Morgunblaðið - 12.11.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.11.1960, Blaðsíða 3
Laugardagur 12. nóv. 1960 MORGVTSBLAÐ1Ð S Kökukeflin ÞETTA var eftir lokun. Kær- asta yngri bakarasveinsins sat á borðinu fyrir innan brauðbúðina, jórtraði togleð- ur og horfði á blaðamanninn eins og sjaidgæfa dýrateg- und. — Heldurðu að þér líki vel að vera gift bakara? — Já, áreiðanlega. — En ef það væri einhver annar en Sæmundur? — Nei, ertu vitlaus. — Hvernig líkar þér, Sæ- mundur- — Að giftast henni? — Nei, að vera bakari? — Það er fínt. Góður vinnu tími og létt vinna. Maður getur farið í fimmbíó á hverj um degi, ef maður vill. — Hvenær byrjið þið? — Klukkan sjö. — Það var öðruvísi þegar ég var að læra hjá Magnúsi Bergssyni í Vestmannaeyjum, segir Sigurður Jónsson, eig- andi Brauðbúðar Austurvers, þá varð maður að vinna frá því klukkan sjö tii átta eða níu á kvöldin, aka öllu i út- sölur, hreinsa allar pönnur.j þvo og ganga frá bakaríinu. — Hvernia er að vinna hiá að mér yxu kvenmannsbrjóst í svona starfi. — Ég hef lagt af síðan ég byrjaði, segir Ragnar. , — Hvenær byrjuðuð þið? — Sjötta janúar nítján- hundruð fimmtíu og níu — Þá var enginn bakara- nemi í Iðnskólanum, segir Guðmundur Hersir. Sæmund- ur er sá eini, sem er i skólan- um núna. Ragnar Eðvaldsson, bakarasveinn. Björg Kristinsdóttir við afgreiðsluborðið í Brauðbúð Austurvers. (Ljósm.: Sveinn sssispí Þormóðss.) og bakararnir Sæmundur Sigurðsson, bakarasveinn. — Hvað eruð þið gamlir, strákar? — Sautján og tuttugu. -— Þeir eiga allir framtíðina fyrir sér, strákarnir, segir Sigurður. — Ég ætla að eignast mitt eigið bakari, segir Sæmundur. — Við vonumst til að það fari að fjölga í stéttinni, seg- ir Guðmundur Hersir. — Við Guðmundur erum í stjórn utanfararsjóðs bakara- meistara, segir Sigurður, hann er nú orðinn það stór, að það verður hægt með góðra manna hjálp að styrkja unga bakarasveina til utanfarar á næst ári til að fullnema sig í bakaralistinni. — Hvað er kaupið mikð? Fastakaupið er tólí- hundruð sjötíu og fjórar kr(m- ur á viku, segir Sigurður, en ég borga strákunum verka- mannakaup. — Fastakaupið er lágmark, segir Guðmundur, en bakara- meistarar mega borga meira, ef svo um semst. Síðan settu strákarnir á sig hvítar svuntur og ljósmynd- arinn smellti af þeim mynd- um. Kærastan eignast svona svuntu einhvern tíma, þá verður hún hætt að jórtra togleðrið. i.e.s. Merki Blindrafélags- seld á morgun ins STAKSTEIIVAR Andlega samvaxnir 1 forystugrein Alþýðublaðsin* í gær segir m.a. á þessa leið: „Sjaldan eða aldrei hefur kom ið fyrir á Alþingi að einn þing- maður væri eins aðþrengdur og innikróaður í umræðum dag eftir dag og Hermann Jónasson hef- ur verið upp á síðkastið . . . Nú hefur Hermann vafizt í þessu neti, hann og Finnbogi Rútur eru eins og andlega sam- vaxnir tvíburar í ábyrgðarlausri andstöðu. En Hermann getur , ekki losnað við fortíðina. Það kenvur honum gersamlega í koll, að hann hefur breytt öðruvísi, þegar hann sjálfur var ráðherra. Hermann Jónasson ætti að vera yfir það hafinn að snúa ger- samlega við blaðinu og taka í stjórnarandstöðu þveröfuga stefnu við það sem hann gerði í ráðherrastól. Því miður virðist hann ekki vera það og hlaut því að fara svo í jafn viðkvæmu máli og landhelgisdeilan er, að liann reki sig illilega á fortíðina“. Orð að sönnu Hér í Staksteinum í gær var rætt um þrengingar Hermanns Jónassonar og Framsóknar- manna í landhelgismálinu og sagði þar: „Varla er þó siðgæði Tímans skyndilega orðið svo mikið, að blaðið treysti sér ekki til að verja hræsni, yfirdrepsskap og ósannindi, ef því er að skipta". Þetta urðu orð að sönnu, því að í gær ver Tíminn allri for- síðu sinni til varnar Hermanni Jónassyni og birtir stærðar mynd af kempunni. En hvað sem for- síðu Tímans líður, þá standa stað reyndirnar óhaggaðar og þær eru, að Hermann Jónasson hafði forgöngu um það í samvinnu við Guðmund f. Guðmundsson, utan- ríkisráðherra, að reyna samninga tilraunir, ekki við Breta eina, heldur allar Atlantshafsbanda- Iagsþjóðirnar allt sumarið 1958. Um það eru til skjalfastar sann- anir, eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá og þeim staðreyndum breyta engar upphrópanir. Á MORGIJN er hinn árlegi merkjasöludagur Blindrafélags- ins. Allur ágóði merkjasölunnar rennur til að fullgera hið nýja dvalar- og vinnuheimili Blindra- félagsins, en