Morgunblaðið - 10.11.1960, Blaðsíða 1
20 síður
Kennedy sigrar í tvísýnum kosningum
Atkvæðamunur
aðeins 388 þús.
New York. 9. nóvember.
—- (Reuter-NTB) —
ÞAU urðu úrslit forsetakosn-
inganna í Bandaríkjunum, að
John F. Kennedy var kjör-
inn með yfirgnæfandi meiri-
hluta kjörmanna, en naum-
um meirihluta atkvæða.
Demókratar héldu hrein-
um meirihluta í báðum deild
um þingsins, en repúblikan-
ar bættu við sig tveim öld-
ungadeildarþingmönnum og
20 þingmönnum í fulltrua-
deild. Þetta er í fyrsta sinn
síðan Woodrow Wilson var
kjörinn árið 1916, að fram-
bjóðandi demókrata vinnur
sigur í forsetakosningum án
þess að fylgi flokks hans
aukist á þinginu.
Kennedy er fyrsti kaþólski
Bandaríkjaforsetinn og hinn
yngsti síðan Theodore Roose-
velt tók við embætti forseta.
Kennedy hefur tilkynnt, að
hann muni dveljast um kyrrt
á heimili sínu í nokkra daga
en fara síðan í frí. Að því
loknu muni hann beita sér
af öllum kröftum að undir-
búningi embættistökunnar,
sem fer fram í janúarmán-
uði næstkomandi.
Kennedy kvaðst ekkert
geta sagt um skipan ríkis-
stjórnar hans fyrr en hann
kæmi úr leyfinu.
Munar 153 kjörmönnum
Samkvæmt seinustu fréttum
frá atkvæðatalningunni hefur
Kennedy hlotið 32.096.977 at-
kvæði (50,3%) en Nixon, 31.708.
437 atkvæði (49,7%) Hafði
Kennedy forystuna í 25 rikjum
með 338 kjörmönnum, en Nixon
í 24 ríkjum með 185 kjörmönn-
um. Margir höfðu talið að hin
kaþólska trú yrði Kennedy
þrándur í. götu, en svo reyndist
yfirleitt ekkl. Þó kom á óvart
ósigur hans í ríkjunum Virgmia,
Tennessee og Kentucky, þar sem
demokratar töldu sig hafa nokk-
uð öruggt fylgi, en menn teba,
að trúmál hafi ráðið noKKru í
Tennessee.
í nótt bentu aíkvæðatölur tií
þess, að Kennedy væri örugg-
ur um sigur. En er iiða tók á
morguninn og tölur fór.i að ber-
ast úr Vesturríkjunum vann
Nixon á og var þá talmn hafa
nokkra möguleika. Siðai í dag
fór að horfa betur fyrir Kennedy
á ný og honum vai sigurinn vís,
er hann vann Kaliforniu.
Frh. á bls. 2
RHOOt 1»*
COMHtCTiCi
- NSW JlíJlJ
pjUAWAOl
maiwlam#
UPPDRÁTTUR þessi sýnir hvert einstakt ríki í Bandarikjunum. — í þeim rfkjum, mpo
lituð eru í dökkum lit, vann Nixon sigur, en hin vann Kennedy. Fréttir höfðu ekki borizt ium
hver hefði unnið New Mexico og Washington. En Kennedy vann bæði Alaska og Hawaii. SJA
til samanburðar mynd á bls. 2 frá kosningunum 1956.
Orslitum víáast fagnað
London, Moskvu, Róm, 9. nóv.
— (Reuter-NTB) —
K J Ö RI Johns F. Kennedys í
embætti Bandaríkjaforseta hef-
ur verið tekið með miklum
fögnuði í löndum Evrópu. Þær
þjóðir annarra heimsálfa, er
látið hafa í ljós álit sitt, lýsa
einnig yfir ánægju sinni, utan
Formósu. Þar hafa menn orðið
fyrir vonbrigðum og spyrja
hvað nú verði um Quemoy og
Matzu.
