Morgunblaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. nóv. 1960
MORGVNBLAÐIh
3
Merkur viðburður
í björgunarmáium
eftir Jón Oddgeir Jónsson
Höfundur greinarinnar brá sér nýlega til Banda-
ríkjanna til að kynnast nýjungum í ýmsu er snertir
skyndihjálp á slysstað. — Naut hann fyrirgreiðslu
„Loftleiða“ er bauð honum far vestur, en Jón hef-
ur kennt starfsfólki beggja flugfélaganna í mörg
ár. Fólu félögin honum að kaupa kennslutæki og
kvikmyndir um fyrstu hjálp. Fyrir vestan var það
einkum capt. M. McMahon, björgunarst., sem veitti
Jóni leiðbeiningar, ásamt læknum þeim í Balti-
more, sem hafa beitt sér fyrir rannsóknum og
notkun hjartahnoðs og blástursaðferðarinnar við
kofnun. —
HjartahnoS
EINS og margur mun hafa
lesið í vikuritinu „Time“, 11.
júlí 1960, hafa þrír amerískir
vísindamenn og læknar fund
ið aðferð (eftir ýtarl. rann-
sóknir á dýrum og mönnum)
til þess að fá staðnað hjarta
til að starfa að nýju, án
þess að opna brjóstholið og
hnoða hjartað í hendi sér, en
beita þess í stað hjartahnoði
utan frá. Vísindamennirnir
telja að hjartahnoð þetta
geti einnig komið að gagni
sem lífgunartilraunir við
menn, sem kafna af ýmsum
ástæðum — og því er málið
reifað hér.
í tímariti ameríska lækna-
félagsins, J.A.M A., 9. júlí
1960, birtist fræðileg greinar-
gerð þeirra þremenninganna,
W. B. Kouwenhoven prófess-
ors og læknanna J. R. Jude
og G. Knickerbocker, um
hiartahnoðið, og lýsa þeir að-
ferðinni á þennan vee: „Hið
eina, sem hafa þarf til þess
að framkvæma hiartahnoð,
eru tvær hendur Auðvelt er
að eera sér grein fyrir bví,
hvaða aðferð skuli nota, þeg-
ar athuguð er bygging brióst
holsins, rifianna og þeirra
líffæra, sem við þau eru
tengd. Hiartað nemur að
framan við bringubeinið, en
að aftan við hrygginn. Sé
fast stutt á brineubeinið,
þjappast hjartað miili þess
og hryggsins, og blóðið spýt-
ist úr því. heear slakað er á,
eða sleppt, fyllist hjartað aft-
ur af bi^ði. B>-iósterind fuil-
orðinna er furðu sveigjanleg,
svo framarlega sem maður-
inn sé meðvitundarlaus. —
Sjúklingurinn er lagður upp
í loft og helzt á hart undir-
lag. Beitt er þumalvöðva
hægri handar á neðri hluta
niður, þéttingsfast, h. u. b.
60 sinnum á mínútu. I hvert
skipti, sem sleppt er, á að
lyfta höndunum lítið eitt, svo
að ekkert hindri hjartað í að
þenjast. Sá, sem framkvæm-
ir lífgunartilraunina, á að
vera í þeim stellingum, að
hann geti látið allan þunga
líkama síns fylgja hverju
átaki. Svo fast þarf að
þrýsta, að bringubeinið fær-
ist um 3—4 sm nær hryggn-
um. Hjartahnoð utan frá
veitir nokkru lofti í lungun,
og sé ekki nema einn maður
viðstaddur, á hann að meta
. það mest að hnoða hjartað.
Séu tveir viðstaddir, ætti
annar að starfa að því að
hnoða hjartað, en hinn að
framkvæma blástursaðferð-
Ef einn maður kemur að köfnuðum manni, getur hann
notað hjartahnoð, sem lífgunartilraun. Höfuð sjúklingsins
er sveigt aftur. Hjálparmaður lætur hægri hendi neðar-
lega á bringubeinið, vinstri hendi ofan á og þrýstir þétt-
tngsfast niður, u. þ. b. 60 sinnum á mínútu.
bringubeinsins, en vinstri
höndin lögð ofan á, eins og
myndin sýnir. Síðan er þrýst
Ef tveir menn koma að köfnuðum manni, geta þeir notað
blástursaðferð og hjartahnoð til skiptis. Byrjar annar
hjálparmaðurinn á blástursaðferð en hinn fylgist með því
hvort lífsvottur kemur í ljós, svo sem finnanlegur „púls“.
