Morgunblaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 12
MORGUNTíT. 4ÐIÐ' Fimmtudagur 17. növ. 1960 uttMitfrife Utg.: H.f. Arvakur Revkjavtk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar= Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kriutmsson. Ritstjórn: Aðaístraeti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. UTAN UR HEIMI ÞJÓÐHOLL USTA A A L L R A vitorði er, að þegar hin nýja og frjáls- lynda efnahagslöggjöf var sett á sl. vori, þá vorum við íslendingar dýpra sokknir í fen óreiðuskulda og fjárhags- legs sukks en nokkur önnur lýðfrjáls þjóð, ef til vill að einni undanskilinni. Alkunna er það einnig, að frá styrjald arlokum hafa nágrannaþjóðir okkar sótt hratt fram til bættra kjara, meðan þjóðar- hagur Islendinga hefur lítið eða ekkert batnað. Óumdeilt hlýtur að vera að þessu hvoru tveggja hef- ur valdið röng stjórnar- stefna og óheilbrigt stjórnar- far hérlendis. Segja má, að það skipti nú ekki megin- máli að deila um það, hverj- um þetta sé að kenna, enda eiga þar allir nokkra sök. — Meginatriðið var hinsvegar að gera sér grein fyrir því, hvernig þessi óheillaþróun yrði stöðvuð og á hvern hátt hægt sé að byggja að nýju upp frá grunni. Innlendir og erlendir sér- fræðingar eru allir sammála um það, að eina leiðin til að komast út úr ógöngunum sé sú, sem farin er nú þessa mánuði og mörkuð var með hinum nýju efnahagsráðstöf- unum. Og sérstaklega er at- hyglisvert, að annar stjórn- arandstöðuflokkurinn, komm únistar, hafa enga tilraun gert til að benda á, hvaða leið önnur hefði verið fær, en hinn flokkurinn, Fram- sóknarflokkurinn, hefur að vísu — eftir miklar eggjanir — birt það sem hann nefnir stefnu sína í efnahagsmálum. Er sú „stefna“ nú landslýð kunn og með þeim endem- um, að í íslenzkum stjórn- málum hefur naumast það sézt, sem jafn mótsagna- kennt og fáránlegt getur talizt. Þannig er það ekki ofsagt, að hvorki flokkur né ein- staklingur hafi bent á neina þá leið, sem fær hefði verið, aðra en viðreisnina. Þetta er staðreynd, sem ekki verður komizt fram hjá. En þegar það liggur fyrir, að hin ís- lenzka þjóð var að glata efnahagslegu sjálfstæði, var hvarvetna búin að glata trausti og engar leiðir voru sjáanlegar til að bæta lífs- kjör á borð við það, sem aðrir gera, þá er það ljóst, að það gengur glæpi næst að gera tilraunir til að eyði- leggja viðreisnarráðstafan- irnar. Áður fyrrum var það talið til hinna mestu dyggða að vilja fórna einhverju fyrir almanna hagsmuni og fyrir þjóð sína, frelsi hennar og sjálfstæði. Þá var til það, sem hét þjóðhollusta og þeir menn, sem hana sýndu voru meira virtir en nokkrir aðrir. Á þetta er minnt, vegna þess, að mjög virðist á það skorta um þessar mundir, að einstaklingar og sérstak- lega þó starfsstéttir, taki til- lit til þjóðarhugsmuna í kröfugerðum sínum. Úr öll- um hornum berast háværar kröfur um bætt kjör sér og sínum til handa, en hinir eru færri sem spyrja að því,1 hverju þjóðarbúið í heild geti staðið undir og hvernig hag landsmanna í nánustu framtíð verði bezt borgið. Það er rétt, að við efna- hagsráðstafanirnar var ekki farið lengra í gengislækkun en