Morgunblaðið - 12.11.1960, Side 13

Morgunblaðið - 12.11.1960, Side 13
Laugardagur 12. nóv. 1960 MORGVTSBLAÐIÐ 13 Kennarar tást ekki til kennslustarfa Greinargerð frá Sambandi barnakennara A FUNDI með fréttamönnum í gær afhenti stjórn Sambands ís- lenzkra barnakennara blöðum og útvarpi eftirfarandi greinargerð lim launamál kennara: Vegna umræðna, sem orðið hafa í haust í blöðum og útvarpi um launamál kennara í sam- bandi við kennaraskortinn, þyk- ir stjórn Sambands íslenzkra 'barnakennara hlýða að auka þar nokkru við, inálum þessum til frekari skýringar. Allar menningarþjóðir leggja á það mikla áherzlu að koma skólamálum sínum í það horf, að þjóðfélaginu nýtist sem bezt það fé og sú vinna, sem lögð er í skólastarfið, m. a. með því að reisa hentug og vönduð skólahús og eiga sem hæfustu kennara- liði á að skipa. Þetta er viður- kennt sjónarmið, sem enginn mótmælir í alvöru, og frumskil- yrði þess, að verulegs árangurs megi vænta. Þjóðir, sem standa á háu menningarstigi, líta á það sem sjálfsagðan hlut, að upp- eldis- og kennslustörf séu ein- ungis falin mönnum, sem sér- staklega hafa búið sig undir að gegna þeim störfum. Verði þar einhver misbrestur á, er undinn að því bráður bugur að finna ráð til úrbóta. Brautryðjendum skólamála hér á landi var þetta einnig ljóst, og mörkuðu þeir stefnuna í sam- ræmi við það. Löggjafinn stað festi þetta sjónarmið með setn- ingu fræðslulaganna 1907 og lög_ um um stofnun kennaraskóla 1908 og hefur hvergi síðan slak- að á við endurskoðun laganna, heldur haldið sömu stefnu og aukið stöðugt kröfur um mennt- un kennara. Enn vantar kennara í suma skólana Um framkvæmd þess atriðis, að einungis sérmenntaðir menn gegni kennarastöðum, hefur olt- ið á ýmsu. Lengi vel voru þeir allt of fáir, en kennaraskólinn vann stöðugt á, og nú eru all- mörg ár síðan, að sá hópur. sem þaðan hefur útskrifazt, var orð- inn nógu stór til að skipa allar kennarastöður við barnaskóia landsins, ef flestir hefðu horfið að störfum. Þróunin hefur hins vegar orðið sú á síðustu árum, að próflausum mönnum hefur stöðugt fjölgað í kennarastöðum, og skólaárið 1959—1960 var svo komið, að nær 7. hver maður, sem við barnakennslu fékkst, hafði ekki tilskilda menntun. Árið 1954—1955 voru þeir t. d. 68, en 1959—1960 var tala þeirra komin upp í 118 eða um 15% stéttarinnar, og allar horfur eru á, að þeim muni enn fjöiga á þessu skólaári, þvi að ekki hef- ur tekizt að ráða menn í stöður við alla fasta skóla, þótt iiðnir séu röskir tveir mánuðir af skólaárinu. (Því má skjóta hér inn í, að nú er þannig ástatt í tveimur kaupstöðum úti á landi, að orðið hefur að stytta dagleg- an kennslutíma barnanna, vegna þess að kennslukraftar voru ekki til staðar til að inna lög- skinaða kennslu af hendi.) Ýmsir telja, að kennaraskort- urinn stafi af því, að hörgull sé á mönnum með kennaramennt- un. Þetta er ekki rétt eins og sýnt skal fram á .Eftir beiðni stjórnar S. í. B. lét fræðslumála- skrifstofan taka saman skrá um alla þá, sem kennaraprófi luku á árunum 1943—1959. Þeir reynd ust vera 490 alls. Af þeim voru 341 starfandi við barnaskólana 1959—1960, en 149 gegndu ekki kennslustörfum það ár, þ. e um 30 af hundraði hverju heimtust ekki til þess starfa, sem þeir höfðu varið miklu fé og löngum tíma til að búa sig undir að gegna. Hlutföllin 149 : 118 sýna ljóslega, að til eru menn með kennararéttindum til að skipa allar kennarastöður við barna- skólana, þótt gert sé ráð fyrir að allstór hópur heltist úr lest- inni áf eðlilegum ástæðum. Höf- uðorsök þess, að þeir, sem út- skrifast, hefja annaðhvort aidrei kennslu eða hætta að fleiri eða færri árum liðnum, er tvímæia- laust sú, að þeim bjóðast lífvæn- .legri kjör í öðrum starfsgrein- um. Það eru launakjörin, sem hér ráða úrslitum. Byrjunarlaun innan við 4000 kr. Byrjunarlaun kennara við 9 mánaða skóla eru kr. 46.206,20 á ári eða kr. 3.850,58 á mánuði