Morgunblaðið - 20.10.1960, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.10.1960, Qupperneq 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. okt. 1960 um“ sínum, sem hann kallaði svo. Þá hefði hann verið fátækari eft- ir. Hann viðurkenndi meira að segja sjálfur, að það vaeru þessar skriflegu játningar, sem hann ætti að þakka dýpsta skilning sinn á þeim áhyggjum, sem gera mönnum lífið óbærilegt. Talbot var einmitt nýfarinn út úr bókastofunni með fangið fullt af bréfum, sem húsbóndi hans hafði skrifað í smá-athugasemdir með blýanti, svo að eftir það gat hann svarað þeim fyrir hann. En hin bréfin, sem séra Harcourt ætlaði að svara sjálfur, lágu fyrir framan hann á borðinu. Og nú las hann bréf Staffords enn einu sinni. I>að hefði mátt vera hverjum manni Ijóst, að hér átti hann við erfitt vandamál að etja. Hann hafði lesið úrklippuna aftur og aftur og brosað og verið hugsi á víxl. Þá hafði hann hallað sér aftur í stólinn og setið langa stund með lokuð augu. — Öðru hvoru barði hann á framteygðar varirnar með gullgleraugunum. Úrklippan sjálf var vandalaus að skilja hana. Paige hafði ber- sýnilega hitt einhvern annan flakkara af skárra taginu, og þeir slegizt í för saman og orðið fyrir slysi í fjallaferð, og verið fluttir í næsta sjúkrahús. Þeir höfðu haldið nöfnum sínum leyndum, og það fannst honum nú kjána- legt, hvað Paige snerti. Honum var engin þörf á að fara svo var- lega. Hvað hinn manninn snerti, gat hann auðvitað ekki vitað á- stæður hans, eða tilgang. Nei, það eina dularfulla var þetta uppátæki Staffords læknis, að fara að senda honum úrklipp- una, án þess að láta eitt orð fylgja til skýringar. Auk þess kom bréfið í flugpósti, sem benti til þess, að því lægi eitthvað á, og sýnilegt var, að maðurinn vænti svars, úr því hann lét fullt nafn sitt og heimilisfang fylgja. „Harcourt", stóð utan á bréf- inu. Ekki einu sinni Hr. Harcourt. Það var því greinilegt, að Paige hafði ekki gefið manninum árit- unina af frjálsum vilja. Því var sú ein skýring á þessu að hún hefði fundizt í föggum Paiges, og verið notuð, að honum óvit- andi. Hann hugsaði sig um í hálfa klukkustund og tók síðan pappirsörk. „Kæri dr. Stafford", skrifaði hann, „ég hef fengið frá yður úrklippu úr blaði frá San Franc- isco, og þar eð nafn yðar var aft- an á umslaginu, geri ég ráð fyr- ir, að þér æskið svars, og að yð- ur standi þetta svar á nokkru“. „Eini hundurinn með nafninu Sylvia, sem ég veit um, er í eigu óvenju duglegs og áreiðanlegs manns, sem er 31 árs gamall, og hefur ákveðið að halda nafni sínu leyndu, þótt það sé bæði erfitt honum sjálfum og óskiljanlegt vinum hans, þar eð enginn skuggi hefur fallið á fortið hans. Ef þetta er óþekkti maðurinn, sem liggur í sjúkrahúsinu hjá yður, getið þér örugglega treyst honum. Sé hann í einhverjum vandræðum, þá vinsamlegast lát- ið mig vita. Mér þætti og vænt um að heyra nánar frá yður“. Og nú — tveim mánuðum seinna — skrifaði Stafford lækn- ir þetta bréf frá Montana. Séra Harcourt las það með mesfu at- hygli. Það hófst á afsökunarbeiðni á þvi, hvernig hann hefði sent úr- klippuna forðum, og staðfesti grun dómprófastsins um að þessi stuttorða áritun hefði fundizt í vasa Paiges. Einnig gerði hann grein fyrir því, hvers vegna hann þyrfti að fá allar helztu upplýs- ingar um hvern sjúkling, sem lagður væri inn