Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNBL 4 Ð1Ð Sunnudagur 18. sept. 1960 TTtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. ALLSHERJARÞING S.Þ. UTAN UR HEIMI Vindsængin andi Véldælan blæs. A LLSHERJARÞING Sam- einuðu þjóðanna, sem ráðgert er að komi saman til skyndifundar í kvöld, en til reglulegs fundar n. k. þriðju- dag, kemur saman á örlaga- ríkum tímum. Miklar viðsjár eru nú með mönnum í al- þjóðamálum. Kalda stríðið milli austurs og vesturs hef- ur stórum færzt í aukana á þessu ári, og í Afríku þar sem yfir standa fæðingarhríðar nýrra sjálfstæðra ríkja, loga ófriðareldar. Ræðir hér fyrst og fremst um Kongó-lýðveld- ið, þar sem segja má að borg- arastyrjöld sé hafin. Hið al- varlegasta í Kongó eru þó ekki átökin milli hinna ýmsu ættflokka, heldur sú stað- reynd, að eitt stórveldi, Sovétríkin, hafa blandað sér í deilur þeirra með mjög óvið- urkvæmilegum hætti. Sam- einuðu þjóðirnar höfðu sam- kvæmt ósk Kongóstjórnar sjálfrar reynt að stilla til frið- ar og hjálpa hinu unga lýð- veldi yfir byrjunarerfiðleik- ana. Þá gerist það að Sovét- ríkin senda að eigin frum- kvæði flugvélar og flutninga- tæki til landsins. Þetta at- ferli getur orðið friðnum í Afríku mjög hættulegt. Frammi fyrir miklum vanda Sameinuðu þjóðirnar standa nú frammi fyrir einhverjum mesta vanda, sem um getur í sögu þeirra. Þær hafa tekið að sér að miðla málum í Kongó. En Rússar virðast gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hindra samtökin í þessu mikilvæga friðarstarfi. Illmögulegt er að segja nokkuð fyrir um það með vissu, hvernig mál kunna að ráðast í Kongó. En aug- Ijóst er, að allir ábyrgir og friðelskandi menn, hvar sem þeir búa í heiminum, hljóta fyrst og fremst að byggja vonir á því að Sameinuðu þjóðunum takist málamiðlun- arstarf sitt. Kongó-vandamál- ið er eitt erfiðasta vanda- mál, sem næsta Allsherjar- þing fæst við. Margir áhrifamenn Til þings Sameinuðu þjóð- anna munu sennilega koma fleiri af áhrifamestu og um- ræddustu stjórnmálamönnum heimsins en nokkurs annars þings samtakanna. Eisenhow- er Bandaríkjaforseti mun flytja þar ræðu í upphafi þingsins, Krúsjeff, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, er á leiðinni þangað og fjölmargir þjóðhöfðingjar og forsætis- og utanríkisráðherrar hafa boð- að komu sína þangað. Meðal þeirra má nefna Nasser, for- seta Arabiska sambandslýð- veldisins, Janos Kadar, for- sætisráðherra Ungverjalands og Tito, forseta Júgóslavíu. Enn fremur hefur komið til orða að Macmillan, forsætis- ráðherra Breta, sitji þingið eða flytji þar ræðu. Vonir um frið og öryggi Þótt gagnrýna megi sam- tök Sameinuðu þjóðanna fyrir margt, verður sú stað- reynd ekki sniðgengin að á þessum samtökum byggir mannkynið fyrst og fremst vonir sínar um frið og öryggi í heiminum í framtíðinni. Þau eru ókomna tímans von. Sam- einuðu þjóðirnar eru fyrir löngu orðnar víðtækustu al- þjóðasamtök, sem um getur í veraldarsögunni. Um 90 þjóð- ir eiga nú aðild að þeim. Draumur mannkynsins um frið á jörðu getur því aðeins ræzt að þjóðirnar beri gæfu til þess að efla og treysta þessi samtök sín, gera þau fær um að gegna lögreglu- eftirliti í heiminum og standa trúan vörð um heimsfriðinn. Hver sá aðili, sem í hyggju hefur að hefja styrjöld eða árás á aðra þjóð verður að vita það, að til eru svo öflug samtök að þau geti hindrað ofbeldisáform hans. Allar þjóðir, smáar og stór- ar, eiga því ríkra hagsmuna að gæta í