Morgunblaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 17. növ. 1960 MORGVNBLAÐIÐ 17 — Þing ASI Frh. af bls. 1. úrelt, aldur væri ekki nefndur o. s. frv. Þá taldi hann það meinbugi að 185 meðlimir LÍV væru einnig meðlimir í öðrum félögum innan Alþýðusambands ins eða hefðu atvinnu, sem ekki samrýmdist ákvæðum félaga þeirra. Trúi ekki að óreyndu Eggert G. Þorsteinsson, al- þingismaður, sagði, að afstaða meirihluta stjórnar Alþýðusam- bands íslands til inntökubeiðni LÍV væri af pólitískum rótum runnin. Kommúnistar í stjórn Alþýðusambandsins teldu sér pólitískt óhagræði að því að fá LlV inn í ASÍ og neyttu því allra bragða til að hindra lög- lega inntöku þess. Að lokum kvaðst ræðumaður ekki tr.úa því að óreyndu, að meirihluti væri á Alþýðusambandsþingi fyrir slíku ofbeldisverki. Ekki gefið sama tækifæri Pétur Sigurðsson, alþingismað j ur, hóf mál sitt með því að segja frá inntöku félags bygg- ingariðnaðarmanna í Árnessýslu. Það félag hafði sent inntöku- beiðni til Alþýðusambandsins. Kom í ljós að félagið var þann- ig skipað, að ekki samrýmdist lögum og reglum ASÍ. Neitaði miðstjórnin félaginu inngöngu, en gaf því kost á að leiðrétta félagaskrá sína og var félagið tekið inn á fyrsta degi þings- ins. Pétur Sigurðsson spurði, hvers vegna LÍV hefði ekki verið gef- ið sama tækifæri til þess að leið rétta sína félagaskrá, sem það hefði óefað gert, ef miðstjórn ASl hefði sannanlega getað bent á að á henni væru misfellur. Breytt samtök Þá lýsti ræðumaður hvernig Verzlunarmannafélag Reykjavík ur hefði fyrir 5 árum breytt lögum sínum og starfsháttum á þann veg að það er nú hreint launþegafélag, og svo er um öll önnur verzlunarmannafélög og landssambandið í heild. Hrakið úr norrænum samtökum Ræðumaður vakti sérstaka at- hygli þingfulltrúa á því, að LÍV hefði á árinu gerzt aðili að sam- tökum verzlunarfólks á öðrum Norðurlöndum, en LÍV var tek- ið inn í þau samtök með því skilyrði að það gerðist aðili að Alþýðusambandi fslands. Með því að meina Landssambandinu inngöngu nú, væri hætta á að samtök íslenzks verzlunarfólks yrðu hrakin út úr samtökum nor rænna verzlunarmanna,. og slíkt væri mjög alvarlegt mál. Styrkur að beinni aðild Pétur Sigurðsson sótti rök fyr- ir réttmæti inngöngu LÍV í sjálf lög Alþýðusambandsins. Hann benti á, að innganga LÍV í ASÍ væri ekki einasta styrkur til handa LÍV heldur heildarsamtök unum einnig. Andstæðingar máls ins hafa teflt því mjög fram, að það væri jafngóður styrkur sam- tökum verzlunarfólks að fá yfir- lýsingu Alþýðusambandsins um stuðning í stéttarbaráttunni, en elíkt væri alrangt. Til dæmis veitti löggjöfin heildarsamtökun- um margs konar völd og áhrif, sem samtök verzlunarfólks fengju alls ekki notið nema með beinni aðild að samtökunum. Ræðumaður sagðist bera slíkt traust til fulltrúa á Alþýðusam- bandsþingi að þeir tækju ekki í mál að láta hafa sig til slikra óhæfuverka, eins og að neita þessum verkalýðssamtökum um inngöngu í heildarsamtök ís- lenzkrar alþýðu. Haldlaus rök Umræðum um inntöku LÍV var framhaldið á síðdegisfundi. Fyrstur talaði Magnús Ástmars- son. Ræddi hann nokkur atriði í ræðu Hannibals og þau orð hans, að Alþýðusamtökin breyttu um svip við inntöku LÍV. Væri þá spurning, hvort þau breyttu um svip til hins betra eða verra. Mælt væri í gegn inntökubeiðn- inni vegna þess að skipulagsbreyt ingar væru framundan hjá ASÍ en nú hefðu fulltrúar LÍV, sem kjörnir hefðu verið á þetta ASÍ- þing lýst því yfir, að þeir mundu ekki taka þátt í þessum skipulags breytingum ASÍ og því væru þessi rök haldlaus. Ógerlegt að neita Jón Sigurðsson, erindreki, svar aði Hannibal í ítarlegu máli. Þá kvaðst hann ekki sjá að nokkur leið væri fyrir þetta þing að neita LÍV um uppgöngu í ASÍ. í lok máls síns bar hann fram tillögu um að svo yrði gert. Hjú heildsala Eðvarð Sigurðsson mælti gegn upptökunni en tók það fram, að ASÍ væri hvenær sem væri reiðu búið að rétta LÍV hjálparhönd. Þá kvað hann inngöngu LÍV mundi auka