Morgunblaðið - 13.10.1960, Page 8

Morgunblaðið - 13.10.1960, Page 8
8 MORCinsniAÐlÐ ’immtudagur 13. okt. 1960 nöfnin eru tekin úr fjöl- ; skyldu hans. Lílle og Hanne ! Scarlett (kona hans og móð- J ir) eru í Eyrarsundsferðum, tengdamamma, Fanny Scar- lett, í vörufutningum á Kyrra hafi og Tina var heitin í höf- ; uðið á dóttur Jensens. Hefur áður mátt bíða. Myndin sem hér fylgir er af Jensen með líkanið af Tinu Scarlett. Töluverð bið verð- ur á því, að hún gegni ferð- um yfir Eyrarsund, en það ián í óláni varð fyrir Jensen, að hann hafði ekki enn veitt skipinu viðtöku, tvo að tjón- ið fellur á skxpasmíðastöðina í Köln. Það hefur áður komið fyr- ir Jensen að purfa að bíða eftir skipum. Fyrir nokkrum árum keypti hann tvö tank- skip frá Genúa á 25 millj. d. kr. hvert. Bið varð á afhend- ingu skipsins, svo lengi, að þegar þau loks komust í hend- ur Jenesens, gat hann selt þau með tuga milljóna króna hagn aði. A hverfanda ÞAÐ er ekki lengra síðan en 1949, að Jörgen Jensen átti varla máiungi matar. — Hann hafði áður unnið við framleiðslu ýmiss konar leik- fanga, en ekki gengið of vel. Á stríðsárunum fékk hann þýzka verksmiðju til þess að framleiða tindáta í enskum einkennisklæðnaði. Þeir runnu út eins og heitar lumm. ur, þar til yfirvöldin brugðu á leik — fannst grínið heldur gróft. í Landskróna. Kvöld eitt var Jörgen Jen- sem boðið í bió í Landskrona. Verið var að sýna kvikmynö- ina Á hverfanda hveli, *sein Danir höfðu þá ekki gjaídeyri til að fá til landsins. Fjöl- margir Danir voru í btó þetta kvöld og Jensen fékk hug- mynd. Hann komst að samn- ingum um leigu á skipi, fékk lánaðar 10 bús. d. kr. hjá vini sínum og kom á föstum ferð- um milli Kaupmannahafnar og Landskrona. Skip Jensens heita öll Scar- lett að efnirnafni, en fur- Nú á Jensen sjálfur tvær ferjur á þessari leið, Tina Scarlett átti að verða hin þriðja, og þegar lágu fyrir áætlanir um hina fjórðu. Far- þegar eru nógir, — enda oft sagt í gamni í Kaupmanna- höfn, að Svíar komi yfir til Kaupmannahafnar til þess að fara á fyllirí, en Danir til Svíþjóðar til þess að gera góð fatakaup. Nú fer fólk sjálf- sagt að renna grun í hvaðan nafn skipsins, Scarlett, er komið, en það er einmitt heiti einnar aðalpersónunnar í kvik myndinni ,Á nverfanda hveli*. Cekk 9 ára úr Flóanum vestur á Seltjarnarnes VBÐ börðum að dyrum í snyrti- legum bragga á Suðurlandsbraut 11. Maður hátt á áttræðisaldri, nærri blindur bauð okkur inn Við vorum komir. til að eiga tal við konu hans Helgu Soffíu Bjarnadóttur, í íilefni sjötugsaf- mælisins hennar, sem er í dag, og taka af henn, mynd til birt- ingar. Helga hafði lagt sig meðan hún beið komu okkar. — Það var skemmtifundur hjá okkur í Hvöt i gærkvöldi, sagði hún, og ég dansaði svo mikið. sjötug kerlingin, að ég er eftir mig. Meðan Helga var að rísa á fætur og slétta yfir hárið á sér, litumst við um í stofunni. Þetta er hlýleg stofa, ketill snarkar á olíuofni og fjölskyldumyndir, „Drottinn blessi heimilið" saum- að skilirí af Tjarnarhúsum á Seltjarnarnesi og stórt málverk eftir Kjarval prýða veggi. Allt þetta á sína sögu. Fjölskyldan er stór, 12 börn. 43 barnabörn og 3 barnabaf-~born. Málverkið er gjöf frá Kp r\-<. sem er skyld ur húsfreyjunm og Tjarnarhús á skiliríinu er íæðingarheimili hennar. Æfisagan í stuttu máli. Helga er íædd þar 13. október 1890. Þá bjuggu foreldrar henn ar, Bjarni