Morgunblaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 13
Fimmfudagur 17. nóv. 1960 wo rtnvisvtr aðil A leiðinni niður í Suðurríkin Bílfreyja, bar og salerni fylgir langferðabílnum UM 400 km leið er frá New York til smábæjarins Nanti- coke í Maryland-fylki, en á síðarnefnda staðnum hefur Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna eða réttara sagt dóttur- félag hennar, Coldwater, komið sér upp fiskverk- smiðju til þess að vinna fish- sticks og fiskikökur úr ís- lenzku fiskblokkunum. Við áttum því langa dagleið fyrir höndum, þátttakendurnir í kynnisferð SH til Ameríku. Við fengum fremur lítinn langferða- bíl fiá hinu fræga Carey-rútu- félagi. í>etta var þægilegasti bíll. Honum fylgdi flugfreyja í eld- rauðum einkennisbúnmgi og réði hún ríkjum í afturenda bíls ins. Þar var komið fyrir á smekk legan hátt litlum bar með einni eða tveimur viskíflöskum en ■gnægð kaldra drykkja, svo sem kóka kóla og nóg var þar af ísnum til að kæla sig með þegar kæmi í Suðurríkin. Óvenjulegt var það einnig að sjá í langferða bifreið þessari fullkomið salerni. Hér í Ameríku er nefnilega ekki hægt að stanza og fara aftur fyrir bíl eða bak við þúfu. Er þetta allt alvanalegt í Ameríku og þykir ekki ssemandi að bjóða farþegum á langferðaleiðum rútubíla án flugfreyju, bars og salernis. Eftir að þessi „böss“ okkar hafði lent í umferðarflækjum milli skýjakljúfanna á Manhatt- an, hvarf hann skyndilega ofan í jörðina og við ókum eftir breiðum glerflísalögðum göng- um, sem liggja um þriggja km leið undir Hudson-fljót. Mikil og ör umferð var um þessi göng. 15 tonna vandamálið Handan Hudson-fljóts er hið svonefnda New Jersey-ríki. Þar ekur maður fyrst um víðáttu- mikil verksmiðjuhverfi. Þar eru einkum miklar verksmiðjur til efnaiðnaðar og síðan koma geysi víðáttumikil svæði sem eru þak- in ógrynni olíugeyma. Hér eru aðalbækistöðvar Esso olíufélags- ins volduga, en öll önnur olíu- merki sjást hér á geymum. Landið hér hefur verið óbyggi- legar mýrar og kviksyndi og hef ur orðið að reisa vegi og bygg- ingar á staurum. Er við ökum framhjá einum risastórum olíu- geymi merktum Texaco, getur Jóhannes Stefánsson frá Norð- firði ekki lengur stillt sig en segir upp úr eins manns hljóði: — Og við sem urðum að gefast upp við það á Norðfirði, að koma okkur upp 15 tonna lýsisgeymi. Okkur vantaði peninga i bili, margt sem kallaði að í einu Svo bætir hann við: — En hér verð- ur 15 tonna vandamálið hlægi- legt. í augum okkar smáþjóðar- borgaranna verður framkvæmda máttur og mannvirki stóru þjóð- anna oft ægileg og stórfengleg. Við og okkar vandamát verða eins og lítil fluga, já mýfluga við hliðina á þeim. Fyrir nokkr- um vikum var rætt úm bað, að byrja skyldi á steinsteyptri ak- braut suður til Keflavíkur. En hér ökum við inn á „New Jersey Turnpike", eina af banda rísku breiðbrautunum þar sem fjórar til sex akbrautir liggja í hvora leið. Hér skyldi maður ætla að ekki þyrfti mikillar var- úðar við — framan við er beinn og breiður vegur, — en þó er það svo, að hér er Umferðin svo mikil, að. stöðugrar aðgæziu þarf við. Og fyrir að fá að aka um brautina verður að greiða vegtoll, einn dollar, jafnt fyrir stóra og litla bíla. Bílstjórinn segir okkur að á þessari 400 km leið suður til Nanticoke muni hann þurfa að greiða yfir fimm dollara í vega- og brúartolla hvora leið. Öll þessi gjöld renna til einkafélaga, sem hafa lagt vegina og sagt er, að slíkir vegir séu nú eitt mesta gróðafyrirtæki í Bandaríkjunum. Færibönd og steinbítur Maður er fljótur að kynnast ferðafélögum sínum í siíkum langferðabílum. Hér drepa menn tímann með því að rabba sam- an um heima og geima. Það er ofarlega í þessum útvegsmönn- um sem eru með okkur að ræða um verkunina á fiskinum. Um þetta geta þeir lengi rætt sín á milli, hvernig eigi að skera og flaka fiskinn til þess að nýta hann sem bezt en forðast þó beinin. Þeir ræða um flökunar- vélarnar og um fyrirkomulagið