Morgunblaðið - 20.10.1960, Side 13
Fimmtudagur 20. okt. 1960
MORCVNBLAÐIÐ
13
Erfðahyllingin á hallartorginu íKaupmannahöfn 18. okt. 1660. —Málverk eftir Wolgang Heimbach
Danakonunga
Eftir Pál Jónsson
Kaupmannahöfn í okt. 1960
ÞESSA dagana eru 300 ár liðin
frá því að Danakonungar urðu al-
gerlega einvaldir og fengu rétt
til ríkiserfða fyrir niðj-a sína.
Hinn 18. okt. 1660 var Friðriit
3. hylltur sem einvaldur erfða-
konungur. Það var sem kunnugt
er tveim árum seinna, að erfða-
hyllingin fór fram á íslandi (í
Kópavogi).
Hinn 18. október markaði þann
ig tímamót í sögu Danmerkur.
Það var þróunin í landinu á und-
aniörnum stríðsárum, sem leiddi
til þessarar óblóðugu byltingar.
Stríðið milli Dana og Svía stóð
yfir árin 1659—’60. í byrjun árs-
ins 1658 fór Karl 10 Gústaf Svía-
konungur með her sinn frá Jót-
landi yfir ísinn á Beltissundi til
Sjálands. Þegar hann nálgaðist
Kaupmannahöfn, gáfust Danir
upp. Friður var saminn í Hróars-
keldu. Svíar fengu dönsku hér-
uðin austan Eyrarsund: Skán,
Halland og Blekinge. Með þessu
Útför Yilliíálms
Fmsen
OSLO 17. okt. (NTB) — Útför
Vilhjálms Finsens, fyrrv. sendi-l
herra fór fram i dag frá Nýju
báistofunni í Oslo. Kista hins
látna var sveipuð íslenzkum
fána og við hana lagður fjöldi
blómsveiga m. a. frá ríkisstjórn
Islands, utanríkisráðherrum ís
lands og Danmerkur, frá sendi-
herrum íslands í Oslo, Kaup
mannahöfn og Stokkhólmi. Enn
fremur frá norska útvarpinu, frá
norsku fréttastofunni NTB og
fréttastofu norska útvarpsins.
Athöfnin hófst með því, að
kvartett Kai Angel Næstby lék
Ave Verum eftir Mozart, síðan
var sunginn sálmur „Gud naar
du til opbrud kaller“.
Sr. Alex Johansen háskóla-
prestur flutti kveðjuræðu. Hann
las kafia úr 33. Daviðs sálmi:
„Herrann er minn hirðir, mig
mun ekkert bresta“. Hann
minntist með þakklæti hins
ágæta starfs Vilhjálms, sem
blaðamanns og starfsmann ís-
lenzku utannkisþjónustunnar,
en á báðum þessum sviðum kom
fram lifandi áhugl hins látna á
að skapa viná.ttu milli landanna
og kynna ísland. Presturinn bar
að lokum fram þakkir frá vinum
hins látna og aðstandendum.
Stefán Jóh. Stefánsson, sendi-
herra Islands í Kaupmannahöfn
lagði blómsveig á kistu hins látna
fyrir hönd sendiráðsins og flutti
nokkur þakklætisorð fyrir sam-
starf og vináttu. Einnig flutti
Ivar Glæver aðalræðismaður
þakkarorð frá vinum í Noregi.
Meðan kistan seig ofan í gröf-
ina lék kvartett „Tráumerei"
eftir Schumann.
F r i ð r i k III.
málverk eftir Abraham Wuchters
var bundinn endi á stórveldis-
drauma Dana.
Svíakonungur var þó ekki tii
lengdar ánægður með þetta. Sum
arið 1658 réðist hann að nýju á
Danmörku. Friðrik 3. var stað-
ráð inn í því að „deyja heldur í
hreiðrinu sínu en gefast upp;‘.
Kaupmannahafnarbúar gripu til
vopna og hrundu árás, sem gerð
var á borgina. Stríðinu lauk þó
ekki fyrr en í maí 1660. Þá var
friður saminn í Kaupmannahöfn
Svíum tókst ekki að leggja dönsk
landsvæði vestan Eyrarsunds
undir sig.
Hin hreystilega vörn af hálfu
Kaupmannahafnarbúa, þegar þeir
hrundu sænska áhlaupinu, skap-
aði þeim vinsældir í konungs-
garði. Konungur gaf út frelsis-
bréf, sem veitti borgurum höfuð-
staðarins sama rétt og aðalsmenn
höfðu til að fá embætti og eign-
ast jarðir. Kaupmannahöfn varð
frjáls ríkisborg. Þetfca efldi að
stöðu borgarastéttarinnar og
skapaði samheldni milli hennar
og konungs. Afleiðingar þess
komu m. a. fram á stéttaþingi,
sem haldið var að dansk-sænska
stríðinu loknu.