í sjúkrahús námu félagsins. í framhaldi af bréfinu, skýrði Stafford frá starfi sínu í rann- sóknarstofunni í Montana, hina skömmu staðgengilsdvöl sína hjá námufélaginu, orsökina til skyndi legrar brottfarar sinnar þaðan og hina snögglegu ósk Paiges um að fara með honum. — Hann hefur talað svo mikið um yður, að mér finnst orðið ég þekkja yður. Þetta afskekkta og hættulega starf hefur gert okk- ur að innilegum vinum. Eg hef ekki almennilega komið mér að því að segja honum, að ég hefði skrifað yður meðan hann lá í sjúkrahúsinu. Þessi sending á úrklippunni var gerð að honum óafvitandi, og líklega verður hann bálvondur ef hann kemst einhverntíma að því. Hann veit heldur ekki, að ég hef fengið bréf frá yður og er að skrifa yður núna. Mér finnst, að þér sem vinur hans eigið heimtingu á að fá að vita, að hann hefur með höndum viðbjóðslegt, .erfitt og illa launað starf, sem auk þess er stórhættu- legt, en er bersýnilega stórhrifinn af því. Nú sem stendur erum við tveir einir til að verja vígið. Síð- ustu árin hafa menn komið og farið — þar af fjórir í gröfina — og margir aðrir, sem annað hvort þoldu ekki vinnuna eða þá fannst þetta vera vonlaust og tilgangs- laust og hafa því snúið sér að öðru skárra. Við höfum hér kofa með þremur herbergjum, efst uppi á Boone-fjallinu, sjö mílum frá Wembleton — sem er þorp með eitthvað 2000 íbúum, og af þeim vita fjórir hvað við höfumst raunverulega að þama uppi. Þér munuð áreiðanlega skilja ástæðuna til þess að við höfum ekki hátt um það. Ef það kæm- ist á almanna vitorð, að við vær- ur að rannsaka' smitun útbrota- taugaveikinnar, yrðu íbúarnir þarna vitlausir og verra en það — og lái þeim hver sem vill. Þá yrðum við áreiðanlega grýttir þegar við færum að viða að okk- ur matvörum eða yfirleitt ef við hittum nokkurn mann. Sjúkdóm- urinn stafar eingöngu frá gerli, sem er borinn á milli af skordýri, sem lifir á . . . já , það er nú ein mitt það sem við erum að reyna að finna, á hverju hann lifi. Þess vegna erum við nú ekki smitber- ar og alveg skaðlausir öðrum mönnum, en líklega gæti það stað ið í flestum að gera fólki það skiljanlegt. Að áliti íbúanna í þorpinu — ef þeir þá hafa nokkurt álit — erum við veiðimenn og flakkar- ar, sem lifum ónytjungalífi í ein- veru. Fyrir tveim árum lét stjórn in leggja símaleiðslu til okkar, en númerið okkar er hvergi skráð, og fæstir vita, að við höf- um síma. Þegar við förum til mannabyggða, klæðum við okkur í vinnuföt skógarhöggsmanna. Við erum ósnyrtir og skeggjaðir, og — eins og nærri má geta — ekki sérlega gestrisnir. Ef ein- hverjir ferðamenn rekast til okk- ar, eru þeir reknir burt og ekki opnað fyrir þeim. Við getum bein línis ekki opnað fyrir neinum — og það er raunverulega erfiðast hjá okkur, að þurfa að vísa komu manni frá sér. En við getum ekki átt það á hættu, að þeir verði fyrir áföllum af þessum efnum, sem við erum að vinna að. Og skýringar á þessum viðtökum get um við, eðli málsins samkvæmt, ekki gefið, þá væru þær á allra vörum samstundis. Eini maðurinn, sem veit allan sannleikann um okkur, er borg- arstjórinn og forstjórinn fyrir stærstu gullnámunni í héraðinu. Hann heitir Frank Gibson. Væri hann ekki, yrði tilvera okkar hérna algjörlega óþolandi. Það er ekki einasta, að hann sé hlynntur tilraunum stjórnarinnar hérna — enda hrundu námumennirnir hans