Morgunblaðið - 12.11.1960, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.11.1960, Qupperneq 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 12. nóv. 1960 Umræðurnar á Alþingi í gær: Samningaumleitanir vinstri stjdrnar- innar og landhelgismálið UMRÆÐURNAR um land- helgismálið á Alþingi síðustu daga hafa sem kunnugt er, spunnizt út frá frumvarpi stjórnarandstæðinga í efri deild um að reglugerðin um 12 mílna fiskveiðilögsögu verði nú gerð að lögum. Vissu um samningana Var Finnbogi R. Valdimarsson fyrstur á mælendaskrá í gær, en hann hafði tvívegis áður tekið til máls. Hann kvað það ekkert nýtt fyrir þeim Alþýðubanda- lagsmönnum, þótt fram hefði komið við umræðurnar, að utan- ríkisráðherra hefði staðið í samn ingamakki við NATO-ríkin. Þeir hefðu vitað, hvað ráðherrann var að gera. Ekki væri um annað að gera en leggja skjölin öll á borð ið. En hann hefði óvart heyrt það i einum af hliðarsölum þings ins, að Guðm. í. Guðmundsson utanríkisráðherra hefði neitað þeim Herm. Jónassyni og Eyst. Jónssyni um að fá að afirita öll þau skeyti, sem málið snertu. Þó hittist svo á, að sér og sínum mönnum væri kunnugt um, hvað í þessum skeytum fólst. Þau hefðu ver'ið byggð á makki Al- þýðuflokksins við Sjálfstæðis- flokkinn. Einingin rofin Því hefði verið lýst yfir, m.a. í hvítu bókunum, að við vildum aldrei semja við aðrar þjóðir um framkvæmd þessara mála. Það hefði núverandi ríkisstjórn engu að síður gert, og á mánudaginn kæmu hingað fulltrúar vitanlega til þess að ganga endanlega frá samningunum. — Með því að til- kynna stjórnarandstöðunni, að hún skyldi engan hlut eiga að viðræðunum við Breta, hefði nú verandi ríkisstjóm gengið ber- legast á móti stefnu fyrrverandi stjórna, sem ætíð hefðu reynt að ná algjörri samstöðu um öll skref í málinu. Einingin hefði verið rofin. FRV ræddi nokkuð um þá hættu, sem íslenzkir sjómenn ættu yfir höfði sér meðan deilan væri óleyst og sagði að hún hefði nú stundum alveg gl^ymst hjá stuðningsmönnum stjómarinnar. Og ekki taldi hann að henni yrði bægt frá þó að togurum Breta og annarra þjóða yrði leyft að veiða á svæðinu milii 6 og 12 mílna. Að síðustu bollalagði FRV nokkuð um það, hvort stjórnin mundi þora að semja — en lýsti í hinu orðinu ugg sínum um að stjórnarandstæðingar fengju ekk ert að vita, fyrr en frá samning um hefði verið gengið. Þá ræddi hann um áframhald baráttu stjórnarandstæðinga m.a. tillögu, sem þeir hafa flutt í Sameinuðu AXþingi um málið. Telja sig þurfa liðsstyrk Næstur kvaddi sér hljóðs Bjarni Benediktsson dómsmála- ráðherra. Mælti hann á þessa leið: Síðasti ræðumaður lauk máli sinu með því að vitna til þáltill., sem nú er komin fram í Sþ og er í raun og veru þess efnis, að flytja þær umr., sem hafa staðið hér í þessari hv.d. nú alllangan tíma yfir í hv. Sþ. Ástæðan til þess tillöguflutnings virðist ekki geta verið önnur en sú, að eftir þessar býsna löngu umr. hér í d. hafi flm. þessa frv., og tveir fremstu þeirra eru einnig meðal flm. till. í Sþ., talið sig þurfa á liðsstyrk að halda vegna þess, að svo mjög hafi hallað á þá í þeim umr., sem hér hafa átt sér stað og skil ég þá afstöðu þeirra mæta vel. Hv. síðasti ræðumaður (FRV) talaði mikið um það hvílík þjóð- areining hefði verið um megin- atriði þessa máls hingað til. Um þetta ræddi hann í öðru orðinu,' en í hinu lýsti hann á hinn fer- legasta hátt þeim svikum, sem hæstv. utanrrh. hefði verið að undirbúa í þessu máli 1958 með þátttöku Sjálfstfl. Ef eitthvað væri til í þeim söguburði, er það