Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.09.1960, Blaðsíða 20
20 Sunnuðagur 18. sept. 196». AÐIÐ — Hann fór af fúsum vilja, svaraði Elísa, dauflega. — Einmitt það er óheppilegt. Við verðum að fara varlega. Elísa sat ofurlitla stund og dinglaði fótunum, svo sem til þess að gefa 'til kynna, að hún væri að hugsa um allt annað en það, sem þau höfðu verið að tala um. En svo sagði hún lágt: — Afi! — Já, væna mín. Það var ein- hver tortryggni í röddinni. — Væri þér það nokkuð ógeð- fellt þó að ég byði hr. Parker hingað, eitthvert kvöldið? Hann er mjög einmanna, og mér finnst okkur bera skylda til að sýna honum ofurlitla gestrisni, sem allir hér eru alltaf að grobba af sem einhverri höfuðdyggð bæj- arins. — En hvað verður þá um Ran- dolph? Ætlarðu að bjóða honum líka? spurði gamli maðurinn, al- vörugefinn. — Já, ef þú telur það alveg nauðsynlegt, þá . . . en skilurðu mig ekki? Randy hefur engan áhuga á tónlist, eða neinu því, sem við myndum helzt hafa að umræðuefni, og hr. Parker er alltof kurteis til að hefja um- ræður um það, sem hinn er al- gjörlega utan við. Þá yrði ekki talað um annað en landbúnaðar vélar ailt kvöldið . . . og það er nú dálítið kjánalegt. . . lauk hún máli sínu. Gamli maðurinn vildi helzt tala um eitthvað annað, til þess að geta hugsað sig um á með- an. — Þetta er falleg krýsantem- um, sem þú átt þarna, sagði hann. — Hún getur víiria verið héðan úr bænum, eða hvað? — Nei, er hún ekki yndisleg? svo að hann gæti dáðzt betur að Elísa rétti hana að afa sínum, henni. — Hr. Parker kom með fáeinar til Klöru frænku, af því að hún hafði boðið honum að borða í dag. Hún skilur ekki, hvernig hann hefur getað fengið þær svo fljótt frá St. Louis, nema hann hafi símað eftir þeim. Þær komu í hraðsendingu, eftir að ég var komin þangað. Þegar ég fór að hrósa þeim, spurði hann Klöru, hvort hann mætti gefa mér eina. Er hún ekki stórkost- leg? — Góða Elísa mín, sagði lækn irinn með áherzlu, — ég vil end- urtaka, að við megum ekki móðga Vaughn-feðgana. Ég hef aldrei sagt þér frá því, til þess að vera ekkn að angra þig, að Henry Vaughn lánaði mér 600 dali, þegar þú varst við söngnám ið í Louisville. Eg hafði gert mér vonir um að geta verið bú- inn að borga honum fyrir löngu. — Ó, afi! kveinaði Elísa. — Er það sama sem að segja, að ég megi við engan tala nema Randy, þangað til þú ert búinn að borga föður hans. — Ekki er það nú svo slæmt, en ég vil bara ekki móðga þá feðgana. Farðu bara dálítið var lega. Gamli maðurinn geispaði, svo sem til að gefa til kynna, að þetta væri nú ekkert sérlega áríð andi og sagði, að það væri kom inn háttatími. — Ég er orðinn svo mæðinn .Ég varð að setja troggarminn í gang með sveif- inni. — Hversvegna læturðu ekki gera við bílinn? spurði Elísa. — Þeir eiga hægt með það hjá Vaughn, er ekki svo? — Það er nú sjálfsagt, en það er bara lítið um tekjurnar hjá manni, eins og er, og ég vil ekki biðja Henry um meira lán en þegar er komið. Bjóddu bara hr. Parker hingað, ef þú vilt, en bjóddu bara Randolph líka og kannski einhverjum stúlkunum. Þá er allt í lagi. Elísa fór í rúmið og fannst hún vera þræll eða innilokaður gisl. Hún sneri heitum koddan um, hvað eftir annað. Hvað það gat verið mikill vandi að lifa! Það var ekki ólíklegt, að Ran- dolph þyrfti að fara í verzlunar ferð, áður en langt um iiði. Eitt hvað hafði hann verið að tala um það. Ef hún biði með að bjóða hr. Parker, þangað til hann væri farinn? Nei, ekki mátti það. Randolph myndi auðvitað frétta það og verða móðgaður. En væri ekki hægt að fá Park- er hingað, án þess að Randy vissi af? . . . Hún fékk ákafan hjart- slátt. Hún gat boðið honum fyrir varalítið einhvern daginn, þegar afi hennar var í langferð . . . í einhverja fæðinguna eða þess- háttar. Dagurinn var vanur að fara í slíkt. Aldrei hafði hún séð jafn eftir tektarverðar hendur og á Parker — og mikið var Clay hrifinn af honum. Það sýndi einmitt, að hann hlaut að vera góður maður, því að Clay var óvenju hlédræg ur við ókunnuga. Og hann hafði hrósað röddinni hennar — og það var ekki af eintómri kurteisi