Morgunblaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 15
Fimmfudagur 17. nóv. 1900 MORCDNrtr. 4fíio Málflytjandi dæmdur til að greiða málskostnað Á MÁNUDAG var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máiinu nr. 118/1960. Mál þetia var þannig vaxið, að bú hjóna hér í bæ, sem voru að skilja, var tekið til skiptameðferðar. Gætti stefndi, Guðlaugur Einarsson héraðsdóms lögmaður, hagsmuna eiginmanns ins, en Gústaf A. Sveinsson, hrl. hagsmuna eiginkonunnar. Meðal eigna búsins var fasteign, og krafðist Guðlaugur þess á skiptafundi 16. marz 1960, að hún yrði auglýst og seld á opin- beru uppboði. Tók skiptaréttur- inn kröfuna til greina og fór opinbert uppboð fram hinn 18. maí 1960. Á uppboðsþingið komu eigin- maðurinn og stefndi, Guðlaugur. Af hálfu eiginkonunnar Gústaf A. Sveinsson. Lagði hann þar fram umboðsskjal frá tveimur mönnum, þar sem lögmanninum er véitt fullt og ótakmarkað um boð til að gera boð í fasteigna fyrir þeirra hönd. Var umboðs þessa getið í þingbók. A uppboðsþinginu var bókað: „Uppboðið fór þannig fram‘ Kr. 1.000.000,00 Guðlaugur Ein arsson. Kr. 2.000.000,00 Gústaf A. Sveinsson. Fleiri boð komu ekki í fasteignina. Uppboðshaldari samþykkti síð- an á uppboðsþingi 25 maí 1960 boð Gústafs A. Sveinssonar fyr- ir hönd mannanna, enda full- nægðu þeir ákvæðum uppboðs- skilmála. Stefndi, Guðlaugur, áfrýjaði í sjálfs sín nafni uppboðsgerðun- um með stefnu 21. júní 1960. Stefndi hann m. a. kaupendun- um til að þola ógildingu uppboðs gerðanna og til greiðslu máls- kostnaðar. í því máli gekk úti- vistardómur í Hæstarétti 31. októ ber 1960. Stefna þessi gaf kaup- endunum ástæðu til áfrýjunar af sinni hálfu til staðfestingar, og var þeirri áfrýjun réttilega beint að stefnda, Guðlaugi. Eiginkonan áfrýjaði einnig og krafðist þess, að gerðirnar yrðu staðfestar. Eiginmaðurinn gagn- áfrýjaði. Segir svo í dómsfor- sendum Hæstaréttar: „Til stuðnings kröfu gagnáfrýj anda, . . . , um ógildingu uppboðs gerðanna hefur það eitt, sem málsástæða getur talizt, komið fram af hans hendi, að hvorki hafi hann né umboðsmaður hans, Guðlaugur, séð á uppboðsþing- inu 1960 fyrrgreint umboð frá aðaláfrýjendunum .... og ... . til handa Gústaf A' Sveinssyni. Hafi þeir því litið á, að Gústaf hafi boðið í eignina fyrir sjálfs sín hönd. Málástæða þessi er haldlaus þegar af þeirri ástæðu, að umboðsskjaldið lá þingmerkt frammi á uppboðsþinginu og var getið í þingbók, sem þeir gagn- áfrýjandi, . . . . og stefndi, Guð- laugur, undirrituðu. Áfrýjun af hálfu gagnfrýjanda var því alger- lega ófyrirsynju. Ber samkvæmt þessu að staðfesta hinar áfrýj- uðu uppboðsgerðir eftir kröfu aðaláfrýjenda". í dómsorði réttarins eru upp- boðsgerðirnar svo staðfestar, stefndi Guðlaugur Einarsson og eiginmaðurinn dæmdir til að greiða in solidum málkostnað, kaupendunum kr. 15.000, og eig- i inkonunni kr. 15.000. Næsta órbók Ferðafélogsins um Grímsnes og Biskupslungur NÆSTA Árbók Ferðafélags Is- lands kemur út í vor og verður um uppsveitir Árnessýslu, Grims nes og Biskupstungur. Hefur dr. Haraldur Matthíasson skrifað hana. Jón Eyþórsson, forseti Ferðafélagsins tjáði fréttamönn- um þetta sl. sunnudag. Með jþessu hefti lýkur lýsingu