Morgunblaðið - 25.11.1960, Síða 2
2
MORGUNfíT AÐIÐ
Föstudagur 25. nóv. 1960
Kominn til oð sam-
eina - ekki sundra
— sagði hinn nýi fulltrúi Frakklands-
stjórnar við komuna til Alsir
ALGEIRSBORG, 24. nóv. (Reut-
er) — Hinn nýi fulltrúi frönsku
stjórnarinnar í Alsír, Jean Mor-
in, kom til Algeirsborgar í dag.
Miklar öryggisráðstafanir voru
viðhafðar, einkum er hann kom
opinberlega fram og lagði blóm-
sveig að styrjaldarminnismerk-
inu í borginni. Lokaði lögreglan
þá algerlega nærliggjandi göt-
um, en úr fjarlaegð mátti heyra
hróp ýmsra franskra landncma:
„Alsír er franskt!"
Þegar Morin hafði ’formlega
verið settur inn í embætti sitt,
sagði hann: „Ég er hingað kom-
inn til þess að sameina, — ekki
til að sundra. Til þess að færa
nýja von — ekki að vekja ótta.
Ég er kominn til þess að vinna
að sigri nýs Alsírs, fullviss um
björt örlög þess, í traustu sam-
bandi við Frakkland.
Innan fárra daga fer einnig
hinn nýskipaði Alsír-ráðáherra,
Louis Joxe, til landsins — og á
grundvelli skýrslu hans um för
sína, mun de Gaulle forseti á-
kveða, hvort hann lætur verða
af för þeirri til Alsír, sem hann
hefir hálft í hvoru ráðgert fyrri-
hluta desember.
Brennan og börnin
Gluggaskotið í íbúð Davison-hjónanna. Masonítplata, máluð í sama lit og gólf og veggir, er sett
fyrir framan gluggann, og bak við hann er kornið fyrir tveimur fluorecent-ljósum og tveimur
Hóskösturum. —
UM kl. 21.45 í gærkvöldi kveiktu^
strákar af prakkaraskap í bál-
kesti inn við Ásgarð í Sogamýri. ItICSScIÖ
á Bessa-
I *ós og blóm inn
í skammdegið
þessir menn: Prófessor Niels
Dungal, dr. Björn Jónsson,
læknir, Erlingur Guðmunds-
son, verkfræðingur, dr. Sig-
urður Sigurðsson, landlæknir
og Aðalsteinn Guðjohnseo,
verkfræðingur.
Nefndin hefur einkum fjall-
að um stærð og fyrirkomu-
lag glugga í búðum, einkum
um lífeðlisÆræðileg og sál-
fræðileg áhrif þeirra. Hún
hefur einnig rætt um fyrir-
komulag raflýsingar og æski
lega birtu á ýmsum stöðum á
heimilum.
★
Mr. Davison hefur þá trú,
að íslendingar séu næmari
fyrir sálrænum áhrifum sól-
arljóss en flestar aðrar þjóð-
ir. Hann tehir, að með blóm-
um og vel gerðri raflýsingu
megi gera íslenzk heimili
ennþá ánægjulegri en þau
Til að kanna þetta af eigin
raun, lét hann skreyta glngga
útskot í íbúð sinni með hin-
um fjölbreytilegustu plöntum
og kom þar fyrir góðri lýs-
ingu með um það bil 400
watta Ijósperum, sem lýsa
upp um tvo fermetra svæðis.
Ringelberg kom blómunum
fyrir en Aðalsteinn Guðjohn
sen réði tilhögun lýsingar-
innar. Kostnaðurinn við
gluggaútskotið var fyrir inn-
an 1000,00 krónur.
BLAD4MONNUM var nýlega
boðið að skoða Ijósaútbúnað
á heimili herra Robert Dav-
ison byggingarmálasérfræð-
ings, að Skaftahlíð 16. Mr.
Davison hefur siarfað hér
síðan í febrúar sl. á vegum
Rannsóknarráðs ríkisins og
starf hans hefur aðallega ver-
ið fólgið í því að kanna leiðir
til að byggja megi hér á landi
sem hagkvæmastar íbúðir. án
þess að kostnaður verði meiri
en nauðsyn krefur.
