Morgunblaðið - 12.11.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.1960, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 12. nóv. 1960 Kornrækt er að ryðja sér til rúms á Fljótsdalshéraði Fréttabréf frá Gisla i Skógargerði 26. okt. 1960. HÉR er lokið einu bezta sumri, sem lengi hefir komið. Vorið var gott, greri snemma, og sprettu- tíð ágæt. Sláttur hófst í allra fyrsta lagi, og nýting góð fram- an af. í júlí og ágúst var talsvert um norðaustan átt og þurrijar daufir en úrkomulítið. Um Höf- uðdag brá aftur til landáttar og þurrka, og hefir ágætis tíðarfar haldist síðan. Aldrei stormar né úrfelli, oftast logn og sólskin. Grasspretta var í allra bezta lagi, enda munu heyin vera meiri nú en nokkru sinni áður. Jarðeplauppskera er víðast góð. t>ó var heldur þurrt fyrir sendna garða. Kornrækt er að ryðja sér til rúms hér. Hinn ágæti árangur Sveins bónda á Egilsstöðum undanfarin ár hefir vakið hjá bændum áhuga fyrir kornræktinni. 1 sumar hófust nokkrir handa, var sáð í eina 10 hektara utan Egilsstaða. Sum- ir brutu land í haust til korn- yrkju næsta ár. Sennilega eru allgóð skilyrði hér um Mið-Hér- að til kornræktar, einkum vegna þess, að hér er oftast lítið um storma. Skógræktarskilyrði munu vera hin beztu hér. Nokkrir bændur einkum í Fellum hafa girt lönd til ræktunar barrviða, og virðist það ganga vel. Einkum nær lerk ið skjótum þroska. Einn bóndi hér í sveit hefir girt um 20 hekt- ata og plantar út einu til tveim þús. plöntum á ári.Auðvitað þarf lengi að bíða eftir tekjum af þessu, en þær munu koma og þess ber. að geta sem gert er fyrir framtíðina. Verzlunarfélag var stofnað hév í vor. Það er staðsett við Lagar- andi hugleiðingar: ♦Blaðið kemur of seint Heill og sæll Velvakandi: Ég vil gjarnan koma fram ánægju minni og þakklæti fyrir gæði Morgunblaðsins, sérstaklega eru sunnudags- blöðin alveg afbragð og sann kallað tilhlökkunarefni að vakna á sunnudagsmorgna og vita blaðið bíða sín, en því miður verð ég að segja að börnin, sem bera út í mínu hverfi, eru of seint á ferð, blaðið kemur yfirleitt ekki fyrr en eftir kl. 10 og stund- um ekki fyrr en kl. 11—12, en það ætti að mega ætlast til þess að blaðið sé komið í hús in íynr kl. 9. Bömunum er enginn greiði gerður með slíkri linkind, þetta er flest- um tilfellum þeirra fyrsta starf utan heimila, og þau fljótsbrúna. Þar var reist slátur- hús í sumar, sem tók við fé i Efnilegur íslenzk- ur söngvari UNGUR Keflvíkingur, Ilreinn Líndal, tenór-söngvari, lauk í haust inntökuprófi í fremsta tónlistarskóla Ítalíu, Accademia Nazional di Santa Cecilia í Róm. Þetta er einn elzti og virðuleg- asti tónlistarskóli Evrópu, enda kenndur við heilaga Sesselju, verndardýrling tónlistarmanna. Hreinn lauk prófinu með mjög góðum vitnisburði og næst- hæstu einkunn sem gefin var, og hlaut hann ókeypis skó’avist. Hreinn er liðlega tvítugur &ð aldri og hefur undanfarin tvö ár stundað nám hjá frú Maríu Markan-Östlund óperusöngkonu í Keflavík. það og skila því vel. • Gengið á götunum Svo er það mál, sem seint virðist vera tekið nógu al- varlega, en það er öryggi veg farenda, gangandi og akandi. Gangandi fólk þarf nauðsyn- lega að gera