Eftir þátttöku Dana í styrjöld-
um, fyrst á dögum Kristjáns 4.
og svo á stjórnarárum Friðriks
3., var ástandið hörmulegt í Dan-
mörku. Lyngið breiddist víða yf-
ir akrana. Fénaður féll hrönn-
um saman. Mörg þorp lögðust að
meira eða minna leyti í eyði.
Víða átti fólk við sult að búa.
Öll þjóðfélagsskipun var í upp-
lausn.
Mikið fé var nauðsynlegt til
þess að endurreisa landið. Kon-
ungur kvaddi því saman stétta-
þing, sem átti að afla ríkinu
tekna með nýjum sköttum. Ríkis-
sjóður var þá algerlega þurraus-
inninn. En svo einkennilega fór,
að þetta þing sem átti að fjalla
um skattamál, kom því til leiðar.
að stjórnarháttum í landinu var
gerbreytt.
Danmörk hafði öldum saman
verið kjörríki. Konungarnir voru
kosnir af ríkisráðinu, en í þvl
sátu eingöngu menn af voldug-
ustu aðalsættunum. Konungur
og ríkisráð stjórnuðu landinu.
Þegar nýr konungur var kosinn,
varð hann að skrifa undir skil-
málaskrá. Var hún eins konar
stjórnarskrá, sem takmarkaði
konungsvaldið og veitti aðlinum
mikil sérréttindi. Sérstaklega var
skilmálaskrá sú, sem Friðrik 3.
skrifaði undir við valdatöku
sína, aðlinum mjög í vil. Réði
hann því lögum og lofum í land-
inu.
Á þessum tímum voru 500 til
600 aðalsættir i Danmörku, sam-
tals h. u. b. 3.000 manneskjur, en
íbúatala landsins var tæplega V2
milljón. Aðallinn átti helming
allra jarðanna. Hinn helmingur-
inn var eign konungs, en á fiest-
um jörðum hans bjuggu léns-
menn af tignum ættum. Aðals-
mennirnir greiddu svo að segja
ekki skatta. Margir þeirra höfðu
rétt til að skipa dómara og presta
og þeir áttu vald á lífi og frelsi,
bænda, sem lifðu í mikilli ánauð.
Á stéttaþinginu áttu bændur
engan fulltrúa.
Á þessu þingi tókst konungi,
klerkastéttinni og borgarastétt-
inni að brjóta vald aðalsins á bak
aftur. Konungur afturkallaði skii
manni Otto Krag á brúnni yfir
síkið fyrir framan konungshöil-
ina, en hún stóð þá á þeim stað,
þar sem Kristjánsborg er nú.
Krag benti á Bláturn, sem var
illræmt fangelsi. Nansen svaraði
með því að benda á Frúarkirkju,
en þar voru hættubjöllurnar, sem
áttu að kveðja borgarana til
vopna, þegar borgarstjórinn skip-
aði svo fyrir.
Hinn 10. október var varðliðið
á borgargörðum borgarinnar auk
ið, borgarhliðunum var lokað, og
borgararnir, sem voru vopnum
búnir, fengu skipun um að gripa
til vopna, þegar hættubjöllunum
yrði hringt.
Þetta sannfærði aðalinn um, að
konungur og borgararnir væru
staðráðnir í að beita valdi, ef
aðallinn þverskallaðist áfram.
Þess vegna lét hann að lokum
undan.
Erfðahyllingin fór fram með
mikilli viðhöfn fyrir framan
Kauphöllina. Var farið þangað
í skrúðgöngu frá konungshöllinni.
Konungur og fjölskylda hans
gengu undir rauðum hásætis-
himni, sem borinn var af 16
aðalsmönnum, en kallarar báru
veldistákn konungs: kórónuna,
sverðið, eplið og veldissprotann.
Eftir að fulltrúar aðals, klerk-
Hans Svane
málverk eftir Abraham Wuchters
ar, borgarar og nokkrir Amager-
bændur fyrir hönd fjórðu stéttar
höfðu unnið þarna trúnaðareið,
var veizla hjá konungi í höll
hans. Var þar drukkið mikið og
allmargir að lokum bornir út til
vagna, sem fóru með þá heim.
Eftir þetta var Danmörk eln-
valdsríki í nálega 200 ár. Það var
ekki fyrr en 1849 að Danir fengu
stjórnarskrá, sem gaf þjóðinnt
hlutdeild í stjórn landsins.
Páll Jónsson
Unnið að dýpkun í
Laxá í allt sumar
GRÍMSSTÖÐUM, við Mývatn. —
Unnið hefur verið-við Laxá í allt
sumar og er enn. Er verið að
dýpka farveginn neðan við stífl-
una sem gerð var í fyrra um 1.72
km frá vatninu, í þeim tilgangi
að vatnið geti runnið þar við
stöðulaust, en áin rennur þarna
með köflum á grynningum.
Jafnframt hefur verið unnið að
fþví að gera stíflu í miðkvísl ár
(innar, svo að hægt sé að loka
| henni þegar þurfa þykir. Hefur
| komið til mála að hafa þessa
| kvísl mikið til lokaða á vetrum
og láta mest af vatnsmagninu
! renna í yztu kvíslina. Annars á
j reynslan eftir að skera úr um
. hvernig það verður.
