Morgunblaðið - 25.11.1960, Page 1

Morgunblaðið - 25.11.1960, Page 1
24 síður með Barnalesbók 271. tbl. — Föstudagur 25. nóvember 1960 Prentsmiðia Morgunblaðsins Vonin ?ar með brostin? Þessi mynd var tekin á Kanaveralhöfða 21. þm. þegar gerð var tilraun til að skjóta á loft geimhylki, sams konar og fyrsti geim-flugmaður Bandaríkjanna á að hafast við í, þegar hann hefur hringferð sína um jörðu — einhvern- tíma á næsta ári, að því fyrir hugað er. — Þessi tilraun mis heppnaðist algerlega, eins og ein, sem áður hefir verið gerð — og segja bandariskir sér- fræðingar, að þar með kunni að vera úti vonir Bandaríkj- anna um að verða á undan Rússum að senda mann út í geiminn...... Spi liMÉÉm HATO gerist kjarnorkuveldi Sú hugmynd hlýtur yfirgnæfandi stuðning á þingmannaiundi bandalagsins París, 2Jt. nóv. — <'Reuter) TILLAGA Lauris Norstads yfirhershöfðingja um að Atlantshafsbandalagið skuli koma sér upp birgðum kjarn orkuvopna og þannig gerast fjórða kjarnorkuveldið í heiminum hlaut ákveðinn stuðning nær allra aðila á þingmannafundi bandalags- ins í dag. Nokkrar andmæla- raddir heyrðust að vísu, en yfirgnæfandi meirihluti ræðu manna studdi hugmyndina. — Þannig sagði t. d. norski fulltrúinn, Finn Moe, að úr því að yfirhershöfðinginn teldi nauðsynlegt, að herir bandalagsins verði búnir kjarnavopnum, „hljótum við, sem ábyrgir þingmenn, að fallast á það sem grundvall- arreglu“. • STUÐNINGUR FRAKKA Það vakti hvað mesta at- hygli í dag, að franski gaull- istinn Jean Palewsky lýsti því yfir, að flokkur sinn styddi til lögu Norstads. Vafasamt var talið, að Frakkar styddu til- löguna, vegna þeirrar stefnu de Gaulles, að þeir skuli koma sér upp eigin k.iarnavopnum. — Hins vegar taldi brezki Verkamannaflokks- þingmaðurinn John Strachey, að kjarnavopnabúnaður vest- rænna rífej'stætti að vera bund inn við Bandaríkin — þau ein ættu að hafa þessi vopn, og vopnin skyldu vera staðsett á bandarísku yfirráðasvæði. — ★ — Samkvæmt tillögu Norstads, eiga öll 15 aðildarríki NATO að hafa jafnan rétt um meðferð og stjórn kjarnavopna bandalagsins. Ályktunartillaga sú, sem rædd var í dag, minntist að vísu ekki beinlínis á uppástungu Norstads, en var algerlega í ánda hennar. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram n.k. laugardag. ★ NÁNARI SAMVINNA Tvær aðnar tillögur voru lagð- ar fyrir þingið í dag. — Banda- ríski öldungadeildarþingmaður- inn Estes Kefauver lagði til, að skipuð yrði nefnd allra þátttöku- ríkjanna til þess að athuga mögu leika aukinnar stjórnmálalegrar og efnahagslegrar samvinnu inn- an bandalagsins. Yrðu um 100 menn í nefnd þessari. — Þá bar belgiski jafnaðarmaðurinn Lusi- en Radoux fram tillögu um, að komið yrði á fót svonefndri „At- lantshafsstofnun" í þeim til- gangi að tengja þátttökuríkin traustari böndum, að því er varð- ar samvinnu á sviði menningar- mála og vísinda. Manila, Filippseyjum, 24. nóv. (Reuter). SAKNAÐ er Dakotaflugvélar frá flugfélaginu „Philippine Airlin- es“, en með henni eru 29 far- þegar og 4 manna áhöfn. — Þeg- ar leit að vélinni var hætt í kvöld vegna myrkurs, hafði engin hinna 40 leitarflugvéla orðið neins vör, sem ráða má af, hvað um flugvélina hefir orðið. Leopoldville eins og púðurfunna Kongóhermenn og hermenn SÞ sfanda hvorir gegn óðrum, gráir fyrir járnum Leopoldville, 2lf. nóv. (NTB-AFP-Reuter ) HERVÖRÐUR var í dag sett ur við heimili forsvarsmanna SÞ í Leopoldville og vörður efldur við helztu stöðvar samtakanna í borginni. Þess- ar öryggisráðstafanir voru gerðar vegna þess, að ólga virðist enn fara vaxandi í borginni, einkum í röðum kongóska hersins. Það, sem einkum veldur þessari ólgu, er fall næstæðsta manns Kongóhersins, Josephs Nko- Kínverskar eldflauga- stöðvar í Tíbet? Nýju-Delhi, 2Jt. nóv. (Reuter) BLAÐIÐ „Times of India“ birti þá fregn frá