Morgunblaðið - 20.10.1960, Síða 8
8
MORC.VISBLAÐÍÐ
Fímmtudagur 20. okt. 1960
Gjaldeyrisstaða bankanna
hefur batnað um 12,8 millj.
2 fyrstu vikurnar í október
Viðskiptamálaráðherra svarar
tyrirspurn á AVþingi
Á FUNDI sameinaðs þings í
gær var tekin til umræðu
fyrirspurn Eysteins Jónsson-
ar til viðskiptamálaráðherra.
Fyrirspurnin var í fjórum
liðum og fer hún hér á eftir,
svo og svör ráðherrans:
1. Spurning:
Hve mikið fé hefur nú verið
tekið að láni hjá Evrópusjóðn-
um og með hvaða skilmálum um
endurgreiðslu?
Svar:
Yfirdráttarheimild Islands hjá
Evrópusjóðnum er $12.000,000.—
eða 456,0 m. kr. Þar af hafa
verið notaðir $7,000,000.— eða
266,0 m. kr. síðan 5. marz 1960
og verður að endurgreiða þessa
upphæð fyrir 20. febrúar 1962.
Hinn óhreyfði hluti heimildar-
innar, $5,000,000.— eða 190 m.
kr. var til ráðstöfunar frá og
með 1. ágúst 1960 og verður að
endurgreiðast innan tveggja ára
frá þeim tíma að svo miklu leyti
sem til notkunar hans kynni að
koma. Vextir og kostnaður er
Vi% þjónustugjald auk 4% árs-
vaxta af þeirri upphæð, sem not-
uð hefur verið.
2. Spurning:
Hve mikið hef-
ur verið tekið
að láni hjá Al-
þj óðagjaldeyris-
sjóðnum og með
hvaða kjörum?
Svar:
Yfirdráttar-
heimild íslands
hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum nemur
$8.437.500.— eða 320.6 m. kr.
Þar af hafa verið notaðir $6,812.
500.— eða 258.9 m. kr. En af
þeirri upphæð voru 91.2 m. kr.
notaðar til þess að greiða skuld
vegna gullframlags Islands til
ajóðsins, sem talið er til eignar,
þegar aðstaða íslards gagnvart
sjóðnum er gerð upp. Af yfir-
dráttarheimildinni hafa því
raunverulega verið notaðar 167.7
m. kr. Yfirdráttarheimildin gild-
ir í eitt ár frá 23. febrúar 1960
að því, er tekur til þeirrar upp-
hæðar, sem er umfram gullfram-
lag Islands til sjóðsins að fjár-
hæð $2,8 millj. Skilyrði er, að
það sem dregið er hverju sinni
á sjóðinn skuli endurgreiðast
innan þriggja ára. Vextir og
kostnaður eru %% þjónustugjald
og 2—4% ársvextir eftir lengd
lánstímans og eins eftir því hve
mikið er notað af heimildinni
miðað við framlag íslands til
sjóðsins. Ef heimildin er t. d.
aðeins notuð í eitt ár, reiknast
vextir 2% á ári.
Af yfirdráttarheimildunum
hjá Evrópusjóðnum og Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum hafa því ver-
ið notaðar 433,7 m. kr. í þessu
sambandi verður hins vegar að
hafa í huga, hver breyting hef-
ur orðið á sama tíma á yfir-
drátlarskuldum bankanna, að
frádregnum gjaldeyrisinnstæð-
um. Síðan gengisbreytingm var
gerð, hafa yfirdráttarskuldir
bankanna, að frádregnum minnk
un verðbréfaeignar, lækkað um
442,6 m. kr. Er það 8,9 m. kr.
meira en notað hefur verið af
yfirdráttarheimildunum hjá Ev-
rópusjóðnum og Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum. Hafa yfirdráttar-
heimildirnar því ekki verið not-
aðar til vörukaupa, heldur ein-
göngu til greiðslu á lausaskuld-
um bankanna, sem raunar hafa
minnkað meir en svarar til yfir-
dráttarins hjá fyrrnefndum
tveim alþjóðastofnunum.
