Morgunblaðið - 12.11.1960, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.11.1960, Qupperneq 11
MORCVNBLAÐIÐ 11 Laugardaeiir 12. nóv. 1960 Gengur ekki til lengdar að velta áhyggjum sínum yfir á ríkissjóð — sagði Emil Jónsson, * > málaráðherra á aðalfundi LIU Hann ræddi síðan uppbóta- kerfið eins og það hefir verið og sagði, að uppbóta- og niður- greiðslur hefðu verið orðnar svo gífurlegar, að þær hefðu að lok- um numið hærri upphæð en heild arupphæð fjárlaga. Það versta var, sagði hann, að endarnir gátu aldrei náð saman. Var þá augljóst og raunar orðið íyrir alllöngu, að þetta kerfi bar dauðann í sér og ekki mátti við svo búið standa stundinni leng- ur, ef þjóðarógæfa átti ekki að hljótast af. Ekki hægt að halda lengur áfram Ég tel rétt að minna á þetta, sagði Emil, því að ýmsir hafa viljað telja erfiðleika þá, sem útgerðin á nú við að stríða, eiga rót sína að rekja að verulegu eða öllu leyti til þessara ráðstaf- ana. Þetta er fjarri því að vera rétt. í fyrsta lagi vegna þess, að ekki var unnt að halda lengra áfram á hinni fyrri braut nema þá örskamman tíma. 1 öðru lagi má segja, að frekari lántökur, sem þó voru skilyrði fyrir því að halda kerfinu uppi, voru að verða útilokaðar vegna þess að enginn vildi lána að óbreyttu efnahagsástandi. Sagði ráðherrann, að deila mætti um það hvort gengislækk- unin hefði átt að vera meiri eða ekki. Á hitt varð einnig að líta, að eftir því, sem krónan var lækk- uð meira og erlendar neyzluvör- ur dví dýrari, þeim mun erfiðara hefði orðið að fá landsfólkið að sætta sig við vöruverðshækkun- ina, en það var eitt grundvallar- skilyrðið fyrir því að þessar ráð- stafanir bæru tilætlaðan árang- ur. Margs konar óáran Það skal tekið skýrt fram, að einmitt þetta sjónarmið réði miklu. Og þó hefir það nú kom- ið í ljós, að meirihluti stjórnar ASÍ hefir farið á stað með kröfu gerð, sem ef samþykkt verður, þó ekki nema að nokkru leyti, kallar á nýjar aðgerðir, sem ó- séð er hvaða afleiðingar myndu hafa. En nú hefir það komið á dag- inn að þau grundvallarskilyrði, sem út frá var gengið, hafa ekki verið til staðar. Síldveiðarnar við Norðurland gengu miklu verr en vonazt hafði verið eftir. Það var langt frá því að hægt væri að salta upp í samninga. Togurun um hefir gengið frámunanlega illa, og ofan á það hefir bætzt, að Englands-markaðinum hefir verið lokað. Ofan á allt þetta hefir það svo bætzt, að verð á fiskimjöli og lýsi hefir lækkað verulega fra því sem áður var, mjölið meira en nokkurn gat órað fyrir. Fjárskortur Þeir, sem fiskveiðar stunda, verða að vísu ávallt að vera við því búnir að tímabundið afla- leysi og verðsveiflur geri strik í reikninginn, en jafn tilfinnan- legt er það samt, sérstaklega þegar eins er ástatt og hér á okk- ar landi, þar sem laust fé er lif svo skornum skammti, að illa nægir til venjulegra útgjalda, hvað þá að standa undir skakka- föllum eins og þessum. Það er áreiðanlega ekki ofsagt, að eitt af því ,sem bagar íslenzka útgerð er skortur á lausu fé. Ber þar margt til. Stofnfé er oft á tíðum af svo skornum skammti að ég hygg að fátítt sé annars staðar. Fjárfestingarsjóðir eru engir til, nema Fiskveiðisjóður, sem að lang mestu leyti er þó byggður upp af framlögum, sem tekin eru út úr rekstrinum sjálf um, sem skattur af útflutningn- um. í