Morgunblaðið - 13.10.1960, Síða 10
10
MORCXJlSnj. 4 Ð1Ð
Fimmtudagur 13. okt. 1960
JUrogmtfrfofrifr
Utg.: H.f. Ai-vakur ReykjavOt.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórarí Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók.: Arni Óla, simi 33045.
Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstrætj 6 Sími 2X480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
ÞÁTTASK/L
P JÁRL AG AFR UM VARP
fyrir árið 1961 hefur
verið lagt fram á Alþingi ís-
lendinga. Við samanburð á
því og fjárlagafrumvarpi yf-
irstandandi árs, kemur í ljós
að nú er í fyrsta skipti gerð
alvarleg tilraun til sparnaðar
í ríkisrekstrinum.
Fram að þessu hefur venj-
an verið sú, að ríkisbáknið
hefur þanizt út ár frá ári og
rekstrargjöldin stöðugt vax-
ið. Nú er hins vegar brotið
blað og 10 af 14 útgjaldalið-
um fjárlaga lækkaðir. Nem-
ur sú lækkun 22 millj. kr.
samtals.
Það má að vísu segja, að
þessi upphæð sé ekki mikil,
þegar niðurstöður fjárlag-
anna eru IV2 milljarður. Hitt
ber þó að hafa í huga að fjár-
veitingum til verklegra fram-
kvæmda er naldið svipuðum
og áður og það er beinn
kostnaður við rekstur ríkis-
báknsins, sem lækkaður ' er
um nefnda upphæð.
Ríkisstjórninni hefur að-
eins unnizt skammur tími til
þess að rannsaka, hvernig
hægt sé að spara fé í rekstri
ríkisins. Með hliðsjón af því
verður að telja það bærileg-
an árangur að geta nú lækk-
að þau útgjöld um 22 millj.
króna. En betur má ef duga
skal, enda hefur Gunnar
Thoroddsen fjármálaráðherra
lýst því yfir, að á prjónunum
séu ráðagerðir um víðtækar
tilraunir til að leitast við að
draga úr rekstrarkostnaði
ríkisbáknsins.
Vonandi er að honum og
ríkisstjórninni megi takast
að feta áfram þá braut, sem
nú hefur verið mörkuð til út-
gj aldalækkunar.
VEGUR OG FLUG
TL|ORGUNBLAÐIÐ skýrði
frá því í gær, að ríkis-
stjórnin hefði ákveðið að
hefja þegar framkvæmdir við
steinsteyptan veg um Suður-
nes til Keflavíkur.
Undanfarið hefur mikið
verið rætt um flugvallarmál
höfuðborgarinnar. Eru nú
flestir orðnir þeirrar skoð-
unar, að áður en mjög langt
líður hljóti Reykjavíkurflug-
völlur að þoka fyrir bygging-
um, þar sem flugvallarsvæð-
ið er í beinum tengslum við
gamla miðbæinn. Hafa því
verið uppi hugmyndir um að
byggja nýjan flugvöll, ann-
að hvort á Álftanesi eða í
Kapelluhrauni.
Nýlega greindi Morgun-
blaðið frá því að nokkrir for-
ystumenn flugmála hefðu
gert tilraunir til aðflugs yfir
þessum tveimur stöðum, sem
helzt hafa verið nefndir til
flugvallagerðar. Var niður-
staða þeirra sú, að aðstæður
væru óheppilegar í Kapellu-
hrauni, en hins vegar góðar
á Álftanesi. Sá galli er þó á
gjöf Njarðar, að lönd á Alfta-
nesi eru nú þegar or.ðin verð-
mikil og mun verðmæti
þeirra fara mjög vaxandi á
næstu árum. Þar við bætist
svo, að Álftanes er í svo mik-
illi nálægð við meginbyggð
höfuðborgarinnar, að hætt er
við að enn mundi gæta mik-
ils hávaða og óþæginda af
flugi hinna stærri flugvéla
yfir borginni enda þarf ekki
annað en benda á þau vand-
ræði sem nú stafa af þotum
t. d. á Kastrupflugvelli.
Með Keflavíkurveginum
nýja styttist aksturstími svo,
að varla mun muna meira
en um 20 mínútum, hvort
keyrt yrði til flugvallar á
Álftanesi eða Kapelluhrauni
annars vegar eða þá til Kefla-
víkur. Nú liggur það í augum
uppi, að starfræksla tveggja
stórra flugvalla er geysi
kostnaðarsöm. Getur það því
varla talizt þjóðhagslega
æskilegt að ætla að spara j
flugfarþegum um 20 mínútur!
í ferð með fjárfestingu, sem
næmi hundruðum milljóna
og miklum árlegum rekstrar-
gjöldum.
