Morgunblaðið - 10.11.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1960, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. nov. 1960 — S/dðu # samnmgatilraunum Frh. af bls. 1. hafa þingmenn naumast nokkru sinni áður kynnzt jafnsið- lausum óheilindum og þeim, sem Hermann Jónasson er orðinn uppvís að í landhelgismálinu. Meginatriðin í upplýsingum utanríkisráðherra voru þessi: ★ 18 maí 1958 sendi vinstri stjórnin skeyti til aðal- stöðva Atlantshafsbandalagsins, sem hafði milligöngu um samningatilraunirnar. í því skeyti lýsir íslenzka ríkisstjórn- in sig reiðubúna til að taka upp samninga á þeim grund- velli, að 12 mílurnar yrðu viðurkenndar gegn því að heim- llaðar yrðu ákveðnar veiðar milli 6 og 12 mílnanna um nokkurra ára skeið. Af Stöðugar samningatilraunir héldu síðan áfram allt sumarið milli ráðamanna vinstri stjórnarinnar og forystu- manna Atlantshafsbandalagsins. Áttu Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn frumkvæðið að þeim umræðum, og stóðu báðir að þeim, en kommúnistum var kunnugt um þær, og má því segja að þeir beri einnig stjórnskipulega ábyrgð á því, að þær áttu sér stað. ^ 20. ágúst 1958 ákváðu Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn síðan að senda Atlantshafsbandalaginu skeyti, þar sem m. a. segir „. . .minnum á okkar fyrri til- lögu um viðurkenningu á 12 mílum gegn því, að erlendir veiði á seinni 6 mílunum um takmarkaðan tíma“. I fram- haldi af þessu skeyti voru svo samningaumræður allt tii 1 sept., þegar hin nýja fiskveiðireglugerð gekk í gildi, þó að þær tilraunir bæru ekki árangur. Samkvæmt þessu er hverjum manni ljóst, að Framsókn- arflokkurinn stóð 1958 að samningatilraunum svipuðum þeim. sem hann nú telur nálgast landráð. Samningatilraun- irnar fóru fram eftir að hin nýja reglugerð hafði verið gefin út í júnílok. 1958 voru Framsóknarmenn þannig reiðubúnir til að breyta fiskveiðireglugerðinni til að ná samningum við ná- grannaþjóðirnar. Þeir hafa sem sé verið staðnir að „samn- ingamakki“, enda munu óheilindi og sviksemi Hermanns Jónassonar í þessu máli lengi í minnum höfð. Um þetta mál er einnig rætt í forystugrein blaðsins í dag. Ntw HAMPIHllll RHOOt COMMÍCTICUV NEW JERrtT 0EUAWAR% MARYLAHO 1 dökklituðu héruðunum vann Eisenhower sigur, en i hinum vann Adlai Stevenson. Landssamband verzl jT unarmanna og ASI — Úrslitum fagnað Framh. aí bls. 1 mælt, að nú væru málefni Vestur Berlínar í öruggum höndum. Raimondo Manzini talsmað- ur Osservatore Romano, mál- gagns páfa, sagði um kjör Kennedys, að það væri sönn- un þess, hve Bandaríkjamenn mætu mikils hugmyndir um frelsi og umburðarlyndi í trú- málum og kynþáttamálum. Hann sagði, að sigur Kennedys styrkti trú manna á grundvall arhugmyndum lýðræðisins eins og það gerðist í Banda- ríkjunum. Manzini sagði jafnframt, að kaþólskir menn hefðu vissu— lega kunnað að meta virð- ingu Nixons fyrir trúarbrögð um annarra, en skiljanlegt væri, að þeir gleddust yfir því að kaþóískur maður hefði náð kosningu. Formaður utanríkismála- nefndar franska þjóðþingsins Maurice Schumann sagði um úrslit kosninganna, að þau hefðu sýnt að Bandaríkja- menn væru lausir við trúar- lega hleypidóma. Hann sagði, að kjör Kennedys hefði verið siðferðilegur sigur fyrir hinn frjálsa heim. ★ 1 kommúnistaríkjunum er af staðan til úrslitanna yfir höfuð sú, að bandaríska þjóðin hafi vilj að breytingu í utanríkisstefn- unni. Þjóðin hafi verið orðin leið á stefnu ,,heimsvaldasinna“. Tass fréttastofan segir, að Bandaríkja menn hafi verið orðnir leiðir á kalda stríðinu og stefnu yfir- mannanna í Pentagon. Hinsveg- ar segir fréttastofan einnig, að mismunur á stefnumálum derao- krata sé svo lítill, að hann sjáist ekki með berum augum. Kínverjar hafa ekki látið í ljós neina ánægju yfir úrslitum kosn- inganna, en segja að Kennedy hafi alveg jafn mikinn áhuga á vopnabúnaði og Nixon. Sem fyrr segir