Morgunblaðið - 07.10.1960, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 07.10.1960, Qupperneq 6
6 MORGUNBL 4Ð1Ð Föstudagur 7. okt. 1960 Karföflusalan Greinargerð frá Grœnmetisverzlun landbúnaðarins um sölu á kartöflum I>EGAR Grænmetisverzlun land- búnaðarins tók til starfa fyrir rúmum 4 árum átti hún ekkert húsnæði. Það var því þegar haf- ist handa og gerð athugun a hvaða úrræða væri helzt að leita um lausn þessa máls. Fengnir voru sérfróðir menn til að gera frumteikningar að dreifingarmið stöð fyrir kartöflur og síðar eftir að Grænmetisverzlun landbún- aðarins keypti Jarðhúsin við Elliðaár, var farið að ræða við forráðamenn Reykjavíkurbæjar um að Grænmetisverzlun land- búnaðarins fengi að reisa umrætt hús á Jarðhúsalóðinni. Þessar málaleitanir hafa nú staðið a þriðja ár og komu loks þau svör í ágústlok í haust, að ekki fengist leyfi til að byggja slíka miðstöð á fyrrgreindri lóð. Á teikningunni hafði verið gert ráð fyrir að hægt yrði að koma fyrir pökkun i smápakkningar þar sem hér var um framtíðar- byggingu að ræða, og okkur var það vel ljóst, að miðað við þá þróun, sem nú á sér stað í verzl- unarmálum hér á landi (Kjörbúð ir) þá gæti komið til greina að verzlunum þætti hentara að fá vöruna pakkaða heldur en að annast það sjálfar. 1 framhaldi af þessu, og einnig vegna þess, að við vorum vongóð ir um það, á árinu 1959, að við fengjum leyfi til að byggja á ár- unum ’59—60, þá festum við kaup á einni pökkunarvél sem kom til landsins á siðastliðnu ári. Þessi véi er ekki afkastamikil og var keypt til þess að skapa okkur reynslu á þessu sviði. Við höfum hins vegar ekki getað starfrækt hana til þessa, þar sem húsnæði hefir vantað. Það er fyrst nú, eftir að við höfum fengið neikvæð svör hjá bænum í lóðamálunum að við eftir nokkurra leit, fengum leigt húsnæði, sem hugsanlegt er að nota til þess að starfrækja vé:- ina til reynslu. Vantar grundvóu Þó að við nú reynum að hefja pökkun, með þessari vél, þá er í rauninni ekki til neinn starfs- grundvöllur fyrir rekstri pökk- unarstöðvar. Grænmetisverzlun landbúnaðar ins er ætlað að selja kartöflur í heildsölu til verzlana í 50 kg sekkjum og heildsöluverðið er miðað við það. Það liggur því alveg ljóst fyrir að Grænmetisverzlun iandbún- aðarins getur ekki tekið á sig allan kostnað við pökkun, um- búðir, vélakostnað og vinnu án þess að fá það uppborið í verð- inu. Kröfur kaupmanna Kaupmenn gera hins vegar þær kröfur nú að þeir losni við allan vinnu- og umbúðakostnað aí þessari nauðsynjavöru, en vilja þó halda 25—30% álagningu sem þeir hafa haft til þessa. Okkur er hins vegar ekki ljóst með hvaða rétti þeir geta krafist þess að við séum skyldir til að taka við þeirri þjónustu sem þeir hafa innt af hendi, en þeir haldi óskertu því verði, sem þeim hef- ir verið ætlað fyrir þessa þjón- ustu. Eitt rekur sig á annars horn I greinargerð kaupmannasam- takanna í Morgunblaðinu sunnu- daginn 2. okt., stendur að það sé ekki rétt hjá mér að ég hafi ekki vitað um sölubannið fyrr en fyrir tveim dögum. Um þetta má að vísu deila. Samtökin höfðu sent Grænmetisverzlun landbúnaðar- ins hótunarbréf dags. 7. sept. um að þeir myndu hætta sölu á kar- töflum 1. okt. ef hún ekki hefði " ----- þær í „neytendapökkum". En eins og fyrr segir vissum við ekki til að okkur bæri skylda til að taka við þessum störfum smásala og þar að auki vissu þeir að við vorum alls óviðbúnir að taka við þessu og höfðum ekki möguleika á að leysa þetta starf af hendi að svo stöddu samanber verðlag o. fl. sem fyrr getur. Auk þess höfum við látið þá fylgjast með því að við værum að fá húsnæði og myndum setja okkar vél í gang og hefja pökkun við fyrsta tækifæri. Það var því ekkj fyrr en í lok síðustu viku að okkur var ljóst að