Morgunblaðið - 17.11.1960, Blaðsíða 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 17. nov. 1960
Ölafur Thors á Alþingi i gær:
Markmiðið meö viðræðunum er að
koma Bretum úr landhelginni
Eins og skýrt er frá í frétt
annars staðar í blaðinu í dag
urðu nokkrar umræður um land-
helgismálið utan dagskrár á
fundi sameinaðs þings í gær. Auk
þeirra, sem þar eru raktar urðu
allsnarpar deilur milli Ólafs
Thors forsætisráðherra annars
vegar og Eysteins Jónssonar og
Hermanns Jónssonar hins vegar
Fara þær hér á eftir:
Eysteinn JónsSon minnti á, að
sem svar við fyrirspurn sinni á
þingsetningarfundi hinn 10. októ
ber s.l., hefði Ólafur Thors for-
ssetisráðherra heitið því, að haft
yrði samráð við Alþingi um
lausn landhelgismálsins. Tilefni
þess, að hann minnti á þetta nú
væri það, að í brezkum fréttum
hefði að undanförnu þráfaldlega
verið talað um tillögu íslenzku
ríkisstjórnarinnar um lausn máls
ins. Af þessum ástæðum vildi
hann nú spyrja í fyrsta lagi,
hvort íslenzka ríkisstjórnin hefði
sent frá sér tillögu um lausn
málsins og í öðru lagi, hvort ís-
lenzku ríkisstjórninni hefði bor
izt tillaga frá brezku stjórninni
um lausn þess. Ef svo væri, þá
teldi hann, að fyrirheitið um
samráð við Alþingi hefði verið
svikið. Að lokum óskaði hann
þess, að forsætisráðherra hlutað-
ist til um, að kallaður yrði sam-
an fundur í utanríkismálanefnd
og þar yrði gefin skýrsla um við
ræður þær, er fram hafa farið
milli Breta og íslendinga.
kennilegt, að manni sem stæðiur væru til þess, að fallast á
Ólafur Thors
svo nærri Tímanum, skyldi koma
það á óvart, að blöð færu með
slúður og ósannindi. Endurtók
Ólafur Thors, að engin tilboð
lægju fyrir frá aðilum. Sjálfur
sagðist hann að sjálfsögðu ekki
vita nema lítinn hlut af því, sem
farið hefði milli manna í við-
ræðunni; þó gæti hann upplýst
það, að Bretar hefðu margspurt
um, hvort ríkisstjórninn væri
ekki með nokkru móti fáanleg
til að sýna Bretum sams konar
velvild og þeir Hermann og Ey-
steinn hefðu gert 1958, þegar þeir
buðu að afhenda þeim 6 mílurn-
ar til einkaafnota í 3 ár og ekki
svo mikið sem orðað þóknun
fyrir. Kvað forsætisráðherra
stjórnina hafa verið með öllu
ófáanlega til svo höfðinglegrar
framkomu í garð Breta, enda
mundi slík rausn hafa bundið
enda á kröfugerð Breta þegar í
stað.
Eysteinn Jónsson spurði m.a.,
hvaða ástæða væri til þess að
fallast á samningaviðræður nú,
þegar búið væri að vinna málið.
Yegna fyrirspurnar Eysteins
Jónssonar um það, hvaða ástæð-
samningaviðræður um lausn land
helgismálsins, þegar við hefðum
unnið málið, kvaðst Ólafur Thors
vilja benda Eysteini á ummæli
Hermanns Jónassonar; hann
hefði lýst því yfir nú nýlega,
að horfur hefðu aldrei verið verri
í landhelgismálinu en einmitt nú.
Þessi ummæli Hermanns ættu að
vera Eysteini fullnægjandi skýr-
ing á því, hvers vegna íslenzka
ríkisstjórnin féllst á tilmæli
Breta um viðræður. Eysteinn
hefði þó getað sparað sér þessa
fyrirspurn og annað, sem hann
hefði sagt um málið á þessum
fundi, ef hann hefði fylgzt með
þeim umræðum, sem undanfarið
hafa farið fram í efri deild um
málið eða lesið, þó ekki væri
nema ræður flokksbróður síns í
þeim umræðum.