áhrif kaupmanna og heildsala innan ASÍ, þó að vísu mundu ekki allir fulltrúar LÍV gerast handbendi atvinnurek- enda. En kaupmenn hefðu meiri áhrif á sín hjú en aðrir atvinnu- rekendur. Dómur ASÍ Hermann Guðmundsson, for- maður Hlífar í Hafnarfirði, sagði, að það sem meginmáli skipti væri hvort LÍV ætti rétt á inn- göngu í ASÍ, en hitt skipti minna máli hvort mönnum geðjaðist að meðlimum þess eða ekki. Alþýðu sambandið hefði sjálft lagt dóm á þetta mál með því að hafa fé- lög verzlunarmanna innan sinna vébanda eins og fram hefði kom- ið í ræðu formanns. Skírskotaði hann til þingfulltrúa að láta skynsemina ráða ákvörðunum sínum í þessu máli. Pólitísk togstreita Hannibal Valdimarsson talaði aftur og var nú nokkru heitari en í hið fyrra skipti. Sagði hann, að stjórn ASÍ hefði lagt fram stéttarleg rök gegn inntöku LÍV en inntökubeiðni félagsins væri byggð á pólitískri togstreitu. Hart að neita þeim inngöngu Guðmundur Björnsson kvað pólitísk sjónarmið oft ráða meiru en hagsmunir íslenzkrar alþýðu. Hann sagði, að fáir launþegar byggju við verri kjör en verzlunarmenn og væri það hart gagnvart þeim að neita þeim um inngöngu í ASÍ. Þó kvaðst hann mundi styðja þá tillögu að inn- tökubeiðninni yrði hafnað. Nokkrir fleiri tóku til máls en eins og áður getur voru umræð- ur skornar niður um kaffileytið, en þá voru 10 manns á mælenda skrá. Lauk umræðum laust fyrir kl. 7 og voru þá greidd atkvæði um inptökubeiðni LÍV að við- höfðu nafnakalli. Úrslit urðu þau, að 198 fulltrúar (kommún- istar og Framsóknarmenn) höfn- uðu inntökubeiðninni, en 129 (Sjálfstæðismenn og Alþýðu- flokksmenn) lögðu til að inn- tökubeiðnin yrði samþykkt. Ný st jórn Stúd- entaféla^s H. I. NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur Stúdentafélags Háskólans. í ' stjórn voru kjörnir: Formaður: Steingrímur Gautur Kristjáns- son, stud. jur., gjaldkeri Þór Guðmundsson, stud. oecoa., rit- ari Heimii Steinsson, stud. mag. ,og meðstjórneudur Friðjón Guð- jröðarson, stud. jur. og Kristján Jónasson, stud. oecon. Kennedy - gleði KOSNINGABARÁTTA þeirra Nixons og Kennedys um for- setaembættið í Bandaríkjun- um var afar hörð og tók mjög á taugar beggja — svo og aðstandenda þeirra og ým- issa fylgismanna. Þó hefur nóttin eftir kosningarnar, þeg ar atkvæði voru talin, vafa- laust verið harðasta raunin, enda voru þá báðir frambjóð. endurnir orðnir harla svefn- vana og úttaugaðir af erfiði síðustu daga, þegar barattan náði hámarki. • „Stemningin" var aö — Kampmann Frh. af bls. 1 Jafnaðarmanna og Radikala yrði væntanlega allsterk vegna þess, að flokkur Aksel Larsens myndi ekki greiða atkvæði með borgaraflokkunum gegn henni. Larsen vill starfa í NATO-stjórn Aksel Larsen hefur látið í ljós í viðtali við Ekstra- blaðið, að hann langi til að komast í ríkisstjórn. Varla get- ur hann þó gert séip sterkar vonir um slíkt, því að engum kemur til hugar í fullri alvöru, að Jafnaðarmenn hefji samstarf við hann. í samtalinu í Ekstrablaðinu segir Aksel Larsen, að hann sé fús til að taka þátt í ríkisstjórn, enda þótt sú stjórn fylgi At- lantshafsbandalaginu að málum. Þetta þykir brjóta í bága við stefnu Larsens í kosningunum, en þar barðist hann hatramm- lega gegn Atlantshafsbandalag- inu. Ósigur Réttarsambandsins og kommúnista í þessum kosning- um hefur alvarlegar afleiðingar fyrir alla flokksstarfsemi þeirra. Það mun rétt vera, sem hermt hefur verið, að kommúnistablað- ið Lond og Folk verði að hætta göngu sinni, a. m. k. sem dag- blað. Hugsanlegt er að því verði haldið úti sem vikublaði. Þá mun Réttarsambandið verða að hætta að starfrækja flokksskrif- stofu í Kaupmannahöfn. Til þess hefur flokkurinn ekki lengur fjármuni. Telja menn að með ! því hafi þessi óvenjulegi flokk- ur geispað golunni. j Politiken segir, að í kosning- J unum hafi fæðzt nýir öfgaflokk- i ar bæði til hægri og vinstri, þar sem eru hinir óháðu og flokkur i Aksel Larsens. Vegna þess tel- (ur blaðið æskilegt að Jafnaðar- menn og Radikalar