Gunnarsson og Soffía ísleifsdóttir, í Tjarnarhúsum. En skömmu seinna drukknaði fað- irinn á skútunni Komet. Þa var Helga 8 ára og bróðir hennar tveggja. Ári seinna tók móðirin það til bragðs að fara í kaupa- vinnu með börnm austur í Land eyjar. Sjálf hafði hún drenginn hjá sér, en Helga smalaði á öðr- um bæ. — Mér er það minnis- stætt, þegar við gengum alla leið austan úr Flóa og suður á Seltjarnarnes um haustið, segir Helga. Þá var ég níu ára göm- ul. Fyrst vorum við reidd bæ frá bæ, seinast frá Þjórsártúni út í Flóa, en þar bjó Ólafur ís- leifsson, bróðir mömmu minnar. Úr því urðum við að ganga. Ég bar ýmist bróður minn eða pok- ann með dótinu okkar. Næsta ár fór ég svo til ' vandalausra og þá var maður nú látinn vinna fyrir sér eins oe hægt var. Er.t af því minnisstæðasta frá þe'm árum er þegar ég var að fara með mjólkina utan af Seitjarn- arnesi og inn um alla Reykja- vík, já langt inn á Laugaveg. llelga Soffia Bjarnadóttir Mig minnir að ég hafi verið 12 ára þá. Þegar ég var 15 ára gömul fór ég austur að Kálfholti í Holt- um til sr. Ólafs Finnssonar og Þórunnar Ólafsdóttur konu hans og var þar i 7 ar. Hún er sú bezta húsmóðir, sem ég heíx kynnzt, og þar iærði ég margt gagnlegt svo sem að sauma vinnuföt á karlmennina og vinna ull. Og 22 ára gömul giftist ég Theodór Jónssyni, sem ættaður er að norðan, frá Stóruvöllum í Bárðardal. Við fluttum þá til Reykjavíkur og höfum verið hér síðan eða í 48 ár Þetta er nú í stuttu máli ævisagan, sagði Helga og þagnaði. Ein með 12 börn. — Hvar bjugguð þið í Reykja vík? — Hingað og þangað, oftast í lélegu húsnæði. Það var jafn erfitt hér áður fyrr að fá hús- næði ef börnin voru mörg, og við vorum fátæk eins og gengur. — Lengst bjuggum við í 16 ár á Grímsstaðaholtinu. Satt að segja er þetta skásta húsnæðið, sem ég hefi haft, þó það sé í bragga, því hér höfum við gengið frá öllu sjálf. Ég hefi t. d. aldrei fyrr haft dúklagt gólf og teppi á því. — Og ekki hefur verið mikil húshjálp, þrátt ryrir barnafjóld- ann? — Nei, ég hafði einu sinni 11 I ára gamla telpu, þegar ég var að byrja að eiga börnin og stúlku fékk ég í 10 daga þegar égáttitví burana, sem eru yngstir. Það er öll húshjálpm. Ég var oftasl ein með allan hópinn, því mað- urinn minn var samfleytt í burtu á togara í 20 ár Hann var allt af með aflakóngnum Guðmundi Markússyni. — Þér eruð trúuð kona, Helga, er það ekki? — Jú, mamma mín og amma voru mjögtrúaðar . Þær sátu með okkur krakkana og lásu með okkur guðsorð. Síðan hef ég alltaf beðið til guðs. Ég hef líka séð sýnir, sem ýmsum þykja merkilegar og hefi ég gefið út lítinn pésa um sýnir og drauma. Oft skrifa ég líka niður þessar sýnir mínar í ljóðformi eða læt skrifa þær. Hér eru mavgar bækur með þessu, því ég vil geyma það allt. Já, það er sitthvað sem fyrir kemur á langri leið, sagði Helga að lokum. En ef heilsan er góð og veðrið gott, þá er allt í lagi. Frá því ég var barn, hefi ég alltaf verið að biðja um gott veður. Og nú er heilsan ágæt hjá mér og veðrxð dásamlegt, og á ásjötugsafmælinu á ég von á stórum hóp afkomenda og kunn- ingja. Unqur maður getur fengið atvinnu hj.á innflutningsfyrirtæki við akstur, lagerstörf, innheitmu o.fl. Eiginhandar umsóknir, er greini aldur og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir annað kvöld, merktar: „Framtíðaratvinna — 1907“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.