Nepal í dag, að Kínverjar væru að koma upp birgðastöðvum fyrir eldflaugar, svo og skot- stöðvum, í Tíbet og nærri landamærum Indlands og Nepals. — ★ — Til stuðnings fregninni sagði blaðið frá því, að tveir menn úr Himalaya-leiðangri Sir Edmunds Hillarys hefðu séð eitthvað, sem líktist eld- flaug, Tíbet-megin við landa- mæri Nepals í sl. mánuði. — Sáu þeir glampandi, sívalan hlut á lofti hinn 22. október, og sendi hann „gufustrók“ aftur úr sér. Segja mennirn- ir, að hér hafi ekki getað verið um annað að ræða en eldflaug — og hafi henni sennilega verið skotið frá kínverskri herstöð, annað- hvort í Bombuk eða Tingri í Tíbet. Ios, þegar átökin urðu fyrir utan sendiráð Ghana sl. mánudag. Enda þótt loft hafi verið lævi blandið í dag, hefir þó ekki komið til neinna átaka. — Hins vegar má segja, að hermenn SÞ og Kongóhermenn standi hvorir Verwoerd somur við sig PRETORIA, S,- Afríku, 24. nóv. (Reuter). — Hendrik Verwoerd forsæfisráðherra sagði í dag í viðtali við stjórn ar-stuðningsblaðið „Die Trans valer“, og „lituðu“ fólki (þ.e. af blönduðum stofni) yrði ekki leyfð seta í þjóðþinginu eða öldungadeildinni. — Sagði hann, að slík stefna, sem stj órnarandstöðuf lokkurinn, ,,Sameiningarflokkurinn“, berðist fyrir, fæli raunveru- lega í sér, að „leyfð væri tak- mörkuð sameining kynþátta" — en „samhliða þróun“ (þ.e. alger aðskilnaður hvítra manna og annarra kynþátta) væri eina leiðin, einnig að því er varðaði fólk af blönduðum stofni. Þeir, sem vildu veita þessu fólki sérstöðu, væru að ryðja veginn til blöndunar og sam- einingar allra kynþátta, sagði Verwoerd. gegn öðrum, gráir fyrir járn um — og borgin sé sem púð- urtunna. ★ MJÖG /ESTIR Pascal Kapella, vara-upplýs- ingamálaráðherra í stjórnar- nefnd Mobutus ofursta, sagði í dag, að kóngóskir hermenn væru „mjög æstir“ vegna falls foringja síns. Ættu foringjar fullt í fangi með að hafa hemil á mönnum sínum, og ef stjórnin brygðist, gæti dregið til stór- átaka í borginni. — Nkolo var yfirstjómandi í Leopoldville- herbúðunum, og hafa hermenn- irnir nú skírt búðirnar upp eft- ir honum og nefna þær Nkolo- herbúðirnar. — Kapella upp- lýsti og í dag, að enn hefði fundizt lík eins Kongóhermanns, sem fallið hefði í átökunum sl. mánudag, en fjórir voru jarð- settir í gær. Enn er þriggja saknað. ★ MOBUTU TÓK í TAUMANA í gærkvöldi tókst Mobutu ofursta að stöðva mótmæla- göngu, sem lögð var af stað til höfuðstöðva SÞ í Leopoldville, en í henni tóku þátt mörg hundruð manns. Kapella sagði, að Mobutu hefði tekið í taum- ana vegna þess, að hann væri sér þess meðvitandi, að ástæðan til ólgunnar í borginni væri fyrst og fremst nærvera Ghana- hermanna í liði SÞ — ekki stjórn SÞ sem slík. — ★ — Á meðan á þessu hefur geng- ið, hefur verið byrjað að flytja Ghanamenn brott úr borginni, en stjórn Ghana hefur mælt svo fyrir, að allir þegnar hennar, bæði hermenn og almennir borg arar, skuli hverfa þaðan á brott, í öryggisskyni. IJm 100 særðust í óeirðum í IMýju Delhi NÝJU DELHI, 24. nóv. (NTB/ Reuter) — Áttatiu og sex lög- reglumenn og um 25 aðrir særð- ust í dag, þegar til átaka kom milli lögreglunnar og fólks af Sikha trúflokknum fyrir utan þinghúsið hér. Seint í kvöld til- kynnti lögreglan, að 61 af sikh- unum hefði verið handtekinn í sambandi við óeirðir þessar. ★ Hundruð lögreglumanna vörp- uðu táragassprengjum að sihk- unum við þinghúsið, og barst gas ið inn í húsið, svo að þingmönn- um súrnaði einnig í augum. ★ Sikharinn, sem teljast til hins herskáa „Álkaliflokks", gerðu árás á lögregluna með grjótkasti, þegar hún afgirti þinghúsið. — Með göngunni að þinghúsinu voru sikharnir að leggja áherzlu á kröfur þær, sem þeir hafa haft uppi um 5 mánaða skeið, að stofn að verði sérstakt ríki þeirra er tala punjabmál á Indlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.