Ef árangur finnst eða sést ekki innan skamms, byrjar
hjálparmaður að framkvæma hjartahnoð og þrýstir tíu
sinnum. Þá hættir hann andartak á meðan hinn blæs einu
sinni í lungun, síðan er þrýst aftur 10 sinnum og þannig
haldið áfram til skiptis þar til árangur kemur í Ijós. —
Vitja skal læknis hið fyrsta.
ina. Fljótt verður að hefjast
handa, því annars mun súr-
efnisskorturinn í hjartavöðv-
anum valda því, að hjartanu
verður um megn að dragast
saman aftur af því afli, sem
til þarf.
Reynslan hefur sýnt, að
hjartahnoð utan frá, er ekki
líklegt til að bera árangur,
ef meira en þrjár mínútur
eru liðnar frá því stöðvunin
varð“.
Fram til þessa hefur að-
eins ein lifgunaraðferð verið
kunn, sem gerir hvortveggja
í senn, að mynda inn- og út-
öndun og koma blóðrásinni á
hreyfingu. Aðferð þessi er
ruggu- eða veltuaðferðin,
sem kennd er við dr. Eve.
En til þess að framkvæma
hana þarf útbúnað (búkka og
börur), sem sjaldnast eru
tiltækar á slysstað, eða að of
Dr. James Jude kennir
sjúkraflutningsmönnum í
Baltimore hjartahnoð.
langur tími fer í það að út-
búa annað þess í stað, svo
aðferðin hefur ekki orðið
almenn.
Það er því stórmerkur við-
burður í björgunarmálum, ef
með hjartahnoði þeirra Kou-
wenhovens og félaga er fund
in lífgunaraðferð, sem einn
maður getur framkvæmt án
áhalda — og haft áhrif á
öndun og blóðrás hins kafn-
aða í senn.
Vísindamennirnir hafa lát-
ið útbúa stutta kvikmynd um
hjartahnoð — og eru nú að
láta taka aðra stærri, sem
kemur á markaðinn í vor.
Blástursaðferð og hjartahnoð
Tveir amerískir læknar,
þeir dr. P. Safer og dr. J.
Elam, sem beittu sér fyrir
rannsóknum og útbreiðslu
blástursaðferðarinnar, hafa
báðir látið þá skoðun í ljós,
að árangursríkt geti verið að
nota blástursaðferðina og
hjartahnoð saman, eða rétt-
ara sagt til skiptis, eins og
myndin sýnir. Ef einn mann
ber að köfnuðum manni,
skuli hann samstundis hefja
lífgunartilraunir með blást-
ursaðferðinni (til þess að
koma nægilegu súrefni í
lungun) og ef rækilega gerð-
ar tilraunir beri ekki þann
árangur eftir nokkra stund,
að „púls“ sjúklingsins finn-
ist, eða ef litarháttur andlits-
ins breytist ekki frá bláma
(einkenni köfnunar) til eðli-
legs litarháttar, þá skuli
björgunarmaðurinn hverfa
frá blæstrinum í svip; hnoða
hjartað 10 sinnum (til þess
að fá hreyfingu á blóðrásina)
blása eftir það einn langan
blástur, hnoða síðan 10 sinn-
um — og áfram þannig til
skiptis. (Dr. J. Elam)
í nýrri útgáfu af kennslu-
bók þeirra dr. P. Safers og
capt. M. C. McMahons, „Re-
suscitation of the unconscious
victim“ er m. a. bent á, að ef
tveir menn koma að köfnuð-
um manni, skuli annar þeirra
hefja blástur í lungun og ef
það ber ekki árangur eftir
nokkra stund (finnanlegur
,,púls“) skuli hinn fram-
kvæma hjartahnoð, milli þess
er sá fyrri blæs.
Benda má á, að í ameríska
tímar. „Electrical Engineer-
ing“, júní 1960, birtist merk
grein um hjartahnoðið og
stutt grein er um það í
nóv.-hefti „Reader’s Digest“.