Hermann Jónasson tók næstur
til máls. Sagðist hann aldrei hafa
efazt um, að undansláttur í land
helgismálinu mundi leiða af sér
enn verra ástand og taldi hann,
að sakaruppgjöfin á s.l. vori
væri kannske gleggstur vottur
um það. Sér væri það ekkert laun
ungarmál, að flokkar þeir, er
stóðu að vinstri stjórninni voru
ósammála um leiðir í málinu.
Framsóknarflokkurinn hafi því,
eins og oft áður, orðið að reyna
að sigla milli skers og báru og
sætta hin andstæðu öfl innan
stjórnarinnar. Þá taldi hann
samningaumleitanir vinstri stjórn
arinnar og þær viðræður, er nú
fara fram, ósambærilegar.
Vinstri stjórnin hefði viljað
semja við öll NATO-ríkin, en nú
verandi ríkisstjórn vildi aðeins
sem við Breta eina.
Ólafur Thors kvað það vera
að bera í bakkafullan lækinn,
ef hann færi nú að endurtaka
þau rök, sem bæði dómsmála-
ráðherra og utanríkisráðherra
hefðu saumað. Hermann inn í
við umræðurnar í efri deild,
því að ekkert nýtt hefði komið
fram í ræðu hans nú. Hins
vegar vissu ekki aðeins efri
deildarmenn og allir þingmenn,
heldur öll þjóðin, að Hermann
hefði verið svo grátt leikinn í
þeim umræðum, að þess væru
fá dæmi í þingsögunni. Ef Her-
mann teldi, að við værum bún-
ir að sigra í málinu, hvers
vegna hefði hann þá borið fram
tillögu um, að við bæðum Banda
ríkin um aðstoð í baráttunni
við Breta. Öllum öðrum en
kommúnistum sé hagur í, að
deilan við Breta verði leidd
farsællega til lykta. Með þeim
viðræðum, sem nú fara fram um
Framh. á bls. 17.
Kommúnistar ráðast á
landhelgisgæziuna
Ólafur Thors forsætisráðherra
svaraði fyrirspurn Eysteins Jóns
sonar. í upphafi ræðu sinnar
þakkaði hann Eysteini það traust,
sem ljóst væri, að ‘hann bæri til
sín umfram aðra ráðherra. í um
ræðum þeim, sem að undanförnu
hafa staðið í efri deild um land-
helgismálið, hefðu bæði dóms-
málaráðherra og utanríkisráð-
herra lýst því yfir, að engar til-
lögur hefðu enn verið gerðar um
lausn málsins, hvorki af hálfu
íslendinga né Breta. Þrátt fyrir
yfirlýsingar þessa ágætu manna
neitaði Eysteinn að trúa fyrr
en hann (Ól. Th.) hefði staðfest
þær. Hann vildi því endurtaka,
að hvorki íslendingar né Bretar
hefðu gert tilboð um lausn máls
ins. Hins vegar vissu báðir aðilar
nú betur hver væru sjónarmið
hins en þegar viðræður þessar
hófust.
Þá væri rétt að benda á, að
Eysteinn leggði nokkuð annan
skilning í yfirlýsingu sína frá 10.
október en tilefni væri til. Hann
(Ól. Th.) hefði þá lýst því yfir,
að samráð yrði haft við Alþingi
áður en úrslitaákvarðanir væru
teknar um málið. Þetta yrði að
- sjálfsögðu staðið við og teldi
hann það ekki nein svik á þessu
heiti, þó að alþingismenn fylgd-
ust ekki með umræðunum stig
frá stigi. Þá benti forsætisráð-
herra Eysteini á, að hann hefði
að sjálfsögðu ekki vald til þess
að kalla utanríkismálanefnd
saman. Þeirri ósk væri nær að
beina til forseta sameinaðs þings,
utnríkisráðherra eða formanns
nefndarinnar.