3. Spurning:
Hverjar lántbkur opinberra
aðila hafa verið leyfðar á þessu
ári af bönkum og ríkisstjórn?
Svar:
í lögum um skipan innflutn
ings- og gjaldeyrismála frá 25.
maí 1960, 7. gr., er kveðið svo á,
að hvorki opinberir ailar né
einkaaðilar megi semja um lán
erlendis til lengri tíma .en eins
árs, nema með
samþykki ríkis-
stjórnarinnar.
Er hér um ný-
mæli að ræða að
pví er einkaað-
ila varðar, en
sams konar laga
ákvæði hafði
verið í gildi um
opinbera aðila
frá því 1945, en ekki verið fram-
fylgt. Frá óg með gildistöku lag
anna um skipan innflutnings. og
þáltill. í sameinuðu þingi um
hagnýtingu síldar á Aust-
fjörðum. Er tillagan á þessa
leið:
Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að láta fara
fram athugun á því, hvernig
koma megi á fót á Austur-
landi fjölbreyttari hagnýt-
ingu síldar en fæst með
bræðslu hennar og söltun,
eins og nú tíðkast.
1 greinargerð segir:
Öllum er ljóst, að mikil vá er
nú fyrir dyrum hjá síldarútgerð-
inni vegna hins mikla verðfalls
á mjöli og lýsi. Er fyrirsjáanlegt,
að mjög hlýtur að draga úr
þeirri útgerð á næstu árum, ef
ekkert verður að gert til þess
að auka verðmæti síldarafurð-
anna frá því, sem nú er, svo
hægt sé að greiða hærra verð
fyrir síldina til útgerðarinnar.
Það er sjálfsagt þó nokkuð
margt, sem komið gæti til greina
í þessum efnum, og má m. a.
gjaldeyrismála, hinn 1. júní sl.
hafa umræddar lántöku hins
vegar allar verið háðar samþykki
ríkisstjórnarinnar. Frá þeim
hafa opinberir aðilar fengið
heimild til lántöku eriendis til
lengri tíma en eins árs, sem hér
segir:
I. Framk væmdabanka Islands
hafa verið heimilaðar eftirtaldar
lántökur erlendis:
Lán að upphæð kr. 2,740,950,00
vegna Baaderþjónustunnar.
Lán að upphæð kr. 639,555,00
til kaupa á niðursuðuvélum.
Lán a upphæð kr. 8,828,500.00
til vörukaupa í Sviss
Lán að upphæð kr. 11.877,450.00
til kaupa á fiskiðnaðarvélum í
Vestur-Þýzkalandi.
Lán að upphæð kr. 7,309,200,00
til vélakaupa í Vestur-Þýzka-
landi.
II. Rafveitu Hafnarfjarðar hef
ur verið veitt heimild til lán-
töku erlendis að upphæð krónur
2,966,896 til kaupa á rafbúnaði
í nýja aðalspennistöð.
III. Rafmagnsveitum ríkisins
hefur verið veitt heimild til lán-
töku erlendis að upphæð krónur
3,220,500.00 til kaupa á tveim
diesel-vélasamstæðum.
IV. Vita og hafnamálastjórn
hefur verið veitt heimild til lán
töku erlendis að upphæð krónur
7,439,040.00, vegna smíði á nýju
vitaskipi.
4. Spurning:
Hve miklu nema þær lántökur
einkaaðila samtals, sem leyfðar
hafa verið á þessu ári af ríkis-
stjórn og bönkum?
Svar:
Lán þau, sem einkaaðilum
nefna niðursuðu, niðurlagningu
og reykingu síldarinnar. Allar
hafa þessar verkunaraðferðir átt
erfitt uppdráttar á íslandi, þótt
aðrar þjóðir hafi verið stórtæk-
ar í þessum efnum. íslandssíldin
er' viðurkennd gæðavara, og er
Austfjarða- og Suðurlandssíldin,
sem er hvor tveggja ekki alveg
eins feit og Norðurlandssíldin,
prýðisvel fallin til þessara hluta.
