Morgunblaðið - 29.09.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.09.1960, Blaðsíða 14
MORGVNniAÐIÐ 14 Fimmtudagur 29. sept. 1960 Dömur athugið! Höfum fengið Clariol hárskolin í öllum litum. Er byrjuð uð vinna aftur frá kl. 1—5. Minna Breiðf jörð Hárgreiðslustofan RAFFÓ Grettisgötu 6 — Sími 24744. N auðungaruppboð annað og síðasta, á neðri hæð húseignarinnar nr. 75 við Bústaðaveg, hér í bænum, talin eign Henry Ey- land, fer fram eftir kröfu umboðsmanna eigenda Ólafs Þorgrímssonar hrl., og Gunnars Jónsson hdl., á eigninni sjáífri, laugardaginn 1. október 1960, kl. 2% síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. NÍIR Miðstöðvarofnar til sölu. Stærð 150/600. Uppl. í sima 19140. Frá barnaskólum Eitrað- ur átta■ vita- vökvi Reykjavíkur Börn konú í skólana laugardaginn 1. okt. nk.. sem hér segir: 12 ára börn kl. 9 f.h. 11 ára börn kl. 10 f.h. 10 ára börn kl. 11 f.h. KennaraJundur verður í skólanum 1. okt. kl. 3 e.h. Fræðslustjórinn í Reykjavík, orsakar dauða tveggja norskra sjómanna NÝLEGA skeði sá sorglegi at- burður á norsku síldveiðiskipi út af Austfjörðum, að tveir sjómenn létust af áhrifum eiturvökva. — Þykir fullsannað að vökvi þessi hafi verið tekinn traustataki af áttavita í íslenzkum síldveiSibát á Seyðisfirði. Óneitanlega er harla einkenni legt, að slíkt skuli gerast með því að árlega leggur hið opin- bera fram stórfé til eftirlits með því, að engin misnotkun geti átt sér stað á eiturlyfjum. Almenn- ingur spyr: Hvernig stendur á því, að bráðdrepandi eiturvökvi liggur á glámbekk bak við ó- læstar dyr? Hver ber sökina á því, að þetta og þvílkt getur skeð? Það er von að menn spyrji og vissulega gefur þessi sorglegi atburður tilefni til umhugsunar Áttavitavökvar. Allir vita, að á áttavitum þarf að vera vökvi, sem ekki frýs þótt allmikið sé frost. Hefur reynslan sýnt, að vínandi er sér lega heppilegur í þessu augna- miði, — enda notaður á áttavita um allan heim, nema á íslandi. Hér hefur verið fyrirskipað að eitraður methylalkohol skuli vera á áttavitum og hefur svo verið í mörg ár, að minnsta kosti allan þann tíma, sem fyrrver- andi landlæknir, Vilmundur Jóns son ,fór með stjórn heilbrigðis- málanna. en þessi háttur mun hafa verið uppi tekinn um það leyti sem hann. tók við ’and- læknisembættinu. Nokkur brögð voru að því, áður en umrædd brayting var gerð, að áttavitavínandi var misnotaður til neyzlu en aldrei mun það hafa valdið mannsláti. Hinsvegar er það staðreynd, sem eigi verður á móti mælt, að fjól- margir sjómenn hafa látizt af því að leggja sér til methylalko- hol af áttavitum til munns. — Þykir rétt, að benda á þá st.að- reynd í því sambandi, að úr því á annað borð þótti nauðsynlegt, að skipta um vökva á áttavitum, hefði það sýnt ólíkt meiri ábyrgð artilfinningu, að velja einhvern annan vökva en methylalkohol, með þvi, að mýmörg efni og efna sambönd, sem engum manni dytti til hugar, að leggja sér til munns, gátu komið til greina. Má nefna propylalkohol, aeetone, ýmsa frost- og kælivökva o. s. frv. Fyrrverandi landlækni, herra Vilmundi Jónssyni, munu hafa borizt margar árangurslausar að varanir vegna þessa methylalko hols á áttvitum og var undirrit- aður einn af þeim, sem leyfði sér að aðvara. Svar það, sem ég fékk var á þann veg, „að ég skyldi ekki fást við að skipta mér af því, sem mér ekkert kæmi við“. I réttarhöldum, sem haldin voru yfir mér og starfsfólki mínu sem lysala á Siglufirði, árin 1951 og 1952 samkvæmt kröfu Vil- mundar Jónssonar lét rannsókn- ardómarinn bóka eftirfarandi setningu eftir beiðni minni- „ég tel það ganga glæpi næst, að | fyrirskipað hefur verið, að nota eitraðan methyialkohol á á.tta- vita i íslenzkum skipum". I Ég studdist við nokkra reynslu ' í þessum efnum með því að ég tivífari þvoftur/ Nýja Sparr er mildara, freyðir betur, þvær betur og er ódýrara. Sparr gerir þvottinn bragglegri, bjartari, ilmandi, og hvítan eins og hrím á haustmorgni. Sparr inniheldur C M C, sem ver þvottinn óhreinindum og sliti. Sparr inniheldur Hrímhvítu, sem hefur þann eiginleika að breyta hinum ósýnilegu útfjólubláu geislum sólarinnar í sýnilega bláhvíta geisla, sem gera hvítan þvott hvítari og mislitan litsterkari. Sparr er ódýrt. Kynnið yður verð- muninn á Sparr og erlendum þvottaefnum og yður mun ckki koma til hugar að nota annað en Sparr upp frá því. Sparið og nofið Sparr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.