Ætlunin var einnig að dýpka
j vatnið sjálft austan við ósana,
, þar sem Laxá rennur úr Mývatni,
en þar er grunnt. Ekki hefur þó
orðið af því í sumar.
Hér hefur ve¥ið framúrskar-
; !
Sæmdur St. Ólafs-
orðunni
ÞORLEIFUR Thorlacius, deildar-
stjóri, sem í mörg ár hefur verið
sendiráðsritari við íslenzka sendi
ráðið í Ósló, hefur verið útnefnd
ur „kommandör af St. Olavs orð-
unni“. Var Þorleifur sæmdur orð-
unni við hátíðlega athöfn á heim-
ili staðgengils norska sendiherr-
ans hér sl. laugardag.
H a n s Nansen
málverk eftir K. van Mander
málaskrána, og ákveðið var, eins
og þegar hefur verið nefnt, að
rikið skyldi ganga í erfðir tii
niðja Friðriks 3.
Opinberlega var sagt, að stétta
þingið hefði „komið sér saman
um þær breytingar, sem þarna
voru gerðar á stjórnarháttum
ríkisinS. Sannleikurinn er sá, að
aðallinn lét ekki undan fyrr en
hann sá, að ekki var annars úr-
kosta. Friðrik 3., Hans Svane
biskup og Hans Nansen borgar-
stjóri Kaupmannahafnar, gerðu
blátt áfram samsæri á móti aðl-
inum.
Sagt er, að Nansen borgarstjóri
hafi mætt hinum volduga aðals-
Kctill í BoJungar-
vík
BOLUNGARVÍK 17. október. —
Ketill Jensson, óperusöngvari,
söng hér sl. föstudagskvöld með
undirleik Skúla Halldórssonar,
Itónskálds. Á söngskránni voru
innlend og erlend sönglög, sum
vel þekkt og vinsæl. Söngvaran-
um var mjög vel tekið og var
I heimsókn hans hingað kærkom-
in. Hann og aðrir þeir listamenn,
sem leggja leið sína út á lands-
byggðina, eiga þökk skilið og það
ætti að vera sómi íbúa þessara
staða að fjölmenna. Á þessu vill
þó því miður verða misbrestur
og að vonum er það sízt til að
ýta undir heimsóknir listamanna
| til strjálbýlinga. — Hafi Ketill
og Skúli þökk fyrir komuna.
* —Fréttaritari.
andi gott veður í allt haust, still-
ur og hlýindi. —■ Jóhannes.
Hrútamarkaður
haldinn í fyrsta
sinn
EGILSSTÖÐUM, 17. október. —
Búnaðarsamband Austurland*
gekkst fyrir sauðfjármarkaði í
fjárskýli hins nýja sláturhúss við
Lagarfljótsbrú 1 gær, sunnudag.
Formaður Búnaðarsambandsins,
Þorsteinn á Sandbrekku, opnaði
markaðinn með ávarpi. Á mark-
aðinn komu um 40 hrútar og voru
sumir alla leið úr Álftafirði.
Á markaðinum seldist um
helmingur hrútanna. Páll Sigur
björnsson stjórnaði sölunni. Þessi
markaður mun vera sá fyrsti
sinnar tegundar sér á landi og
má ætla að þetta sölufyrirkomu-
lag á kynbótahrútum eigi fram-
tíð fyrir sér.
Vetrarstarfsemi
Æskulýðsráðs
Hafnarfjarðar
FÖNDURNÁMSKEIÐ hefjast í
þessari viku og verða í Góð-
templarahúsinu. Æskulýðsráð og
tómstundanefnd góðtemplara sjá
í sameiningu um námskeiðin. —
Verða þau þessi: Leðurvinna,
filtvinna, tágar og bast, flug-
módelsmíði, ljósmyndagerð, frí-
merkjasöfnun, skák og útskurð-
ur. — Æskulýðsráð mun einnig
í samvinnu við góðtemplara og
skáta hafa „opið hús“ fyrir alls
konar dægradvalir. Verða þær
væntanlega í Góðtemplarahús-
inu á þriðjudögum kl. 5—7 og
8—10 og í Skátaskálanum á föstu
dögum kl. 8—11 e. h.
Ennfremur er gert ráð fyrir að
halda tvo dansleiki fyrir ára-
mót og mun danskennari leið-
beina unglingunum. Þá er að
lokum ráðgert að hafa skyndi-
námskeið í ýmis konar föndri og
skartgripagerð seinni hluta nóv-
ember og í byrjun desember. —
Gefst þá unglihgum kostur á að
útbúa hluti, sem þeir geta notað
til jólagjafa.
Allar nánari upplýsingar um
störf Æskulýðsráðs gefur for-
maður þess, Yngvi Rafn Bald-
vinsson, sími 50088 og 50762.