Heppilegast virðist því vera
að halda Reykjavíkurflug-
velli enn um skeið en skipu-
leggja svæðið þannig að gert
væri ráð fyrir byggingum
þar í framtíðinni. Mætti þá
nota hann fyrir innanlands-
flug um allmörg ár, þó að
eitthvað væri þrengt að en
millilandaflug hinna stærri
véla færðist fljótlega til
Keflavíkur. Er fram liðu
stundir mundi svo Keflavík-
urflugvöllur og hinn nýi veg-
ur þjóna bæði millilanda- og
innanlandsflugi, nema þróun-
in yrði sú, að mjög lítið at-
hafnasvæði þyrfti fyrir minni
flugvélar.
í dag kann flugfélögunum
að finnast þessi kostur nokk-
uð harður aðgöngu, en trú
okkar er sú að ekki verði
mörg ár liðin, þangað til all-
ir verði sammála um að þessi
leið sé rétt.
UTAN ÚR HEIMI |
John Wayne — í sæti stjórnandans að þessu sinni.
í eina kvikmynd
Aleigan
ÞEIR HAFA gert margar
„sögulegar“ kvikmyndir í
henni Hollywood — þótt oft
hafi raunar verið bornar
brigður á sögulegt gildi slíkra
mynda. En þær hafa a. m. k.
margar hverjar verið yfrið
glæsilegar og íburðarmiklar,
og — umfram allt — dýrar.
Og enn megum við eiga von
á að sjá eina slíka „stór-
mynd“ — sem kvað eiga að
verða þeirra allra mest. En
það hefur nú reyndar verið
sagt um þær fleiri — fyrir
fram.
— ★ —
• „GENGUR“ HÚN 30 ÁR?
Kvikmyndin, sem hér um ræð-
ir nefnist „The Alamo“ og er „eft
irlætis-afkvæmi" þeirrar gömlu
og góðkunnu kúrekahetju, Johns
Kvenfólk kemur ekki mikið við
sögu í kvikmyndinni. Hér er
þó a. m. k. ein stúlka „til
skrauts“, Linda Cristal.
Waynes, sem hefir þeyst um hið
„villta vestur“ hvíta tjaldsins
lengur en flestir aðrir. — Wayne
er löngu kunnur að því að láta
sér ekki allt fyrir brjósti brenna,
og nú hefir hann lagt alla sína
fjármuni í þetta „fyrirtæki“, en
það er ekki svo lítið, sem hann
hefir önglað saman með árun-
um. — Framleiðslukostnaður
„The Alamo“ nemur um 12 millj-
ónum dollara — og John Wayne
ætlar sér að vinna það margfalt
aftur. Hann er viss um, að mynd-
in muni „ganga“ í 30 ár og ef
hann reynist þar sannspár, tapar
hann áreiðanlega ekki á fyrir.
tækinu. Hitt er svo annað mál,
hvort honum endist aldur til þess
að taka við öllum gróðanum . . .
— ★ —
• 182 GEGN 5.000
Þegar sagan gerist, var Alamo
lítil trúboðsstöð við bæinn San
Antonio, þá — árið 1836 — í
settust að, vildu sameinast Texas
— og tóku að skjóta Mexikana
til þess að leggja áherzlu á þá
kröfu sína. í>ar kemur sögu að
5.000 manna mexikanskur her
sezt um víggirta stöðina, en þai
eru aðeins 182 menn til varnar.
— Umsátrið stendur 13 daga. Eru
þá allir hinir 182 dauðir, og 1.700
af liði Mexikana liggja einnig í
valnum, en þá er líka fjölmennur
her Texasmanna kominn á vett-
vang, leggur hann þarna undir
sig drjúga landspildu.
\ John Wayne, |
\ gamla kúreka- j
\ hetjan, gerist j
umsvifamikill \
l___________________j
• LEITAÐI Á HUGANN
í 14 ÁR
Þessi einfalda hetjusaga (frá
sjónarhóli Texasbúa; ekki er
víst, að Mexikanar séu eins hrifn-
ir af henni) hefir orðið eins kon-
ar þjóðsögn í Bandaríkjunum —
og hefir sífellt leitað á huga
Waynes um 14 ára skeið, að hans
eigins sögn. — Loks hefir hann
svo látið verða af því að gera
kvikmynd um þessa dramtisku
atburði — og lagt að veði allar
sínar eigur eins og fyrr segir.
Auk þess sem hann er framleið-
andi myndarinnar, annast hann
leikstjórn — og fer með hlutverk
hins margfræga Davys Crockets,
sem þarna kemur nokkuð við
sögu.
í hita —Kvikmynddin kostar meira fé en sjálf styrjöldin, sem er aðaluppistaöa
hennar.