Morgunblaðið - 29.09.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Flmmtudagur 29. sepl. 1960 tTtg.: H.f. Arvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórarí Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. SIGRAR SÞ ^JÍÐUSTU daga og vikur K hafa þeir atburðir gerzt innan vébanda Sameinuðu þjóðanna, sem marka munu tímamót í sögu þeirra og störfum. Fram til þessa hafa Sameinuðu þjóðirnar verið vanmáttugar og trú manna á því, að þeim takist að rækja hlutverk sitt, verið takmörk- uð. Afskipti samtakanna af Kongómálinu hafa mjög breytt þeirri skoðun. í Kongó var alþjóðakomm- únisminn að verki eins og annars staðar, þar sem tæki- færi gefast til að koma illu af stað. Er enginn efi á því, að árásir Lumumba á Hamm- arskjöld hafa verið undan rifjum Rússa runnar og þeir heitið lionum tilstyrk til að halda völdum, ef Sameinuðu þjóðirnar gæfust upp í Kongó. Sönnun þess hefur síðar feng- izt, er Lumumba varð að lúta í lægra haldi og kommúnistar hófu sjálfir árásirnar á fram- kvæmdastjóra SÞ. Hið ánægjulega er aftur á móti, að Asíu- og Afríkuþjóð- irnar hafa gert sér grein fyr- ir því, að tilvist þeirra bygg- ist á styrk SÞ. Þess vegna sneru þær allar sem ein baki við kommúnistum, sam- þykktu traust á aðgerðir Hammarskjölds og skildu Rússa eftir einangraða inn- an vébanda samtakanna. Þessi tíðindi bárust Krús- jeff, er hann var á skipsfjöl á leið yfir Atlantshaf til Alls- herjarþingsins. Sá hann þá að hann hafði tapað þessum leik og SÞ voru styrkari en nokkru sinni áður í stað þess að þær eyðileggðust af Kongó málinu, eins og vonir Rússa stóðu til. Þá munu góð ráð hafa þótt dýr og Krúsjeff hugsað ráð sitt. Niðurstaða kommúnista- foringjans varð sú, að helzta leiðin til að skerða vald SÞ væri sú að afnema embætti framkvæmdastjóra þess. í kjölfar árásanna á Dag Hamm arskjöld flutti Krúsjeff því tillögu um, að í stað hans kæmi framkvæmdaráð þriggja manna, þar sem einn væri frá Vesturveldunum, einn frá kommúnistablokk- inni og sá þriðji frá hlutlaus- um ríkjum. Kommúnistar munu hafa talið, að nokkrar líkur væru til að hlutlausu ríkin styddu joessa tillögu, þar sem þau fengju þá úrslitaráð um afstöðu framkvæmda- nefndarinnar. En einnig þetta herbragð mistekst, einfaldlega vegna þess að hlutlausu þjóðirnar vilja styrkja SÞ á sama hátt og Vesturveldin. Og þau gera sér þess fulla grein að til- gangur Rússa er sá einn að eyðileggja samtökin. Þess vegna eru kommúnistar nú einangraðir innan SÞ og verður Krúsjeff að láta sér nægja að gæla við Kadar og Castro, svo lengi sem sá síð- arnefndi þá ekki hallar sér að Kínverjum í stað Rússa. VIÐRÆÐUR MJÖG ánægjulegt var, að Ólafi Thors, forsætisráð- herra, skyldi gefast færi á að hitta Macmillan, forsætisráð- herra Bretá, að máli og ræða við hann einslega um deilu- mál okkar og Breta. Enginn efi er á því, að slíkar per- sónulegar viðræður æðstu manna eru hinar líklegustu til að skýra afstöðuna og jafna ágreining. Og vand- fundinn mun maður, sem vegna persónuleika síns sé líklegri til að ná árangri í slíkum einkaviðræðum en einmitt Ólafur Thors, forsæt- isráðherra. Að sjálfsögðu hafa forsæt- isráðherrarnir ekki í stuttu samtali getað leyst hið við- kvæma deilumál íslendinga og Breta en enginn efi er á því að viðræður þeirra voru til góðs. Þótt Macmillan hafi sagt það í gamni, að hann skildi okkur betur, er Ólafur Thors upplýsti hann um, að í ís- lenzkum æðum rynni írskt blóð, þá er rétt að hafa í huga að öllu gamni fýlgir nokkur alvara. Og reynsla Englend- inga af viðskiptum við íra er með þeim hætti, að þeir mega gjarnan hafa hana í huga, er þeir setjast að viðræðum við íslendinga. En mjög er það táknrænt fyrir það megintakmark kommúnista að koma með öll um ráðum 1 veg fyrir að sam- komulag geti tekizt við Breta, að þeir skuli formæla forsæt- isráðherranum fyrir að nota tækifærið til að ræða við Macmillan í von um að geta einhverju áorkað til góðs fyr- ir land sitt og þjóð. Þar sann- ast enn, að það eru ekki ís- lenzkir hagsmunir, sem kommúnistar hafa í huga. UTAN UR HEIMI Þau biða Með eftirvæntingu SEXTÁN unglingar bíða þess með óþreyju að mál Adolfs Eieh- manns verði tekið fyrir — því þá fyrst er von til þess að þeir fái vitneskju um hvað fyrir þá kom. Leyniþjónusta ísraels- manna rændi Eichmann í Argen- tínu fyrr í ár og flutti hann til ísrael, þar sem mál hans verður tekið fyrir eftir áramótin. Er Eichmann talinn eiga sök á út- rýmingu 6 milljón Gyðinga. Þessir sextán unglingar eru ekki gyðingar, en voru eitt sinn íbúar tékkneska þorpsins Lidice. Læknarnir komust að þeirri nið- urstöðu að níu unglinganna mætti „germanisera“. Hinir voru settir í „sérstaka aðgerð“. 