Morgunblaðið - 25.11.1960, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.11.1960, Qupperneq 6
6 MORCE/w»t jnt» Föstudagur 25. nóv. 1960 Pátl V. Daríielsson, bæjarfulltrúi: Sparisjóður Hafnarfjaroar i i mj hefur lánað Hafnarsjóbi Hafnar- fjarðar kr. 1,1 millj. á þessu ári TVO sl. föstudaga hefur I>jóð- viljirm birt árásargreinar á Spari sjóð Hafnarfjarðar og stjórn- endur hans. Báðar hafa greinar þessar verið naifnlausar, enda eru þær svo yfirfullar af blekk- ingum, að greinarhöfundur hef- ur ekki viljað láta nafns sinsj getið. Kunnugir geta pó auðveld lega rakið ættemi þeirra til for- ystu kommúnista í Hafnarfirði. Ég ætla ekki að fara að eltast við að leiðrétta allt það, sem sem leiðrétta þyrfú í greinurn þessum. Heldur skulu nefnd hérl tvö dæmi, en þau eru góður mælikvarði á greinina alla. 1 Þjóðviljagreinunum er sagt, að Sparisjóður Hafnarfjarðar | hafi neitað Hafnarsjóði um 200 þús. kr. lán til hafnarfram- kvæmda, og mál þetta er ekki skýrt nánar, svo að ætla mætti, að þetta væri hið eina, sem Hafnarsjóður hefði farið fram á við Sparisjóðinn, en svo er ekki. Á bæjarsjórnarfundi í sl. viku upplýsti bæjarstjóri, að Hafnar- sjóður hefði þegar fengið 1,1 millj. króna lán til hafnarfram- kvæmda á þessu ári hjá Spari- sjónum, auk þess sem Hafnar- sjóður skuldar Sparisjóðnum vegna eldri framkvæmda hundr uð þúsunda króna. Hins vegar voru eftirstöðvar af lánsbeiðni hjá Sparisjóðnum að upphæð 200 þús. kr. Þá var einnig upp- lýst á fundinum, að bæjarfyrir- tæki hafa samtals fengið að láni hjá Sparisjóð Hafnarfjarð- ar á þessu ári um 2 milljónir króna. Við umræður um þessi mál í sl. viku kom og fram, að bæjarsjóður og bæjarfyrir- tæki mundu skulda Spari- sjóðnum 4—5 miilj. króna. Þá er rétt að geta þess að það kom fram að aukin innlög feng- ust í Sparisjóðinn að nokkrum hluta til þess að a-uðvelda lán tii Hafnarsjóðs. Það er rétt, að fólk fái vit- neskju um þetta og sjái af því, | hvernig málflutning r.ér er um að ræða. Þjóðviljinn birti og mvnd af frumuppdrætti af fyrirhugaðri; byggingu Sparisjóðsins á þeirri I lóð, sem Sparisj óðurinn hefur j fengið, hluta lóðarinnar þó með skilyrðum sem áður hefur verið skýrt frá. Kallar greinarhöfundur bygg- ingu þessa „glerhöll“, en greinarhöfundi láðist að geta þess, að útlitsteikningin var gerð að ósk bæjaryfirvaldan-na á lóð- inni allri, einnig hluta bæjarins, og bænum ætlað að eiga hluta af „glerhöliinni". Kommúnistinn 1 bæjarstjóm samþykkti að reisa þá byggingu. Um stærð byggingarinnar ætla ég ekki að deila. Ég vil þó benda á, að það er stórt atvinnulegt og fjárhagslegt atriði fyrir Hafn- firðinga, að Sparisjóðurinn fái það húsrými og vinnuskilyrði, að hann geti sem bezt fullnægt nauðsynlegri þjónustu við bæjar búa í peningaviðskiptum. Til þess þarf hann allmikið húsnæði á götuhæð og 2. hæð, en bæjar- yfirvöldin hafa talið, að á fyrr- nefndri lóð þyrfti að reisa minnst 3—4 hæða hús. Mér er ekki kunnugt um, að bæjaryfir- völdin hafi boðið eða hafi mögu- leika á að bjóða Sparisjóðnum lóð við aðalumferðargötu bæjar- ins, þar sem mætti byggja“t. d. tveggja hæða hús. ★ Ég fjölyrði ekki frekar um þetta mál að sinni, en tei nauð- synlegt að ofangreindar upplýs- ingar sem fram komu á síðasta bæjarstjómarfundi