niður eins og flugur í síð- asta faraldrinum — heldur gerir hann sér einnig far um að gera okkur lífið þolanlegra, eftir því sem hægt er. Gibson er efnaður og á fallegt heimili. Eg hef verið þar marga skemmtilega stundina, síðustu tvo mánuðina. Paige þyk- ir líka gaman að koma þangað. Hann skýzt þangað oft til að sjá Sylvíu. Þessi skordýr, sem við notum við rannsóknirnar, eru sem sé jafn hættuleg dýrum eins og mönnum, og þess vegna hafa Gibsonhjónin tekið Sylviu að sér. En svö saknar hún auðvitað hús- bónda síns og hann á bágt með að skilja við hana, þegar hann heimsækir hana. Maður getur orð ið hrærður af að sjá og heyra hvað hún ber sig illa, þegar hann fer frá henni. Þetta bréf er orðið alltof iangt, en þó er ég ekki enn kominn að aðalefni þess. Frank Gibson sagði mér, þegar ég kom til hans um daginn, að nokkrar fjölskyldur, sem eiga hálfvaxnar dætur, væru að hugsa um að reyna að efna til kennslu fyrir þær, og þyrftu því að fá unga, menntaða stúlku, sem hefði nýlokið námi, og helzt frá háskóla, til þess að koma hingað og kenna ungu stúlkunum það, sem þær geta ekki lært hér á staðnum í þeim skólum, sem til eru, en þeir eru heldur lélegir. Gibson spurði mig, hvort ég þekkti nokkra, sem mundi vilja taka þetta að sér, og það gerði ég auðvitað ekki, þar sem ég er kom- inn úr öllu sambandi við þá, sem ég þekkti, en lofaði honum, að ég skyldi skrifa yður. Eftir því, sem Paige hefur sagt mér, þekkið þér svo marga, að ekki væri ólík- legt, að þér gætuð liðsinnt hon- um í þessu efni. Eg er hræddur um, að ég hafi nú verið nokkuð lengi að komast að efni þessa bréfs og bið yður afsaka það. Þegar þér svarið, vilduð þér þá vera svo vænn að nota óprentað umslag?“ Séra Harcourt lagði bréfið frá, sér og fitlaði um stund við papp- írshnífinn sinn, eins og Viðutan. Létt bros lék um fíngerðu hrukk- urnar kring um djúpstæðu aug- un . . . Phyllis? Já, því ekki það? ----O---- Sonja hringlaði lyklunum og opnaði bréfakassann. — Þetta er víst til þín, sagði hún, og rétti henni bréfið. — Það er sjálfsagt frá Pat. Phyllis hafði elt hana upp þessar fáu tröppur upp í íbúðina, en beið nú við opnar dyrnar og hall- aði sér þreytt að veggnum. Þær höfðu verið að skrifa reikninga allan daginn. Og svo ætlaði hit- — Hér heyri ég betur þessa dásamlegu kammermúsík! I Ú á ---------------------------------- EVE, IF VOU GET YOUR FATHER BACK . ^ IN TIME FOR THE PANCE, I'LL BE THE — HAPPIE5T WOMAN ON EARTH...TUE VAN WINKLES ARE GOINS TO BE THERE, ANt> I PON'T NEEP TO TELL VOU WHOTHEYAREI / — Mér þætti vænt um ef þú vildir koma með mér í veiði- ferðina Eva! — Ó, pabbi, útilífið á ekki við mig! — Aðeins í þetta sinn Eva .. Og ég lofa því að ef ekki veiðisí vel, snúum við strax heim aftur! — Ég veit að mér mun ekki iíka þetta pabbi .... En ef bú endilega villt, skal ég koma með í þetta eina sinn! Seinna. — Eva ef þú kemur föður þín- um heim í tæka tíð fyrir dans- leikinn, verð ég hamingjusam- asta kona veraldar .... Van Winkle hjónin verða þar, og ég þarf ekki að segja þér hver þau eru! — Mér mun leiðast of mikið til að gera nokkuð annað en að koma honum heim Vivian! 