því, að þær hug- sjónir rætist, sem Sameinuðu þjóðirnar eru byggðar á. Stærsta hættan Stærsta hættan sem steðjar að heimsfriðnum í dag er ein- ræðisskipulagið, sem komm- únistar hafa þröngvað upp á fjölda þjóða. Einræðið felur í sér ofbeldi og kúgun. Meðan hundruð milljóna manna eru sviptar frelsi og búa við kúg- un og ranglæti er heimsfriðn- um hætt. En allar þjóðir þrá frið og óska þess í hjarta sínu að Sameinuðu þjóðunum takist að ná hinu göfuga og háleita takmarki sínu. Vindsængin lendir í fallhlíf. Blæstri að Ijúka. BANDARÍSK gúmmíverk smiðja, sem m.a. framleiðir vindsængur, gúmmíhitapoka og ýms útilegutæki, hefur ný lega tekið að framíeiða flug- vél, sem vegur aðeins 140 kíló með hreyfli. Flugvélin er úr gúmmíi, uppblásin. Saman- pökkuð er hún aðeins tveir metrar á lengd. (Reuter — NTB). VESTURVELDIN hafa sent Rúss um harðorð mótmæli vegna um- ferðatálma, sem Austur-Þjóð- verjar settu gagnvart íbúum V.- Þýzkalands og V.-Berlínar og sí- fellt er hert á. Ekki er kunnugt um hljóðan mótmælanna. Heinrich Lubke, forseti V.- Þýzkalands er kominn til V,- Berlínar til viðræðna við Willy Brandt borgarstjóra. Sagði Lubke við komuna til Templehof. flug- val’ar, að Berlínarbúar yrðu að taka því, sem að höndum bæri með stóískri ró. • VIÐBÚNIR HVERJU SEM ER Lubke ræddi við Brandt í hálfa þriðju klukkustund, og sagði borg Fyrir njósnara. Flugvél þessi er aðallega ætluð bandaríska hernum, sem mun nota hana til björg unarstarfa, upplýsingaleitar og sendiferða. En auk þess muni hún koma að miklu gagni við að koma njósnurum handa víglínunnar aftur til heimastöðva sinni. srstjórinn, að Vesturveldin væru viðbúin hverju sem væri. Þau vissu að vísu ekki í smáatriðura hvernig sókn Austur-Þjóðverja yrði, en gerðu sér fulla grein fyrir hvernig bregðast skyldi við henni. • MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR Frá því var skýrt í Bonn í dag, að fyrrverandi liðsforingi i A.- þýzka hernum, Guenter Malinov- sky, sem flúið hefði yfir til V.- Þýzkalands, hefði gefið stjórn- inni í Bonn mikilvægar upplýs- ingar um árásarfyrirætlanir A.- Þjóðverja. Einnig hefði Malinov- sky haft í fórum sínum bréf, stíluð til V.-Þjóðverja í Kiel og Neðra Saxlandi, þar sem þeir Af stað eftir 6 mínútur. Unnt er að láta flugvélina falla innpakkaða til jarðar í fallhlíf. ti’ylgja henni þá hreyf ill og auk þess véldæla til að blása flugvéina upp. Tekur það tvo menn um sex mínút- ur að búa flugvélina undir flugtak. Hreyfiliinn er 60 ha. og er flughraði vélarinnar 85 km. á klukkustund. Sæti eru voru hvattir til að vinna með „Frelsisher Austur-Þýzkalands“. Var tilkynnt, að Malinowsky mundi flytja mál sitt í sjónvaipi í kvöld. • FUNDUR FULLTRÚA YESTURVELDANNA Ludvig Erhardt, varakanzlari og efnahagsmálaráðherra Vestur- Þýzka’ands átti í dag fund með bandaríska sendiherranum Walt- er Dowling og fulltrúum Breta og Frakka. Ekki var vitað hvað þeir ræddu en gizkað á efnahags- legar mótaðgerðir við Austur- Þjóðverja. Heinrioh Rau, ráðherra sá í A> Þýzkalandi, sem fer með utan- ríkisviðskipti, sagði í dag, að hverjar þær efnahagsráðgerðir, sem Vestur-Þjóðverjar gerðu gegn Austur-Þjóðverjum, kæmú harðast niður á þeim sjálfum, auk þess sem þær væru brot á tæplega tveggja mánaða gömlum viðskiptasamningi ríkjanna. í henni fyrir tvo menn. Vindsængin fljúgandi. Takið öllu með stóískri ró segir Heinrieh Luebke forseti V.Þýzkal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.