Morgunblaðið - 18.09.1960, Side 24

Morgunblaðið - 18.09.1960, Side 24
Reykjavíkurbréf er i bls. 13. ÍÞRÓTTIR er á bls. ZZ. Þingkosningar í Svíþjóð í dag Ekki búist vib miklum breytingum, en Jbó erfitt að spá um úrslit J Starfi skólagarðanna lauk nú um miðjan mánuðinn. Á mynd inni sézt Hafliði Jónsson garó yrkjustjóri afhenda þeim börnum, sem bezt stóðu sig í sumar, verðlaun. — Ljósm.: . (Markús). Sjá nánar á 3. síðu. Fulltrúakjöri í Fé- lagi járniðnaðar- manna lýkur í daff j f DAG lýkur kosningu fulltrúa Félags jámiðnaðarmanna á þing A.S. í Kosið er í skrifstofu félagsins, Skipholti 19 og hefst kosning kl. 10 árd. og lýkur kl. 6 síðd. Stuðningsmenn B-listans skora á alla félagsmenn að kjósa sem fyrst í dag. Munið x - B-listann. Stokkhólmi, 16. sept. Frá fréttaritara NTB. FLESTIR hér eru þeirrar skoðunar, að engar verulegar breytingar verði á stjórnmála sviðinu í kosningum þeim, sem fram eiga að fara í land- inu á sunnudag. ♦ ALLT GETUR SKEÐ Um 5 milljónir kjósenda munu þá gera út um skipan ann-arrar deildar sænska þingsins. Engu að síður er fólk viðbúið Söngkennslunám- skeið að hefjast SÖNGKENNARAFÉLAG íslands efnir til söngkennslunámskeiðs í samráði við söngnámsstjóra og fræðslumálastjóra dagana 19. til 29. sept. Námskeið þetta hefst á morgun mánudag kl. 10 f.h. í Barna- músikskólanum, nýja Iðnskóla- húsinu við Vitastíg. Kennslu á námskeiðinu ann- ast dr. Róbert A. Ottósson og ung frú Jóhanna Jóhannesd., enn- fremur mun Ingólfur Guðbrands son námsstjóri og Jón G. Þórar- insson kennari halda erindi um tónlistarkennslu. Þeir kennarar, sem áhuga hafa á söngkennslu eru velkomn- ir á námskeiðið. // Reib Lúdda um landib á tollfrjálsu-Brunku": Kostuð af sjóði, sem het- ur ,óþekktar' uppsprettur Lýsing Framsóknarblaðs á Austur- landi á ferbalagi Lúbviks Jósefssonar AUSTRI, málgagn Framsóknar- flokksins á Austurlandi birti ný lega grein undir fyrirsögninni: „Alltaf klókur“. Er þar lýst ferða lagi Lúðvíks Jósefssonar um land ið undanfarnar vikur. Mbl. telur ástæðu til þess að gefa lesend- um sínum tækifæri til þess að sjá þessi ummæli Framsóknarmanna eystra um bandamann þeirra og fyrrverandi ráðherra í vinstri stjórninni. Má af þeim draga ýmsar ályktanir og lærdóma. Greinin úr „Austra“ fer hér á eftir í heild: „Undanfarnar vikur hefur Lúð vík Jósepsson ferðazt um og boð að til funda um landhelgismálið. Fundir þessir hafa verið vel sótt ir og hvarvetna verið samþykkt harðorð mótmæli gegn öllu samn ingamakki við Breta. Reið Lúdda um landið á tollfrjálsu-Brunku hefur þó ekki verið í þeim til- gangi einum að samfylkja gegn Bretum, heldur haft að yfirvarpi. í haust verður Alþýðusambands- þing háð í Reykjavík og má þar vænta harðra átaka. Eru hinir pólitísku loddarar, sem um ára- skeið hafa helriðið íslenzkri verkalýðshreyfingu, teknir að undirbúa af öllum krafti þann darraðardans og valdastríð, sem framundan er. För Lúðvíks um landið er fyrst og fremst farin í liðsbón og til skipulagningar á kjöri fulltrúa til Alþýðusambands þings og kostuð af þeim sjóði, sem „óþekktar" uppsprettur hef ur og aldrei þver. í leiðinni slaer Lúðvík upp landhelgismálinu sem sérstöku glansnúmeri fyrir sjálfan sig. í þjóðsögum voru púkar aldir á blótsyrðum og ljótum hugsun- um. Af hvort tveggju hefur ís- lenzkt þjóðlíf verið auðugt, og púkar í ágætum holdum. Þó grein ir engin þjóðsaga frá sneggri holdasöfnun púka af slíku góð- gæti, en Lúðvíks af landhelginni. Af