gert. — Það er alltaf hægt að þekkja raunverulega hæfileika frá óraunverulegum, hafði hann sagt. — Þér getið komizt langt. Og svipurinn á honum hafði ver ið grafalvarlegur. Það var skrítið, hvernig fötin gátu verið eins og hluti af sumu fólki. Þegar henni duttu í hug skór Parkers, fannst henni rétt eins og nafnið hans hefði staðið á þeim. Nathan Parker . . . það var fallegi nafn. Ætli vinir hans kalli hann Nathan? Líklega bara Nat. Hún ætlaði að spyrja hann um það, þegar þau væru orðin betur kunnug. Hvað nafnið gat farið honum vel. Það var nú skrítið, en allt virtist fara Park er vel, hvort það voru augun, hendurnar, flibbinn eða skórnir. Það var skrítið þetta með sum nöfn, að það var eins og þau hefðu einhvern sérstakan per- sónuleika. Elísa, til dæmis. Það var eins og það átti að vera. Ekki gat hún hugsað sér að heita annað en Elísa, Elísa Graham. Hún grúfði sig niður í koddann . . . Elísa Parker. Elísa Graham Parker. Hún var rétt farin að búa til fallegt fangamark með þrem stöfum, þegar hún heyrði gamla manninn koma upp stigann í flókaskónum sínum. Eitt skref, löng þögn, hóstakast, aftur eitt skref, lengri þögn. Það brakaði í handriðinu, eins og hann stydd ,ist fast á það. Hann ætlaði sjálf sagt niður eftir einhverju meðali. Honum féll alltaf illa, ef hann varð þess var, að hún hafði á- hyggjur af heilsu hans, og honum var meinilla við, að hún væri að snúast áhyggjufull kring um hann, þegar hann fékk þessi and þrengslaköst. Hún lá því graf- kyrr og hlustaði. Nú var hann kominn niður, þá kæmi hann bráðlega upp aftur. Þegar klukkan sló tólf og EHsa var enn ekki farin að heyra fóta tak hans, fór hún niður. Gamli maðurinn sat, óeðlilega þráð- beinn, í litlu, fátæklegu skrifstof unni sinni, og gömlu flúnelsnátt fötin voru fráhneppt, svo að mag urt brjóstið var bert. Hann var með fingurinn á slagæðinni, og bláar vairirnar bærðust. Hver sogandi andardráttur var eins og hnefahögg í magann. Augun voru starandi, rétt eins og þau væru líka að grípa andann á lofti. — Get ég ekki hjálpað þér neitt, afi? spurði Elisa og reyndi að leyna kvíðanum í röddinni. Hann hristi höfuðið og hélt áfram að telja. — Ef þetta líður ekki frá, fæ ég mér morfín- sprautu, sagði hann. — Ég er bú inn að taka skammt af digitalis Það eru þessir bannsettu stigar og svo þrældómurinn við bíl- trogið í dag, sem gera það. — Á ég ekki bara að búa um þig á legubekknum hérna? Hann kinkaði kolli og reyndi að brosa. Elísa var fegin að geta eitthvað hjálpað til. Hún flýtti sér upp og sótti rúmfötin. Þegar hún hafði lokið við að búa um hann, kom hann og settist á legubekkinn. Hún strauk hendi yfir koddann, en hann hristi höfuðið. — Ekki strax, sagði hann. — Eg verð að sitja uppréttur. Eg hef gleymt að taka meðalið ... reglulega . . . upp á síðkastið . . . og án þess get ég ekki verið. Þú ættir að fara í rúmið. Heila klukkustund sat hún á gólfinu og hallaði höfði upp að hné hans. Loks sagðist hann ætla að leggja sig út af. Röddin var mjög máttvana. —O— Þau hittust aftur morguninn eftir í pósthúsinu, og það var ekki laust við, að Elísa væri of urlítið ringluð. Hún hafði þegar komið auga á Parker nokkru áð ur og séð, að þau hlutu að hittast. Það var ekki svo að skilja, að henni þætti fyrir því að hitta hann. Hjarta hennar, sem sló ótt og títt, mótmælti öllum slíkum hugsunum, en hinsvegar var hún ekki viss um, að það væri heppi legt að hitta hann í pósthúsinu og SlÚtvarpiö Sunnudagur 18. september 8.30 Fjörl^g músík í morgunsárið. (10.10 Veðurfregnir). 9.00 Fréttir. — 9.10 Vikan framundan. 9.25 Morguntónleikar. a) „Leonóru-forleikur'* nr. 3 eft- ir Beethoven. (Hljómsveitin Fíl Skáldið og nramma I la 1) — Segðu mér nú hvar öngladósin þín er. 2) Til hvers þarftu að vita það? 3) — Til þess að geta sagt þér hvar öngladósin er, þegar hvar hún er. þú hefur gleymt I WUZN'T AIMIN' 70 VO TRAIL NO HARM, BUT HE'S PONB SEEN TOO MUCH/ a r L á — Dindiliinn elgshúðinni ... hreyfðist á einni vera aðvörun! Þarna kom það! . Það ntýtur að Hæ*tui>'«rl<1 «lí<stnsJ .... Tommi er í kofanum og hann er að reyna að vara mig við! — Ég ætlaði ekki að gera Mark úsi mein, er hann hefur séð of mikiðl i^rmonía í Lundúnum Jeihur; Nicolai Malko stjómar). b) Píanókonsert í c-moll (K491) eftir Mozart (Solomon og hljóm sveitin Fílharmonía leika; Her bert Menges stjórnar). c) Sinfónía nr. 3 1 a-moll (Skozka sinfónían) eftir Mendelssohn (Sinfóníuhljómsveit ástralska útvarpsins leikur. Stjórnandi: Sir Eugene Goossens). 