ekkert sérstakt sannindamerki um mikla einingu um málið á fyrri stigum þess. En þessi áburð ur um svik af hálfu Alþfl. og Sjálfstfl. fyrirhuguð á árinu 1958 er því furðulegri vegna þess, hversu þessi hv. þm. var fámáll um þátt Framsfl. í málinu á því ári. Nú er það fram komið hér í hv. d og hv. þm. (Finnbogi R. Valdimarsson) lýsti því og raun- ar hv. 2. þm. Vestf. (Hermann J.) í gær einnig, að Alþýðubanda lagsmönnum hefði a.m.k. verið kunnugt um nokkurn hlut þeirr- ar sögu fyrir löngu, — að strax í maí 1958 voru send skilaboð í nafni ríkisstj. íslands. Skilaboð sem mér skilst, að Alþýðubanda- lagið hafi ætíð lýst sig vera' al- fjerlega andvígt og það hefur Verið sagt hér frá því, að hv. 2. þm. Vestf. (Hermann J.) hafi sjálfur átt ríkan þátt í samningu þessa skeytis, þar sem talað er í nafni allrar ríkisstj. og viss skila boð send áleiðis í nafni hennar. Játning Finnboga — Nú vil ég spyrja hv. 5. þm. Reykn. (FRV): Var honum eða hans flokki kunnugt um þetta skeyti áður en það var sent? (Gripið fram í (FRV)): Ég vissi, hvað hæstv. utanrrh. og hæstv. dómsmrh. voru að gera). Já, hann vissi, hvað ég var að gera, því að eftir hans eigin sögn hér í d. áður, þá 'rar ég suður á Miðjarðarhafsströndu. Og ég hefi þá ekki verið í miklu makki hér við hæstv. utanrrh. enda hef- ur hv. þm. (FRV) margoft minnzt á það, að ég viti ekki hvað gerðist af því að ég hafi verið þarna suður frá, svo að það er ekki verið að tala um það, hvað ég gerði. Ég spyr: Vissi hv. þm. (FRV) um þetta skeyti ,sem hæstv. fyrrv. forsrh. (Hermann J.) samdi í samráði við eða ásamt hæstv. þáv. ut- anrrh. (Guðmundi í.). Vissi hann um skeytið áður en það var sent? (FRV: Ég skal svara hæstv. ráðh. þegar ég má). Það er hægt að svara þessu með einföldu svari: Já eða nei. „Ég vissi . . .“ (FRV: Ráðh. Alþýðubandalags ins áttu engan þátt í samningu skeytisins og tóku fyrirvara á móti sendingu þess. En ég vissi um efni skeytisins og var ekki hræddur við það. Og vissi að því yrði hafnað). Nú, hann var þá einn í sam- særinu með þeim. Þá vitum við það. Það hefur verið sagt frá því í Þjóðviljanum og síðast þessa dagana, að þetta skeyti hafi ver- ið sent án þess að fulltrúar Al- þýðubandalagsins hafi um það vitað. En nú höfum við játningu hv. þm. (FRV) fyrir því, að hann hafi um það vitað. (FRV: Og vissi, að því yrði neitað). Já, við heyrum, hvað maður- inn segir. Það er þá sem sagt rangt, sem Þjóðviljinn hefur sagt og hefur verið ein aðaluppi- staðan í málflutningi Alþýðu- bandalagsins fram að þessu, að því hafi verið algerlega ókunn- ugt um þetta skeyti. Eða er það kannski svo, að þessi hv. þm. (FRV) sé meiri trúnaðarmaður' hv. 2. þm. Vestfj. (Hermanns J.) heldur en Alþýðubandalagsins. Það hefur stundum heyrzt, að hann væri eins konar flugumað- ur innan Alþýðubandalagsins. (FRV: Ef hæstv. ráðh. meinar þetta þá ætla ég að biðja um orðið). Tvöfeldni Hermanns í , V-stjórninni Ég hygg, að hvað sem var um vitneskju Alþýðubandalagsins um þetta margumtalaða skeyti, þá sé það rétt, þó að ég hafi ekki verið staddur hér á landinu, að efni skeytisins hafi áður verið borið undir Sjálfstfl. og einmitt af hæstv. þáverandi forsrh. Her manni Jónassyni. Sýnir það kannski nokkuð starfshætti inn- an þáverandi hæstv. ríkisstj., að hæstv. þáverandi forsrh. skyldi leita til stjórarandstöðunnar í slíku máli og um afgr. annars eins vanda, ef það er rétt, að hann hafi ekki borið sig saman við Alþýðubandalagsráðherrana heldur einungis hv. 5. þm. Reykn (FRV) eins og nú er komið