Morgunblaðið - 12.11.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.1960, Blaðsíða 10
10 MORCUISBLAÐÍÐ Laugardagur 12. nóv. 1960 Ilt0Y0t!tt(ftlMfr Otg.: H.f. Ai-vakur ReykjavDt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar? Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónssön. Lesbók.: Arni Óla, sími 33045. Auglýsmgar: Arni Garðar Kriutinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. BJÓR iÐ undanförnu hafa orðið allmiklar umræður um áfengis- og bindindismál, enda nýafstaðin bindindis- vika. Síðastl. sunnudag var Spurning dagsins í Morgun- blaðinu, hvort leyfa bæri sölu sterks öls hér á landi. Eins og vænta mátti voru skoðanir skiptar á þessu máli og skal hér aðeins vikið að svörum tveggja þeirra, sem spurningunni var beint til. Magnús Jónsson alþingis- maður er andvígur því að leyfa sölu sterks öls hér á landi, en segir þó: „Fái ég sannfæringu fyrir því, að sala á áfengu öli bæti ástand ið í áfengismálum þjóðarinn- ar, skal ekki standa á mér að styðja ölvinina, en nú er það skoðun mín, að sala á sterku öli mundi stórauka á- fengisneyzluna“. Magnús byggir skoðun sína fyrst og fremst á reynslu ann arra þjóða, sem hann telur vera þá, að sterka ölið komi ekki í stað sterkra drykkja, þannig að víndrykkja minnki. Einnig óttast hann, að sala öls mundi leiða til daglegrar áfengisneyzlu manna. Jóhannes Gunnarsson, Hóla biskup, telur hins vegar að leyfa beri sölu á sterku öli. Hann segir m. a.: „Ég tel að það sé að vinna með drykkjuskap að leyfa það ekki. Gömlu kirkjufeð- urnir prédikuðu gegn of- drykkju en þeir tala fallega um vínið, enda er það ein af gjöfum guðs og þær á hvorki að misnota né láta ónotaðar“. Hólabiskup segir, að ölið eigi ekki að vera sterkt, held ur 4—5% eins og venjulegt öl erlendis, og bætir við: „Menn verða sjaldnast fullir af öli, það fer betur í menn en brennivínið að öllu leyti og leiðir síður til drykkjuskapar“. Báðir þessir mætu menn marka afstöðu sína réttilega með tilliti til þess, hver á- hrif sala öls mundi hafa á drykkjuskap almennt. En í því efni greinir þá sem sagt á, annar telur að sala öls mundi auka drykkjuskap, en hinn telur að slíkt fyrirkomu lag myndi bæta úr því öng- þveiti, sem hér er óneitan- lega í áfengismálum. Við hér hjá Morgunblað- inu gerum okkur fulla grein fyrir því, að hér er um mik- ið og viðkvæmt vandamál að ræða, enda mun lesendur blaðsins greina á í þessu efni, ekki síður en þingmann Marga fleiri en þá, sem talizt geta ofdrykkjumenn, langar stundum í áfengi. Þessir menn neyta áfengra drykkja misjafnlega oft, en í langflestum tilfellum endar sú neyzla á því, að þeir verða ölvaðir. Þetta byggist ekki sízt á því að þeir neyta sterkra drykkja sem kalla á eitt glasið af öðru. Hér er það mjög fátítt, að menn fái sér góð og létt borðvín, neyti þeirra með kvöldverði til há- tíðabrigða, eða þegar þeir hafa löngun til að bragða á- fengi og sitji síðan á heimili sínu við lestur eða dægra- styttingar. Hjá Áfengisverzl- un ríkisins eru léttu vínin verðlögð þannig, að beinlínis er stefnt að því að hvetja menn til að kaupa sterka drykki. Og bjórinn er svo ófáanlegur og getur ekki komið í stað borðvína. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að allur fjöldi manna neytir víns, og þá virðist lítil skyn- semi í því að leyfa sölu hinna sterkustu drykkja, sem verst fara með menn, en banna að selja tiltölulega saklausan bjór og verðleggja létt vín þannig að menn hall ist að drykkju hinna sterku vína. Fásinna væri þó að halda því fram, að sala á sterkum bjór muni mjög draga úr því áfengismagni, sem neytt væri. En hitt virðist mega fullyrða, að hún mundi draga úr drykkjuskap, — fylliríi. Aðalatriðið í þessu máli er þó almenningsálit það, sem skapa þarf í þjóðfélaginu. Á þeim vettvangi hefur bind- indishreyfingin miklu hlut- verki að gegna. Það þarf að skapa sterkt almenningsálit gegn óhófsdrykkju áfengis, en það er tilgangslaust að for- dæma hóflega neyzlu léttra vína og bjórs og setja allt þetta í einn og sama bátinn. EINS og skýrt hefur verið frá hér í dálkunum kom bandariski jasskóngurinn og trompettleikar- inn Louis Armstrong (Satchmo) til Leopoldville í Kongó um síð- ustu mánaðarmót á ferðalagi sínu um Afríku. Eftir móttökunum að dæma eru það ekki stjórnmálamenn, sér fræðingar eða hermenn, sem senda á til Kongó til að koma þar á friði. Stuðningsmenn Lumumba, Kasavubu, Mobtutu o. s. frv. stóðu saman sem bræð- ur og fógnuðu komu jasskóngs- I EKKI SÍÐAN BOUDOUIN Það hafa ekki verið önnur eins j fagnaðarlæti í Leopoldville síð- an Baudouin Belgíukonunugur kom þangað og tilkynnti Kongó- . búum að þeir yrðu frjálsir. Allt var sett á annan endann. Ö!1 umferð stöðvaðist. Satchmo kom til borgarinnar með ferju, Hvert sæti skh»-* og þegar skipið lagðist að bryggj unni, lék sextett hálfnakinna blökkumanna konga á trumbur sínar. Svo var Armstrong ekið um götur borgarinnar, en á und- an honum fór hljómsveit inn- fæddra og lék „When The Sain'ts Go Marching In“, eitt af Satcluno á leið til hljómleikani. Frú Armstrong hyllt. þekktari lögum Armstrong- hljómsveitarinnar. ,,JIVE“ Borgarbúar dönsuðu á götun- um, karlmennir útklíndir hvítri og blárri striðsmálningu, kon- urnar rauð og gulmálaðar. Trumbur voru slegnar víða á götunum, og Kongóhermaður með rauðmálaðan stálhjálm dans aði „Jive“ kringum byssu sína. Hljómleikarnir voru svo haldn ir á knattspyrnuvelli borgarinn- ar, þar sem hvert sæti var setið. inn og Hólabiskup. Við telj- um samt sem áður, að þetta mál beri að ræða. En sérstök ástæða er til að undirstrika, að það sé gert á sama grund- velli og þessir tveir heiðurs- menn gera, þ.e.a.s. hver áhrif sala sterks öls hefði á drykkjuskapinn í þjóðfélag- inu. Og þó að við tökum af- stöðu í þessu máli, þá er blaðið opið fyrir önnur sjón- armið og sérstaklega ber að undirstrika, að þetta mál get- ur aldrei farið eftir neinum pólitískum línum, heldur verður hver einstaklingur að gera upp sinn hug. Dansmær af Bolela Akaku ættflokkinum heilsar Armstrong. Satchmo fagnað UTAN UR IIEIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.