haldi áfram i stjórnarsamstarfi sinu. vonum æði miklu líflegri á setri Kennedy hjúnanna í Hyannisport, þótt forsetaefnið þætti raunar taka sigri sínum af mestu hógværð og látleysi. Caroline litla, dóttir Kennedy hjónanna, naut sigursins á þann hátt, að pabbi hennar lék sér við hana í gleði sinni — og um leið kætti hann við- stadda ijósmyndara, sem ckki þótti ónýtt að ná. mynd af til- vonandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann hoppaði mcð telpuna á bakinu. IMixon-tár Og • Þegar úrslitin urðu ljós Nixon varð að viður- kenna • ósigur sinn, gat frú Nixon, sem hvergi hafði dreg- ið af sér í baráttunni fyrir sigri manns síns, ekki leynt vonbrigðum sinum — og tár- — Alþingi Framh. af bls. 8 lausn deilunnar væri ekki um það að ræða að færa landhelg- ina inn, heldur hitt, að koma Bretum út úr íslenzkri land- helgi, en þar hafa þeir verið síðan 1958. Þá skýrði Ólafur Thors frá því, að Hermann Jónasson hefði komið heim til sín hinn 18. maí 1958 og beðið sig að gerast með- ábyrgur að því skeyti, semhann sendi þann dag til NATO. Hann hefði hins vegar ekki talið sér það fært, þegar af þeirri á- stæðu, að hann hefði ekki haft tækifæri til þess að hafa sam- ráð um málið við flokk sinn. Vék forsætisráðherra því næst nokkuð að hlut Alþýðubanda- lagsins að málinu. Taldi hann þá yfirlýsingu Finnboga Rúts, að hann hefði ekki vitað, að skeytið hefði verið sent og að hann hefði aldrei samþykkt það, en að hann hefði hins vegar haft hugmynd um það, gefa góða mynd af hlut kommúnista. Þá ætti Hermanni Jónassyni að vera ljóst, að andstaðan gegn tilboði vinstri stjórnarinnar inn- an NATO var fyrst og fremst frá Bretum og tilboð stjórnar- innar til NATO auðvitað sniðin með það fyrir augum, að Bretar gætu sætt sig við þau og því fyrst og fremst tilboð til þeirra. Her- mann Jónasson hefði því þegar á byrjunarstigi landhelgismáls- ins þverbrotið það, sem hann nú kallar meginreglur sínar. Hann héldi því fram, að aldrei mætti ræða við aðrar þjóðir um hvenær eða hvernig landhelgin væri færð út og í öðru lagi og alveg sérstaklega væri áríðandi að víkja aldrei frá því, sem búið væri að gera. Nú stæði hann í augum aiþjóðar staðinn að því, ekki aðeins að hafa leit- að samþykkis Breta og annarra NOTA-ríkja vorið 1958, heldur einnig að því að hafa með mik- in brutust fram. Maður henn- ar lét hins vegar engan bilbug á sér finna, og játaði sigur keppinautar síns með bros á vör — þótt honum hafi nú sennilega ekki verið hlátur í hug. illi leynd hinn 22. ágúst 1958, svínbeygður af óttanum við Breta, boðizt til að breyta reglu gerðinni frá 30. júní og heimila Bretum 3ja ára afnotarétt að ytri 6 mílunum, ef hann með því móti gæti blíðkað Bretann. Þetta væri að bjóða ofbeldinu heim, sem Hermann nú væri að vara aðra við. Eftir þessar umræður var gengið til dagskrár. 43 sœti fyrir 120 AÐEINS þriðjungur þotufar. þega, sem viðkomu hafa á Kefla- víkurflugvelli, fá sæti í sal flugvélaafgreiðslunnar. Þoturnar flytja 120 farþega og stundum meira. Sætin í afgreiðslusalnum voru hins vegar ekki eftir nema 43, þegar fréttamaður Mbl. var þar syðra á þriðjudaginn. Jafnvel ekki nógu mörg fyrir farþega Skymastervélar. Við „kaffibar- inn“, sem opinn er um nætur, voru upphaflega 12 stólar. Nú eru þeir aðeins 2. — Veitinga- salurinn er ekki opnaður að næt- urlagi fyrir flugiarþega nema með 3 stunda fyrirvara. Yfirleitt þurfa flugfélögin ekki að hafa afnot af veitingasalnum nema óvænt töf verði á flugvellinum, flugvél bili eða veður hamli brott för. — í slíku tilfelli hefur það eitt sinn komið fyrir, að Pan American leitaði á náðir Civilian Club á Keflavíkurflugvelli og þar var hægt að fá veitingar framreiddar með klukkustundar fyrirvara. Var maturinn í um- rætt sinn mjög góður og vín framreitt með, „en í veitinga- sal fiugvallarbyggingarinnar geta farþegarnir ekki einu sinni fengið bjór með matnum", sagði einn starfmanna Pan Am.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.