Morgunblaðið - 03.11.1960, Side 13

Morgunblaðið - 03.11.1960, Side 13
Fimfritudagur 3. nóv. 1960 MORGJJTSBLAÐIÐ 13 Einar Kristjánsson forstjóri Minning í DAG er borinn til grafar einn af forvígismönnum skíðaíþrótt- arinnar hér á landi, Einar Kristjánsson, fyrrverandi for- maður Skíðasambands íslands. Hann andaðist 27. okt. sl. eftir þungbær veikindi. Einar Kristjánsson var fædd- lir á Hraunum í Fljótum hinn 21. júlí 1898, sonur Kristjáns Kristjánssonar og konu -hans, Rósu Einarsdóttur. Foreldrar hans voru bæði úr Fljótum 1 Skagafirði. Meðan Einar var í bernsku fluttist hann með for- eldrum sínum til Siglufjarðar og ólst þar upp. Hann átti síð- an heima á Siglufirði mestan hluta ævi sinnar. Starfaði hann þar við Lyfjabúð Siglufjarðar og síðan við Efnagerð Siglu- fjarðar. Árið 1948 fluttist Einar til Akureyrar. Var hann for- stjóri Efnagerðar Akureyrar unz hann fluttist til Reykjavíkur ór- ið 1958. Hér starfaði hann nú síðast í Ingólfs Apóteki. Fljótin eru næsta sveit fyrir vestan SiglufjörcS, handan Siglu- fjarðarskarðs. Fljót og Siglu- fjörður eru einhver snjóþyngstu héruð þessa lands, bæði girt bröttum fjöllum á þrjá vegu og vita mót norðri. Vetur konung- ur hefur þar mikið vald og hann er duttlungafullur stjórn- andi. Ósvikin norðlenzk stór- hríð er mikilfenglegt náttúru- fyrirbæri, sem þeir einir þekkja er reynt hafa. En hins skal líka minnzt, hve tign vetrarins er mikil, þegar hríðinni slotar og sól skín á landið, þakið djúpum snjó frá fjallstindum að flæðar- máli. í þessum útsveitum Norður- lands hafa menn alla tíð, síðan land vort byggðist, orðið að nota skíði, til þess að komast leiðar sinnar að vetri til. Skið- in voru nauðsynleg hvort held- ur að menn þurftu að fara i fjárhús til gegninga eða fjall- vegi í næstu sveitir. Skíði voru' notuð það mikið og oft við erf- áðar aðstæður, t. d. í bröttum fjöllum, að margir öðluðust góða leikni í notkun þeirra, bæði karlar og konur. Þessi forna íþrótt á Norður- landi lagðist aldrei niður. Mér er það minnisstætt frá því er eg var staddur á Siglufirði vetur- inn 1940, að ég sá hóp Fljóta- manna, er voru á heimleið úr kaupstaðarferð og ætluðu að fara að leggja á Siglufjarðar- skarð. Þeir gengu allir á skíð- um, báru byrðar á baki og not- uðu einn, nokkuð langan brodd- staf. Fljótamennimir gengu fram hjá hópi unglinga úr Siglufirði, er voru að æfa sig í skíðastökki og svigi, nýmóð jns listum, sem þá voru. Ég hygj að hvortveggja hópurinn hafi jot- ið hornauga til hins. Það var augljóst, að hér var mikil breyting á orðin. Ui\ haf hennar, að því er SiglufVörð snertir, má rekja til þess, að veturinn 1920 bundust nekknr borgarar þar samtökum usn að efla skíðaiþróttina og stafnuðu Skíðafélag Siglufjarðar. Skiða- félög voru þá ekki til á íslandi, nema Skíðafélag Reykjavxkur, sem hafði verið stofnað ánð 1914. Skíðafélag Siglufjarðar fitjaði upp á nokkrum nýung- um, en starfsemi þess var þó framan af ekki mikil. En eftir 1930 færist mikið líf í félagið, mjög fyrir forgöngu Guðmund- ar heitins Skarphéðinssonar. Var þá fenginn norskur skíða- kennari til