þriðja lagi er um að kenna því skattakerfi, sem við höfum búið við hingað til og ekkert hef ir skilið eftir þegar vel gengur. Við svo áhættusaman atvinnu- veg, sem útgerðin er, er þó nauð synlegt að hægt sé að flytja milli ára, þegar það er hægt, þ. e. a. s., sjávarútvegs- þegar atvinnuvegurinn skilar hagnaði. Boðaði ráðherra að tillit yrði tekið til þarfa atvinnureksturs- ins við frekari endurskoðun tek j uskattslaganna. Að treysta á föðurlega forsjá ríkisvaldsins ,,En það er eitt atriði, sem vert er að minnast á í þessu sambandi, og það er hið stöðugt fallandi verðgildi hins íslenzka gjaldmiðils. Þetta hefir orkað þannig á þá, sem sjávárútveg stunda, eins og raunar alla lands menn, að þeir hafa um of leit- Emil Jónsson ast við að koma fé sínu í eitt- hvert varanlegt verðmæti, sem auðvitað er vel skiljanlegt og mannlegt. En afleiðingin hefir svo vitaskuld orðið sú, að þar sem ekki er hægt að nota sömu peningana tvisvar, eins og einn vel metinn bankastjóri sagði einu sinni, þá hefir ekki verið hægt að grípa til þeirra peninga aftur þegar á þurfti að halda til að standast hlaupandi útgjöld dagsins.* „Að velta áhyggjum sínum yfir á ríkissjóð þegar eitthvað bjátar á, getur ekki gengið til lengdar, og hlýtur að enda með skelfingu. Auk þess sem menn verða þá skeytingarminni um reksturinn og treysta um of á föðurlega for- sjá ríkisvaldsins, sem ekki hefir frá öðrum að taka en almenn- ingi í landinu*. Tilgangur vaxtahækkunarinnar Þá drap ráðherrann á leiðir til að leysa úr lausafjárskortinum, meðal annars væri hugsanlegt að útvega föst lán til langs tíma út á eignir, sem þá yrðu metnar til nútímaverðs og með lægri vöxt- um en nú tíðkast. Sagði Emil að sett hefði verið á laggirnar þriggja manna nefnd til þess að finna leiðir í þessu máli. „Ríkisstjórninni er ljóst, að til þess að framtíðarskipan fáist á framtíðarmálum útvegsins, þarf mikið fé. Hversu mikið, er enn ekki vitað, en sjálfsagt verður þar ekki um minna en tvö til þrjú hundruð milljónir króna“ Þá minntist ráðherrann á vaxta hækkunina og sagði, að með henni hefði átt að freista þess að dmga úr eftirspurn lána og draga úr hinni miklu fjárfest- ingu„ sem átt hefði sér stað und anfarin ár. Jafnframt átti með henni að örfa sparifjármyndun í landinu og koma mönnum í skilning um það, að með stöð- ugu efnahagskerfi væri eins gott að eiga fé á vöxtum í banka, eins og að leggja það í vafasama fjár festingu. Veruleg breyting Ætlunin hefði ekki verið að þessir háu vextir stæðu um alla framtíð, heldur aðeins í stuttan tíma, á meðan nýja kerfið væri að festa rætur með þjóðinni. Markmiðið hefði í stuttu máli verið að koma mönnum í skiln- ing um það, að verðmæti peninga væri ekki síður eftirsóknarvert en aðrir fjármunir. „Það tekur auðvitað nokkurn tíma að skapa slíka hugarfarsbreytingu, en þeir sérfræðingar, sem bezt fylgj ast með í þessum málum, telja sig þegar sjá, að veruleg breyting ha.fi orðið á,“ sagði ráðherrann, og bætti því við, að vilji væri fyrir því að lækka skattana aft- ur, ef til vill í nokkrum skrefum. íslenzkir hagsmunir Að lokum minntist ráðherrann á nokkur atriði, sem hann sagði að mjög myndi varða hag sjávar- útvegsins i framtíðinni. Um land helgismálið, sagði hann: „Það er engum íslendingi, sem aðeins hugsar um íslenzka