Morgunblaðið - 20.10.1960, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 20.10.1960, Qupperneq 11
Fimmtudagur 20. okt. 1960 MORCrVViBÍ. 4Ð1to 11 Björn Jónasson bóndi frá Hámundarstöðum í Vopnarfirði BJÖRN Jónassan, bóndi frá Há- m.undarstöðum í Vopnafirði, and aðist að Elliheimilinu Grund í Reykjavík, hinn fyrsta þ.m. rúm- lega níræður að aldri. Björn fæddist að Þverá í Vest- urhópi í Húnavatnssýslu 10. júni árið 1870, fluttist ári seinna með foreldrum sínum Maríu Guð- mundsdóttir og Jónasi Guðmunds syni að Selási í Víðidal. Þar and- aðist Jónas ári seinna, móðir hans giftist þá aftur Sveini Stef- ánssyni, en missti hann líka nokkrulh árum seinna eða 1878, stóð hún þá ein uppi með allan barnahópinn í ómegð. Leystist heimilið þá upp og börnin dreifð ust á ýmsa bæi. Björn lenti að S' ru Ásgeirsá í sömu sveit, var svo á ýmsum bæjum til 16 ára aldurs, lengst hjá Páli Pálssyni, alþingismanni í Dæli, var Páll sá kenndur við Arkvörn. 17 ára gamall leggur Björn land undir fót og gengur til Reykjavíkur fór hann þá til móð urbróður síns, Sveins Guðmunds- sonar, útvegsbónda á Sveinsstöð- um í Kaplaskjóli. Var hjá hon- um og ýrnsum útvegsbændum á Seltjarnarnesi næstu 5 árin. Árið 1802 réðist hann vinnumaður að Skálanesi við Seyðisfjörð til Guð mundar, elzta bróður síns, er þar var þá byrjaður að búa. Arið 1895 flytzt Björn t il Vopnafjarðar og kaupir Há- mundarstaði ásamt hálfbróður sínum Sveinbirni Sveinssyni og þar bjuggu þeir í samfleytt 50 ár eða til 1945. Það ár lézt Svein- björn og Björn brá búi og flutt- ist til barna sinna í Reykjavík, enda hafði hann þá misst kon- una fyrir þrem árum. Eignalausir voru þeir, er þeir hófu búskap á HámundarStöð- um, en jörðin er kostajörð með miklum möguleikum til að bjarga sér. Hófu þeir þar útgerð, sem ekki hafði verið rekin á þessum stað áður, enda voru þeir báðir dugn- aðar sjómenn. Fyrsta sumarið reru þeir saman tveir á bát og fiskuðu ágætlega, enda voru fiskiár á Vopnafirði um þetta leyti. Næsta ár hafði hvor sinn bát, þannig jókst þetta og gerðu þeir stundum út þrjá báta hvor. Aldamótaárið brann bærinn og sama ár misstu þeir mest allt fé sitt í sjóinn. Þó réðust þeir í það að byggja sinn hvort íbúðar- húsið. Tveir ungir trésmiðir úr Reykjavík voru kaupamenn hjá þeim þetta sumar og stjórnuðu byggingunum. Það voru Flosi Sigurðsson, trésmíðameistari, kunnur Reykvíkingur, hann lézt fyrir nokkrum árum og Jóhann Hafliðason, trésmíðameistari, líka kunnur maður hér í bæ og lifir enn. Fjöldi manna og kvenna starfaði hjá þeim á sumr- in, flest Sunnlendingar. Björn kvæntist 1897 einni kaupakonunni, Sigríði Pálsdótt- ur frá Norðurreykjum í Borgar- firði syðra, gáfaðri, stórbotinni ágætiskonu. Þau eignuðust 6 börn og komust 3 þeirra til full- orðins ára. Þau eru Jónas skip- stjóri í Halifax, Páll verkamað- ur í Reykjavik og' Þorbjörg hús- frú í Reykjavík. Seinna eign- aðist Björn son með annarri I konu, Hámund Eldjárn, vél-! stjóra og ólst hann upp hjá þeim hjónum, Björn Elíasson, verka- maður í Vopnafirði ólst einnig upp hjá þeim. Björn var smár maður vexti, en hraustur vel og svo snar og harðskeyttur að með eindæmum má telja, er mér í barnsminni, er ég horfði á hann að slætti og þá skildi ég það, sem segir í Njálu um Gunnar á Hlíðar- enda: „Hann vá svo skjótt með sverði að þrjú sýndust á lofti“. Þannig sló Björn, þegar honum tókst upp sýndust þrír ljáir