Siglufjarðar og nú lærðu menn þar skíðaíþróttina, sem Norðmenn höfðu þróað með sér. Þetta var -hin mikla breyting. Siglfirðingar tóku henni tveim höndum og með öllum þeim skaphita, sem þeim er eiginleg- ur. Skíðaíþróttin varð þeirra hjartans mál og hefur verið það æ síðan. Hún varð þar ekki einkamál unglinganna, heldur almennt áhugamál kvenna og karla, ungra og gamalla, metn- aðarmál bæjarfélagsins. Sigl- firðingar urðu beztu skíðamenn landsins, jafnvígir á allar grein- ar. Og nú eru Fljótamenn einn- ig búnir að ná sér á strik. í Fljótunum eru nú á ný sumir af fremstu skíðamönnum lands- ins. Því er þetta rakið hér, að meðal hinna áhugasömustu for- ystumanna um þessi mál á Siglufirði var Einar Kristjáns- son. Hann var formaður Skíða- félags Siglufjarðar í meira en áratug, þar til árið 1948 er hann fluttist til Akureyrar. Fé- lagið átti þá blómaskeið og Ein- ar starfaði með lífi og sál að málefnum þess og skíðaíþrótt- arinnar á Siglufirði. Væri vel, ef saga þessara ára á Siglufirði yrði skráð norður þar, meðan þeirra manna nýtur enn við, sem hana muna. Skömmu eftir að Einar Krist- jánsson flutti til Akureyrar, yar hann kjörinn í stjórn íþrótta- bandalags Akureyrar. Hann gegndi ýmsum störfum fyrir það meðan hann bjó á Akur- eyri. Arið 1946 var Skíðasamband íslands stofnað í Re'ýkjavík. Var Einar Kristjánsson kjörinn í fyrstu stjórn þess með búsetu á Siglufirði. En árið 1950 fluttist aðsetur Skíðasambandsins frá Reykjavík til Akureyrar og var þá Einar kjörinn formaður þess. Því starfi gegndi hann til ársins 1956. 1 störfum sínum fyrir Skíða- sambandið naut Einar góðrai þekkingar sinnar á málefnum skíðaíþróttarinnar og íþrótta- mála almennt. Slík stjórnar- störf eru að mestu leyti unpin £ kyrrþey. Þau láta oft lítið yfir sér og má kallast gott, þegar þeim er ekki tekið með van- þökk af einhverjum. En störf Einars voru metin vel, allir sem þar komu nærri, þekktu áhuga hans og góðvild. Þegar hann lét af formennsku Skíða- sambandsins var hann kjörinn heiðursfélagi þess. Það lætur að líkum, af því sem hér hefur verið sagt, að Einar Kristjánsson var mikill áhugamaður og atorkumaður um hugðarefni sín og hin fjöl- mörgu trúnaðarstörf, sem hon- um voru falin, bera vott um það traust, sem samstarfsmenn og félagar báru til hans. Nú er liðið að lokum. Skiða- samband Islands þakkar Einari Kristjánssyni fyrir mikil og góð störf £ þágu skíðaíþróttar- innar. Ég veit að skíðamenn um land allt taka undir þá þökK. Ástvinum hans er vOttuð inni- leg samúð. Einar B. Pálsson. — ★ — EINAR Kristjánsson, sem í dag verður jarðsettur, verður mér minnisstæður um flesta menn fram. Eðlisfar hans bar hinn bjarta svip fæðingarsveitar hans, Fljótanna, en skapgerðin mótað- ist jafnframt af iðandi athafna- lífi bæjanna og félagslífi. í því tók hann ríkan þátt, fyrst og fremst á Siglufirði og Akureyri. Einar var fjörmiklum gáfum gæddur, en sterkasti eðlisþáttur hans var hlýjan og traustið. Fé- lagsmaður var hann í þess orðs dýpstu merkingu. Hann jós öðr- um ómælt af sálarbrunni og sást ekki fyrir, þegar félagsstarfið krafðist allra