komi fyrir almennings sjónir. Nasisti dœmdur BAMBERG, V-Þýzkal., 24. nóv. (Reuter). — Georg Schl osser, fyrnum lögregluforingi í Gyðingahverfinu í Czestoc- howa í Póllandi, var dæmdur hér í dag til 10 ára hegningar- vinnu fyrir manndráp á styrj aldarárunum. Schlosser, sem nú er 46 ára gamall, var einnig sviptur borgaralegum réttindum í átta 85 ára í dag; Hallgrímur Valdemars- son fyrrv. afgreiðslum. í DAG á Hallgrímur Valdemars- son, fyrrverandi afgreiðslumaður á Akureyri 85 ára afmæli. Hann var áratugum saman afgreiðslu- maður blaðsins og um langt skeið einnig fréttaritari þess í höfuðstað Norðurlands. Gegndi hann þeim störfum af stakri alúð Leit æskunnar að betri heimi Ungur íslendinaur ræð>r við æskumenn annara landa Uppboú Keflavíkurflugvelli, 24. nóv. MEÐAL farþega á áætlunarflug- vél Pan American frá Keflavík til New York sl. miðvikudags- kvöld, var 18 ára Hafnfirðingur, sem er nemandi í 5. bekk Menntaskólans í Reykjavík. Pilt- ur þessi er Gunnar Sigurðsson, sonur hjónanna Ragnheiðar Ein- arsdóttur og Sigurðar Magnús- sonar, Brekkugötu 16, Hafnar- firði. Gunnar er einn 15 skólapilta frá 15 þjóðum, sem valdir hafa verið til þátttöku í árlegri æsku- lýðsráðstefnu, sem stórblaðið New York Mirror gengst fyrir. Á laugardaginn munu þessir 15 erlendu piltar mæta 1000 banda- rískum jafnöldrum sínum, pilt- um og stúlkum, sem valin hafa verið úr Menntaskólum víðsveg- ar um Bandaríkin. Þetta unga fólk mun setjast á rökstóla og ræða um vandamál æskunnar í heiminum í dag. Einkunarorð ráðstefnunnar eru: Leit æskunn- ar að betri héimi. Umræðuefnin verða margvísleg, m. a. verður rætt um bandarískt lýðræði, menntunarþörf æskunnar til að mæta verkefnum framtíðarinnar og hlutverk Sameinuðu þjóð- anna. Meðal ræðumanna á ráð- stefnunni verða James J. Wadsworth, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um og Robert S. Wagner, borgar- stjóri New York-borgar. Gunnar mun dvelja í New York um vikutíma. Síðan mun Pan American fljúga honum heim til íslands aftur. — B.Þ. og trúmennsku. Hann var mikið viðriðinn leiklistarstörf á Akur- eyri og var meðal stofnenda Leik félags Akureyrar og formaður þess í mörg ár .Hann hefur í öllum sínum störfum notið vin- sælda og trausts samborgara sinna. Hallgrímur hefur nokkur síð- ustu árin dvalið á elliheimilinu í Skj aldarvík. Morgunblaðið og starfslið þess óskar þessum góða dreng og gamla starfsfélaga allra heilla með afmælisdaginn um leið og það þakkar honum liðinn tíma. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmen .. Þórshamri við Templarasund /óhannes Lárusson héraSsdomslógmaður lögfræðiskrifstofa-fasteignasala Kirkjuhvoli. Sími 13842. TRÚLOFUNARHRINGAR Afgreiddir samdægurs H A L L D Ó R Skólavörðustíg 2, 2. hæS. í DAG og á morgun heldur Sig- urður Benediktsson uppboð í Sjálfstæðishúsinu og verður þar haldið áfram að bjóða upp bæk- ur úr ljóðasafni Egils Bjarnason- ar. 1 dag kl. 5 verða boðnar upp 129 ijóðabækur og er meðal iþeirra margt dýrmætra bóka, svo sem Kvæði og nokkrar grein ar eftir Benedikt Gröndal (1853), íslenzk fornkvæði, sem Jón Sig- urðsson og Sv. Grundtvig i gáfu út í Höfn 1854—’85, Ljóðmæli eftir Magnús Stephensen (1842), Úrvalsljóð Jónasar Hallgrímsson ar, gefin út í Winnipeg 1892 