hagsmuni, akkur í því að deilan haldi áfram ef hægt er að leysa hana á þann hátt, að við fáum aðalkröfum okkar fullnægt“ . . . „Hitt skai ég líka segja, að ekki verður gengið að neinum ókjörum, og ekki öðrum en því, sem sam- þykkt Alþingis fæst fyrir“. Aukin vöruvöndun Þá ræddi hann um ferskfisk- matið og þörf á mjög svo auk- inni vöruvöndun, bæði á sjó og landi. „Ég vil í þessu sambandi benda á, að nauðsynlegt er að fiskverðið, sem aflahlutur eða premía sjómanna verður miðað við, sé raunverulegt verð, en ekki fast „tilbúið“ verð, eins og verið hefir, því á þann hátt einn er hægt að gera sér von um að sjómenn sýni málinu þann áhuga sem nauðsynlegt er að þeir geri.“ Fiskirannsóknir Að lokum gat ráðherrann þess, að ákveðið hefði verið að láta gera vinnuteikningu og útboðs- lýsingu að fiskirannsóknarskipi, . og þess væri að vænta, að hafizt y^ði handa um smíði þess innan skamms. “Fiskirannsóknir yrðu vissulega eitt undirstöðuatriði sjávarútvegsins hér á íslandi eins og annars staðar, sagði ráðherr- ann, og er því nauðsynlegt að skapa þeim vísindamönnum, sem að þessum rannsóknum vinna, skilyrði til þess að þeir geti rek- ið starfið á sem beztan hátt.“ „Þetta þrennt, ásamt heil- brigðu efnahagskerfi, er það, sem íslenzkur sjávarútvegur verður að byggja framtið sína á, en framtíðarmöguleikar út- vegsins eru líka um leið fram- tíðarmöguleikar íslenzku þjóð arinnar, og það þurfa allir að gera sér ljóst, sagði Emil Jóns son, sjávarútvegsmálaráð- herra að lokum. 10 ára afmælis- sýning Leikfélags Neskaupstaðar A að beita ofbeldi í A.S.I. TVEIR af framámönnum komm- únista í meirihlutastjórn þeirra í A.S.f. eiga viðtal við Þjóðvilj- ann og birtist það í gær. í við- tal þessu, þar sem fjallað er um inntökubeiðni Landssambands verzlunarmanna, er á furðulega ósvífinn hátt gefið skýlaust í skyn að þeirri beiðni verði vísað frá. Það er óhætt að slá þvi föstu að felmtri hafi slegið á alla þá mörgu félaga í A.S.f., sem þetta viðtal lásu og enn hafa í heiðri lýðræðislega starfsháttu og anda þeirra laga, sem A.S.f. á að vinna eftir. Þessum útsendurum ofbeldis- legra starfshátta, verður lítt tamt að fletta upp í lögum þess sambands sem þeir eiga að stjórna, en í þeim stendur þetta m.a. í 2. gr..: „Alþýðusamband Islands er samtakaheild íslenzkr- ar alþýðu“. 3. gr.: „Hlutverk sambandsins er að hafa forystu í stéttarbar- áttu og félagsstarfsemi alþýðunn ar á íslandi í málum atvinnustétt anna með það takmark fyrir aug um, að þeim stéttum verði tryggð sambærileg kjör og sami réttur og öðrum stéttum í land- inu. Framkvæmdir í þessu skyni annast stéttarfélögin sjálf, eða sambönd þeirra ásamt þingi og stjórn A.S.Í., allt samkv. ákvörð unum laga þessara og ákvörðun- um Alþýðusambandsþings". Þá mætti og minna á 4. gr., en ég læt nægja að vitna í 52. gr., þar sem segir m.a.: „að félög sömu atvinnustéttar geti á sama hátt gert með sér samband, er nái um allt land“. Þetta hefur verið gert. Á síðasta þingi var Sjómannasamband fslands tekið í A.S.f. og áður hafði Landssam- band Vörubifreiðastjóra verið veitt inntaka, sem í fljótu bragði sýnist (í mörgu mtilfellum a.m. k.) sízt eiga frekar rétt á því að teljast meðlimur A.S.