kaupmönnum var alvara með að hlaupa frá þeim störfum, sem þeir hafa annazt síðan verzlun með kartöflur hófst hér á landi. Hitt er svo annað mál, að vel má vera að smásalar fái of lítið fyrir að selja þessa vöru, miðað við núverandi verðlag í landinu. En úr því getur Grænmetisverzl- un landbúnaðarins því miður ekki bætt, þar sem hún ræður engu um smásöluálagningu á þessa vöru. í því efni er eingöngu við verðlagsnefnd landbúnaðar- afurða að eiga, en mér er ekki kunnugt um að leitað hafi verið eftri hækkun á smásölu álagn- ingu á kartöflur í haust, hvað sem þvi veldur. Jóhann Jónasson. Mynd þessi var tekin s.l. mánu dag, þegar málflutningur fór í fyrsta skipti fram fyrir Mann réttindadómstóli Evrópu í Strasbourg. Dómarar eru (frá v.): Einar Arnalds (Xsl), R. McGonigal (Irland), G. Maridakis (Grikkl.), R. Cass- in (Frakkl.), McNair lávarður (Bretl.), A. Verdross (Austur- embourgh) oð G. Balladore ríki), E. Rodenbourgh (íLux- Pallieri (Ítalíu). Málið, sem flutt var, Lawless-málið, hefur áður verið rakið i fréttum. McNair lávarður er forseti dómsins og sést hér flytja ávarp. Hann vék siðan sæti, og tók þá Cassin við sem for- seti. Fremst á myndinni sjást talsmenn Mannréttindanefnd- ar Evrópu (frá v.): C.H.M. Waldock prófessor (Bretl.), C. Th. Eustathiades prófessor (Grikkl.) og Sture Petrén (Svíþjóð). — . i 1 i SKÁK i 1 i STJÓRN skáksambandsins tókst að koma saman skákmóti með skákmeistara U. S. A. Robert Fischer, eftir all miklar fortöl- ur og erfiðleika. Þátttakendur eru 5 og tefia aðeins einfalda umferð, sem er vitaskuld of lítið þegar um svo fáa keppendur er að ræða. En tíminn er nau-mur, og þáttakendur úr Gilfersmótinu eru þreyttir eftir stranga keppni. Hvítt: Bobby Fischer Svart: Ingi R. Jóhannsson Spánski leikurinn 1. e4 eS 2. Rf3 Rc6 3. BbS a6 4. Ba4 d6 Svonefd Steindz-vöm, sem fréttarit- ari Vísis sagði að væri lítið notuð í seinni tíð, en það er vitaskuld alrangt, því þessi vörn er álitin ein sú traust- asta gegn spánskaleiknum, og er mikið notuð af mönnum eins og Smysloff og Bronstein. • Árekstrarald~ Um fátt er nú meira rætt en þá slysaöldu eða réttara sagt árekstraöldu, sem geng- ið hefur yfir að undanförnu hér í bænum og nágrenni hans og slaer óhug á fólk við þær fregnir: Árekstur í Ár- túnsbrekku ,tvennt stórslasað og annar bíllinn samanlagður að framan, árekstur við Helmsá, þrennt slasað, bíllinn í klessu að framan, árekstur við Leirvogsárbrú, þrjár Hólmsá, þrennt slasað, billinn skemmdur, ekið á hús, tveir piltar slasast og bíllinn svo að segja í maski, svo ekki sé minnzt á smáslysin. Það þyk- ir t. d. varia taka því að minnast á þó þrír litlir dreng ir hlaupi út á götuna og verði íyrir bílum á þremur stöðum í bænum, á Furumel, í Ás- garði og á Sundlaugavegi. • Eitthvað verður þess háttar. Erlendig þekkist það sums staðar að nýgræð- ingar I akstri hafi sérstök merki á bílunum, þannig að aðrir taki tillit til þess í um- ferðinni að þeir eru ekki eins og þaulvanir bílstjórar. En frumorsök flestra slysa er þó sjálfsagt hraðinn. Hrað inn er svo mikill, að sáralítið má fara úr lagi, svo að bíll og þeir sem í honum eru, séu ekki búnir að vera. í sumum tilfellunum tekst þaulvönum og viðbragðsfljótum bílstióra e. t. v. að bjarga því sem bjargað verður, en það er auðvitað undir hælinn lagt, þegar hraðinn er orðinn svona mikill. Á hinum nýju stóru bilum gera menn sér ekki fulla grein fyrir hrað- anum, einkum viðvaningar, og aðrir kæra sig kollótta. * Hver og einn gæti laganna En hvað er þá hægt að gera? Lögreglulið er fámennt og getur varla fylgzt með öllum þeim, sem aka óvar- legar en skyldi, þó mér finn- ist lögregluþjónarnir stund- um furðulega afskiptalausir um umferðarbrotin, sem ger ast á götunni fyrir framan þá. og