Morgunblaðið - 10.11.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.11.1960, Blaðsíða 5
Flmmtudagur 10. nóv. 1960 MOKCVV1U.AÐI& 5 MYND þessi var tekin þegar Margrét Breta-prinsessa kom til að vera viðstödd frumsýn- ingu kvikmyndarinnar „The Alamo“ í Lundúnum. John Wayne, kvikmyndaleikari tók á móti prinsessunni og skenkti henni hnakk þann, er sézt á myndinni en hann ku vera gerður af silfri og mun hafa kostað um 1 þús. sterlings- pund eða rúmlega 100 þús. íslenzkar krónur. Einnig á- skotnaðist prinsessunni við þetta sama tækifæri beizli úr gulli, en okkur er ókunnugt um hve mikið það kostaði. Sextíu ára er í dag Helgi Páls- son, verkstjóri, Framnesvegi 64, Keykjavík. Sl. laugardag opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Hjördís Sveins dóttir, Sunnuhvoli, Egilsstöðum og Ingimar Jóhannsson, Eyrar- landi, Fljótsdal. — Það var óheppilegt að ég skyldi fá tannpínu einmitt í dag. — O — — Kæri læknir, ég veit ekki hvað ég á að gera. Þér eruð þriðji læknirinn, sem ég sný mér til. -^i — Svo? Og hvað gengur að yður? — Eg er — er of feitur. — Og hvað hafa hinir lækn- arnir ráðlagt yður? — Annar ráðlagði mér að hlaupa, en hin ráðlagði mér að fara til hressingardvalar til Bad- en Baden. Hvað ráðleggið þér mér? — Að hlaupa til Baden Baden. — O — hleypur úr andstæðingaflokkn- um yfir í þinn? Pabbinn: — Nei, hann hefur séð að sér, drengur minn. UM ÞESSAR mundir stendur yfir á Keflavíkurflugvelli 10 daga barátta fyrir bættri um ferðamenningu og er hún á vegum varnarliðsins og íss lendinga. Hún hófst með sjón- varpsþætti, þar sem þeir komu fram Björn Ingvarsson, lögreglustjóri, Benjamín G. Willis, yfirmaður varnarliðs- ins og William W. Trimble, ofursti og er myndin tekin við það tækifæri. Hvöttu þeir ís- lendinga og varnarliðsmenn til að virða umferðalögin og sýna tillitssemi á vegunum. f áframhaldi af þessu mun ís- lenzka lögreglan og lögregla varnarliðsins brýna fyrir mönnum umferðalög, reglur og umferðamerki, í útvarpi sjónvarpi og blöðum. Söfnin Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið alla daga nema miðvikudaga frá kl. 1:30—6 e.h. Sýningarsalur náttúrugripasafnsins er lokaður. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla úni 2. Opið daglega kl. 2—4 e.h. nema nánudaga. Bæjarbókasafn Reykjavíkur sími 12308 Aðalsafnið. Þingholtsstræti 29 A. tlán: Opið 2—10, nema laugardaga 2—7 og sunnudaga 5—7. Lesstofa: Opin 10—10, nema laugardaga 10—7 og sunnudaga 2—7. Útibúið Hólmgarði 34: Opið alla virka daga 5—7. Útibúið Hofsvallagötu 16: Opið alla virka daga 17.30—19.30. Listasafn ríkisins er opið þnðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1--3, Þjóðminjasafnið: — Opið sunnudaga kl. 1—4. þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1—3. — o — — Frænka, því er þessi háv- aði í hænsnunum? — Þau láta svona vegna þess að þau eru svöng og langar í mat. — Skelfing eru þau vitlaus. Hvers vegna verpa ekki og éta svo eggin? — O — Það er manni gott, að bera okið í sínum ungdómi. Það verður mörgum að fylgja straumnum. Einatt er seinna en segir. Gömlum vin gleyma ei fyrir nýjan. 2HII3 SENDIBÍLASTÖÐIN Ráðskona óskast á heimili í mánuð eða leng ur. Gott kaup. Uppi í síma 15827 eftir kl. 8 í kvöld. Stúlka vön afgreiðslu óskar eftir vinnu, helzt í bóka- eða skartgripaverzlun. Uppl. í síma 10068 milli kl. 7 og 8 í kvöld. A T H U G I Ð að borið saman við útbreiðslu * er langtum ódýrara að auglýsa r í Morgunblaðinu en í öðrum blöðum. — I I.O.G.T. St. Andvari no. 265. SKEMMTUN í kvöld kl. 8,30 til eflingar sjúkra og minningarsjóð frú Gruðrúnar Clausen. Kvikmyndasýning — Böglauppboð — DANS. Venjulegur fundur fellur niður. Félagar íjölmennið og takið með ykkur gesti. Æ. T. Aðalfundur L.Í.Ú. hefst í dag Aðalfundur Landssambands ísl. útvegsmanna hefst í Reykjavík í dag. Verður fundur settur af for- manni samtakanna, Sverri Júlíussyni, kl. 2 e. h. í Tjarnarcaíé. Fundinn munu sækja fulltrúar útvegsmannafélaga úr hinum ýmsu verkstöðvum landsins. Helzta verkeíni fundarins munu verða auk venju- legra aðalfundarstarfa umræður um ríkjandi við- horf í sjávacútvegsmálum. Auglýsing frá verzluninni Dagný Til þess að rýma fyrir nýjum vörum verður næstu daga selt á ínnkaupsverði Teddy barnagallar, barna- teppi, köflótt barnapils, náttkjólar og undirkjólar. Tek að mér Járnsmíða- og vélateikningar, áætlanir og eftirlit. GUÐFINNUR ÞORBJÖRNSSON Víðimel 38 — Sími 15831. íbúð til leigu Nýtízku ibúð til leigu. Stærð 117 ferm. á I. hæð. Tilboð óskast sent afgr. Mbl. fyrir 15. þ. m. merkt: „Ibúð — 1197“. HALLÓ! HALLÓ! Allt á gamla verðinu Vinnuskyrtur 65/—. Herrasokkar 12/—. Herra- treflar 25/—. Þykkar peysur á stóra stráka 350/—. Herraskyrtur ýmiskonar 50/—. Kvenpeysur ull 100/—. Goiftreyjur 120/—-. Sokkabuxur. Sokka- hlífar. Barnapeysur. Falleg kjólaefni tvíbreið 30/— meterinn, o. m. m. fl. Nærfataverksmiðjan LILLA H.F. Smásalan, Víðimel 63.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.