urðu Formósubúar fyrir vonbrigðum. Þeir minnast þess er Kennedy sagði, að Bandaríkja menn ættu ekki að hætta á styrj- öld vegna vama eyjanna Que- moy og Matzu. Nehrú, forseti Indlands hefur lítið viljað segja um úrslitin, en kveðst hyggja gott til samstarfs við hinn unga Kennedy og vænta af honum frjálslyndrar stefnu í málum varðandi Asíu og Afríku. Kaþólskir menn á Spáni fagna mjög kjöri Kennedys en frétta- menn telja að Franco sé uggandi um, að Kennedy verði sér and- vígari en Nixon hefði orðið. Á Frakklandi er talið að Kennedy muni hliðhollur áætlun um De Gaulle í Alsírmálinu, en Alsírska útlagastjórnin kveðst mundu dæma Kennedy af verk- um hans. frskir hermenn drepnir í Kongó Leopoldville, 9. nóvember. AÐ MINNSTA kosti tíu írskir hermenn úr liði Sameinuðu þjóð anna í Kongó hafa látið lífið í viðureign við menn af Baluba ættflokknum í norðurhluta Kat- anga. Er það í fyrsta sinn að her- menn SÞ falla fyrir innfæddum mönnum í héraðinu. Fjögur lík hafa fundizt. STJÓRN Landssambands ís- lenzkra verzlunarmanna hefir orðið þess áskynja, að mönnum hefir orðið mjög tíðrætt að und- anförnu um inntökubeiðni sam- bandsins í Alþýðusamband ís- lands. Stjórn LÍV vill skýra við- horf sitt til málsins og tefla fram þeim rökum, sem undir inntöku- beiðninni standa ef það má verða til að firra rangtúlkun málsins og eyða misskilningi. Landssamband íslenzkra verzl unarmanna var stofnað 2. júní 1957. Að stofnun þess stóðu 7 félög skrifstofu- og verzlunar- fólks. Nú eru í LÍV 20 félög með um 3500 félagsmenn. LÍV er hreint launþegasamband, sem ber þær skyldur og nýtur þeirra réttinda sem íslenzk lög ákveða, til jafns við önnur stéttarsam- bönd launþega. Þegar eftir stofnun LÍV vakn- aði áhugi innan þess fyrir því að sameinast heildarsamtökunum, ASÍ. Slíkt var eðlilegt, því frem ur sem sum sambándsfélög LÍV voru þegar í ASÍ. Þá hafði stærsta félagið, Verzlunarmanna félag Reykjavíkur, tvívegis sótt um inngöngu í ASÍ. Á öðru þingi LÍV í maí 1959 var samþykkt að sótt skyldi um inngöngu í ASÍ. Og rökin voru einföld og auðskilin: 1. Hin fornu sannindi um nauð syn á sameiningu launþeganna í líf skj arabaráttunni. 2. Sá augljósi styrkur, sem hin voldugu allsherjarsamtök, ASÍ, geta veitt hinum ungu samtökum verzlunarfólks. 3. Hin margvíslegu réttindi og áhrif, sem ASÍ hefir verið veitt sem fyrirsvarsaðila allra laun- þega í landinu, sem vart verður séð að verzlunarfólk geti notið eins og því ber nema með beinni aðild að samtökunum. Inntökubeiðnin var síðan send miðstjórn ASÍ sl. sumar, en svar við henni hefir enn eigi borizt. Nokkrir menn hafa verið að gera því skóna að inntökubeiðni LÍV verði synjað af þingi ASÍ, og benda á, að einstaka félögum innan LÍV hafi áður verið synj- að um inngöngu, svo sem VR. Um úrslit þessa máls á ASÍ-þingi skal engu spáð, en synjun á inn- tökubeiðni LÍV yrði mikil von- brigði. Inntökubeiðni Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur var hafnað á sínum tíma á þeim for- sendum einum, að VR var þá ekki hreint launþegafélag. í for- sendum fyrir synjun ASÍ þá seg- ir að VR fái þá fyrst inngöngu í ASÍ þegar félaginu hefir verið breytt 1 hreint JiaunþegaféUag. Nú hefir það verið gert, og sam- tök verzlunarfólks hrein laun- þegasamtök, eins og fyrr var tek- ið fram. Þess má geta, að LÍV varð 1. janúar sl. fullgildur aðili að Nor- ræna verzlunarmannasamband- inu sem samtök verzlunarfólks á Norðurlöndum mynda. Viður- kenning þeirra samtaka á LÍV tekur af allan vafa um stöðu þess. Verzlunarmannasamtökin á öðrum Norðurlöndum eru í við- komandi Alþýðusamböndum og í þeim löndum myndi það vafa laust þykja mikil býsn ef orðfært yrði að samtök skrifstofu- og verzlunarfólks ættu ekki heima í allsherjarsamtökum launþega. Landssamband íslenzkra verzl- unarmanna biður um réttlæti í þessu máli og trúir því og treyst ir að á þann veg verði meðferð mála þess hjá stjórn og þingi ASÍ. Framkvæmdastjórn LÍV, Sverrir Hermannsson, Gunnlaugur J. Briem, Ásgeir Hallsson, Björn Þórhallsson, Reynir Eyjólfsson, Björgúlfur Sigurðsson, Guðmundur H. Garðarsson Hannes Þ. Sigurðsson, Örlygur Hálfdánarson. DAGSKRA Sameinaðs Alþingis í dag kl. 1.30: Fyrirspumir: a. Yfirvinna kennara. Hvort leyfð skuli. b. Niður suða sjávarafurða á Sigiufirði. Dagskrá Efri deildar: 1. Fiskveiði- landhelgi Islands, frv. 2. Bráðabirgða breyting og framlenging nokkurra laga. 3. Ræktunarsjóður og Bygginga sjóður sveitabæja. 