Morgunblaðið - 29.09.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.09.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. sept. 1960 MORGUNBLAÐIÐ 3 STAKSTtlM Ný bók Njála gefin út i 15000 eintökum DANSKA dagblaðið lnfor- mation skýrir frá því, að Njálssaga hafi verið gefin Ú1 í fimmtán þúsund eintökum í útgáfuflokki bóka, sem nefri ast Minerva-bækurnar. Héi er um að ræða ódýra vasa- bóka-útgáfu en mörg öndveg isverk heimsbókmenntanns seljast í tugþúsundatali í slíh um útgáfum. Meðal fastrc kaupenda bóka eru t. d. fé- litlir menntaskólanemendur og fólk, sem hvorki kauyir bækur til þess eins að gefa eða til þéss að geyma í fall- egum bókaskáp til merkis um andlegt vitsmunalíf eiganda. í frásögn Information seg- ir meðal annars: Ef einhver hefði fyrir aðeins fáeinum ár um komið með þá uppá- stungu að gefa Njálssögu út í fimmtán þúsund eintökum hefði sá hinn sami verið álit- inn vera eitthvað skrítinn í kollinum. ERNEST Hemingway hefur nú lokið nýrri bók, sem á ensku nefnist The Dangerous Summer. Bókin er árangur af síðústu dvöl Hemingways á Spáni. Hún mun vera byggð á viður- eignum nautabananna frægu, Antonio Ordonez og Louis Miguel Dominguin, meiðslum Ordonez og taugastríði beggja í hinni hörðu keppni þeirra um titilinn „fræknasti nauta- bani heims“. KONUNGSHJÓNIN frá Thai- Tandi hafa gert víðreist um Evrópu á þessu ári. í fyrri viku voru þau í Svíþjóð og var þá þessi mynd tekin af Sirikit drottningu sem alla hefur heillað með fegurð sinni og framkomu. Svo sem siður er við slíkar opinberar heimsóknir heim- sóttu þau hallir, verksmiðjur, sjúkrahús, barnaheimili o. fl. auk þess sem þeim voru haldn ar ótal veizlur. En þá mun Bhumibol konungur hafa skemmt sér bezt er hann fékk tækifæri til að sinna sínu mesta áhugamáli, jazzleikn- Mobutu boðar til ráðstefnu Kongó á barmi fjár- hagslegrar glötunar Leopöldville, Kongó, 28. sept (NTB-Reuter ) MOBUTO hershöfðingi til- kynnti í gær að hann hefði boðað til ráðstefnu allra stjórnmálaleiðtoga Kongó í þeirri von að binda með því endi á ringulreið þá er ríkir í stjórnmálum og fjármál- um landsins. Bauðst hann til að fara sjálfur til Katanga til að fá Moise Tshombe forseta til að mæta á ráðstefnunni. Mobutu kvaðst vona að ráð- stefnan gæti hafizt í vikunni, en sendimenn hans væru þeg- ar lagðir af stað út um land- ið til að skora á héraðsleið- togana að mæta. Mofoutu hefur þegar rætt miál- ið við Kasavufou forseta og Lum umba, annan af forsætisráðlherr- um landsins. Hinn forsætisráð- herrann, Joseph Ileo, mun sækja ráðstefnuna og einnig Albert Kalonji, forseti „Námuríkiisins" í Kasaihéraði. Til nokikurra átaka hefur kom ið í Kongó undanfarið. Hafa Kongóhermenn heimtað móla sinn, og viða að berast fréttir um það að hermennirnir hafi gert aðsúg að yfirmönnum sín- um og heimtað greiðslur. Ekki hefur þó frétzt um ofbeldisverk í þessu sambandi. Á barmi glötunar Sture Linner, sem er formað- ur nefndar þeirrar sem vinnur að því á vegium Sameinuðu Þjóð anna að finna lausn á efnahags- vandamálum Kongó, sagði í gær að landið væri á barmi fjárhags legrar glötunar. Leiðtogarnir í Kongó gerðu ekkert annað en að ræða stjórnmál, sagði hann, en skiptu sér ekkert að því fjár- hagslega neyðarástandi sem blasti allsstaðar við. Hvítir fluttir burt Linner sagði það erfitt að hlut ast til um fjárhagsaðstoð frá SÞ því enginn ábyrgur emfoættis- Kenneth Moore með dóttur sína Söru Er Moore var settur inn KENNETH Moore er einn þeirra kvikmyndaleikara, sem í upphafi férils þóttu hvorki nægilega háir og fallegir né nægilega spennandi til að hleypa þeim að hvíta tjaldinu, en hann reyndist aftur á móti þeim leikhæfileikum búinn, sem skipa honum nú á bekk með færustu leikurum Bret- lands. Moore sagði um daginn sögu af því er hann sem ungur maður fór með kunningja sín- um til Xanada og ætlaði að stunda þar loðdýraveiðar og afla mikils fjár. Þegar til Quebec kom var félaginn ákærður fyrir tví- kvæní og þeir báðir settir í fangelsi. Eitthvað mun hafa verð hæft í ákærunni á hend- ur félaganum — hann hafði komið full víða við — en Moore var látinn laus eftir mikið þras. Hann var nokkru síðar heiðursgestur á stórri hátíð í Quebec þar sem allir helztu fyrirmenn voru saman- komnir. Öllum viðstöddum til undrunar dró Moore þá skjal upp úr pússi sínu skriflegt leyfi lögreglustjóra borgarinn ar til að sleppa honum laus- um úr fangelsi. Var ekki laust við að lög- reglustjórinn sem auðvitað var þarna staddur, færi dá- lítið hjá sér við hlátrasköll hátíðagesta, þegar Moore sagði sögu sína. maður væri í landinu til að taka á móti fénu. Kvað hann kominn tíma til að opinfoerir aðillar í Kongó hættu að skorast uhdan áfoyngð þeirri er á þeim hvilir. I dag hafa borizt fréttir um árekstra ættflokka í Katanga. 