Í., en búð- ar- og skrifstofufólk. Sá kattarþvottur, sem þessir tveir kommúnistar beita, til að réttlæta þetta fyrirhugaða of- beldi er svo fáránlegur að engu tali tekur. Fólk ætti vissulega að lesa það sem þeir segja um fyrirhugaða skipulagsbreytingu og rétt þeirra félaga sem fyrir eru og byggt hafa upp A.S.Í. Það yfirklór er skrípaleikur og ekkert annað. Hér virðist áformað að fremja of beldi við eitt stærsta launþega- samband landsins, sem ekki á sér hliðstætt dæmi í sögu ísl. verka- lýðshreyfingarinnar. Landssam- tök verzlunarmanna í nágranna- löndum okkar eru öll innan heild arsamtaka alþýðunnar í þeim löndum. Heildarsamtök verzlunarmanna á Norðurlöndum veittu ísl. lands- sambandinu inngöngu á sl. sumri eftir að hafa sannfært sig um að það uppfyllti öll skilyrði, en setti þó það skilyrði jafnframt, að verzlunarmannasambandið hér, yrði að ganga í A.S.Í. — Og nú á að hindra það. — Innan A.S.Í. eru nú þegar mörg félög verzlunarfólks og hafa verið um fjölda ára. Á að reka þau út? Nei, þetta er engin afsökun. Enda má fullyrða að ef slík framkoma eigi að móta vænt anlega meðferð skipulagsmál- anna, þá séu þær breytingar fyr- irfram dæmdar til að mistakast, því slíku ofbeldi, sem í téðu við- tali er verið að boða, verður ekki unað. Til allrar hamingju eru það þingfulltrúar sjálfir sem eiga að ráða úrslitum þessa máls og því verður ekki trúað að ó- reyndu að beizli kommúnista sé þegar búið að kæfa rétt siðferði legt og félagslegt mat meirihluta fulltrúanna á næsta þingi A.S.f. Þvælan í loik viðtalsins um „verkstjóra" og 'umboðsmcnn atvinnurekenda“ er tæplega svaraverð. Því lifa þessir menn ekki sjálfir eftir sinni eigin kenn ingu? Er Tryggvi Emilsson stjórnar- meðlimur Dagsbrúnar ekki „um- boðsmaður atvinnurekandans" í flokki sínum? Er Benedikt Dav- íðsson trésmíðameistari, sem nef ur fjölda manna í vinnu ekki „verkstjóri"? Eru bæjarstjóri, kennarar, skólastjórar og bænd- ur sjálfsagðari í Alþýðusambandi íslands en verzlunarfólk. Eða er svarið við frávísuninni kannski að finna í því, að búðarfólk og skrifstofufólk hefur ekki valið einlita kommúnistahjörð til að ráða málum sínum? Ég trúi því ekki að óreyndu að fulltrúar á næsta þingi A.S.f. hugsi sig ekki um tvisvar, áður en slíkt ofbeldisverk, sem frávís- un inntökubeiðninnar, verður samþykkt og lögð undir hamar almenningsálitsins. Pétur Sigurðsson. NESKAUPSTAÐ, 9. nóvember. — Leikfélag Neskaupstaðar sýndi í gærkvöldi leikritið „Miðlar og brjóstahöld“, eftir franska leikritaskáldið Claude Magnier. Þetta er gamanleikur og hefur áður verið sýndur und ir nafninu „Óskar“. Á frumsýn- ingu var húsfyllir og leikendum ágætlega tekið. Leikstjóri er frú Elín Ingvars- dóttir, sem undanfarinn mánuð hefur starfað hjá leikfélaginu. Aðalleikarar eru Ásgeir Lárus- son og Valur Sigurðsson. — í leikslok voru bæði leikendur og leikstjóri kölluð margsinnis fram. Önnur sýning á leiknum er i kvöld, en síðar hyggst leikfé- lagið fara með leikritið á næstu firði. Leikfélag Neskaupstaðar er 10 ára um þessar mundir. Núver- andi stjórn skipa: Ásgeir Lárus- son, form., Óskar Björnsson, rit- ari, og Soffía Björgúlfsdóttir. Orðsending til Eiðamanna AF sérstökum ástæðum eru nemendur Eiðaskóla frá 1930 og síðar beðnir að koma til viðtals í Breiðfirðingabúð, uppi, nk. sunnudag á tímabilinu frá kL 2—7 e. h.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.