og Leikrit og nokkur ljóðmæli eft- ir Sigurð Pétursson (1846). Á morgun kl. 2 verða boðnar upp 99 bækur, þar á meðal Latnesk þakkarljóð fyrir presta Kristjánssandi (1783), sem er mjög fágæt, Víg Snorra Sturlu- sonar eftir Matthías, Söngvar úr Skugga-Sveini, Njála Björns Gunnlaugssonar (Boðsritaútg.), fágætar ljóðabækur eftir Stein Steinarr, Jón frá Ljárskógum og Guðmund Frimann og Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson frá 1847. • Tannskemmdir Þeir sem leið eiga fram hjá glugga Morgunblaðsins þessa dagana, sjá þar ýmis konar fróðlegar leiðbeiningar frá Tannlæknafélaginu, sem lúta að því að vernda tennurnar. Félagið hefur að undanförnu hafði herferð í blöðum, til að vekja fólk til umhugsunar um tennurnar í sér. Það eru ekki margar stéttir, sem hefja her- ferð til að reyna að fækka við skiptavinum sínum, með því að kenna þeim að losna sem mest við þjónustu þeirra. En tannlæknarnir hafa s'vo mikið að gera, að þeir geta ekki ann að þeim viðgerðum, sem þeir eru beðnir um. Og sumum, sem hafa nú við þessa her- ferð, hert sig upp í að leita til tannlæknis, finnst æði hart að komast svo ekki að fyrr en eftir langan tíma eða kannski alls ekki. En ekki er gott í efni. Hver tannlæknir tekur ekki fleiri en hann getur. •Aðeins 13% bursta tennurnar í glugganum stendum m.a. að aðeins 13% af íslendingum bursti reglulega í sér tennurn- ar. Ég átti erfitt með að trúa þessu. En talan er fengin þannig að athugað var hve mörg börn í barnaskólunum burstuðu í sér tennurnar og reyndust aðeins 13 af hundr- aði bursta þær einu sinni á dag. Það virðist því ekki alls staðar tilheyra að hreinsa tennurnar um leið og andlít og hendur. í glugganum er líka sýnis- horn af þeim mat, sem hollt er að borða og fer bezt með tennurnar, grænmeti, harðfisk ur, mjólk, lýsi, epli, o.fl. • Fyrst fasta fæðan, svo vökvunin Opinberir aðilar í Noregi hófu fyrir nokkrum árum her- ferð gegn tannskemmdum og beindu athyglinni einkum að skólunum. Telja þeir sig hafa náð góðum árangri og minnk- að mikið tannskc nmdir. Á- standið var mjög slæmt í þess um efnum í Noregi eftir strið ið, þar eð fólk hafði lifað á mjög lélegri fæðu. FERDIIMAINin Húsmæðraráðunautarnir voru sendir út í skólana, út- búnir myndum til að gera leiðbeiningar sínar sem minn- isstæðastar. Útskýrð i þeir fyr ir börnunum hvað þau ættu að hafa með sér í skólann, brauð með ákveðnu áleggi og svo eitt epli, til að hreinsa úr tönnunum á eftir. Einnig var lögð áheizla á að banna börn- unum að drekka mjólkina eða vökvunina með brauðinu, og þeim sagt að drekka hana á eftir. Munnvatnið og tennurn ar ættu að vinna á matnum, en ekki láta hann leysast upp og skolast niður með vökvan. um. Þetta gekk erfiðlega í fyrstu, sum börnin kunnu alis ekki að tyggja almenni’ega, en þó náðist mikill árangur. Tannskemmdir eru orðnar mikið vandamál í okkar þjóð- félagi, og nútima fólk á ís- landi á bágt með að trúa því að fyrir nokkrum öldum hafi tannskemmdir ekki verið til hér. En ýmislegt er hægt að gera, til að draga úr þessum ófögnuði, t .d. bæta flúor í vatnið, eins og sums staðar er gerþ kenna börnunum strax að bursta tennurnar o. fl. Og að því er nú stefnt með þess- ari herferð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.