Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 11
Sunnudagur 18. sept. 1960 MORGVNBLAÐ1Ð 11 Þórarinn fónskáld ÞEGAR sá, sem þessar línur nt- ar, var að alast upp austur á Eeyðisfirði á árunum milli 1920 og 1930, voru tvö tónskáld þar þeimamenn. Það voru þeir Krist ján Kristjánsson iæknir og Ingi T. Lárussson. Allir kunnu lög eftir þá og þótti vænt um þau. Og allir þekktu þá sjálfa og þótti vænt um þá. En meiri ævintýra- ljómi stóð um ungan sjómann úr Mjóafirði, sem var sagður svo ihandgenginn sönggvðjunm. að hún sleppti ekki einu sinni tök- um á honum á rr.eðan hann var á sjónum, — hann var sagður 'krota nótur með r.agla á báts þiljurnar, þegar b að og blýant- ur var ekki har.dbært. Þó voru fá af lögum hans k.mn á þeim árum að minnsta kosti á Seyð- isfirði, og maðurinn sjálfur lítt þekktur, enda a förum til út- landa til að afla sér menningar og frama í list sinni. Þessi maður var Þórarinn Jóns son sem brátt varð þjóðkunnur maður og stendur nú í íremstu röð íslenzkra tónskálda. Hann verður sextugur í dag. Ég kann ekki að rekja ættir Þórarins, og æviferil! hans mun ekki ýkja viðburðaríkur á ytra horði. Verður því farið fljótt yfir sögu hér. Hann fór utan 1924 og dvaldist eftirþað í Þýzka landi við nám og störf til 1950, en þá fluttist hann aftur heim og hefur verið búsettur í Reykja vík síðan. Hann hefur alla tíð, siðan hann fór utan, starfað að- allega að tónsmiðum. Þau verk hans, sem kunn eru ,eru ekki ýkja mikil að vöxtum, en mörg þeirra eru stórlega athyglisverð og mega á sínu sviði hiklaust teljast með því merkasia og vandaðasta, sem íslenzk tónskáld hafa látið frá sér fara. Fyrsta lag Þórarins, sem varð alþjóð kunnugt mun hafa verið „Heiðbláa fjólan mín fríða“, sem Jónsson sextugur hvert mannsbarn á landinu kann, að ég ætla, og var um iangt ára- bil „á hvers manns vörum“. Meðan Þórarinn var búsettui erlendis var því miður löngum helzt til hijótj um hann hér heima, og fáum verkum sínum kom hann á framfæri hér. Jón Halldórsson, sem þá og lengst var söngstjóri „Fóstbræðra', mun þó jafnan hafa haldið sambandi við hann, og honum sendi Þórar- inn karlakórslög sín væntanlega jafnóðum og þau urðu til, þar á meðal „Ár vas alda’’, „Einum unna ég manninum”, „Úr Láka- kvæði” o. fl. Þessi lög Þórarins hafa síðan oft verið á söngskrá „Fóstbræðra”, og þau ár, sem ég hafði þá ánægju að stjórna kórn- um, rakst ég á fá viðfangsefni, innlend eða erlend, sem mér þóttu verðugri við að glíma. 1 þessum lögum fer saman frjótt hugarflug og frábærlega vönduð og kunnáttusamleg vinnuhrögð’ í frágangi, svo að til fyrinnynd- ar mætti vera. Hér verður engin skrá gerð um verk Þórarins Jónssonar, enda vlsast að mörg þeirra séu enn ókunn — og vonandi mörg ósamin. Að.eins eitt enn skai nefnt: Prelúdía og tvöföld fúga um nafnið BACH, sem hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim. Margir snillingar hafa spreytt sig á að semja tónverk, sem byggjast á nótnanöfnunum í nafni Bachs, og var Bach sjálf- ur hinn fyrsti. En fáir munu hafa sett sjálfum sér jafnharða kosti í þessu efni og Þórarinn Jónsson því að þetta viðamikla verk hans er samið f.yrir ein- leiksfiðlu án undirleiks, og. bætast þannig takmarkanir hljóð færisins við þá miklu bragþraut, sem felst í sjálfu formi tónsmíð- arinnar. Það er ekki á margra færi að leysa slíkan vanda með I þeim ágætum, sem Þórarinn hef- ur gert í þessu merkilega verki, og með þeim takmörkunum í stíl og efnismeðferð, sem hann hef- ur sett sér. Þórarinn Jónsson er yfirlæt- islaus maður og hefur sig lítt í frammi í dagsms. argaþrasi. Þess er að vænta, að honum endist tíminn því betur til nýrra af- reka á því sviði, sem hann hef- ur kosið sér, og hann eigi eftir að auðga íslenzka tónlist mörg- um ágætum verkum. — Megi sú Frú Musica, sem hann ungur gekk á hönd austur á fjörðum, reynast honum tryggur fylgi- nautur enn um langan aldur. Jón Þórarinsson. RACNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Vonarstr. 4 VR-húsið. Sími 17752 'ígfræðistörf og eignaumsýsla ÖRN CLAUSEN héraðsdómslögmaður Málf ’ utningsskr if stof a. Bankastræti 12. — Sími 18499. SIGURGEIR SIGURJÓNSSON hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 8. — Sími 11043. VERITAS SIKK-SAKK AUTOMATIC saumavél Veritas automatic saumavélar eru komnar aftur. Hinar vaxandi vinsældir þeirra sanna bezt gæði og notagildi. Vélin saumar sikk-sakk spor, festir tölur, býr til hnappagöt og saumar óteljandi fjölda af alls- konar mynstursaum. Verðið er aðeins kr. 6855.00 í tösku. Garðar Gíslason h.f. Reykjavík TÍVOLÍ Opnað í dag kl. 2. Kl, 4 skemmtir Baldur Georgs. Fjölbreytt skemmtitæki Fjölbreyttar veitingar Nú fer hver að verða síðastur með að skemmta I LEVIN KÆLI- OG FRYSTIBORÐ Getum útvegað með stuttum fyrirvara hin þekktu sænsku afgreiðsluborð fyrir verzlanir. Einkaumboð: * Samband Isl. Samvinnufélaga — véladeild — sér í TÍVOLÍ í sumar. Allir í TÍVOLÍ GUÐMUNDUR JÖNSSON heldur Söngskemmtun í Ganda Bíó þriðjudaginn 20. sept kl. 7,15 Við hljóðfærið: FKITZ WEISSHAPPEL Aðgöngumiðasala í Bókabúð Lárusar Blöndals, Skólavörðustíg og Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti Dansskóli Hermanns Ragnars tekur til starfa 1. október Kenndir verða barnadansar og gamlir og nýjir sam- kvæmisdansar fyrir byrj- endur og þá sem lengra eru komnir. Innritun hsfsi: þriðjudaginn 20. sept. daglega í síma 3-3222 og írá 10—12 og 2—6 í síma 1-1326. Síðasti innritunardagur er 30. sept. Uppiýsingarit liggur frammi í næstu bókaverzlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.