í frystihúsunum. Sturlaugur Böðvarsson á Akranesi segir t. d. að gengið hafi verið alltof langt í því að setja upp færibönd hér á árunum, þegar menn hé'du að færibönd myndu leysa allan vanda. Sannleikurinn væri sá, að þau væru dýr bæði í smíði og viðhaldi og hreinsun. í mörg- um tilfellum hefði verið miklu hentugra að fá sér góða vagna á hjólum. Einar Steindórsson talar urn, að sérstök ástæða hafi verið fyrir steinbítsleysinu, sem þeir í Coldwater kvörtuðu mest yfir. Verðið á steinbít hafi lækkað svo mákið, að sjómennirnir á Vest- fjörðum hafi ekki verið fáanlegir til að veiða hann. Þeir hafi frem- ur farið suður á Breiðafjörð á þorskveiðar. En svo má heita, að steinbítur veiðist aðeins við Vestfirði og aðeins stuttan tíma í einu. Fleiri koma inn í þessar esi hafi líkað mjög vel í Banda- nkjavistinni og hann hefur dáðst að mörgum þeim stórkost- legu mannvirkjum, sem fyrir sugu hefur borið. Enga von hef ég þó um að hann snúi neitt frá villu síns vegar. Ekki þyrfti annars mikið til þess að upp úr syði milli oxkar sessunautanna, ef við færum að ræða pólitík, því að sVo ólik eru sjónarmiðin. En við sleppum henni og ræðum um ýmis vanda- mál sem við er að glíma. F.inar segir okkur frá því, að þeir hafi ætlað að stækka vatnsveituna 1 Hnífsdal og pantað til þess asb- eströr. En fyrirtækið sem verzl- aði með rörin hafði dregið þetta allt á langinn og aldrei komu rörin, eins og lofað hafði verið. Nú síðast voru þeir að hugsa um að fá lánuð rör sem Súðavík átti en hafði ekki getað tekið út vegna peningaleysis. Jóhannes virðist hafa átt við meiri erfiðleika og vandræði að ....——........ • ......... ■ ■■—.......... Delaware-brúin, sem ekið var yfir. Hún er ein af stórbrúm Bandaríkjanna. Með brúarsporðum er hún nærri 6 krn löng. Ferðafélagar með „bílfreyjunni“, sem sjálfsögð þykir á öllum langferðabílum í Bandaríkjunum. umræður og halda því fram að enn sé borgað betur fyrir stein- bítinn en annan fisk. Tveir sveitarhöfðingjar Þannig halda viðræðurnar á- fram. Við erum hérna saman komnir úr öllum landshlutum margir með hin ólíkustu við horf. Hér sit ég t. d. milli tveggja manna, Einars Steindórssonar í Hnífsdal og Jóhannesar Stefáns- sonar á Norðfirði. Báðir eru þeir einskonar sveitarhöfðingjar, en hver með sinu sniði. Einar hef ég áður heyrt mikið talað um, sem alkunnan fyrir reglusemi og dugnað við stjórn kauptúnsins síns. í bæ hans nemur útflutn- ingsframleiðslan á hvert manns- barn um 30 þúsund krónum á ári. Einar er ákveðinn í stjórn- málaskoðunum, hefur ætíð ver- ið traustur og gegn Sjálfstæðis- maður. Hinn sessunautinn, Jóhannes frá Norðfirði hef ég lítið heyrt talað um fyrr. Þó er hann einnig nokkurskonar sveitarhöfðingi á Norðfirði. Hann er kommúnisti og ætlaði að ganga mjög erfið- lega að koma með í ferðina. Það var ekki fyrr en á næstsíðasta degi, sem hann fékk vegabréfs- áritun hjá bandaríska ræðis- manninum og þá var sett eitt- hvað leynimerki í vegabréfið hans að því er hann hélt. Var Jóhannes mjög þenkjandi yfir þessu merki á leiðinni til Bandaríkjanna, óttaðist að verða tekinn til yfirheyrslna, stöðvað- ur og kannski lokaður inni. Okk ur hinum leið ekki heldur vel yfir þessu, þegar við komum á Idlewild-flugvöll við New York. En embættismaðurinn á ve’.iin- um spurði aðeins hinna venju- legu spurninga, hvað maðurinn væri að gera í Bandaríkjunum og hve lengi hann ætlaði að dveljast þar. Þykkara var hið bandaríska járntjaid ekki að sinni og mér virðist að Jóhann- striða austur á Norðfirði Salan á togurunum segir hann að hafi verið áfall fyrir bæinn. Þótt tap hafi verið á rekstri þeirra þýði ekki að loka augunum fyrir því, að þeir lögðu afla á land á Norð firði og sköpuðu vissa atvinnu. Þetta mál hafi nú orðið að leysa með því að fjölga bátunum, bæði með því að kaupa nýja báta og taka á leigu. Ekki kvaðst Jó- hannes skilja í því, að brezkir togarar fengju oft ágætisafla fyrir austan land, væru