brýnasta þörf útvegsins krafðist. Samt sem áður þýddu þær ráðstafanir nokkra kjaraskerðingu fyrir alla alþýðu manna um sinn. Sumir segja, að meira hefði átt að fella gengið og bæta þannig hag útvegsins á kostn að allra annarra starfsgreina þjóðfélagsins. Aðrir segja, að of langt hafi verið gengið í því að rýra kjör launastétta, en verst er þó þegar sömu mennirnir halda fram hvoru tveggja. Um það má deila, hvort það geti talizt sérstök þjóðhollusta að ganga fram fyrir skjöldu í hagsmuna- samtökum og krefjast stöð- ugt meira sér og sinni stétt til handa. En það er einu sinni orðið lenzka að sá sé hvað mestur, sem óbilgjarn- astur er og tekur sjálfsagt tíma að það breytist á ný. En hitt verður aldrei kallað annað en óþjóðhollusta að krefjast hvorttveggja í senn, að launastéttirnar fái aukinn hlut á kostnað útvegsins og útvegurinn fái sín kjör bætt á kostnað launþeganna, eins og kommúnistar og Fram- sóknarmenn gera þessa dag- ana. —• Skaufa- drottn- ingín S Ú var tíðin, að norska skautadrottningin og kvik- myndastjarnan Sonja Henie var tíður „gestur“ á síðum blaða um allan heim. Nú er hún löngu hætt kvikmynda- leik, og þótt hún hafi engan veginn setzt í helgan stein, þykir hún nú ekki lengur sá „fréttamatur“, sem hún var fyrrum. — En undanfarna daga hefur hennar þó tals- vert verið getið í blöðum á Norðurlöndum — í sambandi við einstæða málverkasýn- ingu, sem hún og maður hennar, norski skipaeigand- inn Niels Onstad, hafa opnað í Ósló. — * — Sýningin var opnuð sl. laugar- dag í ,,Kunstnernes Hus“ að við- stöddum Ólafi Noregskonungi, Ástríði prinsessu (hinni nýtrú- lofuðu) og öðru helztu stórmenni Noregs, auk listfræðinga og gagnrýnenda frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi. * YÁTRYGGÐ FYRIR 95 MILLJ. KR. Kunnugir segja, að hér sé um að ræða stórfenglegustu einka- sýningu á nútíma-málaralist, sem um geti í Evrópu. Til þess að gefa litla hugmynd um, hvað þarna er á ferðinni má nefna nokkur nöfn: Edvard Munch, Pierre Bonnard, Henri Matisse, Paul Kloe, Fernand Léger, Pablo Picasso, Georges Braque, Joan Hin fræga, norska skauta- drottning, Sonja Henie, og maður hennar eiga eitt dýrasta málverkasafn, sem til er í einkaeign.... Slíkar kröfur eru auðvitað hvorki gerðar útvegnum né. launamönnum til hags og j heldur ekki þjóðarheildinni.! Þvert á móti miða þær að því að reyna að eyðileggja efnahag þjóðarinnar og stefna framtíð hennar í bein- an voða. ^ Miró, Serge Poliakoff, Alfred Manessier o. s. frv. o. s. frv. — Samtals eru 102 málverk á sýn- ingunni, og liggur ekki ljóst fyr- ir, hvert verðmæti er þarna raun- verulega saman komið. Sumir tala um sem svarar 75—80 millj. ísl. kr. — aðrir nefna enn hærri tölur. Það eitt er vitað, að þau hjónin hafa vátryggt verkin á sýningunni fyrir um 95 millj. kr. (ísl.). — Mörg þessara mál- verka hafa aldrei fyrr á sýningu komið. Sonja Henie og maður hennar, norski skipaeigandinn Niels Onstad safnar málverkum ★ TÍU MILLJ. DALA VIRÐI Einhvern tíma hefðu menn varla getið sér þess til, að Sonja Henie yrði nefnd í sambandi við málverkasöfnun. En það er svo sem ekkert undarlegra en margt annað í lífi