er sá ís- lenzkra hagfræðinga, sem Alþýðusamband íslands hefur mest leitað ráða og aðstoðar hjá. Kjarni málsins er auðvitað sá, að bandamenn eru hræddir við álitsgerð hagfræðings norsku verkalýðssamtakanna vegna þess, að hann telur lifsnauðsynlegt að viðreisnarráð- stafanir núverandi ríkisstjórnar verði framkvæmdar, og að um aðra skynsamlegri leið hafi ekki verið að ræða til iausnar þeim efnahagsvandræðum, sem vinstri stjórnin leiddi yfir Islendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.