Morgunblaðið - 20.10.1960, Qupperneq 10
10
MORCVNBLAÐIh
Fimmtudagur 20. okt. 1960
Bridge
SÍÐASTA umferðin í tvímenn-
ingskeppni Bridgefélags Reykja-
víkur var spiluð á þriðjudags-
kvöldið og urðu þessir tvímenn-
ingar efstir:
1. Kristinn — Lárus 1256
2. Hilmar — Rafn 1195
3. Stefán — Jóhann 1163
4. Ásmundur — Hjalti 1151
5. Jóhann — Vilhjálmur 1143
6. Agnar — Hallur 1125
Fyrir frammistöðu sína í þess-
ari keppni fá Kristinn og Lárus
4,80 meistarastig, Hilmar og
Rafn fá 2,40 meistarastig og
Stefán 'og Jóhann fá 1,20 meist-
arastig.
Næsta keppni á vegum félags-
ins verður parakeppni þess og
Bridgefélags kvenna og hefst
hún í kvöld.
í sambandi við þá keppni hef-
ur orðið sú breyting á keppnis-
töflu félaganna, að hún verður
spiluð aðeins einu sinni í viku
fyrst um sinn, en síðan tvisvar
í viku er Bridgefélag kvenna
hefur lokið tvímenningskeppni
sinni.
★
Að þremur umferðum loknum
í tvímenningskeppni Bridgefé-
lags kvenna er staðan bessi:
1. Laufey — Margrét 572
2. Ósk — Magnea 562
3. Sigríður — Kristín 559
4. Vigdís — Hugborg 557
Næsta umferð verður spiluð
nk. mánudagskvöld.
★
Spilið, sem hér fer á eftir, var
spilað í tvímenningskeppni og
eins og títt er í slíkum keppn-
um, voru árangrar mjög mis-
jafnir. Á allflestum borðunum
spiluðu N-S 4 spaða og tapaðist
sú sögn á öllum borðunum, nema
einu.
V K 6 4
♦ K 8 7 2
* D 8 5 3
4 D 9 7 5
N V Q 10 9 2
v D 9 5
g * 10 4
A A K G 10 8 4
V Á 9
♦ A 10
* G 9 2
A öllum borðunum lét Vestur
út laufakonung, tók síðan ásinn
é 2
V D 7 5 3
♦ G 6 4 3
* Á K 7 6
og Austur trompaði síðan þriðja
laufið. Þeir, sem töpuðu spilinu,
fundu ekki spaðadrottninguna.
Sá, sem vann spilið. lagði smá-
gildru fyrir Austur og Austur
gekk í hana. Hann spilaði spilið
þannig: Eftir að A-V höfðu tekið
þrjá fyrstu slagina, eins og áður
segir, þá lét Austur út hjarta,
Suður drap með ás, tók spaða-
ásinn og lét síðan út tígul 10 og
drap í borði með konungi. Nú
lét hann út laufadrottningu,
þótt hann hefði ekkert við það
að gera. Austur gekk í gildruna
og trompaði með níunni og þá
var vandinn leystur, því Suður
trompaði yfir, tók síðan spaða-
konung og átti þá afganginn. —
Ef við hugsum okkur, að Austur
hefði ekki trompað með spaða 9,
heldur gefið hjarta eða tígul í,
þá hefði Suður einnig gefið. Því
næst hefði Suður látið út tromp,
þá hefði Austur að öllum líkind-
um látið níuna i og þá veit Suð-
ur að Austur á einnig drottning-
una í spaða, því ástæðulaust
hefði verið fyrir Austur að
geyma spaðaníuna, nema því að-
eins að drottningin væri með
henni.
Hverabrauðin
JAFNFRAMT því sem ferða-
mannastraumurinn til íslands
eykst, fjölgar einnig þeim út-
lendu blaðamönnum og ljos-
myndurum, sem hingað leggja
leið sína. Síðustu ár hafa sér-
staklega konvið hingað margir
góðir þýzkir blaðaljósmyndar-
ar og tekið ógrynni ljósmynda
af landinu og lífi og starli
fólksins.
Sumar ljósmyndanna birtast
í erlendum tímaritum. Þannig
birti vikublaðið Feuerreiter í
Köln nýlega dálítinn flokk
um hafi tekizt að búa svo vel.
um sig á sinni norðlægu eyju,
að lífskjör séu nokkru betii
en í Þýzkalandi. Hann dregur
fram nokkra þætti úr sögu Is-
lands og undrast mjög hinn
öra vöxt Reykjavíkur, kallar
hana „gullgrafaraborg". Þá
dáist hann að lokum að gest-
risni íslendinga og tekur m. a.
sem dæmi um hana sæluhúsin
sem standa uppi á fjöllum og
heiðum þar sem öllum er
heimil endurgjaldslaus gist-
ing.
Georg Michelsen bakari tekur hverabrauðin fram eftir 20 klst
suðu.
■N
minna á
Pumpernickel-brauð
ljósmynda frá fslandi. Þar er
dregið fram, það sem ljósmynd
segir Þjóðverji og lýsir Islandi í myndum
aranum Karl Maute hefur þótt
sérkennilegast við ísland.
Myndirnar eru m. a. frá hvera
svæðunum og sýna gróðurhús
og hitaveitumannvirki. 1 þeim
hópi er efrj myndin sem hér
birtist. Hún sýnir Georg Mie-
helsen bakara í Hveragerði,
þar sem hann er að taka út
hverabrauðin. Lýsir blaða-
maðurinn brauðunum svo:
,,Þau eru svört eftir 20 tíma
suðu í hveragufunni, þau líkj-
ast Pumpernickel-brauðunum
okkar, eru aðeins rakari. Þau
eru mjög sæt á bragðið ef þau
eru borðuð með smjöri“.
