Morgunblaðið - 10.11.1960, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 10. nóv. 1960
MORGVNBLAÐIÐ
17
E inangrunarkork
Jónsson & Julíusson
Tryggvagötu 8 — Sími: 15430.
Sumkomur
Fíladelfía
Alemnn samkoma kl. 8,30 —
Kristín Sæmunds og Leifur Páls
son tala. Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn
í kvöld kl. 8,30. Almenn sam-
koma. Söngur og hljóðfæraleik-
ur. Kl. 8 Bænarstund. Velkomin.
Zion, Óðinsgötu 6A
Almenn samkoma í kvöld kl.
8,30. Allir velkomnir.
Heimatrúboð leikmanna
K. F. U. U. ad.
Fundur í kvöld kl. 8,30. Jó-
hannes Sigurðsson prentari talar.
Handknattleikur || D \ h L f I) I) 1! I Hálogaland
■ kvoid nn/VtlKLrrlil w. 20.15
2 tékknesk lið — 6 íslenzk — 7 leikir
GOTTWALDOV — AFTURELDING GOTTWALDOV — VALUR
FRAM — ÞRÓTTUR IR — ARMANN
Verð aðgöngumiða: kr. 30.00 fyrir fullorðna, kr. 15.00 fyrir börn.
VlKINGUR.
FÁFIMIR - FÁFNIR
Verzlunin flutt á Skólavörðustíg 10
Sími 12631.
Allt fyrir yngstu kynslóðina.
Nýir og notaðir barnavagnar og kerrur, tvíburavagn,
kerrupokar, rúm, rólur, barnabeizli, barnastólar og
borð. Fjölbreytt úrval leikfanga fyrir börn á öllum
aldri. — Fóstendum um landið allt.
Viðgerðaverkstæði Fáfnis annast alls konar viðgerðir
á barnavögnum og kerrum, saumar skerma og
svuntur. Vami yður notaðan vagn þá komið í Fáfni.
Ef þér þurftið að selja vagn þá hafið samband við
Fáfni. — Ssekjum og sendum ef óskað er.
F A F N I R
Skólavörðustíg 10, sími 12631.
V erzl unarh úsnœÖi
á bezta stað í bænum til leigu strax.
Sömuleiðis getur fylgt húsnæði fyrir skrif
stofu og vörulager. Tilboð sendist blaðinu
fyrir 15. þ.m. merkt: „Miðbær — 1192“.
3 herb. íbúB
Höfum tit sólu stóra 3ja herbergja íbúð á II. hæð við
Lönguhlíð, sáamt 1 herb. í risi og W.C. Hagstæð
lán fylgja.
MALFLTTTNINGS- og fasteignastofa
Sigurður Reynir Pétursson, hrl.
Agnar Gústafsson, hdl.
Björn Petursson, fasteignaviðskipti.
Austurstræti 14, II. — Símar 19478 og 22870.
4
LESBÓK BARNANNA
GRETTISSAG A
61. Og 1 því hljóp Grettir
nndir hendur honum og þreií
um hann miðjan og spennti
á honum hrygginn sem fast-
ast gat hann, og ætlaði hann,
að Glámur skyldi kíkna við.
En þrællinn lagði að hand-
leggjum Grettis svo fast, að
hann hörfaði allur fyrir orku
sakir. Vildi Glámur leita út,
en Grettir færði við fætur,
hvar sem hann mátti, en þó
gat Glámur dregið hann
fram úr skálanum. Áttu þeir
þá allharða sókn.
62. Glámur færðist í auk-
ana og hneppti hann að sér,
er þeir komu í anddyrið. Og
er Grettir sér, að hann fékk
eigi við spornað, hefir hann
allt eitt atriði, að hann hleyp-
ur sem harðast í fang þræin-
um og spyrnir háðum fótum í
jarðfastan stein, er stóð í
dyrunum. Við þessu bjóst
þrællinn eigi. Hann hafði þá
togast við að draga Gretti að
sér, og í því kiknaði Glámur
á bak aftur og rauk öfugur
út um dyrnar.
4 árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 10. nóv.1060.
IUamma
Hver bauð mér svangri brjóstið sitt,
við barm sinn hvíldi höfuð mitt
og kossum þrýsti á kinnar blítt?
Hún mamma.
Og ef eg meiddist eða daft,
hver aqimkvaði og brosti glatt
með sögru og kossi sárið batt?
Hún mamma,
63. Nú f þvl er Glámur
féll, rak skýið frá tunglinu,
en Glámur hvessti augun upp
f móti Grettl. Gat Grettir þá
ekki hrugðið saxinu og lá ná
lega milli heims og heljar.
Svo var mikill ófagnaðar-
kraftur með Glámi, að hann
mælti svo um, að aldrei
skyldi Grettir sterkari verða
en hann væri nú, og þó hefði
hanu aðeins fengið helming
þess afls, sem honum var á-
skapað. Þá lagði hann svo á,
að öli verk Grettis þaðan i
frá, skyldu snúast honum tli
ógæfu og hamingjuleysis.
Skyldi hann verða útlægur og
þá jafnan sjá fyrir sér Gláms
augun, svo hann þyrði trauð-
lega einn að vera.
64. Og sem þrællinn hafði
þetta mælt, þá rann af Gretti
ómegin það ,sem á honum
hafði verið. Brá hann þá sax-
inu og hjó höfuð af Glámi og
setti það við þjó honum.
Bóndi kom þá út og hafði
klæðst, á meðan Glámur lét
ganga töluna, en hvergi þorði
hann nær að koma, fyrr en
Glámur var fallinn. Þórhallur
lofaði Guð fyrir og þakkaði
vel Gretti, er hann hafði unn
ið þennan óhreina anda.
*
Hver söng við mig og sat mér hjá.
er svefnlaus eg i vöggu lá,
með þýðu vaggi þerði brá?
Hún mamma.
Og hvenær sem að sjúk eg lá,
hver signdi mig, og grátin þá
bað Guð, að dauðinn gengi hjá?
Hún mamma.
Hver klæddi mína brúðu bezt?
Hver benti mér og kenndi mest
Hver sagði mér og sýndi flest?
Hún mamma.
Hver kenndi bezt, er barn var ég,
að bæn til Guðs er nauðsynleg?
Hver benti á gæfu og vizku veg?
Hún mamma.
Þótt önnum hlaðist hundraðfalt,
í hjarta mínu geymd þú skalt,
því þú varst mér í öllu allt,
ó, mamma.
Og líf og gæfu gefi mér,
sá Guð, er skilur, veit og sée,
ef lifi ég, skal ég launa þér
ó, mamma.
Ef hár þitt gránar, þróttur þver,
en þrek og kraftur auðnast mér,
eg styrk og vernd skal veita þér,
ó, mamma.
Taylor. — Sig. Júl. Jóhannesson, þýddl.