Eysteinn Jónsson sagði, að með
yfirlýsingu sinni hefði forsætis-
ráðherra beinlínis haldið því
fnam, að það, sem komið hefur
fram í brezkum blöðum að und-
anförnu væri slúður og ósann-
indi. Ef engar tillögur hefðu
komið fram, hvað hefði þá gerzt
í málinu? Sér þætti þó fullvíst,
að tillögur hefðu flogið á víxl
milli ríkisstjórnanna.
Ólafur Thors kvaó það ein-
Allheitar umræður urðu um
landhelgismálið utan dagskrar á
fundi sameinaðs þings í gær. —
Kom margt fram í þeim umræð-
um, sem varpar skýru ljósi á
meðferð málsins undir stjórn
vinstri stjórnarinnar og skolla
leik eiftstakra þingmanna Fram-
sóknarfolkksins og kommúnista
með málið.
Fyrstur kvaddi sér hljóðs Finn
bogi R. Valdimarsson.
Endurtók hann fyrirspurn sina til
dómsmálaráðherra frá fundi efri
deilda 14. nóvember sl. um það
hvaða yfirmaður landhelgis-
gæzlunnar hefði borið ábyrgð á
fyrirskipun til skipherrans á
varðskipinu Þór að kvöldi hins
13. nóv. að hætt skyldi að
skjóta aðvörunarskotum að
brezka togaranum William
Wilberforce, H 200 og að hætt
skyldi að veita togaranum eftir-
för. Vék hann að skýrslu þeirri,
sem landhelgisgæzlan hefur sent
frá sér um málið og birtist hér
í blaðinu sl. þriðjudag. Taidi
hann öðru visi að farið nú en við
töku togara fyrir tveim árum er
skotið hefði verið á kl. 11,58 en
hann stöðvast 2 mínútum síð-
ar.
Gaf þingmaðurinn í skyn, að
viðbrögð yfirmanna laiidhelgis-
gæzlunnar stæðu í einhverju sam
bandi við þær samningaumleit-
anir sem að undanförnu hafa
farið fram milli íslenzku ríkis-
stjórnarinnar og hinnar brezku
um lausn landhelgismálsins. Þá
bar hann fram þá fyrirspurn til
dómsmálaráðh., hvort þessi ráð-
stöfun væri í samræmi við gild
andi reglur landhelgisgæziunn-
ar og hvort forstjóri landhelgis-
gæzlunnar hefði tekið ákvörðun
þessa án þess að hafa um hana
samráð við æðsta yfirmann sinn,
dómsmálaráðherra.
Bjarni Benediktsson dómsmála
ráðherra tók næstur til máls.
Sagði hann að ekki hefðu verið
gefnar út neinar nýjar regiur
til íslenzkra varðskipa um töku
erlendra togara, sem staðnir
væru að veiðum innan íslenzkr-
ar landhelgi nákvæmlega sörnu
reglur giltu um það atriði og gilt
hefðu 1958. Það hefði aldrei kom
ið til mála, að neinar sérrreglur
yrðu settar um þetta á meðan
viðiæður íslenzku og brezku rik
isstjórnanna stæðu yfir.
Ráðherrann kvaðst hafa ský"t
f :á þvi, þegar FVK \akti máls
á þessu sama í eirj tíeild fyrir
tveim dögum, að sér væri alger-
lega ókunnugt um þá atburði, er
gerzt höfðu þá kvöidið áður út
af Ingólfshöfða. Sér hefðu ekki
borizt neinar upplýsingar um
málið kl. 10,30 þann dag, þegar
hann hefði farið úr dómsmála-
ráðuneytinu vegna fundar, sem
hann þyrfti að sækja, og sér
hefði verið með öllu ókunnugt
um málið fyrr en FRV hreyíði
því á fyrrnefndum fundi efri
deildar. Yfirmenn landhetgis-
gæzlunnar skorist áreiðanlega
ekki undan gagnrýni. Hitt sé
annað mál að auðveldara sé. að
finna lausn á málunum, þegar
þau eru skoðuð í heild eftir á
og í ró og næði en meðan menn
eru í miðri rás viðburðanna eða
jafnvel við aðstæður, þar sem
erfitt sé að gera sér grein fyrir
því, sem er að gerast. Það komi
fram í tilkynningu landhelgis-
gæzlunnar, að símasamband var
mjög slæmt, svo að í fyrstu
heyrðist ekki nema hrafl og um
skeið ekkert. Forstjóri landhelg-
isgæzlunnar taldi, að ekki lægi
fyrir sönnum fyrir brotinu, þar
sem varðskipið hafði ekki staðið
togarann að veiðum, og míðaði
| ákvarðanir sínar við það. Þá
væri á það að líta, að veður hefði
verið slæmt, er atburðir þessir
gerðust, náttmyrkur og slæmt
skyggni. Allt þetta hefði hvatt
forstjóra landhelgisgæzlunnar til
varfærni við ákvörðun sína.