15 hvítir menn, sem enn voru bú- settir í Kabongo í norðurhluta Katanga, voru í dag fluttir það- an eftir að tveir belgískir verzl- unarmenn höfðu verið myrtir þar. Mannætur. Frá Bulawayo í Suður Rhodes- íu bárust í dag fréttir þess efnis að þangað væri kominn 74 ára trúfooði, Burton að nafni, sem starfað hefur meðal Balufoa- manna í Kongó. Segir Burton að mannát fari nú í vöxt þar, og skiptust mannæturnar í tvo hópa, þá sem aðeins eta rnanna- kjöt í samibandi við trúaratfoafn- ir og hina, sem gera það af græðgi. „Það er eins og með á- fengið", segir Burton. „Því meira sem þeir fá, þeim muji gráðugri verða þeir“. Undirskriftir á Akranesi í Morgunblaðinu í gær var um það rætt hve fáránlegar fundar- samþykktir, annars greindra manna, gætu verið. En það em ekki eingöngu slíkar samþykktir, sem oft vekja mikla furðu, held- ur virðist líka hægt að fá fjölda manna til að skrifa undir yfir- lýsingar um nánast hvað sem er Af því er sögð saga, að sænsk- ir stúdentar hafi fyrir nokkrum árum viljað sannprófa, hvort kenningar sálfræðinga um þetta efni væru réttar. Stóðu þeir á gatnamótum og báðu menn að undirrita skjal, en á því stóð að viðkoma'ndi samþykkti að láta líf sitt og var það meginefni skjalsins umvafið fögru orða- flóði. Undir þetta plagg söfnuðU stúdentarnir þúsundum undir- skrifta. A Akranesi hefur þessi kenn-> ing um að hægt væri að fá menn til að undirskrifa fáránlegheitin, sannazt áþreifanlega að undan- förnu, því að systurblöðin, Þjóð- viljinn og Tíminn, birta í gaer um það fréttir að fjöldi kjósenda á Akranesi hafi skorað á bæjar- stjórnina að hætta við að reka Daníel Ágústínusson, en efna til bæjarstjórnarkosninga ella. Um undirskriftirnar á Akra- nesi er það annars að segja, að undirskriftanna var yfirleitt afl- að á þeim forsendum að verið væri að fremja lögleysur,en eins og kunnugt er, hefur dómur nú fallið í málinu andstæður Daníel og hann enn ekki treyst sér að áfrýja. Hver er sjálfum sér næstur Þjóðviljamenn hafa ekki verri svip en hver annar í kunningja- hópi. En þegar þeir fara að skrifa í blað sitt breytist á þeim svipurinn. Það verður eng inn betri maður af því að skrifa í Þjóðviljann. f Þjóðviljanum í gær reynir Guðmundur Böðvarsson að svara grein Morgunblaðsins fyrir skömmu um varnarliðsmálin. Það er eins með Guðmund og aðra, sem þarna eru á ferðinni. Hann setur upp svip blaðsins sem hann skrifar í. Fátt nýtt er í grein Guðmundar, og rökum fyrir málstað „hernámsandstæð- inga“ hefur hann engum bætt við fyrri grein sína nema síður sé. Aðalrökin í grein hans byggj- ast á eigingirni og hefði hún vel mátt heita: Hver er sjálfum sér næstur! Á nokkrum stöðum slít- ur hann Morgunblaðsgreinina úr samhengi, skoðunum sinum til framdráttar, en ekki er hægt að elta ólar við slíkar smáyfirsjónir í Þjóðviljanum. Þá lætur hann að því liggja að Suður-Kóreumenn hafi gert innrás í Norður-Kóreu á sínum tíma, en sami háttur er á hafður í rússneskum kennslu- bókum. Þá er ekki annað að sjá en hann sé málsvari þeirrar skoðunar, að íslendingar eigi að láta viðskipti sín við Sovétríkin að einhverju ieyti móta pólitíska stefnu sína, að minnsta kosti fár ast hann út af því að notað sé „þjösnalegt orðbragð“ um rúss- neska kommúnista, meðan þeir kaupa af okkur fisk. Það er ekki stórmannleg afstaða hjá skaldi. Ætti að vera þeim kærkomið Kommúnistar hamra á því dag eftir dag, að fylgi þeirra fari vax andi meðal verkamanna, en j stjórnarflokkarnir séu alltaf að | tapa. Ef þeir væru trúaðir á þess . ar fullyrðingar sínar, skyldi ■ maður ætla, að þeir hefðu talið ] allsherjaratkvæðagreiðslu í Dags brún kærkomið tækifæri til að sýna styrk sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.