Hér skal ekki rakin saga þess-
ara mála hér á landi, en það er
engum vafa undirorpið, að Is-
lendingar geta orðið liðtækir í
slíkri framleiðslu fyrir heims-
markaðinn eins og aðrar þjóðir.
Það værí því mjög mikilvægt,
ef ríkisstjórnin vildi beita sér
fyrir, að myndarlegt átak yrði
gert í þessum efnum á Austur-
landi. Hér er sérstaklega bent á
Austurland, vegna þess að síld-
in virðist nú halda sig þar einna
mest, og svo er þar lítið um at-
vinnu að vetrarlagi, einkum á
norðlægari fjörðunum. Slíkur
iðnaður væri tilvalinn til að
bæta þar úr árstíðarbundnu at-
vinnuleysi.
hefur verið heimilað að taka frá
1. júní 1960 cil lengri tíma en
eins árs nema alls kr. 25,701,110.
Viðbótarupplýsingar um hag-
nýtingu greiðslufrests og þjjjeyt-
ingu á gjaldeyrisstöðu í oktooer:
Síðan 1. júní 1960 er innflytj-
endum heimilt að semja um allt
að 3 mánaða greiðslufrest án
sérstaks samþykkis hverju sinni.
Til greiðslufrests, er nemi 3 til
12 mánuðum þarf sérstakt sam-
þykki bankanna, en til lántöku
til lengri tíma en eins árs þarf
samþykki ríkisstjórnarinnar. —
Bankarnir fallast yfirleitt alls
ekki á lengri greiðslufrest en
þrjá mánuði, nema sýnt sé fram
á, að slíkt hafi tíðkazt áður í
hlutaðeigandi viðskiptum. Þótt
ekki hafi verið heimilt áður að
hagnýta gjaldfrest, mun það
áreiðanlega hafa tíðkazt talsvert,
en um það eru engar tölur til.
Nú er hins vegar fylgzt með
upphæð slíks gjaldfrests. Úti-
standandi eru nú í frjálsum
gjaldeyri um 80 m. kr. (ábyrgð-
ir og innheimtur), og er hér nær
eingöngu um þriggja mánaða
gjaldfrest að ræða. Útistandandi
MAGNÚS Jónsson flytur á
sameinuðu þingi þáltill. um
undirbúning löggjafar um
skaðabótaábyrgð ríkis og
sveitarfélaga. Tillagan er á
þessa leið:
Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjórnina að láta undirbúa
heiidarlöggjöf um skaðabóta-
ábyrgð ríkis og sveitarfélaga.
Skal, svo sem henta þykir,
höfð hliðsjón af löggjöf um
þetta efni, sem nú er unnið að
á hinum Norðurlöndunum.
í greinargerð segir:
Um skaðabótarábyrgð ríkis og
sveitarfélaga eru ýmis ákvæði í
sérlögum, en um veigamikil
atriði í þessu efni hefur verið
stuðzt við hinar almennu reglur
skaðabótaréttarins og dómvenjur.
Með vaxandi afskiptum almanna
valdsins af högum borgaranna
hefur þörfin á heilsteyptri löggjöf
um skaðabótaábyrgð ríkis og
sveitarfélaga orðið brýnni. Er það
því skoðun flutningsmanns til-
lögu þessarar, að mjög sé tíma-
bært að hefjast nú handa um
undirbúning slíkrar íöggjafar.