1 inn allt að drepa. Hún tók bréfið. — Wembleton! Þreytan var horfin á svipstundu og hún reif upp umslagið óþolinmóð og hélt hurðinni uppi með fætinum á meðan. Hún lét augun þjóta yfir skrifaðar síðumar og stanzaði ekki nema við mikilvægustu setn. ingarnar — þama var dollara- merki og stór fjögurra stafa tala .... hvenær hún ætlaði að byrja . . . og tilboð um húsnæði. — Húrra, Sonja! Eg hef fengiS það. Þetta er frá hr. Gibson sjálf- um. ( Þær leiddust nú inn og Phyllis lék á als oddi. — Er þetta ekkj alveg eins og kraftaverk? endur- tók hún aftur og aftur. — Ertu ekki fegin, Sonja? Auðvitað var Sonja glöð, en það var ekki óblandin gleði. Þó létti henni meir en hún vildi við- urkenna, við þetta bréf. Það yrði erfitt að sjá af Phyllis. Þessi irnga, káta stúlka hafði verið henni eins og af himnum send, einmitt þegar hún var sjálf altek- in örvæntingu og í vandræðum að finna eitthvað, sem gæti leitt huga hennar frá mótlætinu, sem hún hafði orðið fyrir, og hafði gert allt líf hennar tilgangslaust En verzlunin gekk heldur illa hjá henni og lítil batavon á því sviði, fyrst um sinn. Svona smá- verzlanir eins og hennar áttu örð- ugt uppdráttar nú. Hún hafði nú þagað um áhyggjur sínar við Phyllis, en hresst sig upp og kveð ið niður allt umtal ungu stúlk- unnar um erfiðleikana. Þetta til* SHtltvarpiö Fimmtudagur 20. október 8.00—10.20 Morgunútvarp. (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar, — 10.10 Veðurfr.), 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,A frívaktinni“, sjómannaþáttuf (Guðrún Erlendsd.). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Þingfréttir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi um öryggismál (Jón Odd« geir Jónsson fulltrúi). 20.50 Frægir söngvarar: Poula Frija syngur. 21.15 Samtalsþáttur: Hugrún skáld- kona talar við Ingunni Gísla- dóttur hjúkrunarkonu í Konsó. 21.30 Islenzk tónlist: Arni Arinbjarn- arson leikur á orgel. a) Prelúdía, sálmur og fúga eft- ir Jón Þórarinsson, um gam- alt íslenzkt stef. b) Sálmforleikur eftir Jón Nor- dal. c) Passacaglia 1 f-moll eftir Pál Isólfsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Canterville-draug- urinn“ eftir Oscar Wilde, í þýð- ingu Jóns Thórs Haraldssonar; II. (Karl Guðmundsson leikari). 22.35 Sinfónískir tónleikar: Sinfónia nr. 2 í D-dúr op. 73 eft- ir Brahms (Fílharmoníusveit Vín arborgar leikur; Rafael Kublik stjórnar). 23.15 Dagskrárlok. Föstudagur 21. október 8.00—10.20 Morgunútvarp — (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. x 13.25 Tónleikar: „Gamlir og nýir kunn- ingjar. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Þingfréttir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Vetrardagskrá útvarp«- ins (Vilhjálmur Þ. Gíslason, út- vapsstjóri). 20.45 Tvísöngur: Egill Bjarnason o0 Jón R. Kjartansson syngja glúntasöngva eftir Wennerberg. 21.00 Erindi: Um geðvernd barna (Sig urjón Björnsson sálfræðingur). 21.20 Einleikur á fiðlu (Leonid Kog- an): a) Slavneskur dans nr. 3 í G-dúr eftir Dvorák. b) Stef með tilbrigðum op. 15 eftir Wieniawski. f c) Mazúrki eftir Ysaye. 21.40 ,,Örvænting‘\ einleiksþáttur eft- ir Steingerði Guðmundsdóttur (Höfundur fíytur). u x 22.00 Fréttir og veðurfregnir. '* 22.10 Kvöldsagan: „Canterville-draug** urinn" eftir Oscar Wilde, i þýð» ingu Jóns Thórs Haraldssonay cand. mag.; (Karl Guðmundsson leikari). jy 22.30 I léttum tón: Hljómsveit Krist* jáns Kristjánssonar leikur lög eftir Tólfta september. EinsöngF ari Ellý Vilhjálms. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.