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Garðar Svavarsson. Organ« leikari: Kristinn Ingvarsson). s 12.15 Hádegisútvarp. ■£ 14.00 Miðdegistónlikar. a) Operan ,,Dido og Æneas" eftir Henry Purcell (Kirsten Flag- stad, Elisabeth Schwarzkopf og íleiri söngvarar flytja með enskum kór og hljómsveit; Geraint Jones stjórnar). b) Ballettsvíta eftir Lully (Aless- ando Scarlatti hljómsveitin leik ur; Franco Caracciolo stj.), 15.30 Sunnudagslögin. ^ 16.30 Veðurfregnir. Færeysk guðsþjónusta (Hfjððrit- uð í Þórshöfn). 17.00 Framhald sunnudagslaganna. 18.30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur): a) Leikrit: „Oli vill líka fara i «kóla‘‘ eftir Amund Schröder, — Leikstjóri: Klemens Jónsson. b) Sagan eftir Torbjörn Egner: „Klifrumúsin og hin dýrin i Hálsaskógi"; Hróðmar Sigurð* son þýddi. Kristín Anna Þórar- insdóttir leikkona les. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: José Iturbi leikur píanólög eftir Debussy og Liszt» 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Raddir skálda: Úr verkum Helga Valtýssonar. — Flytjendur: Jón úr Vör, Stefán Júlíusson, Þór- oddur Guðmundsson og höfund- ur sjálfur. 21.05 Tónleikar: Konsert í g-moll fyrir flautu, óbó og fagott eftir Antonio Vivaldi (Robert Cole, Wayne Rap er og Sol Schoenbach leika. — Hljóðritað á tónleikum í Reykja- vík). 21.20 „Klippt og skorið" (Gunnar Eyj- ólfsson leikari sér um þáttinn). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög, þar af kynnir Heiðar Astvaldsson danskennari lögin þrjá fyrstu stundarfjórðungana. 23.30 Dagskrárlok. ' r Mánudagur 19. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 3.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 Tónleikar: „Sumardans". 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Lög úr kvikmyndum. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 íslenzkt tónlistarkvöld: Þórarinn Jónsson tónskáld sextugur 18. september. a) Inngangsorð (Dr. Hallgrímur p Helgason). b) Forleikur og tvöfald fúga um stefið B-A-C-H (Björn Ölafssoa leikur á fiðlu án undirleiks). c) Húmoreska fyrir fiðlu og pían6# (Björn Olafsson og Fritz Weiss- happel leika). d) Fjögur sönglög: „Ave Maria", ..Vögguvísa", „Nótt" og „Sálm ur“ (Þuríður Pálsdóttir og Gu6 mundur Jónsson syngja). e) Sónata fyrir orgel (Dr. Victor Urbancic leikur), 21.35 Um daginn og veginn (Helgt Hjörvar rithöfundur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Búnaðarþáttur: Benedikt Gfsla- son frá Hofteigi talar um göngur og réttir. .30 Kammertónleikar: Verk eftir Hándel og Bach. a) Sónata í D-dúr fyrir fiðlu og píanó eftir Hándel (Szymon Goldberg og Gerald Moore leika). b) Brandenborgarkonsert nr. 5 I D-dúr eftir Bach (Hljómsveitin Fílharmonía í Lundúnum leik- ur undir stjóm Edwins Fisch- ers, sem jafnframt leikur ein- leik á píanó). .10 Dagskrárlok. Þriðjudagur 20. september 8.00—10.20 Morgunútvarp. (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. — (12,25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 „A ferð og flugi": Tónleikar kynntir af Jónasi Jónassyni. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Erlend þjóðlög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Atök Svía og Dana á síð- ari hluta 17. aldar (Bergsteinn Jónsson cand. mag.). 20.55 Þjóðdansar frá Júgóslavíu, flutt- ir af þarlendum listamönnum. 21.30 Utvarpssagan: „Barrabas" eftir Pár Lagerkvist; III. (Olöf Nor- dal). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður 1 Havana" eftir Graham Greene; XVIII. (Sveinn Skorri Höskulds- son). 22.30 Lög unga fólksins (Kristrún Ey- mundsdóttir og Guðrún Svafarg- dóttlr). 23.25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.