á lofti. A Hámundarstöðum er slæm lending og munar oft mjóu að takist að bjarga báti og farmi. Eitt haust vorum við að afferma bát eftir kaupstaðarferð brim var mikið. Björn rétti upp úr bátnum, annar tók við á klett- inum. Þegar Björn er að skila af sér einum pokanum, ríður þung alda undir bátinn, maðurinn, sem hélt honum dróst með og missti fótfestuna; var ekki annað Barn yðar þarfnast meira en kærleika umonnunar barnið eða Húð barnsins er viðkvæm og þarfnast sérstakrar með Johnson's barnabörum. . Þðgar þér baðið skiptið um bleyju, þá notið Johnson’s barnapúður. Það þerrar raka húðina. — Notkun á Johnson’s barnavörum við daglega umönnun barnsins skapar því vellíðan og ánægju. HeiIdsSlubirgðir: Friðrik Bertelsen & Go. hf. Laugavegi 172. Sími 16620 að sjá, en allt lenti í klettunum, báturinn mölbrotnaði og farm- urinn færi í sjóinn og mannslíf í voða. En ems og leiftur stóð árahlummurinn í klettinum og ár in í höndum Björns, slysinu var afstýrt. Ég minnist aldrei, hvorki fyrr né síðar að hafa séð svo snöggt viðbragð hjá nokkrum manni, og hef ég þó mestan hluta ævinnar ekki gert annað en veita við- brögðum manna athygli. Björn var skarpgreindur og hugmyndaríkur með afbrigðum og þannig var hann fram á síð- asta dag. Hann var í hrepps- nefnd Vopnafjarðar í 25 ár og kom oft meðnefndarmönnum sínum óþægilega á óvart með frumlegar og stundum róttækar tillögur. Ég ætla að það hafi verið 19051 eða 1906, sem Björn kallaði saman nágranna sína til fundar. Fundarefnið var að ræða tillög- ur er hann hafði samið og þóttu næsta nýstárlegar. Hann vildi að þeir færðu byggðina saman og kæmu á verkaskiptingu við bú- skapinn, ættu verkfæri sameig- inlega, seldu afurðir og gerðu innkaup sameiginlega o. s. frv. Það má vel vera að hugmyndir um samyrkjubú hafi verið kom- in fram um þetta leyti, úti í heimi, en hér hafði hún ekki heyrzt og útilokað er að Björn hafi komizt í nokkra snerting við hana, því að hann las ekki erlend mál. Loftkastalar, sagði fólkið um þessar tillögur Björns og sofnaðl málið. Víst byggði Björn frændi minn loftkastala, það gerði hann alla ævi, hafði alltaf á taktein- um nýjar hugmyndir um flesta hluti. En eru það ekki einmitt mennirnir, sem byggja loftkast- ala, sem hjálpa mest framþróun veraldarinnar, því að fyrr eða seinna koma loftkastalarnir nið- ur á jörðina og verða að veru- leika. Vald. Sveinbj. Corkoustk* Ármstrong Perfex * * R.M. HljMnanérunar- plöíur Fyrirliggjandi Áhrifamiklar og skrautlegar V_____________ j þ. þORGRÍMSSON & CO. Borgartúni, 7 Sími 2 22 35 Unglingar óskast til að bera blaðið til kaupenda: Seltjarnanes li (IUelabraut) Aöalstræti Talið við afgreiðsluna. Sími 22480. Verðbréf Nokkur 1. veðréttar skuldabréf, til stutts tíma, til sölu. Háir vextir, mikil afföll. — Tilvalið tækifæri fyrir þá er vilja ávaxta fé sitt á öruggan máta á há- um vöxtum. — Þeir, sem hafa áhuga, sendi nöfn sín til afgr. Mbl. merkt: „25 — 1847“. EINLIT ódýr gardínuefni tekin fram í dag. > Dömu og herrabúðin Laugavegi 55 Strömberg - rafmótorar Ennþá fyrirliggjandi á gamla verðinu: 1 fasa mótorar: 0,25 — 0,37 — 0,55 — 0,75 kw. 3 fasa mótorar: 0,5 — 5,5 — 17 kw. Olíurofar, automatiskir: 10/16 amp. — 15/25 amp. — 24/50 amp. Stjörnuþríh. rofar. 10/30 ha. — 1/10 ha. Mótorskápar m. fjarstýringu: 20/31 amp. Hannes Þorsfteinsson & Co. Sími: 2-44-55

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.