Á hinum Norðurlöndunum er
líkt ástatt á þessu sviði og hjá
okkur. Er einmitt nú unnið að
löggjöf um skaðabótaábyrgð ríkis
og sveitarfélaga í Danmörku,
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og
innan Norðurlandaráðsins hefur
málið verið til meðferðar í laga-
nefndinni. Þótt enn sé ekki full
niðurstaða fengin um ýmis veiga
mikil atriði í væntanlegri löggjöf,
hafa þó allir verið í senn sam-
mála um nauðsyn löggjafarinnar
og að hún verði á öllum Norður-
í vöruskiptagjaldeyri eru nú 78
m. kr., þar af 58 m. kr. vegna
olíukaupa í Sovétríkjunum.
Gleggsta vísbendingin um það,
hvort hagnýting greiðslufrests
hefur aukizt úr hófi, má fá með
því að bera saman ábyrgða-
skuldbindingar og greiðsluskuld-
bindingar í frjálsum gjaldeyri í
septemberlok nú og í fyrra, og
miða við núgildandi gengi bæði
árin.
Sá samanburður er þannig:
Ábyrgðaskuldbind-
ingar 30/9/1960 123,5 m. kr.
Ábyrgðaskuldbind-
ingar 30/9/1959 125,0 m. kr.
Lækkun 1.5 m. kr.
Greiðsluskuldbind-
ingar 30/9/1960 175,8 m. kr.
Greiðsluskuldbind-
ingar 30/9/1959 153,0 m. kr.
Hækkun 22,8 m. kr.
Hér er um svo litla heildar-
hækkun að ræða að um mis-
notkun heimildar til hagnýting-
ar á greiðslufresti getur ekki
hafa verið að ræða.
Á fyrstu tveim vikum þessa
mánaðar (1.—13. okt.) nam kaup
og sala erlends gjaldeyris sem
hér segir:
Frjáls gjaldeyrir:
Kaup ............ 83,3 m. kr.
Sala ............ 73,6 m. kr.
Bætt gjaldeyrisstaða 9,7 m. kr.
Vörukiptagjaldeyrir:
Kaup ............ 16,0 m. kr.
Sala ............ 12,9 m. kr.
Bætt gjaldeyrisstaða 3,1 m. kr.
Samtals hefur gjaldeyrisað-
staðan 1.—13. okt. batnað um
12,8 m. kr.
löndunum byggð á sömu grund-
vallarreglum.
Fyrst og fremst þarf í löggjöf
þessari að setja ákvæði um rétt
borgaranna til bóta frá ríki eða
sveitarfélagi fyrir tjón, sem starfs
menn hins opinibera valda vegna
mistaka eða vanrækslu. Ýmis
önnur atriði koma einnig til álita,
svo sem að hvaða marki á að
veita bætur, ef menn verði fyrir
tjóni vegna breytinga á ákvörð-
unum stjórnvalda, sem löglega
eru teknar.
Sjálfsagt sýnist vera að sam-
ræma svo sem verða má islenzka
löggjöf um þetta efni löggjöf
hinna Norðurlandanna. Er vafa-
laust engum annmörkum bundið
að fá afnot af frumvörpum, grein
argerðum og öðrum gögnum, sem
þar eru þegar fyrir hendi í sam-
bandi við undirbúning löggjafar
um málið.
Sundnámskeið
Ægis
SUNDFÉLAGIÐ Ægir hefur ný
lega hafið vetrarstarfsemi sína,
nú í haust hyggst félagið gang-
ast fyrir æfinganámskeiði íyrir
pilta og stúlkur 12 ára og eldrL
Þetta námskeið er ætlað ung-
lingum, sem eru syndir, en hafa
áhuga á að læra meira og þjálfa
sund. Námskeiðið verour í Sund
höll Reykjavíkur á mánudögum
og miðvikudögum kl. 6,45 og fer
innjjtun fram á sama tíma. —•
Kennari félagsins er Örn Ing-
ólfsson.
Síldariðnaður á
Austurlandi
Þáltill. Einars Sigurðssonar
EINAR SIGURÐSSON flytur
Skaðabótaábyrgð rík-
is og sveitarfélaga
Þáltill. Magnúsar Jónssonar