þeir á vissum tímum í þéttri þyrpingu þar eins og heil borg, en íslenzk- ir togaraskipstjórar toldu þarna varla deginum lengur, þeir væru óðara komnir út og norðúr. Senni legasta skýringin á þessu væri að íslendiugar þekktu bara ekxi þessi mið. Afmælisbarn í sigurkufli Ingvar Vilhjálmsson átti af- mæli einmitt þennan dag. Varð hann 61 árs. Það kom í ljós að hann var sýslungi minn, fæddur austur í Vetleifsholti og fermdist í Odda hjá sr. Skúla. Ingvar er einn þeirra fáu manna, sem fæðzt hafa í sigurkufli. Var hann nærri kafnaður í kuflin- um, en ljósmóðirin bjargaði á siðustu stundu. Hann ólst upp í fátækt og fór snemma til sjó- róðra. Fyrsta bátinn keypti hann i í samlögum við aðra 1937. Nú' fyrir nokkrum mánuðum var hann að kaupa þúsund tonna togara í Þýzkalandi og hann rek ur nú eitt stærsta frystihús lands ins. Og Ingvar sat í heiðurssæti hjá okkur við kvöldverðinn á þessum afmælisdegi sínum. Hann j mundi að vísu sjálfur ekkert' eftir afmælinu,. en hafði fengið nokkur hamingjuskeyti að heim- an. j Einhverjir höfðu og fengið skeyti að heiman um að sildin væri farin að glæðast. Það var tilbreyting í öllum aflaieysis-1 Leiðin frá New York ti1 Nanticoke fregnunum. Jóhann Sigfússon úr Hafnarfirði hefur kvartað mest yfir síldarleysinu. Að jafnaði hefur mikil síld verið söltuð í Hafnarfirði, en nú hefur verið slíkur aflabrestur að varla hef- ur nokkur tunna verið söltuð. En Jóhann lætur það samt ekki á sig fá. Hann er líklega glað- lyndasti maðurinn í hópnum og varð sjálfkjörinn forsöngvari, þegar við fórum að syngja okk- ar gömlu og alþekktu bíla- söngva. Var ágætur söngkór þarna saman kominn og tóku menn hraustlega undir þótt fáir einir kynnu þessa nýjustu texta sem nú eru mest í tizku. Reynandi að tala við Miles. Með okkur í bílnum var einn Bandaríkjamaður, Miles Reinke sem er umboðsmaður Coldwater í Kaliforníu. Hann hafði gairan af íslenzku söngvunum og viö fórum að rabba við hann. Jón Gunnarsson sagði mér, að Miles væri nú elzti og traustasti um_ boðsmaður Sölumiðstöðvarirmar í Bandaríkjunum. Ég var búinn að vera tvo mánuði í Banda- ríkjunum, aðallega í New York og Pennsylvaníu, sagði Jón. Mér hafði leiðst og nú kom að þvi að ég átti afmæli í febrúarmán- uði 1945. Ég ákvað þá að reyna að létta mér upp og fara til Kalifomíu. Þangað hafði ég ekki áður komið. í Los Angeles kynnt ist ég ræðismanni Islands, Vest- ur-íslendingnum Stanley Ól- afssyni. Ég var staddur í boði heima hjá honum og vissi að hann þekkti alla verzlunarmenn í Los Angeles, svo ég segi svona við hann: — Þekkirðu einhvem sem vill selja íslenzkan fisk i Kaliforníu. Það stóð ekki á svar- inu: — Þú ættir að reyna að tala við Miles Reinke. Og það varð úr, sagði Jón Gunnarsson, ég fór og talaði vi8 Miles. Hann hafði þá fremur litla verzlún, aðallega í rækjum frá Mexikó, en með okkur tókst samstaírf og vinátta, sem hefur haldizt æ síðan. Miles var núna staddur á mikilli matvæla ráðstefnu í New York og varð þá úr, að ég bauð honum að koma með í förina niður í Nanticoke, hann hefur ekki fyrr séð verksmiðjuna okkar í Nanti- coke, en hann hefur komið heim til íslands. Með okkur Miles Reinke tókst nú langt samtal og er ekki rúm til að rekja allan þann fróðleik og upplýsingar sem hann bjó yfir. Reka hann upp að nefinu á þeirn — Það er í rauninni ekki mik- ill vandi að selja íslenzka fisk- inn vestur í Kaliforníu, sagði Miles Ég tek bara tvo fiskpakka, annan með íslenzkum fiski, hinn með fiski Irá öðrum þjóðum, og rek þá upp að nefinu á kaup- andanum. Sjáið þetta er muniir- inn á íslenzkum fiski og öðrum fiski, það er engin ólykt af ís- lenzka fiskinum og ekkert ó- bragð af íslenzka fiskinum. Ég heyri fljótlega að Miles er æfður og tungulipur sölumaður. Hann hellur áfram frásögn sinni. Síðan íslenzki fiskurinn kom til Kaliforníu hefur það gerzt, að það er hægt að fá börn í Framh. á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.