Morgunblaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 16
MORCVNHLAÐIB Fimmtudagur 17. nóv. 1960 Bækur Ragnheiðar Jónsdóttur Sá höfundur, sem samkvæmt I skyrslum er mest lesinn á j bókasöfnum hér á landi, er frú Ragnheiður Jónsdóttir. v Kötlubók - « Falleg bók með mörgum myndum. Verð kr. 58,00. Myndskreytt. Verð kr 58,00. Þessi bók var á bókasýningu í Stokkliólmi í vor, og vakti þar mikla athygli og verður þýdd á erlend tungumál. Smásagnasafn frú Ragnheiðar, DEILT MEÐ EINUM hefur hlotið mjög lofsamlega dóma. — Verð kr. 138,00. Bókaverzlun Isafoldar Rósa ívarsdóttir Guðjón HaHgrímsson Guðjón Hallgrímsson bóndi á lilarðamúpi 70 ára ÞEGAR merkir menn hafa náð 70 ára aldri, þá er meiri ástæða til að minnast þeirra nokkuð rækilega heldur en þegar yngri menn eiga í hlut. Um 70 ára bil- ið liggur ferill lífsins ljóst fyrir og fáir einir, sem eiga mikla sögu upp frá því, þó til þess séu nokkur dæmi. Guðjón Hallgrímsson er fædd- ur á Snæringsstöðum í Svínaual 17. nóvember 1890 og er sonur hjónanna Sigurlaugar Guðlaugs- dóttur og Hallgríms Hallgríms- sonar er þar bjuggu þá. Árið 1903 keypti Hallgrímur bóndi höfuðbólið Hvamm í Vatnsdal og bjó þar til æfiloka með fjöl- skyldu sinni. Þar átti Guðjón eft- ir að vinna mörg afrek á sínum æskuárum. Hann fór í Hólaskóla haustið 1906 og lauk þar námi vorið 1908. Árið 1916 kvæntist hann sinni ágætu konu Rósu ívarsdótt- ur og vorið 1917 hófu ungu hjón- in búskap á 14 af Hvammi. Keyptu svo hálfa jörðina nokkru síðar og bjuggu á þeim hluta jarðarinnar til vors 1931. Þá fluttu þau að Marðarnúpi og hafði Guðjón keypt þá jörð árið áður, en ekki seldi hann Hvamm. Á Marðarnúpi hafa svo þessi Element Fyrir nraðsuðukatla 2000 W — hraðsuðukatla 1500 W — ofna 1000 w — suðuhellur 1000 w — suðuhellur 750 w — straujárn ýmsar gerðir Hitagormar ýmsar gerðir RAFROST Þingholtsstræti 1 — Sími 10240 Rafmotorar fallloka^ir 0.8 hö þriggja fasa Kr. 1.5 — — — — 1229 50 2 — — — — 2037.00 3 — — — — 2371 00 4 — — — — 2690.00 6 — — — — 3097 00 7.5 — — — — 4539.00 10 — — — — 564900 16 — — — — 7666.50 Einnig einfasa mótorar 0,17 hö—1 Vz hö. = HÉÐINN = Vélaverzlun Seljavegi 2, sinti 2 42 60 merku hjón búið óslitið síðan og gert þar garðinn frægan eins og hér verður síðar að vikið. Leiðir okkar Guðjóns Hall- grímssonar lágu fyrst saman á Hólum i Hjaltadal 1907 og marg vísleg æfintýri urðu á okkar vegi þann vetur. Vorum tveir einir samferða véstur og vestan í jólafríi og sitthvað annað reynd ist okkur sameiginlegt. Á þeim vetri tókst með okkur góð vin- átta og hún hefir aldrei rofnað á þeim 53 árum sem síðan eru lið- in. Tel ég það mikla gæfu, að eigi vini slíka sem Guðjón er og þar hefir jafnan hinu sama ver- ið að mæta frá konu hans og börnum. Á Hólum var Guðjón meðal yngstu nemenda, en hann var hlaðinn áhuga og æskuþrótti. Kappið og hinn frábæri dugnað- ur, sem alltaf hefir einkennt manninn var honum strax svo eiginlegt, og drengileg var fram- koman öll. Við vissum allir félag arnir, að hann var sonur ríkasta bóndans á glæsilegasta höfuð- bólinu í fegursta dalnum á Norð- urlandi. Og þetta lyfti verulega undir manninn svo sem að líkum lætur. Og þegar þar við bættist, að hann var strax mikið hraust- menni og snargreindur, þá var eigi að undra, þó hann væri í miklu áliti. Það hefir líka fylgt hopum æ síðan. Guðjón hefir ver ið mikill gæfumaður um dagana, brautin hefir verið bein og króka laus og hann getur litið yfir far- inn veg með mikilli ánægju og ég veit að hann gerir það, því maðurinn er bjartsýnn og glað- lyndur og raunsær. Heimilisgæfan hefir. verið sterk. Konan framúrskarandi góðkvendi og börnin hvert öðru efnilegra og geðfeldara. Þau urðu 7. Fjórir drengir og þrjár stúlkur. Sá mikli skuggi féll yf- ir fyrir nokkrum árum að yngsti sonurinn fórst af slysförum. Hin eru öll á lífi. Fullorðið og þrótt- mikið fólk. Systurnar eru: 1. Sig- urlaug, gift Skarphéðni Péturs- syni presti í Bjarnarnesi. 2. Ingi- björg gift Þórði Guðmundssyni, útgerðarmanni í Gerðum og 3. Þórhildur, gift Jóni ísberg sýslu- manni Húnvetninga. Bræðurnir eru þessir: 1. Steingrímur starfs- maður hjá Skeljungi, Reykjavík kvæntur Jónu Guðmundsdóttur, ljósmóður. 2. Hallgrímur bóndi í Hvammi, kvæntur Fjólu Sigur- laugu Kristmannsdóttur. 