krafta hans. Dýpstu sporin markaði hann á sviði íþróttamálanna nyrðra, og mun hans lengi minnst sem brautryðj- anda á því sviði. Stjórnmálin voru annað mesta áhugamál hans auk íþrótta. Hann var forystu- maður Sjálfstæðisfélaganna á Siglufirði og Akureyri um ára- tuga skeið, ýmist formaður eða stjórnarmaður, og vann mikið starf og fórnaði miklu í þeirra þágu. Einar Kristjánsson er fæddur 21. júlí 1898 að Hraunum í Fljót- um en fluttist á barnsaldri til Siglufjarðar. Guðmundur T Hallgrímsson, héraðslæknir, tók hann að sér um fermingaraldur, og hjá héraðslækni lærði Einar lyfjagerð. Sveinninn var óvenju- næmur og fól héraðslæknir hon- um að aðstoða sig við lyfjagerð- ina. Árið 1917 gerðist hann starfs maður apóteksins á Akureyri og vann síðan að lyfjagerð í lyfja- búð Eyrarbakka og síðan á Seyð- isfirði. Þá gerðist hann verzlun- armaður hjá Garðari Gíslasyni i Ólafsvík og síðar í Hafnarfirði. En árið 1927 fluttist hann heim til Siklufjarðar; og tók hann við störfum í Lyfjabúð Siglufjarðar, er hún var stofnuð árið 1928. Árið 1948 gerðist Einar forstjóri Efnagerðar Akureyrar, unz hann fyrir tveim árum fluttist til Reykjavíkur. Hér hugðist hann byrja nýjan starfsdag, en það fór á annan veg. Einar var umsýslumaður og starfsmaður mikill. En samt safn- aði hann ekki þeim fjársjóðum, sem mölur og ryð eyðir. Hann taldi það skyldu sína að fórna verulegum hluta ';íma síns og krafta fyrir meðbræðurna, og því átti hann óþrjótandi lífsgleði, sem einkenndi hann framar öðru nema ef vera kynni ástríki hans. Einar eignaðist góða konu, Ólöfu Ísaksdóttur frá Eyrar- bakka, og lifir hún mann sinn. Þau hjón voru mjög samhent, og var heimili þeirra annálað fyrir gestrisni. Þar ríkti ávalt hátíða- blær, er gest bar að garði. Við hjónin erum meðal hinna mörgu er þakklæti býr í huga nú, þeg- ar litið er til baka. Einar hafði tvo um sextugt. Hann var óbilaður að starfskröft um, er hann lagðist þungri sjúk- dómslegu. Þungur harmur er þvi kveðinn að konu hans, frú Ólöfu, dóttur þeirra, frú Dórotheu, son- um þeirra, Ólafi, sveitarstjóra cand. jur. og Boga, verzlunar- manni, tengdadóttur og dóttur- dóttur. En „sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er ofan að og kemur niður frá föður ljós- anna“. Einar var slík Guðs gjöf til okkar, vina hans, og við þökk- um Guði fyrir hann. Gjafari allra góðra gjafa huggi og styrki ást- vini hans. Þórir Kr. Þórðarson Valkyrja flugherinn. — Þettá er sprengjuþota og tegundin, sem er B-70, ber nafnið „Valkyrja“. „Valkyrjan“ verður knú in tveimur þrýstilofts- hreyflum. Hún á að fljúga með þreföldum hraða ÞETTA er nýstárleg þota eitthvað annað. — North og mætti ætla, að hún American Aviation í Los ætti ekkert skylt við raun Angeles er að smíða tvær hljóðsins, eða um 3,200 km veruleikann. En það er nú slíkar fyrir bandaríska á klukkustund. Sendisveinn Röskan Sendisvein vantar okkur strax. Vinnutími frá kl. 8—5. JltorgttttÞfaMfr Afgreiðslan — Sími 22480 Ámokstursskófla og jarðýtur til leigu Vélsmiðjan BJARG Hölóatúni 8 — Sími 17184

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.