Morgunblaðið - 10.11.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.1960, Blaðsíða 16
16 MORCVIVBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. nóv. 1960 ©g fór að hágráta. Fóstra var heldur en ^kki kindarleg, þegar hún fór með mig út, snöktandi. Hún reyndi að hugj,a mig. — Þetta er bara leikur, elskan, sagði hún aftur og aftur. — Þetta er ekki alvara. Þú skalt sjá mömmu rétt strax, og hún talar við þig og kyssir þig. Hún er alls ekki dauð. Og svo var mamma komin eftir nokkrar mín útur, og lyktaði þá af nokkru, sem ég átti seinna eftir að kynn ast betur: leikhúsmálningu og púðri — og svo faðmaðj hún mig að sér og tautaði. — ó, kisa mín, ég ætlaði ekki að hræða þig. Elsku kisa mín. Eg hjúfraði mig að henni. Eg vissi það ekki í orðum, sem ég vildi segja við hana — ég vissi það bara í hjartanu. III. Eg var sjö ára, þegar ég komst að þvi, að ég var dama. Það var þegar mamma kom aftur frá Frakklandi og við fluttum út að Austuránni, þaðan sem var út- sýni yfir ána. Eg hafði yndisleg- an lítinn garð að leika mér í og var voða hrifin — þangað til mamma gerði mér það ljóst, að ég ætti ekkert að skipta mér af krökkunum þarna í kring. — Þau eru skríll, kisa mín, sagði hún til skýringar. — Þau eru ekki eins vel uppalin og þú. Eg vil hvorki að þú farir heim til þeirra né komir með þau hingað. Eg hlýddi. Eg innritaðist í Hewittskólann, sem var fínn einkaskóli fyrir stelpur, og ef til vill hefur mamma haldið, að ég myndi velja mér kunningja úr hópi fínu telpnanna, sem þar voru, enda þótt hún teldi þær nú tæpast nógu finar heldur. En ég var feimin og stelpurnar voru þegar búnar að rotta sig saman í klík ur — Astorarnir og Vanderbilt- arnir greiddu alltaf hverir öðrum atkvæði í öllum bekkjarmálum — og ég varð út undan. Meðal skólasystra minna var Gloria Car uso, dökkhærð og falleg dóttir hins mikla tenórsöngvara og fjölda margar aðrar með fínum nöfnum, þar . á meðal Cobina Wrigth, sem var eitthvað ofur- lítið skyld mér, og ég öfundaði undir drep, enda var hún allt, sem ég var ekki — grönn, Ijós- hærð, beinfætt og falleg. Mörgum árum seinr.a sagði mamma hennar, Cobina Wright eldri, mér frá því, þegar hún kom með dóttur sina að heim- sækja ömmu og mig heima hjá ömmu í Newport. Við stelpurnar höfðum aldrei sézt. Þú varst að róla þér ,svo alvarlegt á svipinn, úti í húsagarðinum, sagði hún mér. Um leið og þú sást Cobinu, hljópstu niður úr rólunni og til hennar og faðmaðir hana ofsa- lega að þér og sagðir: — Ó, ég elska þig, ég elska þig, þú ert svo falleg, svo falleg! Cobina varð hrædd og reyndi að losa sig, en ég hélt henni fast með svo mikl um ákafa, að hún fór að grenja og mamma hennar varð að bjarga henni. Eg man nú lítið eftir þessu, en það fellur alveg inn í þá mynd, sem ég á af sjálfri mér sem krakka. Eg var blíð við aðra. Ó- sjálfrátt var ég að leita að þess ari blíðu hjá mömmu, en hún var bara drottnandi og fjarlæg. Hún minnti mest á þessar miklu döm ur úr sögubókunum. Það var eins og hún sigldi alltaf á móti vindin um eins og tíguleg stefnismynd af sjóræningjaskipi úr gömlu sögunum. Hún gekk aldrei, held ur skreið fram, hún kom aldrei í Ijós, heldur sýndi hún sig og hún talaði aldrei heldur mælti hún fram, og það með rödd, sem sögð var vera ein af hljómfeg- urstu talröddum heims. Hún v.ar einhvernveginn rafmögnuð. Hún bar sig eins og ofurlítill hers- höfðingi bein í baki, með hök- una upp og svörtu augun leiftr- andi — svo full af lifi og svo á- berandi, að ef hún kom einhvers staðar inn, hurfu allir aðrir fyrir henni. Fólk spurði alltaf: Hver er þessi kona? Lengst af fékk ég alls ekki að sjá hana, því að mestan hluta dags var hún ein saman og orti kvæði, fyrir lokuðum dyrum i herberginu sínu. Þetta herbergi kallaði hún ,,Skipstjórakáetuna“. Það var uppi á efstu hæð og þar voru kýraugu í glugga stað, og það var lýst með skipsluktum. sem héngu niður úr loftinu en rúmið hennar var timburkoja, sem hékk í kölkuðum keðjum. Þarna mátti ég alls ekki koma, nema því aðeins hún kallaði á mig með því að hringja lítilli bjöllu. Þetta voru stúlkurnar tvær, Margaret og Sara og svo fóstra min, alltaf að gera mér Ijóst. — Það má alls ekki ónáða ungfrú Strange meðan hún er að vinna, sögðu þær við mig. önn- ur