Morgunblaðið - 29.09.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.09.1960, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 29. sept. 1960 MORCVHBLAÐ1Ð 15 OMO þveginu þvottur stenzt alla athugun og gagnrýni — vegna þess að Omo hreinsar burt hvern snetil, af óhreinindum, meira að segja óhreinindi, sem ekki sjást með berum augum. Og Omo er engu síður gagn- legt fyrir litað lín, því eftir Omo-þvottinn verða lit- irnir fegurri og skýrari en nokkru sinni fyrr. — OMO framkallar fegurstu litina. X-OMO »7/sN-MC04» Til þess eru vítin að varasv þau. Þannig hljóðar gamad og góð- ur íslenzkur málshaftur. Samkvæmt landslögum ber héraðslæknum að senda skýrslu um öll vofeifleg manns- lát til landslæknisskrifstof- unnar. Efast enginn um að skýrslum þessum sé haldið til haga og jafnvel birtar árlega í heiibrigðisskýrslum. En yfirleitt hafa sjómenn ekki aðgang að þessum skýrslum. Sem betur fer hefur manns- látum af methyleitrun farið fækk andi síðustu árin og er ástæðan Ungur Akurnes ingur sýnir í Mokka ÞESSA dagana stendur yfir sýn- ing í Mokka-kaffi á verkum ungs Akurnesings, Hreins Elíassonar. Er þetta í fyrsta sinn, sem Hreinn sýnir hér í Reykjavík, en hefur áður haldið tvær sýningar á Akra nesi. Á sýningunni eru 7 mosaik- myndir, nokkrar unnar úr fjöru- grjóti og gleri úr Akranesfjöru, 4 olíumálverk, og 9 grafisk- teikn- ingar. Hreinn hefur stundað nám í Handíða- og myndlistaskólan- um um tveggja vetra skeið, en stundar þess utan sjósókn. hafði oft aðstoðað sjúkrahús- lækni Steingrím Einarsson við sannprófun á methylalkohol í hlóðvökva íslenzkra sjómanna, er látist höfðu af methyleitrun. Var hér m. a. um að ræða skip- stjóra frá Akranesi og tvo unga| háseta af síldveiðiskipinu IHO. Hlutu þessir þrír menn allir söfnu örlög, — þeir voru fluttir sem liðin lík úr skipum sínum inn á líkhús Sjúkrahúss Siglu-. fjarðar eftir að hafa neytt met- hylalkohols af áttavita. Methylalkohol Frá efnafræðisjónarmiði er lítill munur á venjulegum vín- anda og methylalkohol. Þetta eru hvorttveggja vökvar, tænr, ■ litlausir og mjög keimlíkir á bragð. Af þessu stafar mikif hætta og hafa þúsundir manna látist af þessari ástæðu t. d. í I U.S.A. á bannárunum, þegar sam viskulausir mangarar notuðu methylalkohol til framleiðslu á drykkjarföngum. Frá eiturmagnssjónarmiði er munurinn aftur á móti geigvæn- legur. Venjulegur vínandl (æt- hylalkohol) brennur tiltölulega fljótt í mannslíkamanum en öðru máli er að gegna um methyl— alkohólinn. Skal þetta skýrt nánar í stuttu máli. Hæmoglobin blóðsins hefur þann dásamlega eiginleika, að mynda „labilt“ efnasamband í lungum mannsins með súrefni loftsins. Á þann hátt notfærum vér oss súrefni loftsins við önd- unina, hið nýja efni, oxyhæmo- globin dreyfist um líkamann og hæmoglóbínið „sækir“ aftur og aftur súrefni til lungnanna þeg- ar það hefur skiiað af sér súr- efninu til hinna margbreyti'.egu líffæra. Komist methylhæmoglobin í blóðið myndar það nýtt efni með hæmpglobininu, methylhæmog- lobin, en svo erfiðlega gengur líkamanum að losna þið þetta eíni, að það getur val.iið íokk- urskonar „innri köfnun'" hæmo globinið hættir að vinna hið þýð ingarmikla starf — að flytja súr efni úr lungum út um líkamann. Að auki hefur methylið aðrar hættulegar hliðarverkanir, lam- ar sjónataugar o. s. frv. Er feng- in reynsla fyrir því, að 50 gr. af methylalkohol nægir til þess að granda fullorðnum manni. Lyfjaverzlun ríktsins selur- þennan þokkavökva til áfyll- ingar á áttavita en auk þass er hann blandaður brennsiuspritti og árlega seldur í tonnatali til almennings sem ódýrt brennivín. Fullyrði ég, að 99% af brennslu spritti sé í dag notað á pennan hátt. sú, að sjómenn hafa heyrt getið um þessa sorglegu atburði er ég hefi hér að ofan minnst á og var ast því, að leggja sér til munns þann óþverra, sem í dag er á áttavitum í islenzkum skipum. Allt öðru máli er að gegna um erlenda sjómenn. Þeir koma hingað að landi á skipum þar sem ekki er notaður methylalko hol á áttavitana cg þar er m. a. að finna eina ástæðu fyrir því, að fór sem íór, á norska skipinu út af Austfjörðum. Enginn mælir því bót, að stol- ið sé áttavita með vökva úr einu eða öðru skipi, en óneitan- lega er það hörð refsing, að þurfa að bæta íyrir það afbrot með lífi sínu. Ég þykist nú hafa fært sann- anir fyrir því, að fleiri dauða- slys eru fram undan ef ekkert er aðhafst. Ekki veldur sá er varar. Siglufirði 23. 9. 1960. A. Schiöth, (fyrrverandi lyfsali). Stjörnubíó hefur undanfarnar vikur sýnt norsku gamanmynd- ina „AUt fyrir hreinlætið". Mynd þessi, sem er full af græsku- lausu gamni, hefur orðið mjög vinsæl og aðsókn að henni mikil. Myndin er byggð á samnefndri sögu eftir Evu Ramm, sem m. a. var lesin hér í útvarpinu sem framhaldssaga. Er hun öllum sem á hlýddu eftirminnileg. Og þeir, sem myndina sjá, verða ekki heldur fyrir vonbrigðum. Og því nákvæmar, sem þið athugið, því betur sjáið þið - að Kroppþungiim minni - en réttar- böllin fjörug BÆ, Höfðaströnd, 26. sept. — I fyrrinótt var hér 6—7 stiga frost og nokkuð snjóaði í fjöll. En í dag var hlývirði og allan snjó tók upp. Sláturtíð stendur sem hæst og höfðu menn fastlega von- að, að dilkar yrðu vænni í ár en áður vegna þess hve sumarið var gott. Þessar vonir brugðust að mestu og er kroppþunginn sízt meiri en í fyrra. Féð við sjávar- síðuna virðist mun vænna en það, sem gengið hefur fram til heiða. — Réttar- og kaupakonuböll standa nú sem hæst og er mikið fjör. Áttræður unglingur kom á eitt ballið hjá okkur og söng hann meira og dansaði en allir hinir. — Björn. OMO-iö skilar hvítasta þvotti heims

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.