82 unglingar voru settir í flutningsbifreið sam kvæmt fyrirskipun Eichmanns og ekið með þá til borgarinnar Chelm í Póllandi. f>ar voru þeir teknir úr bifreiðinni. Þeir voru allir látnir. Bifreiðin var gas- klefi á hjólum. ☆ En 16 unglingar lifðu hörm- ungarnar. Sjö á barnaheimilinu í Prag og 9 hjá nýjum, þýzkum uppeldisforeldrum. komizt að því hvers vegna upp- skurðurinn var gerður. Libusia Mulierova er 18 ára. Líkami hennar er þakinn örum, en enginn hfeur getað sagt henni hvers vegna Þjóðverjarnir veittu henni þessi sár. 1 mörg ár eftir stríðið gat hún ekki séS mann í hvítum kyrtli án þess að verða gripin skelfingu. — Ég er svolítið feiminn vegna öranna, en ég er farin að venjast þeim, segir Libusia. ☆ Libusia Mullerova — hún ber enn örin. — Lidice fyrir hefnd nazistanna. HEYDRICH í maí 1942 voru herir Hitlers í sókn á austurvígstöðvunum. Hernum fylgdu ógnir, fjöldamorð og gyðingaofsóknir. Reinhard Heydrich var þá fylkisstjóri Hitl- ers í Bæheimi og Mæri, þar til hann varð fyrir skotum hermanna úr tékknesku andstöðuhreyfing- unni. Læknar reyndu að bjarga lífi Heydrichs — einnig tékk- neskir iæknar, sem vissu hvað yrði ef hann létist. Hann tórði í nokkrar. vikur, virtist jafnvei vera á batavegi, en versnaði skyndilega og lézt. Ekkert lá þá fyrir sem benti til þess að Lidicebúar ættu nokk- urn þátt í drápi Heydrichs, en skipti ekki máli fyrir þá Hitler og Eichmann, koma varð á hefnd um. Josef Minarik er einnig 18 ára. Hægri handleggur hans og vinstri fótleggur eru lamaðir. Enginn hefur getað sagt honum hvers vegna. Tékkneskir læknar telja sennilegast að gerðar hafj verið tilraunir með að sýkja bein hans berklum. Valclav Hanf var 8 átta þegar hermennirnir komu. Honum var komið í fóstur hjá þýzkri fjöl- skyldu. Dag nokkurn var hann tekinn þaðan og sendur á æfinga stöð Hitlersæskunnar. Aginn var mikill og refsingar þungar. Einn af félögum hans var staðinn að flóttatilraun. Öll börnin voru kvödd til að vera viðstödd refs- inguna og horfðu á þegar flötta- maðurinn var hálshöggvinn með exi. ☆ Þessir fjórir unglingar og tólf þjáningarsystkin þeirra eru nú aftur komin til Lidice, sem end- urbyggt var eftir stríð. Þegar mál Eiöhmanns verður tekið fyrir í ísrael eftir áramótin, fá ungl- ingarnir ef til vill loksins svar við spurningunni: Hvers vegna (Lausl. þýtt). I HEFNDIN Hinn 10. júní 1942 var Lidice lagt í eyði. Allir karlmenn í þorp inu 14 ára og eldri, 192 menn, voru skotnir. Allar konur 15 ára og eldri fluttar í útrýmingarbúð- ir. Sjö börn innan eins árs aldurs send á barnaheimili í Prag. Eftir voru 98 unglingar. Þeir voru sendir í fangabúðir í Póllandi, mældir, ljósmyndaðir og dæmdir. Marie Dolzhalova var 10 ára þegar Þjóðverjarnir komu til Lidice. Hún var ein þeirra sem átti að „germanisera“, og var afihent þýzkum uppeldisforeldr- um. Einn daginn þegar hún kom heim úr skólanum, fór þýzki upp- eldisfaðirinn með hana í sjúkra- hús. — Það var ekert að mér, segir Marie, en ég gekk undir upp- skurð. Örið er áberandi. Það liggur frá bjósti hennar niður eftir lík- amanum. Tékkneskir læknar hafa rannsakað hana, en ekki BB þreytt og þjáð París, 27. sept. (Reuter). FRANSKA þokkadiísin og kvikmyndastjarnan Brigitte Bardot er sögð vera orðin „mjög þreytt" og hafi lækn- ar því ráðið henni til að halda kyrru fyrir og hvíla sig. Hið útbreidda blað „France-Soir“ segir að Brig- itta sé með of lágan blóð- þrýsting og dveljist því úti í sveit, þar sem vinir hennar i ónáði hana ekki. Þreyta Birgittu er talin eiga rætur að rekja til stöðugs strits við kvikmyndaleik síðastliðin 5 ár — auk þess sem frísbund- ir hennar eru ekki allar sagð ar hafa verið erfiðislausar og ástarlífið tekið nokkuð á taugarnar. „Ég er þreytt oig þjáð“, hefur hið vinsæla fransika blað Paris-Jour eftir henni sjálfri. — Eiginmaður Brigittu mun halda sig á Rívíerunni um þessar mund- ir og er sagður hafa lýst því yfir þar, að hann væri enn þeirrar skoðunar, að Brigitta ’ elskaði sig. Lidice brennur. Andlit Eichmanns greypt inn í logana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.