regla var sú, að ég mátti aldr- ei nefna hana við aðra annað en: „móðir mín, ungfrú Strange“, en aldrei segja: „mamma“. Hún hringdi bjöllunni sinni eftir morgunmatnum, venjuleg- ast um hádegi og borðaði hann svo í rúminu, en Sara fór upp með bakkann til hennar. Hún varð öskuvond ef pósturinn, sem fylgdi bakkanum, hafði inni að halda einhverjar slæmar fréttir af Robin eða Leonard úr skólan- um, eða þá úrklippur með ein- hverjum nýjustu slúðursögur.um um pabba. Einn laugardag heyrði ég hana öskra. — Út með þig! Komdu aft ur með þetta te, þegar það er heitt! Eg þaut til og sá Söru koma hlaupanSi eftir gangir.um, sem var allur þakinn bókum, haldandi á þessum endursenda morgunmat á bakkanum fyrir framan sig, og andvarpa í hálf- um hljóðum: — María guðsmóðir, miskunaðu oss! Þetta er einhver greinilegasta endurminning mín. Sara, hlaupandi fram og aftur með matarbákkann, og þyljandi bænir sínar. Þegar ég dirfðist, skjálfandi af hræðslu, að berja að dyrum hjá mömmu — en einkennismerkið var tvö stór högg og tvö lítil — þá vissi ég aldrei, hvort húh heyrði til mín eða ekki. En svar hennar var annaðhvo: t „Komdu inn“, eða „vertu fyrir utan, ég get ekki talað við þig núna“. Ef mér leyfðist að koma inn, ýtti ég upp hurðinni. Þá lá mamma oft ast letilega í kojunni sinni, í blá um, vattfóðruðum slopp, og lét hægri höndina hanga niður á gólf, en með hvíta pappírsblokk í kjöltunni og blýant í hægri hendi, og bréfkúlur út um allt gólf kring um hana. Herbergið var allt á rúi og stúi, pils, b’.úss- ur og treflar á öllum stólum, skór á gólfinu og hrærigrautur af varalit, ilmvatnsglösum, bréfum, skeytum, lyklum og peningum á snyrtiborðinu. Mamma tók aldrei til eftir sig. Hún leit á mig, eifis og hugur- inn væri í öðrum heimi. Hvað j var það kisa mín? — Ó, mamma, við ætlum að halda skemmtun í skólanum og . . . og þarna, milli olíugeymisins og fiskimjölsverksmiðjunn- ar, er dásamlegt útsýni yfir vatnið! Gloria Caruso á að syngja og ung frú Hewitt vili, að ég lesi upp, framan í öllum. Mamma reif óþolinmóðlega eitt blað af blokkinni sinni, hnoðaði það saman og fleygði því. — Nei, mér finnst heldur ekki þú ættir að gera það. Það er nóg að hún noti sér þennan Caruso-krakka, en hún skal fá að láta þig í friði. Blýanturinn stöðvaðist og hún leit beint á mig. — Hún hefur ekki valið þig af annarri ástæðu en þeírri, að þú heitir Barrymore. En henni skal ekki verða kápan úr því ldæðinu. Þakkaðu henni fyrir en segðu, að mamma þín kæri sig ekki um neinar sýningar á þér. Jæja, farðu nú og lofaðu mér að vinna í friði, kisa mín. — Já, mamma. Eg tór og gætti þess vel að loka hurðinni hljóð lega á eftir mér. Nú, þegar mamma var löglega skilin við pabba, fór hún að láta það eftir sér að umgangast glæsi legt hæfileikafólk, og hún valdi sér vini mjög vandlega. Þar sem bræður mínir voru ekki heima, kom það í minn hlut að taka á móti gestum, því að mamma var alltaf of sein þar sem hún átti að mæta. Sumir þessara gesta voru biðlar, en sumir einhverskonar bókmenntamenn; ég gat aldrei al mennilega flokkað þá niður. En hvern einasta dag síðdegis voru einhverjir gestir. Marta opnaði fyrir þeim og los aði þá við hatt og yfirhöfn. Það var merkið um, að nú ætti ég að koma fram, rétt eins og einhver siðameistari, til að tilkynna kom una íklædd fellingakjól, sem var tveim þumlungum ofan við hné. Eg beygði mig í hnjánum eins og mamma hafði kennt mér, og mælti hátt og skýrt af munni fram: — Ungfrú Strange bíður yðar. Hún kemur eftir nokkur augnablik. Viljið þér ekki gera svo vel og fá yður sæti, og svo leiddi ég gestinn inn í setustof- una. Svo slétti ég úr pilsinu mínu og settist teprulega á stól. Stund um stóð gesturinn bara kyrr og horfði forvitnislega á mig, en stundum settist hann niður og beindi til mín kurteislegum spurningum um skólann minn. Um leið og mamma kom inn, svífandi, með útréttar hendur, stóð ég upp, beygði mig í hnján- um og bað mig afsakaða. Það hafði mér líka verið kennt. Venjulega botnaði ég ekkert í nöfnum gestanna. Þarna voru Cole Porter, Alexander Wollcott, Clarence MacCay og Harriison Tweed, Noel Coward og Averill Harriman, sem bauð mömmu á ball (hvíslaði Marta að mér). Svo var hr. Thornton Wilder, lág- mæltur maður, sem