sérstakri góðvild, lofuðu Framsóknarmenn Lúðvíki að gefa út reglugerð um stækkun landhelginnar, nú hefur ríkis- stjórnin flækt sig svo 1 vand- ræða-fálmi, að Lúddi getur veg samað sjálfan sig hvaða leið, sem ríkisstjórnin velur út úr — eða út í — ógöngunum. Já, víst er hann klókur, hann Mál skipstjórans tekið til dóms í gær SEYÐISFIRÐI um hádegi I gær: — Kl. 10,30 í morgun var réttur settur í máli brezka togaraskipstjórans. Var þá lagt fr-am ákæru- skjal frá dómsmálaráðuneyt inu og það lesið fyrir skip- stjóranum. Er ákæruskjalið hafði ver ið lesið, bað verjandi skip- stjórans, Gísli ísleifsson, um frest til kl. 15 í dag og var honum veittur sá frestur. Mun réttur verða settur aftur kl. 15. Þá flytur verj- andi skípstjóra vörn sína, en að því loknu verður málið tekið til dóms. — K. H. ★ Nánari fregnir höfðu ekki borizt frá Seyðisfirði er blaðið fór í prentun í gær- dag. Ljúgvík, en ekki hógvær nema í meðallagi". Aths.: Mbl.. Þetta voru ummæli Framsóknarblaðsins eystra. Það hikar ekki við að halda því fram að vinstri stjórnin hafi skilið við landhelgismálið í „ógöngum". En muna mætti Framsóknarblaðið það, að leiðtogar Framsóknar- flokksins styðja nú „helreið" kommúnista á verkalýðshreyfing unni af fremsta megni. Hvers- vegna reynir það ekki að koma vitinu fyrir Eystein og Hermann? Það væri reynandi, eða álítur blaðið það vonlaust? Lýðræðisðliinar sjólfkjörnir LISTI lýðræðissinna við full- trúakjör til ASÍ-þings í Fél. ísl. rafvirkja varð sjálfkjörinn, þar sem ekki kom fram annar listi. Fulltrúar félagsins verða Óskar Hallgrímsson, Magnús Geirsson, Kristján Benediktsson og Sveinn Lýðsson. Varamenn eru Auðunn Bergsteinsson, Pétur J. Árnason, Sigurður Sigurjónsson og Krist- ján J. Bjarnason. hverskyns óvæntum niðurstö'o- um. Svo lítið þarf tii að breyting verði á, að enginn þorir annað en að slá varnagla. ♦ SKIPAN DEILDARINNAR NÚ. Önnur deild sænska þingsins er nú þannig skipuð, að sósíal- demókratar, sem fara með stjórn í landinu, undir forystu Tage Erlander, hafa 111 fulltrúa, en hægri menn 45, þjóðflokkurinn 38, miðflokkurinn 32 og kommún istar 5. — Sósíaldemókratar hafa hins vegar meirihluta í fyrstu deild þingsins svo og sameinuðu þingi ♦ SPÁÐ GÓÐU VEÐRI Spáð er góðu veðri fyrir kjör- daginn, og í aðalstöðvum stjórn- málaflokkanna gera menn sér vonir um að það verði til þess að örva þátttöku í kosningunum. Leifiir viimur enn I FJÓRÐU umferð skákmótsins í Hafnarfirði vann Leifur Jósteins son (hann er 19 ára) Hauk Sveins son og hefir hann unnið allar skákir sínar til þessa. Næstu 5 menn eru allir með 3 vinninga. Fimmta umferð verður tefld í dag og hefst kl. 2 e.h. Gilfersmótið . nmferð í dog MINNINGARMÓT Eggerts Gilf- er heldur áfram í Sjómannaskól- um í dag kl. 14,00, en þá verður 4. umferð mótsins tefld. — Sam- an tefla: Friðrik Ólafsson og Benóný Benediktsson, Ingi R. Jóhannsson og Guðmundur Ágústsson, Guðmundur Lárusson og Svein Johannessen, Jónas Þorvaldsson og Kári Sólmundar- son, Gunnar Gunnarsson og Ar- inbjörn Guðmundsson og Ólafur Magnússon og Ingvar Ásmunds- son. — Á mánudag heldur mótið svo áfram og verða þá biðskákir tefldar og jafnframt skák þeirra Ingvars og Friðriks, sem féll ^niður, er 3. umferð var tefld. Mynd þessi var tekin á Gilfer-mótinu fyrsta kvöldið. S»st N«rðurlandameistarinn Svein Johann- essen (t. v.) tefla við Kára Sólmundarson. (Ljósm. Mbl.: Markúsl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.