að lífeyrissjóðsgjaldi meðtöldu. Fá- ir, sem annars betra eiga völ, sætta sig við þau kjör. Hagstof- an áætlar verkamanni, sem vinnur fullan vinnudag allt árið kr. 54.687,36 í árslaun. Nú vita allir, sem til þekkja, að verka- mannalaun í dag hrökkva ekki til að framfleyta meðalfjöl- skyldu nema til komi veruleg eftirvinna. Hvað mundi þá um byrjunarlaun kennara, sem sam_ kvæmt þessu eru kr. 8.481,16 lægri en verkamannslaun? Há- markslaun kennara eru kr. 64.275,75. Þau nægja ekki heldur fyrir heimilisþörfum með því verðlagi, sem Við búum nú við. Starfi skólar skemur en 9 mán uði, lækka laun um 1/12 árs- launa fyrir hvern mánuð, sem frá dregst. Setjum upp einjjalt dæmi um tvo menn um tvítugt. Annar gerist kennari, eftir að hafa bú- ið sig undir starfið með 4 vetra námi í kennaraskólanum. Hinn stundar daglaunavinnu og miss- ir ekkert úr, en vinnur heldur enga eftirvinnu. Báðir gegna störfum sínum um 30 ára skeið. Þá gera þeir upp reikniaga og bera saman bækur sínar. Kem- ur þá í Ijós, að sú heildariauna- upphæð, sem þeir hafa borið úr býtum í þessi 30 árá, er nærri jafnhá. Kennarinn er þó aðeins lægri eða sem nemur kr. 5.103,56. Laun kennara á Norðurlönd- um eru rr jög mishá. La rglægst eru þau hér á landi, en hæst í Svíþjóð, og er launamunur mik- ill. Þar sem byrjunarlaun eru lægst hjá þessum frændþjoðum okkaf, eru þau rösklega 24 þús- und krónum hærri en hér, en hæstu byrjunarlaun eru þar rúmlega 67 þúsund krónum hærri á ári en hjá okkur Á há- markslaunum er munurinn þó enn meiri. Lægstu hámarkslaun þar eru um 31 þúsund krónum hærri en hér, en þar sem hæst laun eru greidd eru þau nærri 90 þúsund krónum hærri en há- markslaun íslenzkra barnakenn. ara. Hér er alls staðar miðað við lengsta starfstíma skólanna og reiknað með núverandi gengi ís- lenzkrar krónu. Álíka margar kennslustundir og á Norðurlöndum Oft er á það bent, að íslenzkir barnakennarar, sem starfa við 9 mánaða skóla, hafi 3 mánaða sumrleyfi og miða beri því iaun þeirra við að þeir stundi atvinnu í sumarleyfi sínu. Þetta getur hvorki talizt sanngjarnt né heppi legt og sæmir varla ríkisvaldinu að vísa starfsmönnum sínum þannig til fanga tnn á atvinnu- svið annarra stétta, sem oftast er fullskipað fyrir. Kennarar hafa heldur engan rétt þar til vinnu. Yrði þeim eðlilega mein- að að ganga að slíkri vtnnu, hvenær sem stéttarfélögunum kynni að þykja þess þörf. Þar við bættist svo, að mikil auka- störf hljóta jafnan að bitna beint eða óbeint á aðalstarfinu, og er þá illa farið. Laun kennara annars staðar á Norðurlöndum eru miðuð við fullt ársstarf, og mundi þar engum til hugar koma að ætla þeim að stunda almenna vinnu í sumarleyfinu. Þar starfa barnaskólar yfirleitt í 10 mánuði. Kennsluskylda kennara er nokkuð misjöfn eftir löndum, minnst 1140 stundir, mest 1410 kennslustundir á ári. Hér á landi er kennsluskylda kennara við 9 mánaða skóla 1296 kennslustundir á ári, sam- kvæmt skýrslu frá Fræðsluskrif- stofu Eeykjavíkur. (Ekki er hér reiknað með óhjákværhUegri heimavinnu eðá þeim tíma, sem fer til félagsstarfsemi meðal barnanna utan skólatímans, en það hvort tveggja er lágt áætl- að 2 stundir á dag til jafnaðar.) íslenzkir barnakennarar skila því að meðaltali sVipuðum kennslustundafjölda árlega og norrænir starfsbræður þeirra, þótt skólar starfi hér mánuði [skemur. Liggur það einkum i því, að daglegar kennslustundir eru þar víða færri. Fleiri dagar falla úr á skólaárinu, og svo eru tímar sums staðar styttir á laugardögum, til þess að ttennslu sé þá daga lokið um eða laust eftir hádegi. Hér að framan hefur verið reynt að draga fram nokkrar staðreyndir, sem máli skipta, þegar rætt er um laun og starfs- kjör kennara. Séu þær inetnar af sanngirni og hlutdrægnis- laust, munu flestir skilja, að kröfur kennara um bætt lau.aa- kjör eru á fullum rökum reistar. Aður en Það segir sig sjálft að sek- úndurnar sem líða frá