fram. Þá komum við að skeytinu frá 20. ágúst eða þar um bil, sem einnig er ómótmælt. að hæstv forsrh. (Hermann) átti hlut að því að senda. Var það skeyti sent með vitund Aiþýðubanda- lagsins alls eða kannski einungis eins manns í Alþýðubandalags- jns eða ef til vili einskis? Þetta er mjög fróðlegt að fá vitneskju um, þegar verið er að ræða um þá miklu þjóðareinir.gu, sejn haldið er fra.n, að ætíð hafi. ríkt í þessu máli fram á síðustu daga. (FRV: Fróðiegt væri að fá öli skeytin á borðið og ræða svo.) Það væri íróð egt að fá öil skeytin á borðið, það er alveg rétt, að Sjá'fstæðisfi. bar fram um það till. í ágúst 1958 og skrif aði hæstv. forsrh. (Hermanni) um það, að öll skeyti, sem send hefðu verið og öil gögn varðandi samninga á milli flokka væru birt af hálfu hæstv ríkisstj. Hæstv. forsrh. (Hermahn) vildi þá ekki verða við þessari sjáif- sögðu ósk. En ég tel það sjáJf- sagt, að áður en yfir lýkur, þá verði þjóðinni gerð grein fyrir öllum gangi þessa máls. Það er í samræmi við ósk okkar frá 1958 og í samræmi við það, sem ég lét uppi strax í fyrsta skipti, sem ég talaði um þetta frv. hér. En það er mjög athyglisvert, að hvorki hv. 5. þm. Reykn. (FRV) né hæstv. fyrrv. forsrh. (Her- mann) fást til þess að segja neitt um þetta skeyti frá því í ágúst 1958. (FRV) grípur fram í: Ég hef ekki séð það.) Ekki séð það. Þá var jafnvel trúnaðurinn við hann búinn af hálfu Hermanns Jónassonar. Það værj synd að segja, að það kæmi ekki sitthvað fram í þess- um umræðum. Hvert sækir Hermann fyrirmynd? Þá kem ég að hinu, þegar sagt er, að það hafi aldrei átt sér stað samningaumleitanir af hálfu íslendinga um þetta mál við aðrar ríkisstj. fyrr en nú og hv. 6. þm. Reykn. (FRV) sagði, að það hefðu engar samninga- umr. verið og byggði það á þeím rökum, sem hv. 2. þm. Vestfj. (Hermann J) flutti hér í gær, að það væri allt annað að áskilja, að gera eitthvað einhliða gegn því, að einhver annar gerði eitt- hvað einhliða á móti heldur en að gera samning. Þetta er aú á- kaflegá snjöll hugsun, en hún er ekki alveg frumleg. Það var sem sé einu sinni á lögreglustjóraárum hv. 2. þm. Vestfj. (Hermanns J), að það var maður hér í Reykjavík eða nágrenninu kærður fyrir sprútt- sölu. Ég veit ekki,’ hvort hv. þm. (Hermann J.) yfirheyrði mann- inn sjálfur eða ekki. En pað er auðsjáanlega alveg sama hugs- unin, sem felst á bak við hjá báðum. Maðurinn var spurður um það, hvort hann hefði nokxurn tíma selt áfengi. Nei, hann sagðist aldrei hafa selt áfengi, en hann sagðist stundum hafa gefið mönnum á- fengi og þeir hefðu gefið sér peninga í staðinn. Þetta er auðsjáanlega fyrir- mynd hv. 2. þm. Vestfj. (Her- manns J.) og hv. 5. þm. Reykn. (FRV) í lögskýringum þeirra nú, og þarf ég ekki að rekja þá sögu frekar. Það var auðvitað, að maðurinn var dæmdur. þrátt fyrir þessar gjafir á báða bóga. Bægja þarf hættunni frá Hv. 5. þm. Reykn. (FRV) sagði, að ég og við Sjálfstæðis- menn hefðum gleymt hættunni, sem sjómenn voru í —■ mér skildist hann stundum segja á öllu árinu 1959, stundum var talað um eitt og hálft ár, stund- um bara raunar frá því í apríl 1959 og eitthvað fram á þetta ár. Svo að eitthvað var nú máálum blandað um sagnfræðina, eins og oftar hjá þessum ágæta hv. þm. Sannleikurinn er sá, að við höfum ætíð lagt á það ríka á- herzlu, hvílíka hættu þessi deila færði yfir íslenzka sjómenn og við teljum, að þáv. hæstv nkis- stj., vinstri stjórnin, liafi látið ýmislegt ógert á árinu 1958, sem hægt var að gera, til þess að eyða þessari