Árnes- Isýslu, er hófst árið 1936, með Landnámi íslands. Seinna ritaði Gísli Gestsson svo um svæðið Imilli Hvítár og Þjórsár. Ferðafélagið hefur gefið út ár- bækur sínar síðan 1928 og er par Aðalfundur Ritliöfunda- félagsins AÐALFUNDUR Rithöfundafé- lags fslands var haldin 13. nóv. sl. Fráfarandi formaður Jóhann- es úr Kötlum minntist í upphafi fundar félaga, er lézt á árinu, Karls ísfelds. Þá flutti hann skýrslu stjórnarinnar um störf á liðnu ári. í stjórn voru kosnir Thor Vilhjálmsson, formaður, Jón Óskar Ásmundsson, ritari, Jón Jóhannesson, gjaldkeri og meðstjórnendur Sveinbjörn Bein teinsson og Gunnar M. Magnúss. Tvær ályktanir voru gerðar á fundinum, önnur um að ekki verði hvikað frá 12 mílna fisk- veiðilögsögunni, hin um að lýst verði yfir „ævarandi hlutleysi íslands“. Reitings síldarafli KEFLAVlK, 14. nóv. — Fjöldi Suðurnesjabáta hefur nú búizt til síldveiða, en lítið hefur afl «zt hingað til. Tveir Keflavíkur- bátar fengu síld um helgina, ann ar 130 tunnur í hringnót, hinn 30 tunnur í reknet. — Þrír Grinda víkurbátar lögðu líka upp síld, tveir hringnótabátar 70 tunnur hvor og reknetabátur 34 tunnur. Einn hringnótabáta í Sand- gerði fékk 150 tunnur, rekneta- bátarnir fáeinar tunnur. — Allir fara á sjó, þegar gefur. Menn bú ast við síldinni á hverjum degi. lýst svæðum og sýslum landsins. Eru nú sýslur landsins með ströndum fram næstum búnar, en hálendið hefur fremur orð- ið eftir Síðasta árbók var xxm Suðurjökla, skrifuð af Guðmundi Einarssyni í Miðdal. Fleiri bækur eru þegar í und- irbúningi. Á eftir Grímnesi og Biskupstungum, kemur röðin annað hvort að Arnarvatnsheiði, sem Þorsteinn Þorsteinsson fra Húsafelli skrifar um eða þá að Jón Eyþórsson lýkur við lýsingu sína á Húnavatnssýslu. Afvinna Óskum eftir stúlku í bókhald. Vélritun nauðsynieg. GARÐAR GÍSLASON H.F. Hverfisgötu 6 Deitdarverkf ræðing ur Staða deildarverkfræðings, er veiti forstöðu gatna- deild bæjarins, er laus til umsóknar. frestur til 1. des. n.k. Umsóknar- Reykjavík, 15. nóvember 1960. Bæjarverkfræðingurinn í Keykjavík H jólbarðaviðgerðir RAFGEYMAHLEÐSLA Opið alla virka daga kl. 19—23 e.h. Laugardaga kl. 13—23 e.h. Sunnudaga kl. 10 f.h.—23 e.h. Hjólbarðastöðin Langholtsvegi 112 B — (Beint á móti Bæjarleiðum) Nýkomið Þýzk barnanáttföt. Verð kr. 59.— Ullarpeysur á börn. Verð frá kr. 130.— Sokkabuxur á börn og fullorðna. Mikið úrval af slæðum. Verð frá kr. 25. Verzlunin ASA Skóiavörðustíg 17 — Sími 15188 Tökum upp í dag hið eftirspurða Sönderborg ullargarn ZENTH — BOUCLE BLUE PONT — BABY Mikið litaúrval — Lítið af hverri tegund AU5TUR STRÆT I 9 - SÍMI >1116-1117 H afnarfjörður 2—3 herb. og eldhús óskast, sem fyrst eða seinna. Einhver fyrirframgreiðsla. — Uppl. í síma 10391. Hús óskast Óska eftir að kaupa einbýlishús eða raðhús í bæn- um eða næsta nágrenni. Þarf helzt að vera tilbúið undir tréverk og málningu. — Tilboðum sé skilað á afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld, merkt: „Hús—1372“ Fyrirliggjandi TEX ÞILPLÖTUR HARÐTEX ÞILPLÖTUR GIPS ÞILPLÖTUR TEX-ASPEST ÞILPLÖTUR IHars Trading Co. hf. • Klapparstíg 20 — Sími 17373 ★ kœliskápar 'tr mmmm ryksugur o!\ i \J Suðurgotu 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.