4. Bústofnslána- sjóður. Dagskrá Neðri deildar: 1. Lifeyris- sjóður togarasjómanna. — Kennedy Frh. af bls. 1. Síðari hluta dagsins bárust honum heillaskeyti frá Nixon og Eisenhower. Var skeyti Nixons jafnframt opinber viðurkenning á ósigrinum. í skeyti sínu kveðst Eisenhower senda Kennedy ann- að skeyti innan tíðar með ýmsum upplýsingum, er geti komið hon- um að góðu baldi við undirbún- inginn að embættistökunni, sem verður í janúar n.k. Kennedy svaraði þegar skeyt- um þeirra Nixons og Eisenhow- ers, var svari hans útvarpað svo og stuttri yfirlýsingu. í skeytunum til Nixons og Eisenhowers kveðst hann vonast til að bandaríska þjóðin fái áfram að njóta hinnar miklu hæfileika og reynslu, sem þeir hafi í málefnum þjóðarinnar. I yfirlýsingunni sagði Kennedy m. a., að næstu fjögur ár yrðu erfið ár og þjóðin yrði að taka mjög á svo að hún fengi lifað næsta áratug í friði og öryggi. Kennedy kvaðst mundu helga krafta sína baráttunni fyrir friði í heiminum og góðri samvinnu við allar þjóðir. Kennedy sagðist nú ætla að dveljast á heimili sínu nokkra daga, fara síðan í smáfrí en kasta sér að því loknu af fullum krafti út í undirbúning hins erfiða verkefnis, sem biði hans. Jafn- framt sagði hann, að þau hjón biðu nú annars erfingja þeirra, en hann væri væntanlegur inn- an mánaðar. ★ Kennedy hafa borizt heilla- skeyti víða að m.a. frá Ikeda, for sætisráðherra Japan, De Gaulle, forseta Frakklands, Macmillan, forsætisráðherra Bretlands og Krúsjeff, forsætisráðherra Sovét ríkjanna. í skeyti hins síðast- nefnda segir m.a.: Ég vona að þér séuð mér sammála um að góð samvinna þjóða okkar sé nauðsynleg heimsfriðnum. Því vona ég að hin friðelskandi og gáfaða bandaríska þjóð verði reiðubúin að efna til vinsamlegr ar samvinnu við stjórn og þjóð Sovétríkjanna. Engin hœtta Bonn og London, 9. nóv. NEFND sú, er skipuð var til að rannsaka atburð þann, er varð yfir landamærum Vestur-Þýzka lands og Hollands, er tvær orr- ustuþotur flugu háskalega nærri þotu Englandsdrottningar, hefur gefið skýrslu, þar sem segir, að ekki hafi verið nein sérstök hætta á ferðum við umræddan atburð. Skýrsla þessi er gefin út af varnarmálaráðuneyti V-Þýzka- lands og flugmálaráðuneyti Bret- lands. Brezki flugmálaráðherr- ann Julian Avery segir, að brezka stjórnin hafi tekið þá skýringu gilda, að flugmennirnir á þotunum hafl ekki vitað að brezka drottningin var í flugvél- inni / NA /S hnú/ar */ SV 50 hnútor lí Sn/ókoma • ÚSi ~ 17 Skúrir It Þrumur 'WfáZ KuUatkH ZS* Hitaski! H Hmt L DJÚPA lægðin yfir Allants- hafinu olli versta íllviðri í gær. Voru 8—12 vindstig cg rigning eða skúraveður á svæði, sem er nær þrjár millj. ferkílómetra að flatar- máli. Hreyfðist lægðin ANA og var útlit fyrir vonzku veð- ur á Bretlandseyjum í nótt og í dag. í gær var ekki útlit fyrir að veðurofsinn næði hingað til lands af fultum krafti. Þá mátti búast við A-stormi við Suðurströndina í dag. Veðurútlit kl. 22 í gærkvöldi: SV-mið: Vaxandi austan átt í nótt, rok og rigning aastan til á morgun. SV-land til Norðurlands, Faxafl.mið til norðurmiða: Austan kaldi, en síðar stinn- ingskaldi og bjart veður í nótt, allhvass eða hvr.3 austan og víða rigning síðd. á morg- un. NA-land til SA-lands og miðin: Vaxandi austan átt í nótt, hvassviðri eða stormur á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.