Morgunblaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 23
Fimmíudagur 17. nóv. 1960 MORGUNBLAÐIÐ 23 Hið minna bifreiða stjórapróf þyngt Um 1000 manns Ijúka bilprófi i ár TALIÐ er að yfir 1000 manns muni ljúka bifreiðastjóra- prófi hér í Reykjavík á þessu ári. í gærdag luku 10 nem- endur Ökuskólans prófi sínu og fengu afhent ökuskírtcini. Kennslu undir minna próf var breytt nú í haust. if ökuskólinn í reglugerð þeirri sem nýlega hefur öðlazt gildi og fjallar um hið minna bifreiðastjórapróf, og toreytt fyrirkomulag ökunáms- ins eru ákvæði um stofnun öku- skóla. Hér í Reykjavík hefur slíkur skóli verið stofnaður og eru aðilar að honum 130 ökukenn arar. Ökunáminu hefur verið skipt í tvo áfanga. í þeim fyrri er 10 klst. bóklegt nám, í umferðalög- um og reglugerðum er snerta frakvæmd þessara laga. Einnig er bóklegt nám um vél og bíl og loks leiðbeiningar hvað gera — Á leiöinni Framh. af bls. 13. skólunum þar til að borða fisk. Það er mikill siður þar í héraði, að börnin ýmist búi á heima- vistarskólum, eða snæði að minnsta kosti eina máltíð I skól- unum. Nú er það ekki svo að fiskurinn sé neitt verulega ó- dýrari en fuglar eða kjöt, en matráðsmenn skólanna vilja gjarna gera matinn sem fjöl- 'breyttaatan. Það hefur ekkert þýtt fyrir þá að setja fisk á disk barnanna. Þau hafa alls ekki et- ið hann, þangað til þeir fóru að fá íslenzka fiskinn. Nú er svo komið í mörgum skólunum, að skólanefndir tilgreiaa að einn liðurinn í mataræði barnanna skuli vera „Icelandic“ fiskur. Með því hefur mikið áunnizt. Þessi skólamarkaður er ætíð talinn mjög eftjrsóknarverður í Bandaríkjunum. Hann er einn- ig athyglisverð útbreiðsluaðferð. Börnin tala við mæður sínar um matinn í skólanum. Svo þegar mæðurnar koma í búðirnar, segja þær: — Nei, þarna er þetta „Icelandic" merki sem börnun- um þykir svo gott. Hvernig væri að reyna það einu sinni. Börnin vaxa líka upp og mynda sín eigin heimili. Hafi þeim nú líkað vel fiskurinn í skólanum, þá finnst þeim þau ekki geta verið án hans, þegar þau mynda eigin heimili og þannig breiðist neyzla hans út, stig af stigi. Inn í Suðurríkin Bifreiðin heldur áfram að éta upp hinar miklu vegalengdir bílabrautarinnar, Víða sjáum við á vegum hina athyglisverðu frystivagna, sem tiðkast hvar- vetna í Bandaríkjunum til flutn- ings á matvælúm. Þetta eru gríðarstórir aftanívagnar, sem rúma um 12 tonn af fiski. Næstum þvi öll matvæli eru flutt í slíkum vöruvögnum, járnbrautirnar geta ekki keppt við þá. Miles Reinke lætur sækja allan sinn fisk til New York i slíkum vögnum og keyra með vöruna um 6000 km leið þvert yfir Bandaríkin. Nú hækkar vegurinn skyndi- lega og við förum upp á gríðar- stóra brú. Þetta er brúin yfir Delaware-fljótið, ein af stærstu brúm heims, stórkostlegt mann- virki. Við erum á leiðinni niður í Suðurríkin. Óðum fer að fjölga hinum svörtu andlitum sem vinna á ökrunum. En það er að koma myrkur og við verðum að gista í Maríulandi í nótt. Þ. Th. skuli, ef slys ber að höndum eða komið þar sem bílslys hefur orð- ið. ★ Auknar kröfur Varðandi aksturinn sjálfan eru nú gerðar strangari kröf- ur en áður varðandi kunnáttu. Mikið er upp úr því lagt að nemandinn læri hvernig hann eigi að haga akstri í nvikilli umferð og þrengslum, — t. d. að leggja bíl í þröngt bílastæði. Þá ber ökukennar- anum að aka nokkuð úti á þjóðvegunum með nemendur sina. Ac Til baka Guðmundur G. Pétursson