Með kosningunum hefur hvar
vetna verið fylgzt af mikilli eft-
irvæntingu. Fréttaritarar segja,
að í kommúnistaríkjunum hafi
þeim verið sýndur geysilegur
áhugi, einkum í Póllandi.
Sú er almennt skoðun stjórn-
málamanna, að svo ungur maður
muni veita nýjum hugmyndum
og nýrri atorku í viðskipti þjóð-
anna og tilkoma hans í forseta-
embættið muni flýta fyrir því
að teknar verði upp viðræður
um afvopnun.
Þá telja þeir mikils virði að
hann hefur að baki sér meiri-
hluta þingmanna í báðum deild-
um þingsins.
★
Brezku blöðin fagna almennt
mjög kjöri Kennedys, telja hann
hæfan, hugmyndaríkan og dug-
andi mann.
Macmillan sendi Kennedy
heillaóskaskeyti í dag. Á þing-
fundi var hann hvattur til að
fara hið fyrsta til Bandaríkjanna
til persónulegra viðræðna við
hinn nýja forseta. Ólíklegt er
talið að úr því geti orðið fyrr
en með vorinu, en þá munj Mac-
millan ræða við Kennedy um
mögulegan viðræðufund æðstu
manna stórveldanna.
The London Evening News
sagði í dag, að Macmillan hefði
sent Kennedy óvenjulega hjart-
anlegar kveðjur, enda hefði hann
raunverulega óskað Kennedy
sigurs, þrátt fyrir að hann sæi
eftir að verða að slíta samstarfi
við Eisenhower, sem Macmillan
mæti sérlega mikils. Frétt þessa
bar rikisstjómin til baka í kvöld
og kvað heillaskeyti Macmillans
hafa verið orðað nákvæmlega
eins og venja væri til við slík
tækifæri.
Á írlandi var sigri Kennedys
mjög fagnað, einkum vegna
þess. að hann er írskrar ætlMT.
★
Adenauer, kanzlari Vestur-
Þýzkalands kvaðst bera miki#
traust til hæfileika hins unga for
seta og Willy Brandt, borgar-
stjóri Vestur-Berlínar lét svo um
Framh. á bls. 2
Bandaríska þjóðin
stendur öll að
baki forsetans
segir Nixon i drengilegu ávarpi
MEÐAN á talningu atkvæða
í forsetakosningunum í Banda
ríkjunum stóð dvaldist Nixon,
varaforseti, í Los Angeles.
Framsóknarmenn berskjai daðir í landhelgismálinu s
Stdðu í stöðugum samn-
ingatilraunum 1958
Á ALÞINGI í fyrradag gerðust mikil tíðindi, sem farið hafa
eins og eldur um sinu um höfuðborgina, þó að blaðafregnir
i gær hafi eðlilega beinzt mest að forsetakosningunum í
Bandaríkjunum. Hermann Jónasson hafði haldið enn eina
áróðursræðu sína um landhelgina, þar sem hann undirstrik-
aði „tvær meginreglur“ í málinu: „að aldrei væri samið við
neina þjóð“, og „að þær ákvarðanir, sem teknar væru, yrðu
ekki aftur teknar eða slakað á þeim tímanlega eða varan-
lega“ Utanríkisráðherra upplýsti þá með skjalföstum sönn-
unum, að Hermann Jónasson og Framsóknarflokkurinn
hefðu einmitt þverbrotið hæði þessi meginatriði með því að
reyna samninga, og að þær samningatilraunir hefðu beinzt
að því „að slaka á“ ákvörðunum, sem teknar höfðu verið.
Setti þingheim hljóðan við upplýsingum utanríkisráðherra
þ. á. m. þingmenn Framsóknarmanna og kommúnista, enda
Framii. á bls. 2.
Richard Nixon
Seint í nótt, er sýnt var a9
Kennedy hefði mun meiri lík-
ur en Nixon til að ná kosn-
ingu flutti Nixon stutt ávarp í
Frh. á bls. 2.