skrifaði bæk ur, og Eugene O’Neill. þögull maður, sem skrifaði líka, Sinclair Lewis með rautt flekkótt andlit og rautt hár og rak upp skelli- hlátra. Hann skrifaði líka. Einu sinni kannaðist ég við nafnið. Eg vissi, að það var eitt hvað sérstakt um að vera, því að mamma kallaði á mig inn í herbergið sitt. — Kisa mín, sagði hún, — í dag áttu að hitta snill ing. Charlie Chaplin ætlar að koma í te. Eg vil að þú farir nið ur og takir á móti honum; ég kem undir eins. — Charlie Chaplin? át ég eftir og glennti upp augun. — Já, hann kemur á hverri stundu. Farðu nú niður. Eg flýtti mér að trítla niður stigann. Það hafði verið gleð- skapur á heimilinu af því að Robin var heima í fríinu sínu. — Munið það ungfrú Blakely, Meðan Eva laugar sig, ber hægur vindblær barkarbát henn e&ki fara fo naiægt fossunumi «r i áttina til Tjaldfossa. , Leonard hafði farið til föður síns í sinu fríi. Mamma var aldrei eins önug ef Robin var heima. Hún tilbað hann. Eg beið frammi í forstofunni með Mörtu. Eg heyrðj bíl stanza fyrir utan. Eg þaut út að glugg anum og þrýsti nefinu á rúðuna. Það fyrsta sem ég sá, voru einir tuttugu krakkar, sem hópuðust utan um lítinn, snaggaralegan mann, sem var að fara út úr stór | um, svörtum bíl. Eg horfði stein hissa á þegar hann var að ryðj ast gegn um hópinn að dyraþrep unum. Öll teygðu börnin fram hendurnar og hann var að útbýta til þeirra litlum bréfmiðum — það voru biómiðar. Einhversstað ar aftarlega í hópnum sá ég Rob in með ánægjubros yfir allt and litið. Eg hafði ekki séð Chaplin öðru vísi en á bió og þá í flakkara- gervi sínu, og þegar Marta opnaði dyrnar, þekkti ég alls ekki þenn an laglega, bláeygða mann, í bláum frakka og með linan hatt á höfðinu. Eg horfði á hann og þóttist svikin. — Þú ert náttúrlega Diana, sagði hann um leið og hann fékk Mörtu hattinn sinn og frakkann. Hann brosti nú eins og strákur. — Varst það þú, sem sigaðir öll SHÍItvarpiö Fimmtudagur 10. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. —- 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,A frívaktinni", sjómannaþáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 14.40 ,,Við sem heima sitjum" (Svava Jakobsdóttir B.A.). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Hagnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tlmann). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 „Við orgelið" — Dr .Páll Isólfs- son leikur verk gamalla meist- ara og skýrir þau; I. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentíusar saga Kálfssonar; III. (Andrés Björnsson). b) Upplestur úr verkum Theó- dóru Thoroddsen: SveitaveLd- ur o. fl. (Olöf Nordal). c) M.A.-kvartettinn syngur. d) Hallgrímur Jónasson kennarl flytur ferðaþátt: — Þoka á Sprengisandi. 21.45 Islenzkt mál (Dr. Jakob Bene- diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: ,,Frú McWilliams og eldingin", gamansaga eftir Mark Twain, þýdd af Páli SkúlaSyni (Rúrik Haraldsson leikari). 22.30 Kammertónleikar: Sónata fyrir knéfiðlu og píanó eftir Rakh- maninoff (Shafran og Flier leika). 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 11. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp^ (Bæn. —• 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veð- urfregnir). 18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorlákssson kynnir Búskmenn í Afríku. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Oskar Halldórsson, cand. mag.). 20.05 Efst á baugi (Haraldur J. Ham- ar og Heimir Hannesson annast þáttinn). 20.35 Píanótónleikar: — Steinunn S. Briem leikur: a) Pólónesa í es-moll op. 26 eftir Chopin. b) „Dans álfkonunnar" eftir Ricc ardo-Pick-Magniagalli. c) „Poems" eftir Cyril Scott. 21.00 Upplestur: Erlingur Gíslason leik ari les Ijóð eftir Jón Thorodd- sen yngri og Vilhjálm frá Ská- holti. 21.10 „Harpa Davíðs": Guðmundur Matthíasson söngkennari kynnir tónlist Gyðinga; III. þáttur. 21.30 Utvarpssagan: „LæKnirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell; VIII. lestur. (Ragnheiður Hafstein). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi: Afengisvarnir (Magnúa Jónsson alþm.). 22.30 I léttum tón: Hljómsveit Bene- dicts Silbermanns leikur valsa. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.