sér Ijóst, að ak- brautir eru ekki fyrir það, og að þegar ljósatími er kominn er mjög erfitt fyrir ökumenn að sjá fólk, sérstaklega dökk klætt, fyrr en komið er alveg að því. Það væri ekki úr vegi að gera smá fræðslukvikmynd sem sýnir hve lítið skyggni ökumenn raunverulega hafa 1 myrkri, svo fólk geri sér grein fyrir hættu þeirri, sem stafar af því að lalla um akbautir eins og það væri í skemmti- garði. Þetta mundi vera at- haust. Hér var mikil þörf að fjölga sláturhúsum. Slátrun hef- ir dregizt óhæfilega langt fram á baust allt til veturnótta, en þá eru lömbin farin að leggja af. Dilkar munu hafa reynzt í rír- ara lagi víðast, en þó sums stað- ar í meðallagi. Þetta stafar af því að tvílembi fer hér í vöxt við vaxandi töðugjöf, og mun aldrei hafa verið meira en í vor. Arður eftir fóðraða á mun því í meira lagi. Lömbin fara líka fljótt að leggja af þegar grös sölna snemma og jafnt, en svo var í haust, eins og æfin- lega þegar snemma grær, og af- réttir eru snjólausar næstum eins fljótt og byggðin. Vænst verður féð þegar gaddur endist fram að hausti í fjöllum, þá fær það nýgræðing nokkurn allt sumarið. G. H. Þáltill. um landhelgina FORUSTUMENN stjórnarand- stöðunnar á Alþingi, Hermann Jónasson, Lúðvík Jósefsson, Ey- steinn Jónsson og Finnbogi R. Valdimarsson, hafa.lagt fram svo hljóðandi tillögu til þingsálykt- unar um landhelgismál: „Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að ekki komi til mála að veita nokkurri erlendri þjóð rétt til fiskveiða innan fiskveiðiland- helgi íslands, eins og hún hefur verið ákveðin, og felur því ríkis- stjórninni að tilkynna stjórn Bretlands, að frekari samnings- viðræður um fiskveiðilandhelgi íslands komi ekki til mála. lagið eða Félag íslenzkra bif- reiðaeigenda. Sömuleiðis er vítavert, hve algengt það er, að böm séu að leik á götun- um. Á fjölfarinni götu í hverfi því, sem ég bý í, má allan daginn sjá fjölda barna að leik og smábörn á þríhjólum eins og gatan væri leikvöllur, en þeir standa auðir oftast nær. Nei, það er sannarlega ekki öfundsvert að fara leið- ar sinnar akandi í þessari borg, og það er mesta furða að slys skuli þó ekki vera tíð- ari en raun ber vitni, þar sem fólk virðist eiga svo bágt með að átta sig á þvi, að bifreiðin hefur leyst hestvagninn af hólmi og að bifreið, sem ekið er á 30 km hraða þarf 10 m til að stanza, að minnsta kosti. (Ekki unnt að fá nákvæma tölu). 'DZ&uAahJ’: ÞAÐ er of almenn skoðun, að hagsmunir stjórni. öllum gerðum manna. Þetta er hættulegur mis- skilningur. Á honum byggist sú skoðun, að hægt sé að leysa flest vandamál með því, að bjóða peninga. Raunverulega er um margs konar árekstra að ræða, sem ekki stafa af gagnstæðum hagsmunum. Þeir stafa af því, að virðingu einstaklings, eða fjölda manna hefur verið misboðið. Það eru lang verstu deilurnar. Það er ávallt hægt að jafna hagsmuna- deilur, tilfinningamál aldrei. Þykist þú kannski geta sefað afbrýðisama konu, með því að bjóða henni bætur eða eyðslufé? Það kynni að vera mögulegt, ef hún væri það, sem mjög réttilega er kallað „áhugasöm“ eða vill giftast til fjár. Þá væri hún heldur ekki raunverulega af- brýðisöm. En ef hún er