Við hliðina á þessum hvera-
myndum kemur mynd úr
jöklaferð, þar sem sést snjó-
bíll og vel hlaðið snjóhús. Þá
eru þarna einnig myndir frá
réttum og hvalskurði, en þetta
tvennt finnst útlendingum
mjög skemmtilegt að sjá.
Einnig vekja athygli hins
þýzka blaðamanns bílferðir
um vegleysur og óbrúaðar ár
Skaftafellssýslu og á neðri
myndin að sýna, hvernig slík
ferðalög tíðkast austur í Horna
firði.
í frásögn sem fylgir þessum
myndaflokki er greint stutt-
leða frá landsháttum og telur
blaðamaðurinn að íslending-
Bílferð í Hornafirði yfir óbrúaðar ár.
Gudný Árnadóttir
Minningarorð
HTNN 19. september sl. lézt í
Landsspítalanum frú Guðný
Árnadóttir. Hún var fædd 27.
júní 1890 að Stapadal, í Arnar-
firði. Foreldrar hennar voru.
Jakobína Jónsdóttir og Arni
Kristjánsson, verzlunarmaður á
Bíldudal. Áttu foreldrar hennar
10 börn og komust 9 tii fu’l-
orðinsára, 5 dætur og 4 synir,
öll þekkt, dugnaðar og myndar-
fólk. Guðný dvaidist í foreidra-
húsum, þar til hún giftist 22.
október 1910, Samúel Pálssyni,
skósmiði á Bíldudal. Hann var
Borgfirðingur að ætt. 1916 stofn-
uðu þau verzlun á Bíldudal og
ráku hana í 29 ár — eða þar til
þau fluttust til Reykjavíkur
1945. — Þau hjón eignuðust tvo
syni, Árna sem dó, 2 ára, og Sig-
urð lækni prófessor við Háskóla
íslands, einnig ólu þau upp
systurdóttur Guðnýjar, Huidu
Ásgeirsdóttur, sem hafði misst
báða foreldra sína. Reyndust þau
henni sem beztu íoreldrar. Frú
Guðný hvarf af sjónarsviðinu á
því tímabili, þegar lífsskrúð
blómanna var farið að fölna,
eftir eitt fegursta sumar sem
menn muna. Er það táknrænt,
um iíf og störf þessarar konu.
Hún vann þau í kyrrþei, en við
sem vorum svo lánsöm að kynn-
ast henni, fundum að þarna fór
kona sem vakti traust og virð-
ingu. Þannig vann hún skyldu
störfin við heimilið og í félags-
starfi sem hún vann að um
margra ára bil.
Guðný var í stjórn Kvenfélags '
ins Framsókn á Bíldudal, sem í
stofnað var 1905. Var hún gjald-
keri félagsins í 25 ár. Ég sem
þessar línur rita, kynntist starfi
hennar í félaginu í nokkur ár.
Vakti það oft undrun mína, hvað
tillögur hennar um ýmis mál
voru rökstuddar og gjörhugsað-
ar. Á fyrstu starfsárum fé’ags-
ins var það mest bundið við líkn
arstörf, Var þá á fyrstu árum
félagsins örðugt að afla fjár, og
fáir aflögufærir, en samtaka-
máttur félagsins, undir forustu
þerira systra frú Dagbjartar,
sem enn er búsett á Bíldudal
og um langt árabil var formað
ur félagsins — og þeirra sem
með þeim unnu — ótrúlega mik-
ill og íbúum kauptúnsins tii mik
illa hagsbóta. Mann sinn missti
frú Guðný 1946 eftir 36 ára far-
sælt hjónaband. Eftir það fór
heilsu hennar að hnigna.
Heimili hennar eftir að hún
flutti til Reykjavíkur var á
Skúlagötu 60. Þar bjó hún ásamt
systur sinni og bróðurdóttur.
Þar var gott að koma og ég veit
að þessari konu fylgir heiðrikja
og fagrar minningar í hugum
þeirra sem hún átti samleið með
og lengi munu geymast.
Blesuð sé minning hennar.
Viktoría Bjarnadóttir.
EGGERT CLAESSEN og
GÚSTAV A. SVEINSSON
hæs taréttarlög m en».
Þórshamri við Templarasund.
Ólaíur Bekkur
—- nýr bálur
ÓLAFSFJÖRÐUR, 17. okt.: — I
dag kom hingað nýr bátur, Ólat
ur Bekkur, sem smíðaður er í
Noregi fyrii- bæjarfélagið. Þetta
er hið glæsilegasta skip, 154 lest
ir, búið öllum nýtízku öryggis- og
fiskleitartækjum og kostar 6
millj. Bátnum var vel fagnað, er
hann kom að bryggju fánum
skreyttur. Ásgrímur Hartmanns
son, bæjarstjóri, flutti ræðu.
Einnig Þorvaldur Þorsteinsson,
forseti bæjarstjórnar og séra
Kristján Búason. — Skipstjóri á
nýja bátnum er Kristján Ásgeirs
son og* 1. vélstjóri Bjarni Sig-
mundsson. Bjarni hefur verið
langdvölum ytra og haft umsjón
með smíði bátsins.
Siðar í dag var skólabörnum
staðarins boðíð í skemmtisiglingu
á bátnum út á fjörð. Voru þeim
gefnir ávextir — og höfðu þau
hina beztu ánægju af. —Jakob.