hennar, nema síður sé, því að segja má, að allur hennar ferill hafi verið hið mesta ævintýri. — Þau hjónin eiga heimili bæði vestanhafs og aust- an — og í Bandaríkjunum er Sonja talin ein af auðugustu kon- um landsins. í einhverjum slúð- urdálki einhvers blaðs var eitt sinn talað um, að hún væri 10 milljón dala virði, eins og kom- izt var að orði. Og enda þótt slúð- urdálkar séu alltaf slúðurdálkar, telja þó kunnugir, að ekki hafi þarna verið skotið svo ýkjafjarri marki, að því er varðar eignir Sonju Henie. — Þarna getur mað ur séð til hvers íþróttamennskan getur leitt — ef viðkomandi er jafnframt „klár í kollinum“, eins og nú er oft sagt á okkar ástkæra, ylhýra máli. Og það hefir Sonja Henie svo sannarlega verið, og er. ★ IÐNI OG EINBEITNI Sonja er dóttir fatakaupmanns nokkurs í Noregi, og þegar hún var enn smátelpa, fór hann að taka hana með sér, þegar hann brá sér út á skauta, sem hann gerði oft. Sonja litla kynntist því íþróttinni snemma og fékk nokkra æfingu. Þá hóf hún einnig nám í ballett-dansi, þegar hún var enn mjög ung að árum — og þessi tvenns konar undir- staða, ásamt fágætri iðni og ein- beitni, færði henni slíkan frama og frægð, að enginn listskauta- hlaupari, hvorki karl né kona, hefir nokkru sinni getað státað af slíku. — Hún vann gullverðiaun á Olympíuleikum og heimsmeist aratitla — og svo var hún fyrr en varði komin í kvikmyndirn- ar. Hinir bandarísku galdrakarl- ar kvikmyndanna gerðu glæsi- stjörnu úr litlu, norsku stúlkunni með eplakinnarnar — og þar með var lagður grundvöllur að auð- æfum hennar. * SKAUTASYNINGARNAR Það var þó reyndar ekki fylr en hún hóf sínar eigin miklu skautasýningar — þar sem hún sjálf var „stjarnan" til að byrja með — að peningarnir tóku fyr- ir alvöru að streyma til hennar. Og hún sýndi, að hún var mann- eskja til að reka slík stórfyrir- tæki, að láta sér haldast á fengnu fé — og auka það stöðugt og ávaxta. — Sonja hefir stundum haft allt að tíu skautasýningar samtímis í Bandaríkjunum — og einnig hefir hún farið með þær út fyrir landsteinana. Eitt sinn heimsótti hún til dæmis Rússa með stærstu skautasýningu sína og sýndi á Dynamo-leikvangin- um. Vakti sýningin slíka hrifn- ingu, að Sonja var fengin til að endurtaka hana. Á SMITAÐIST AF ÁSTRÍÐUNNI Niels Onstad er þriðji eigin- maður Sonju Henie. Þegar þau giftust, árið 1956, hafði Onstad þegar safnað málverkum í 30 ár. — Þá sagði Sonja: — Þú verður að losa þetta rusl úr húsinu, áð- ur en ég flyt inn! Svo hefir hún a. m. k. sjálf sagt frá. En hún hefir víst verið býsna fljót að smitast af söfnunarástríð unni, því að brátt fór hún sjálf að draga í búið. Nú eru heim- ili þeirra hjóna, í Los Angeles, New York og heima í Noregi, öll ríkulega skreytt síðari tíma málverkum eftir meistara fjöl- margra landa, sem þau hafa hjálpazt að við að safna. Og þau hafa haft þann háttinn á að kaupa af listamönnunum sjálf- um, eftir því sem unnt hefir ver- ið — kæra sig lítið um milliliði. Og nú sýna þau Sonja og Nielg almenningi í Osló (síðar verður sýningin opnuð í Kaupmanna- höfn) úrval úr „rusliau** sínu . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.