húsbyggingin er komin langt áleiðis. pabba sínum, — Kallinn er Sæmundur? ágætur. — Ég sagði honum og Ragn ari að þeir skyldu reyna þetta, segir Sigurður. Ragnar var búinn með einn vetur Menntaskólanum . — Hvers vegna hættirðu, Ragnar? — Til að verða ekki blaða- ^ maður. — Jæja, kannski bakara- iðnin sé það eina, sem getur forðað manni frá því að verða blaðamaður. — Blaðamenn eru svo for- vitnir, segir kærastan. — Ætlar þú líka að gifta , þig, Ragnar? — Já, en ekki henni. — Heldurðu að þú verðir ekki alltaf að baka fyrir kon-i una, þegar þú kemur heim á° kvöldin? — Nei, ég get fundið upp á einhverju betra. — Það þýðir ekkert fyrir þær að ætla að nota kökukeflið á bakara, segir Guðmundur Hersir, formaður • Bakarasveinafélags íslands,|| það snýst í lið með bakaran- um. — Ég yrði dauðhræddur um Aærasia.. Blaðamönnum var í gær boð- ið að skoða hið nýja hús Blindra félagsins að Hamrahlíð 19. Hús- byggingunni er senn lokið, það er fullbúið hið ytra og að innan er búið að hlaða öll skilrúm, leggja miðstöð, múrhúða og langt komið að mála. Einnig er búið að setja upp alla klæða- skápa langt komið að setja upp eldhúsinnréttingar og verið er að setja handrið á stiga. Á neðstu hæð hússins verða vinnustofur blinda fólksins og ennfremur sölubúð, þar sem það selur handavinnu sína. Á 2. hæð eru tvær 2ja herbergja íbúðir og 3 einstaklingsherbergi, auk eld- húss og borðsals. Á efstu hæð- inni eru einnig tvær íbúðir, 4 einstaklingsherbergi og eldhús í kjallara hússins er þvottaher- bergi, miðstöðvarherbergi og geymslur m.a. Byggingarkostnaðurinn við heimili Blindrafélagsins nemur fram að þessu 2.046,000 kr. — Af þeirri fjárhæð hefur félagið fengið 150 þús. kr. styrk frá rík- issjóði og 800 þús. kr. að láni, en hinu öllu verið safnað. Nú vant- ar hinsvegar fé til að ljúka bygg- ingunni, en talið er að aðeins taki 1—2 mánuði að fullgera húsið, ef peningar væru fyrir hendi. Þess má geta, að tvö félög starfa að málefnum blinds fólks hér í bænum, Blindrafélagið og i Blindravinafélagið, og hafa bæði þessi félög hvort sinn merkja- söludag, enda ekkert samstarf á milli félaganna. Merkjasöludag- ur Blindravinafélagsins var fyr- ir þrem vikum. Sæiisk-íslenzka féla^ið AÐALFUNDUR íslenzk-sænska félagsins var haldinn í Þjóðleik- I hússkjallaranum 2. nóvemiber. | Formaður var endurkjörinn Guð laugur Rósinkranz, þjóðleikhús- | stjóri og í stað Árna Tryggvason ar, hæstaréttardómara, sem baðst undan endurkosningu, og Sigurð ar Hafstaðs, sendiráðsritara, sem dvelur erlendis, voru kjörnir þeir Halldór Halldórsson, prófess or og Sveinn Einarsson, fil. kand. Aðrir í stjórn eru Halldór Kiljan Laxness, Gunnar Steindórsson og Sigurður Þórarinsson. | Að aðalfundarstörfum loknum flutti sænski leikstjórinn Hans Dahlin erindi um sænska skáidið Lars Forssell og skýrði nokkur ljóð hans, sem sungin voru á plötum af konu Dahlins, leikkon unni Ulla Sjöblom, sem er talin bezta vísnasöngkona Svía um þessar mundir. Á eftir var kaffi- drykkja. „Hundalógik“ Annars er nú um fátt meira rætt en eymd Framsóknarflokks ins, sem að undanförnu hefur fyrst og fremst byggt kommún- istaþjónkun sína á árásum á ís- lenzku ríkisstjórnina fyrir að reyna að Ieysa fiskveiðideiluna friðsamiega, en er nú uppvís að því að hafa sjálfur staðið að nákvæmlega sambærilegum til- raunum árið 1958. Hermann Jónasson er slyngur stjórnmálamaður en þess var þó auðvitað ekki að vænta að hon- um tækist að snúa sig út úr þeim gapastokk sem hann er kominn í. Tilraun hans til þess í ræðu þeirri, sem Tíminn birtir í gær, er lika einstaklega aumleg. Aðal- röksemdarfærslan er sú, að til- boð, er ganga fram og til baka, séu ekki tilraun til samninga. Nú er Hermann Jónasson lögfræð- ingur og svo mikið veit hann að tilboð sem er samþykkt er samn- ingur ,þ. e. a. s. ef Atlantshafs- bandalagið hefði samþykkt eitt- hvað af tilboðum þeim, sem ís- Ienzka ríkisstjórnin sendi Atlants hafsbandalaginu, þá var kominn á samningur. Til þess þurfti ekk ert meira að koma. Og raunar þarf engan lögfræðing til að vita þetta, það er hverjum manni Ijóst, að ef hann býður einhverj- um öðrum t.d. hús sitt tíl kaups, og sá maður samþykkir tilboðið, þá er þar með kominn á kaup- samningur. Með „hundalógik" sinni má því segja, að Hermann Jónasson geri ekkert annað en i bíta hausinn af skömminni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.