Mr. Davison hefur þó látið
aðra þætti byggingarmála til
sín taka; einkum hefur sér-
staða íslendinga varðandi
stuttan sólargang á vetrurn
og skortur á sólskini vakið
áhuga hans á lýsingu á is
lenzkum heimilum. Því hefur
hann komið á fót nefnd
manna til að vera honum til
ráðuneytis um lýsingu á heim
ilum og eiga sæti í nefnJinni
Mr. Robert Davison sagði,
að sér hefði hugkvæmzt að fá
leigðan sýningarglugga í
bænum til að sýna fólki fram
á, að með ljósum og blómum
er hægt að færa sólbjarta
náttúruna inn á heimilin á
löngum skammdegiskvöldum.
Sérstök ástæða væri til að
gera heimilin líflegrf bjartari
og hlýlegri á veturna en nú
er almennt gert. Góð lýsing
á plöntunum ylli því, að þær
þrifust betur, þær gæfu heim-
ilinu friskan og líflegri blæog
færa ferskleik og grózku nátt
úrunnar inn á heimilin, ef svo
mætti segja.
Höfðu börn við Réttarholtsveg,
Ásgarð og Tunguveg safnað i
þennan bálköst, með það fyrir
augum að halda mikla áramóta-
brennu, eins og um síðustu ára-
skipti. Þá var haldin stór brenna
á sama stað, sem tókst mjöig
glæsilega, enda vakti hún mik-
inn fögnuð og sérstaklega meðal
yngri kynslóðarinnar, eins og
nærri má geta. Var þá dansað
og sungið umhverfis brennuna,
þegar nýja árið reið í garð.
Undanfarið hafa börn á sömu
slóðum unnið af miklum dugn-
aði og áhuga við að efna að
sér í köstinn, enda var hann
orðinn viðamikill og virtist
ekki ætla að verða síðri hinum
fyrri. Ekki fékk sú dýrð þó
lengi í friði að standa, því að
eins og fyrr segir var kveikt í
kestinum í gærkvöldi af ein-
hverjum pörupiltum. Var þetta
mikil brenna, en meiri var þó
sorgin hjá bömunum, sem
hvergi höfðu hlíft sér, þegar
þau voru að viða að sér. Sáu
þau erfiði sitt fuðra í loft upp
fimm vikum fyrr en skyldi. Við
skulum vona, að börnunum tak-
ist að hlaða nýjan köst, sem
fái að vera í friði fram að ára-
mótum.
stöðum með sér-
stæðum hætti
Á SUNNUDAGINN kemur, 27.
nóvember, verður messað í
Bessastaðakirkju kl. 2 e. h. með
nokkuð sérstökum hætti.
Messa þessi fylgir hinu fyllsta
formi „Grallarans“, sem var
messubók kirkju vorrar um tvö
hundruð og fimmtíu ár.
Tón allt í messunni verður
hið fornkirkjulega, sem kennt
er við Gregóríus og hefur verið
ríkjandi í messu vesturkirkjunn-
ar síðan á sjöttu öld. Hér á
landi var það notað allt frá
kristnitöku til 1860 þegar Guð-
jónsen organisti gaf út sitt nýja
tón. Sálmasöngurinn verður i
stíl 16., 18. og 19. aldar, sum-
part einraddaður og sumpart
kórsöngur. Kirkjukór Selfoss-
kirkju annast sönginn undir
stjórn Guðmundar ■ Gilssonar
organista.
Messuna syngja sr. Sigurður
Pálsson frá Hraungerði, sr. Arn-
grímur Jónsson í Odda og sr.
Guðmundur Ó. Ólafsson á Torfa
stöðum.
Biskupinn, herra Sigurbjörn
Einarsson, lýkur messunni og
ávarpar aöfnuðinn.
Gegn
öfgamönn-
um
Tokió, 24. nóv. (Reuter)
í DAG var stofnuð hér ný hreyf-
ing stúdenta, sem ætlað er að
vinna gegn hinu fjölmenna,
vinstrisinnaða sambandi stúd-
enta, „Zengakuren". og beitingu
ofbeldis til að koma fram mál-
um, hvórt sem þair eiga hlút að
máli hægri- eðá vinstrisinnar.