þeir mættu dreifa sér meira, í stað þess að ganga oft tveir saman. Ef til vill mundi það hjáipa, ef hver og einn væri tilbúinn til að aðstoða í þesu máli og fylgjast með þeim, sem brjóta af sér í umferðinni eða aka ógætilega. En ef vegfarandi sér nú ökumann aka þannig í umferðinni, að hanu er sannfærður um að nann sé hættulegur umhverfi sínu, hvað getur hann þá gert? Ef harxn vill tilkynna lögregl- unni um þennan ökufant verð ur hann að skrifa kæru, ef nokkuð á að vera gert með kvörtun hans. Svo kemur mál ið fyrir umferðardómstói og hann verður að mæta sem vitni. Þá segir ökufanturinn kannski bara að þetta sé ailt saman vitleysa. Fullyrðing stendur gegn fullyrðingu. 75% af fólki hættir að sjálf- sögðu við að tilkynna ólög- lega nakstur í umferð, þegar þannig er í pottinn búið. Nei, á lögreglustöðinni þarf að vera maður, sem tekur við og safnar slíkum Kærum og athugar málið. Ef ákveðinn bílstjóri hegðar sér þannig undir stýri að fjö.di manns telur hættulegan, á að athuga málið og sá maður á ekki rétt á að fá að stofna lífi sínu og annarra í hættu. Með þessu móti mætti kannski fá gagn- lega skýrslu um ivori bíl- stjórar aka gætilega eða okki, áður en þeir hafa valdið slysi. S. c3 BdT 6. d4 Rf6 Hér er rmkið notað C .... g6 en ég hef ekki smekk fyrir þeim stöðum sem koma upp úr því afbrigði. 7. 0-0 Be7 8. d5 Fischer velur gamla leið, sennilega til þess að forðast þær nýjustu. g........RbS 9. Bc2 Bg4! Atlir aðrir leikir eru rangir. 10. c4 Rbd7 11. Hel! Sterkur biðleikur. T.d. 11 Rc3 Rf8 12 h3 Bd7 ásamt hC og g5 ala Rubin- stein. 11..... 0-0 12. Rbd2 c5! Leikið til þess að auka svigrúm svörtu mannanna og undirbúa gagn- sókn á drottningarvæng ef á þarf að halda. Til greina kom cC og síðan cxd5, en þá verður c-línan að meira gagni fyrir hvítan p" —"»rtan. 13. a4 Slæmt væri 13. dxcC f.h. (?) bxc« ásamt Rc5-e6-d4. 13..... ReS 14. Rfl Bxfl Mörgum kann að virðast þetta und- arlegur leikur, en hann er liður i á- ætlun um að gera Bc2 óvirkan. 15. Dxf3 Bg5 Það er ekki óalgengt að sjá slíka leiki i svipuðum stöðum. Biskupinn á e7 er slæmur vegna keðjunnar e5, dS, c5 samanber e4, d5 og c4 (Bc2). Þess vegna reýni ég að skipta á Bcl um leið og ég hindra sóknaraðgerðir hvits á kóngsvæng. 16. Re3 g6 17. g3 Rg7 18. h4(?) Hæpin veiking á hvítu kóngsstöð* unni. Betra var Ha3. 18..... Bxe3 19. Bxe3 f5 20. Bh6 f4 Mjög góð leið fyrir svart er hér *20. .... fxe4 21. Dxe4 Rf6 22. De2 Dd7 og sennilega er svarta staðan örlítið betri 21. g4(!) Ef til vill eina leiðin fyrir hvítan. 21..... Dxh4 22. g5 Dh5 23. Bdl! Dxf3 24. Bxf3 Hfb8? Alvarlegur afleikur. Eftir 24.... a5 var ekkert að gera nema semja um jafntefli: t.d. 25. Bg4 Hfd8 26. Ha3 b6 27. Hb3 Ha6. 25. Bg4 Rf8 26. b4! Vinningsleikurinn! 26..... axb4 27. a5! Hc8(!) Alrangt væri b5, vegna 28. Hf-cl bxc4 29. Hxc4 Ha7 30. Hc6 b3 31. Hxd6 b2 31. Hbl 'Hc7 32. HcC og vinnur. 28. Bxc8 Hxc8 2J). Hf-bl Rd7 Ekki 29...... Hxc4 30.Tla4 Hxc4 31. Haxb4 og vinnur litt. 30. Hxb4 Rc5 31. Bxg7 Kxgl 32. Hb6 Hd8 33. f3 Hd7 34. Kf2 Kf8 35. Ke2 Kgg 36. Kd2 Kf8 37. Kc3 KeS 38. Kb4! Rd3 skák 39. Ka3 Rc5 40 Hhl Kf8 41. Hdl gefið. Eftir 41...... Ke8 42. Kb4 Ke7 43. Hhl Ke8 44. Hxd6! Rd3 skák 45. Kc3 Hxd6 46. Kxd3 Hd7 47. c5 vinnur hvít- ur auðveldlega. — ingi R. ☆: FERDIINAIMD að gers^ Það slær vissulega óhug á fólk. Eitthvað verður að gera, segir það. En hvað? Nú mun standa fyrir dyrum að Þyngja bílprófið og hafa bifreiða- kennarar setið námskeið því til undirbúnings að undan- förnu. Það er áreiðanlega til bóta. Skýringarinnar á sum- um slysum er kannski að leita í því að óvant fólk með nýtt bílpróf er ekki vant akstri í myrkri úti á vegunum, þar sem eru lausamöl, holur og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.