fram kvæmdastjóri umferðarnefndar- innar, sagði Mbl. að hið nýja fyrirkomulag væri til mikilla bóta. — ökuskólinn hefur komið sér upp sérstöku tæki sem mælir viðbragðsflýti nemenda við heml un og þess háttar. Nú eru um 20 manns á öku- námskeiði skólans. Þeir eru á ýmsum aldri, karlar og konur, og með því að hafa slíka ökuskóla hefur tekizt að gera ökunámið ódýrara. Það kostar í dag á þriðja þúsund krónur að læra á bíl. — Sautján ára nemandi getur búist við að þurfa 17 tíma við bílstýrið áður en honum er sleppt, en 25 ára nemandi má reikna með jafnmörgum aksturs stundum og hann er gamall, sagði Guðmundur Pétursson. Norðmenn stærstu fiskútflytjendurnir FISKVERZLUNIN óx um 15% árið 1959 segir í nýútkominni ,,Yearbook of Fishery Statistics", sem Matvæla- og Landbúnaðar- málastofnun S.Þ. (FAO) hefur látið frá sér fara. Skýrslur þessar ná til inn- og útflutnings fisks í 95 löndum, þ.e.a.s. 85% af heildarfiskaflan- um í heiminum. Fiskverzlun þessara 95 landa nam 7,4 milljón um tonna árið 1959, en árið áður var hún 6,4 milljónir tonna. í þessari bók, sem gefin er út árlega, er yfirlit yfir fisk- verzlunina frá 1954 til 1959. Eina stóra fiskútflutningslandið, sem ekki er þar meðtalið, er megin- land Kína. Ástæðan er sú, að ekki lágu fyrir fullnægjandi skýrslur þaðan. Útflutningur Norðmanna „Yearbook of Fishery Statis- tics“ staðhæfir, að Noregur sé enn fremstur í flokki fiskútflytj enda. Árið 1959 fluttu Norðmenn út 558,000 tonn af fiski og var verðmæti hans 151.569.000 doll- arar. Hins vegar fen£u Japanir 35 af hundraði meira fyrir sinn Deilur á alþjóða- fundi kommúnista LONDON, 16. nóv. Enn stend- ur yfir í Moskvu ráðstefna komm únistaforingja úr flestum lönd- um heims Er hún haldin í hin- um stóra Sverdlov-sal í Kreml. Rússar virðast vilja halda mik- illi leynd yfir þessari ráðstefnu. Hefur hvergi verið minnzt á hana í rússneskum blöðum og þegar þau ræða um hina erlendu fuil- trúa sem enn dveljast í Moskvu. eru þeir kallaðir „gestir á af- mælishátíð byltingarinnar". Hins vegar hafa kínversk kommúnistablöð getið opinber- lega um ráðstefnuna og útvarps stöð kommúnista í Peking fer heldur ekki dult með að slík al- þjóðaráðstefna kommúnistafor- ingja stendur yfir í Moskvu. Er augljóst af þessum kín- versku frásögnum, að enn er uppi stefnuágreiningur milli rússneskra og kínverskra kom- múnista. Hafa kínversk blöð m. a. skýrt frá ræðum albanska fulltrúans Abdyl Kellezi, sem sagði: „Kínverski kommúnistaflokk- urinn og albanski kommúnista- flokkurinn halda uppi baráttu fyrir því að viðhalda marxism- anum hreinum og óflekkuðum. Þeir berjast gegn heimsvalda- stefnu og endurskoðunarstefnu". Þykja þessi ummæli sýna á- greininginn sem upp er kominn meðal kommúnistaríkjanna. útflutning, enda þótt magnið væri 25 af hundraði minna en hjá Norðmönnum. Árið 1959 fluttu Japanir út 436,100 tonn af fiski að verðmæti 205,385,000 dollarar. Fiskútflutningur Norðmanna varð samt sem áður minni en áður. Samkvæmt árbókinni er ástæðan einfaldlega minni fram- leiðsla. Árið 1957 fluttu Norð- menn t. d. út 644,100 tonn sjávar- afurða. Bandaríkin eru mestu fisk- innflytjendurnir. Innflutningur þeirra hefur vaxið úr hálfri milljón tonna árið 1957 í 647,000 tonn árið 1959. Ekkert land flyt- ur t. d. inn jafnmikið af rækjum og humar og Bandaríkin. Árið 1959 keyptu Bandaríkjamenn nær alla rækju og humar, sem veidd- ist í