deilu. Við héldum áfram að vekja athygli stjórnar- valdanna á því, eins og hv. þm. (FRV) segir langt fram á árið 1959, að sérstakra ráðstaíana væri þörf. En þá var búið að á- kveða, að kölluð sky'idi saman sérstök ráðstefna, þar sem menn vonuðust til þess að málið leyst- ist og þess vegna var mjög eðli- legt, að beðið yrði msð frekari ráðstafanir, þangað til þeirri ráð stefnu lyki. Von okkar allra var rú fyrir ráðstefnuna og við getum sagt fram yfir ráðstefnuna, að það tækizt að bægja þessari hættu frá. Nú er því miður komið á dag inn, að hún er vöknuð upp aftur enn á ný. E. t. v. 1 hættulegra formi, eins og hæstv. utanrrh. las upp eftir hv. 2. þm. Vestf. (Hermann J.) hér á dögunum heldur en nokkru sinni áður, ef ekki verður að gert Og það er alveg eins og hv. 5. þin. Reykn. (FRV) sagði: í utanríkismálum tjáir ekki að láta tilfinningar, hvað þá gremju ráða gerðum sínum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr v:ð framkomu Breta, og ég held, að við getum allir a. m. k. verið sammála um það, að okkur ílkar illa við hana í þessu máii, um það er enginn ágreiningur, þá verðum við að meta staðreynd- irnar eins og þær eru og gera okkur grein fyrir því, hvernig við eigum að eyða þessari hættu. Algert úrræðaleysi st j órnarandstæðinga í öðru orðinu tala hv. stjórn- arandstæðingar um það, að hún sé í raun og veru engin og þess vegna þurfi ekkert að aðhaíast. Tíminn muni leysa málið fyrir okkur, eins og hv. 2. þm. Vestf. (Hermann J-) sagði. Eða eins og hv. 5. þm. Reykn. (FRV) sagði: Á okkur er ráðizt, en við vitum bara ekkert, fyrir hverjum á að kæra. Ég lagði á það áherzlu í minni fyrstu ræðu, að athuga yrði hvaða leiðir eru til þess að eyða þessari deilu og þar með þeirri miklu hættu og margs konar ó- hagræði, sem með henni er fært yfir okkar þjóð. Ég skal athuga hverja einustu leið og till., sem fram kemur um, hvernig þeirri hættu skuli eytt. En ég hef ekki heyrt stjórnarandstæðinga enn benda á eina einustu raunhæta leið í þeim efnum hér i þesum umr. Meginyfirlýsing þeirra var, að það væri eklkert hægt að gera. Hv. 2. þm. Vestf. (Hermann J.) vitnaði raunar á seinná stigi málsins í þá hugmynd, að hægt væri að kæra málið fyrir Banaa ríkjastjórn. Hann veit það jafn- vel, eins og ég, að það er ekki líkleg leið til þess að leysa þessa deilu. Enda vitum við það öll, sem hér erum, að ef hann hefði sjálfur litið svo á, meðan hann var æðsti valda- maður þessarar þióðar, þá hefði hann kært fyrir Bandaríkja- mönnum strax haustið 1958, þegar ofbeldi Breta hér við landið hófst. Og hvað sem öðru líður, þá er afstaða okkar um kæru nú á þeim vettvangi mun veikari, vegna þess að það ráð var ekki tekið þá strax. Af hverju kærði Hermann ekki? Ég hygg, að ef rétt er skoðað, þá sé sú ástæða til þess að hv. 2. þm. Vestf. (Hermann J.) kærði ekki hið sama eins og hv. 5. þm. Reykn. (F. R. V.) sagði nú, að réttlætti samninga Norðmanna við Breta. Hann sagði: Þeir eru sammála Bret- um um það, sem deilt er að meginefni um í málinu, þ. e. a. s. hinn sögulega fiskveiðirétt. Á sama veg hygg ég, að það sé skýringin á því, að hv. 2. þm. Vestf. (Hermann J.) kærði ekki fyrir Bandaríkjastjórn eða Atlantshafsbandalaginu haustið 1958, að hann vissi fyrir fram, að bæði Bandaríkjastjórn og öll aðildarriki Atlantshafsbanda- lagsins, önnur en við, voru á annarri skoðun en íslendingar í þessu máli. Þau töldu, að þama væri um réttarágreining að ræða og að Bretar hefðu Framh. á ois. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.