Þá sagði ráðherrann, að hann
skyldi ekki um það segja,
hvernig hann hefði tekið á mál-
inu, ef það hefði verið borið und
ir hann, á það hefði ekki verið
reynt, en tók fram, að hann
teldi ekki neina ástæðu til þess
að setja út á meðíerð forstjóra
landhelgisgæzlunnai á því, eins
og það lá fyrir honum. Þvi næst
las hann upp skýrslu, Jóns Jóns-
sonar skipherra á Þór til iand-
helgisgæzlunar um þessa atburði.
Þessar tvær skýrslur, tilkynning
landhelgisgæzlunnar og skýrsla
skipherrans á Þór, væru þau
gögn, sem fyrir lægju um má'-
ið og á þeim yrði að byggja.
Það væri náttúrlega matsatrið;,
hvað hægt væri að gera við að-
stæður sem þessar. Þarna yrði
að byggja á mati þeirra marna,
sem hefðu átt hlut að máli.
Þeirra hefði verið að meta, hvað
fært væri og skynsamlegt að
gera í eltingarleik við^skip í
slæmu skyggni og náttmyrkri.
Það væri hægara að sitja hér í
þingsalnum og gagnrýna en að
taka þátt í eltingarleiknum við
þær aðstæður, sem við var að
stríða.
Eftir ræðu Bjarna Benedikts-
sonar kvaddi Finnbogi R. Valdi-
marsson sér hljóðs að nýju.
Spurði hann efin, hvort hann ætti
að trúa því, að forstjóri land-
helgisgæzlunnar hefði ekki haft
samband við æðsta yfirmann
sinn áður en' hann gaf skipun
sína um að eftirförinni skyldi
hætt.
Bjarni Benediktsson tók enn
til máls. Sagði hann, að sumir
Bjarni Benediktsson
menn væru þannig gerðir. að
þeir vildu ekki heyra sannleik-
ann og virtist háttvirtur þmg-
maður (FRV) vera einn af þeim.
Hann hefði þegar lýst því tvisv-
ar yfir, að honum hafi ekki var-
ið kunnugt um þessa atburði fyrr
en FRV vakti máls á þeim á
fundi efri deildar sl. mánudag.
Af því ætti háttvirtur þingmað-
ur að geta ályktað, að ekki hefði
verið haft samband við hann um
ákvörðun málsins. Þá væri það
hrein fjarstæða, að ekki hefði
verið reynt að taka togarann,
eins og sjá megi af skýrslu skip-
herrans á Þór til landhelgisgæzl
unnar. í skýrslunni komi það t.
d. fram, að endurtekin skothríð
átti sér stað á togarann, en hann
sinnti því engu. Þá benti ráð-
herrann að lokum á, að mikill
munur væri að eiga í eltingaleik
við skip um miðjan dag eða í
slæmu veðri, í náttmyrkri úti á
reginhafi. Hér stæði allt öðru
visi og verr á en um töku tog-
arans 1958, sem FRV hefði vitn-
að til, og hefði nú þó verið enn
harðar sótt en þá. Þetta væru
atriði sem taka bæri tillit til,
þegar lagður væn dómur á mál-
ið. —
Frekari umr. urðu og eru þær
raktar hér á síðunni.