STAKSTEINAR
Hannil al
í Tímanum í gær er rætt un
ræðu Hannibals Valdimarssonar
á Alþýðusambandsþingi. Hann
var þar að bera saman þróunina
í íslenzkum efnahagsmalum,
annarsvegar á vinstri stjórnar
tímanum og síðan eftir að sú
stjórn hrökklaðist frá. Hannibal
ræðir um vinstri stjórnar tím.
ann og segir:
„Flóttinn úr dreifbýlinu stöðv-
aðist að mestu og aldrei höfum
við fyrr verið nær því marki að
gera atvinnuleysi með öllu út-
lægt. Tekjur af Keflavíkurflug-
velli lækkuðu á þessu tímnbiH
út 370 millj. í 130 millj. og i de«-
ember 1958 var kaupmáttur
launa hærri en nokkru slnnl
fyrr. Þá voru skattar lækkaðir á
sjómönnum og láglaunafólki og
þannig mætti halda áfram“.
Svo mörg eru þau orð.
Sannlelkurinn
En skoðum nú sannleikann f
málunum, því að hans er sjaldn-
ast að leita í orðum Hannibals
Valdimarssonar.
Fyrsta staðreyndin er sú. að
fólksflóttinn úr dreifbýlinu
stöðvaðist ekki heldur var hann
aldrei meiri en á tímum vinstrl
stjórnarinnar. Þau tvö heilu
„manntalsár" sem v-stjórnin var
við völd, 1. desember 1956 til 1.
desember 1958, fluttust 1100
manns til Reykjavíkur en 739
næstu tvö ár á undan.
Sannleikurinn um atvinnu-
leysi er sem betur fer sá. að þess
gætti hvorki á árunum á undau
né eftir vinstri stjórn. Hitt er
rétt að V stiórninni tókst nlns og
öðrum stjórnum að koma i veg
fyrir að atvinnuleys! yrði á
valdatíma hennar. bó að það
hefði brátt orð'ð ef áfram hefðl
verið stefnt í ógæfuáttina I efna
hagsmálum.
Þriðja staðreynd er sú, að
tekjur islendinga af varnarllð-
inu voru á árunum 1952—55
92—278 millj. á ári. Varnarliðið
dró nokkuð úr framkvæmdum,
þegar vinstri stjórnarmenn
höfðu ákveðið „að reka herinn
úr landi“. Árið 1956 urðu tekj-
urnar bó 207 milljónlr en lækka
1957 niður í 133 millj.. og hað
mun vera talan, sem Hannibal
á við. En þróunin síðasta ÍT
vinstri stjórnarinnar var nokk-
uð önnur. því að tekjurnar af
varnarliðinu rjúka þá upp i 192
milijónir.
Fjórða staðreyndin er svo sú,
að vinstri stjórnin hrökklaðist
frá vegna kauphækkananna í
desember 1958, sem Hannibal
hælir sér af. Sjálfur barðist
hann þó gegn þeim. enda efast
víst enginn um, að honum er
ráðherrastóliinn kærari en laun
verkalýðsins.
f fimmta lagi er bað rétt. að
á vinstri stjórnar tímanum voru
skattar nokkuð lækkaðir, en þó
aðeins um litið brot af þvi. sem
núverandi stjórn hefur lækkað
þá.
Er betta leiðtosri?
Það er ekki að furða, þó að
Framsóknarmenn spyrji, hvort
þessi maður, Hannibal Valdi.
marsson, sem þannig fer með
staðreyndir eigi að vera sam-
eiginlegur ieiðtogi flokks þeirra
og kommúnista.
Sjálfsagt mun hann þó enn
berja sér á brjóst og hrópa. að
allir aðrir en hann séu „fjár.
, plógsmenn“, en sjálfur sé hann
| heilagleikinn sjálfur ekki sízt i
Ipeninga- og skattamáium.
Yfir því þarf ekki að velta
vöngum, að forysta Framsóknar
flokksins mun leggja að sínum
mönnum að styðja Hannibal
Valdimarsson, en ólíklegt er, að
jhinir óbreyttu Framsóknarmenn
séu hrifnir af þeim ákvörðunum.