3. Jón Auðunn, er stundar búskapinn heima á Marðarnúpi m.eð foreldr um sínum, ókvæntur. Meðan Guðjón var í Hvammi, vann hann eins og berserkur að framleiðslu- og umbótastörfum. Fyrst á búi föður sins og síðan á sínu eigin, og hann græddi á tá og fingri meðan þess var nokkur kostur. En kreppuárafarganið frá 1927—1939 kom illa við hann sem aðra bændur, og svo tók ekki öllu betra við þegar Kara- kúlpestasendingin dundi yfii. Til marks um þrek Guðjóns, er hann vann á búi föður síns, má nefna það að þegar íbúðarhúsið þar var byggt 1911, og sem er eitt fyrsta og stærsta steinhús í sýslunni, þá flutti Guðjón allt sement í húsið á klökkum frá Blönduósi og fór lengi annan hvorn dag í þeim erindum með 12 hesta lest. Slík var samgönguaðstaðan þá. En þrátt fyrir alla örðugleika og alla kosti í Hvammi, þá þótti Guðjóni of þröngt um sig á hálfu því höfuðbóli. Þess vegna keypti hann Marðarnúpinn 1930. Réði þar nokkru um að hann vildi tryggja einhverju af börnum sín- um jarðnæði í Vatnsdal. Hafa synir hans notið þess, fyrst Stein grímur, og síðan Hallgrimur, sem nú býr á hálfum Hvammi á mjög myndarlegan hátt. Á þeim tæpum 30 árum, sem Guðjon hefir búið á Marðarnúpi hefir hann unnið stórvirki á þeirri jörð sem áður var þó sóma samlega setin, að þeirra tíma hætti. Hann hefir byggt upp öll hús, eða því sem næst. Eru þar nú mjög myndarlegar byggingar, bæði íbúðarhús og útihús. Þar eru nú fjárhús yfir 400 fjár. Fjós fyrir 15 gripi og heygeymslur fyrir 2000 hesta heys. Auk þess hefir Guðjón, í félagi við næsta nágranna, reist vatnsafls-rafstöð er nægir heimilinu til ljósa, suðu og upphitunar. Túnið var 200 hesta tún þegar Guðjón kom þar, en nú fást þar 1400 hestar af ræktuðu landi í meðal árferði. Allt til samans eru þetta mikil afrek. En þó hafa heimsótt þetta heimili miklir örðugleikar vegna heilsubilunar. Húsfreyjan hefir legið hverja stórleguna eftir aðra og meðal annars þurft til útlanda til uppskurðar. Sjálfur hefir húsbóndinn ekki naerri allt- af gengið heill til skógar og oft- ar en einu sinni lagzt undir hníf- inn. Auk þess var dóttursonur og uppeldissonur hjónanna mjög hætt kominn í langvarandi veik- indum. En sem betur fer hefir allt vel bjargazt. Hjónin hafa náð sér vonum framar, og dreng urinn hefir náð fullri reilsu og er nú í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Svo sem áður er að vikið er Guðjón Hallgrímsson greindur maður og duglegur. Hann hefir verið ferðagarpur mikill, bæði á heiðum og í byggðum. Ósérhlífni, kapp og óbilandi kjarkur eru hans einkenni. Hann er gestris- inn maður og lundglaður, skemmtilegur í viðræðu og ligg- ur ekki á skoðunum sínum. Læt- ur hvergi sinn hlut við hvern sem er að eiga. Við opinber störf sveitar sinn- ar og héraðs hefir hann talsvert átt. Var um árabil í sveitarstjórn Vatnsdæla og oddviti um skeið, í stjórn búnaðarfélags o.fl. Á fundum Kaupfélags Húnvetninga og Sláturfélags A-Húnavatns- sýslu hefir hann verið fulltrúi margoft og í stjórn Sláturfélags ins er hann búinn að vera 18 ár og er enn. — Á fundum Stéttar- sambands bænda hefir Guðjón mætt nokkrum sinnum, sem full- trúi A-Húnvetninga, og mun hafa sagt forráðamönnum þess félags afdráttarlaust til synd- anna. í stuttu máli sagt er Guðjón Hallgrímsson stórbrotinn og rnik ilhæfur sveitarhöfðingi. Hann ^r mikill á velli og vekur eftirtekt þó i fjölmenni sé. Hann ber það með sér að þar fer gæfusamur maður og óbeygður, fráhvenur öllum barlómi og eymdarskap. Á þessum tímamótum ævi mar þakka ég þessum vini mmurn langa og örugga vinóttu og marg ar ánægjulegar stundir. Fjól- skyldunni og öllu nánasta vensia fólki óska ég til hamingju með það að eiga hann eins og hann er og geta litið á farinn veg með ánægju. Sjálfum honum óska ég allrar gleði og hamingju á því tímabili sem enn er ófarið. Eg óska honum og hans fólki góðrar heilsu og ánægjulegra daga. Eg get vel hugsað mér, að hann geti enn ótt eftir þrjá áratugi hérna megin við tjaldið mikia og á þeim tíma getur margt skeð. Jón Pálmason. TIL SÖLU Will’s station ’54 með framdrixi, spili og útvarpi, 820x15 sniódetckjum í úrvals íagi. — Upplysingar á Havauaguru zu, snni 13158.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.