ástfangin, þá mun slíkt tilboð einungis trylla hana. Það eru ekki peningar sem hún vill, það er endurgoldin ást og fyrst og fremst auðmýking sambiðils síns og keppinautar. Sá maður, sem skilur við auðuga eiginkonu, vegna þess að hann varð ástfangin af fallegri stúlku, sem ekki átti grænan eyri, er ekki að gæta hagsmuna sinna, heldur lætur tilfinningarnar ráða. Sama máli gildir um þjóðir. Þau tilfelli koma fyr- ir, þegar ríkisstjórn veit, að hún muni fæla frá sér beztu viðskiptavini sína með óhyggilegri yfirlýsingu eða ógætilegum framkvæmdum. Samt lætur hún það ekki hindra sig í framkvæmdum. Hvers vegna? Stundum af hugsjónalegum ástæðum, oftast vegna stærilætis. Menn geta lifað án brauðs, a. m. k. um stuttan tíma, en ekki án sjálfsvirðingar. Bretar fóru í stríðið 1914, ekki af hagsmunalegum ástæðum, heldur vegna þess að þeir fundu, að þeir gátu ekki með heiðarlegu móti fyrirgefið árásina á Belgíu. Af þessum sökum er það mjög mikilvægt að þeir sem bera ábyrgð á utanríkisstefnum þjóða, séu hug- myndaríkir menn, sem geta gert sér í hugarlund tilfinningar annarra. „Bera stóran staf og tala blíðlega", sagði Teddy Roosevelt oft. Áherzlan er á „blíðlega11. Það skiptir ekki mestu máli, hvað þú segir, hvað þú býður, hverju þá stingur upp á, heldur hitt, hvernig þú segir það, býður það eða stingur upp á því. Öllu, sem ber keim af fyrirlitningu, er illa tekið. Einstakl- ingur getur, ef það er nauðsynlegt, kingt móðgun. Engin stjórn getur þolað það, sem þjóðin myndi telj'a móðgun. Hún myndi brátt hætta að vera stjórn. Jafnvel gjöfum og þjónustu getur verið illa tekið, ef þær eru ekki veittar í jafnaðaranda. Vanþakklæti, gleymska á veittar velgerðir, eru ekki meðal fag- urra einkenna mannlegs eðlis. Því verður ekki neit- að, að þau eru samt mjög algeng. Þjónusta gleymist fyrr en móðgun. Það sem meira er, henni er oft breytt í móðgun. Stjórn, ekki síður en einstaklingur, ætti að gera vini greiða fúslega og með nærgætni. Það sem gefið er án nokkurra skilyrða er oft meira bindandi en ákveðnir skilmálar. Lögreglan setti að taka úr umferð allar bifreiðir, sem aka með of sterk ljós í bæn- um, og ætti það ekki að vera vandaverk að finna þær. — Áberandi er hve lágu ljósin á sumum jeppum eru sterk. Það er ekki víst að ökumenn- irnir sjálfir viti hve sterk Ijós þeirra eru, en þeir sem mæta þeim vita, að þeir geta verið búnir að slasa eða deyða manneskju áður en þeir hafa ráðrúm til að stanza, og ekki verður öryggið meira, þegar frost og ísing kemur 1 viðbót við myrkrið. Lögreglan tekur að mínu áliti alltof létt á umferðarbrotum. Það segir sig sjálft, að eftir því sem borgin stækkar, þarf fastari reglur og sterkari eftirlit. • Yfirvöldin stuðla að smyglinu Og svo enn eitt. Því í ósköp unum láta yfirvöldin það við- gangast, að sjómönnum og flugmönnum sé greiddur svo stór hluti af launum sínum í erlendum gjaldeyri, þar sem öllum er ljóst, að mikið af því fer í kaupa smyglvarning, og síðan á almenningur að bera kostnaðinn af starfi tollþjóna við að rífa sundur farartækin til að finna þetta rusl. Þetta er að mínum dómi hrein endi. leysa. Lilja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.