því fall hlífarmaðurinn steypir sér á höfuðið út úr flugvélinni nið- ur í tómið og þar til fallhlífin opnast, hljóta að vera skelfi- legar. Allir fallhlífarmenn kannast við það augnablik. Einn þeirra, Egyptinn A1 Mussalah, varð fyrstur til að taka mynd af sjáífum sér und ir þessum kringumstæðum. Hvernig fór hann að því? Jú, það var ofur einfalt. Hann festi myndavélina, sem var sérstaklega útbúin, á annað stígvél sitt. í hendi hans lá þráður, sem tengdur var við myndavélina, og er hann tók stökkið, kippti hann í þráð- inn. Einni sekúndu síðar opn- aðist fallhlífin. Við framköllun kom í ljós meðfylgjandi mynd af A1 Mussalah á hræðilegasta augnabliki fallsins. Fyrir neð- an blasa pýramídarnir við. fallhlífin opnast Hjörtur Jónsson kaup- maður 50 ára í dag HJÖRTUR Jónsson er fæddur á Saurbæ í Vatnsdal 12. nóvember 1910, sonur hjónanna Guðrúnar Friðriksdóttur og Jóns Hjartar- sonar, er lengi bjuggu á þeirri jörð. Voru þau hjón alkunn í Húnavatnssýslu um áratuga- skeið, að myndarskap og góð- vilja. Arið 1925 flutti fjölskyldan öll til Reykjavíkur. Hjörtur stund- aði nám í Verzlunarskóia íslands og útskrifaðist þaðan með góð- um vitnisburði árið 1929. Gerðist hann þá starfsmaður hjá Eim- skipafélagi íslands og starfaði þar fyrst sem bókari en siðan sem endurskoðari félagsins og starfaði hjá félaginu samtals 29 ár við vaxandi traust. Hann stofnaði árið 1958 verzlunina „Olympía" og hefir rekið hana alltaf síðan af miklum dugnaði, fyrst á Vesturgötu 11 og síðan á Laugaveg 26 þar sem hann er nú að byggja stórhýsi. Einmg stofn- aði hann ásamt konu sinni Líf- stykkjaverksmiðjuna Lady hf., sem er mikið fyrirtæki. Hjörtur kvæntist 31. desem- ber 1937 ágætri konu Þórleifu Sigurðardóttur. Eiga þau þrjá efnilega drengi. Heimili þeirra á Barmahlíð 56 er mikið rausnar- og myndarheimili. Hafa vinu og frændur húsbændanna átt þar marga glaða stund. Hjörtur Jónsson er gáfaður maður, fyrirhyggjumaðui mikill og hefir heilbrigðar og fast mót- aðar skoðanir. Um dugnaðinn bera verkin ljósastan vott. Hann er ljóðelskur og ágæt- lega skáldmæltur, en nokkuð dulur á eigin ljóðagerð, enda er maðurinn hlédrægari en hæfi- leikum samsvarar. I vinahópi er hann þó glaður og reifur og manna skemmtilegastur, enda fróður um margt. Hann er mikill áhugamaður um félagslegar umbætur. Hefir sjálfur verið heppinn í sínum atvinnurekstri, og hefir beitt sér að hollri starfsemi á sviði verzl- unar og iðnaðar. Er líka mjög vinsæll meðal sinna félaga og hjá sínu starfsfólki. Nú þegar þessi ágæti maður á hálfrar aldar afmæli, þá óska ég honum og allri hans fjöl- skyldu gleði og farsældar á komandi tíð og flyt honum ein- lægar þakkir fyrir trausta vin- áttu og margar ánægjilegar stundir. Jón Pálmason. ÞAÐ var ranghermi í blaðinu í gær, að Hjörtur ætti afmæli þann dag. ,Tíbrá‘ ný verzlun að Laugavegi 19 í MORGUN var opnuð ný verzl- un að Laugavegi 19 hér í bæ. Er fyrirtækið, sem hlotið hefir nafn ið „Tíbrá“, nýtt af nálinni, en eigendur eru Vilhjálmur Bjarna- son, Hilmar Vilhjálmsson og Stefán Hirst. í húsnæði því, sem hin nýja verzlun hefir, voru áður tvær verzlanir, Clausensbúð (nýlendu vöruverzlunin) og Regnhlífabúð- in, sem hefir flutt að Laugavegi 11. — Hafa nú verið gerðar gagn gerar breytingar á húsnæðinu, sem er orðið hið nýtízkulegasta — og skyldi engan gruna, sem inn í verzlunina er kominn, að hann sé staddur í mjög gömlu húsi. Tíbrá er verzlun fyrir konur. Þar eru á boðstólum hvers kon- ar fáanlegar snyrti- og fegrunar vörur frá ýmsum löndum, svo sem Bretlandi, Frakklandi, Þýzkalandi, Ítalíu og Bandaríkj- unum, — svo og kvenfatnaður ýmiss konar, sem aftur á móti verður mestmegnis innlendur iðnaður. — Teikningar að inn- réttingu verzlunarinnar gerði Sveinn Kjarval húsgagnaarki- tekt, en yfirumsjón með verkinu hafði össur Sigurvinsson tré- smíðameistari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.