Kanada, Mexco, Japan, Panama og Suður-Afríku. Þá hefur sala niðursoðinna sjávarafurða aukizt jafnt og þétt. Árið 1957 var hún 434,800 tonn, 1958 483,600 tonn og 509,200 á síð asta ári. — íþróttir Framhald af bls 22. rak menn af leikvelli hvern af öðrum í „2 mín hegningu“. Fóru 7 eða 8 leikmenn þann- ig af velli um stund. Hasar- inn keyrði um þverbak er liðin tóku að Ieika „maður gegn manni“. ★ Liðin Leikur ísl. liðsins var mjög skipulagslítill. Aldrei örlaði á línuspili en leikmenn léku til- viljanakenndan samleik utan varnarmúrsins og skutu langskot um. Beztir voru Gunnlaugur, Birgir og Reynir. Hjá Tékkunum var það mark- vörðurinn Stekl sem nú sem fyrr bar af í liðinu. Drýgstur við að skora var að venju Provaznik sem er Tékkanna hættulegasti „línudansari“. Svíor unnu Norðmenn 25:15 Svíar og Norðmenn háðu landsleik í handknattleik í gær og fór leikurinn fram í Svíþjóð. Úrslit urðu þau að Sviar sigruðu með yfirburðum, skor uðu 25 mörk gegn 15. í hálf- leik var staðan 15—6 Svíum í vil. — Karlakórinn Framh. af bls. 6. hér $ 1,75. Klippinguna selja þeir á aðeins 50 cent. Að vísu hafa þeir ekki meistarabréf í fag inu, en þeim fer fram með hverj um haus. Sagan segir að þeir hafi orðið að leysa fyrsta við- skiptavininn út með gjöfum, en ég dreg það í efa, því að hálfum mánuði eftir klippinguna leit hann sæmilega út. Að vísu var þá búið að laga hann tvisvar. Nú eru aðeins 8 söngskemmt- anir eftir, 4 í Kanada og 4 í Bandaríkjunum. Heim höldum við 25. þ.m. eftir rokkurra daga dvöl í New York. — Ragnar. Ég þakka hjartanlega börnum mínum, skyldfólki, vinum og samstarfsfólki heiður og vinsemd mér sýnda á sjötugs afmæli mínu, 1. nóv. sl. Ólafur Sveinsson Innilegt þakklæú flyt ég þeim mörgu, sem glöddu mig á ýmsan hátt ,4 sjötugsafmælinu mínu hinn 11. þ.m. Rannv.eig Oddsdóttir, Steinum Hjartans þakki.r færi ég ykkur öllum, sem glöddu mig á sextugsafmælinu 10. nóv. — Lifið heil. Guðrún Guðjónsdóttir, Stórholti 30 Ég undirritaður þakka gömlum sveitungum, ættingj- um og öðrum vinum mér auðsýnda vinsemd á sjötugs afmæli mínu 11. þ.m. Guð blessi ykkur öll.. Guðmundur Guðnason, Garðavegi 14, Keflavík Lokað vegna jarðarfarar frá kl. 1—4 e.h. Verzlun ITALLA ÞÓRARINS h.f. Hverfisgötu 39. Litli sonur okkar GIJNNAR RÚNAR iézt miðvikudaginn 16. þ.m. Ástríður Hannesdóttir, Bjarni Magnússon MARÍA DANIVALDSDÓTTIR Laufásvegi 6, andaðist 15. nóvember í Hrafnistu. Jarðarförin ákveðin laugardaginn 19. r.óvember kl. 10,30 f.h. frá, Fossvogs- ", kirkju. Vandamenn. Útför LUKKU HÁLFDÁNARDÖTTUR frá Hafranesi fer fram frá Fossvogskirkju, föstudag. 18. þ.m. kl. 13,30 Vandamenn Útför JÓNS EIRlKSSONAR fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 10,30 f.h. Útförinni verður útvarpað. Blóm vinsam- lega afþökkuð. Gróa Jónsdóttir, Kristján Jóhannsson. Þökkum hjartanlega öllum nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og kærleika við andlát og jarðarför hjart- kærs eiginmanns mins, föður, tengdaföður, afa og langafa ÞORBJÖRNS KLEMENZSONAR Ágústa Jónsdóttir, Olga Þorbjörnsdóttir, Huida Þorbjörnsdóttir, Eiríkur Kristjánsson Hiimar Þorbjörnsson, Margrét Sigurjónsdóttir Jón Þorbjörnsson, Elín Friðjónsdóttir Marinó Þorbjörnsson Una Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir fyrir sýnda samúð vegna andláts og útfarar móður okkai GUÐNÝAR HÖSKULDARDÓTTUR Melum Börnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.