Um 2.500 stúdentar tóku þátt
i stofnfundinum, en félagið telur
Dagskrá Alþingis
Í-DAG eru boðaðir fundir í báð-
um deildum Alþingis á venjir-
legum tíma. Á dagskrá efri deild
ar er eitt mál, en tuttugu mál
á dagskrá neðri deildar.
Klukkan 20 i kvöld verður svo
settur fundur í sameinuðu þingi
Og útvarpað einni umræðu um
þingsályktunartiliögu um land-
helgismál.
áhangendur sína a. m. k. tíu
sinnum fleiri. Hið nýja samband
neínist „Mingakuren" (Samband
lýðræðissinnaðra stúdentafé-
laga). Segja forráðamenn þess,
að það muni ástunda hlutleysi í
stjórnmálúm.
„Zengakuren“-sambandið, sem
telur sér um 280.000 félagsmenn,
kom mjög við sögu í götuóeirðum
þeim í sumar, sem leiddu til þeSs
að Eisenhower Bandaríkjaforseti
hætti við för sína til Japans.
Týndir í 11 tíma
TVEIR litlir drengir á Fram-
nesVéginúm, fímm og sex ara
bræður, fóru að heiman frá
sér kl. 10 í gærmorgun. Þeirra
var sáknað, er líða tók á dag-
inn, en fundust hvergi í ná-
grenninu. Var lögreglunni til-
kynnt hvarfið, og auglýst eft-
ir þeim í útvarpinu. Brátt
fréttist, að þeir hefðu verið
að flækjast fram og tii baka
í strætisvögnum um daginn,
allt fram undir kl. 7. Um níu-
leytið litu þeir inn á veitinga ,
staðinn í Austurstræti, og
skömmu síðar tók lögreglan
þá sínar vörzlur og kom I
þeim heim til s*n.
Kvikmyndasýning
Germaníu
Á MORGUN, laugardag, verður
kvikmyndasýning á vegum fé-
lagsins Germania í Nýja bíói,
hin síðasta fyrir áramótin. —
Sýndar verða að venju frétta-
og fræðslumyndir.
Fréttamyhdimar, sem sýndar
verða, eru frá síðastliðnu sumri
og hausti. m. a. frá Vestur-
Beríín, nýbyggingum þar og
skipulagningu, sem risið hafa
upp úr rústunum, er stríðið
skíldi eftir.
Fræðslumyndirnar verða tvær.
Er önnur frá sumarbúðum ka-
þólskra ungmenna, Burg Feuer-
stein, • þar sem márgt er haft
fyrir stafni, m. a. svifflug. Hin
fræðslumyndin er einkar ný-
stárleg, tekin í brúðuleikhúsi, þar
sem brúðurnar dansa ballett,
dauðadansinn, af einstakri list.
Sýningin hefát kl. 2 e. h., og
er öllum heimill aðgangur, börn-
um þó einungis í fylgd með
fullorðnum.
FILMUR, FRAMKÖLLUN
KOPERING
FÓTOFIX, Vesturveri
(H
/S hnútar
SVSOhnútar
H SnfHcmt
» Úði
V S/úr ir
ft Þrumur
V.trmii
^ . Kuktatkii
Hitatki't
H Hmt
L Lmai
ENN ríkir sama góðviðrið hér
á landi. Úm hádegið í gær
híjóðaði veðurlýsingu í sím-
svaranum á Reykjavíkurflug-
velli þannig:
„Klukkan 11 var austan- og
norðaustanátt hér á landi, við-
ast 3—5 vindstig. Vestanlands
var léttskýjað, en sums staðar
skúrir á Austurlandi. Hiti var
milli 0—6 stig á láglendi, 3ja
stiga frost í Möðrudal."
Ékki er nú harkan mikil.
Og líkt þessu hefur veðrið
verið nær allan þennan mán-
uð.
Veðurspáin kl. 10 í gærkv.:
SV-land til Breiðafj. og SV-
mið til Breiðafj. miða: NA-
kaldi, léttskýjað, hitastig ná-
lægt frostmarki.
Vestfirðir, Norðurland og
miðin: Austan kaldi og bjart-
viðri fram eftir nóttu, NA-
stinningskaldi á morgun og
víða dálítil él.
NA-land, Austfirðir og NA-
mið til SA-miða: NA stinnings
kaldi, smáskúrir eða slydduél.
SA-land: NA kaldi, léttskýj-
að vestan til.