Morgunblaðið - 25.11.1960, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.11.1960, Qupperneq 13
Föstudagur 25. nðv. 1960 MORGV1SBLAÐ1Ð 13 Aö lifa lifa ÞAÐ kom að mér um kvöld, að ég skyldi skrifa um vin minn, Valdimar, og næsta dag, þegar hann hafði þulið mér ferðaminn- ingar frá síðasta hluta nítjándu aldar, af kunnáttu og frábæru minni, varð mér að orði, að eftir honum hefði mátt skrifa bækur. „Heldur þú það“, sagði hann og kímdi góðlátlega. „Annars“ bætti hann við „hafa allir frá einhverju að segja, ef þeir hafa lifað, en sumir eru dauðir, þó að þeir haldi, að þeir hafi lifað“. Þannig urðu þeir samningar með okkur, að ég mætti koma og ræða við hann kvöldstund, og jafnvel hripa eitthvað niður, ef ég yrði skemmtilegur. Hann var við lestur, þegar mig bar að garði, og á borði hans lágu bókahlaðar. „Ég sé hér íslenzk úrvalsljóð á borðshorninu hjá þér“. „Já, ég hefi gaman af að glugga í.þá bók, en ég les nú að- eins ákveðna höfunda". „Og hvar setur þú mörkin". „Ég stanza, þegar þeir hætta að ríma“. „Ertu á móti slíkum yrking- um?“ „Já, þær passa ekki fyrir mig. Mér finnst þetta ekki vera neinn kveðskapur. Þetta getur verið list út af fyrir sig, en ekki ljóð. Ég held, að höfundana skorti alla tilfinningu fyrir fögru máli rím- uðu og geri þetta, af því að þeir hafa ekki vald á öðru“. „Þú ert harðorður, Valdimar. En ertu þá ánægður með allt það, sem rímað er“. „Nei menn kunna svo misjafn- lega til verka. Það er ekki nóg að hrúga saman orðum, án þess ®ð nokkur skýr hugsun sé á bak við. í rímunum kemur það fyrir, að orðin yfirgnæfa alla hugsun, svo að úr verða endurtekningar og orðaskak, eins og í þessu vísubroti: Á augabragði ört i stað áfram skunda gerði fljótt". „Hefur þú enga uppáhaldshöf- unda“. „Nei, aðeins uppáhaldsljóð“. „Viltu lesa mér eitthvað af þínum uppáhaldskveðskap?" Valdimar flettir snöggt upp í úrvalsljóðunum. „Hér er nú ein visa, sem ég held að sé rjóminn af öllu því, sem Guðmundur Ingi hefur sagt í ljóðum: Þú átt að vernda og verja, þótt virðist það ekki fært, allt, sem er hug þínum heilagt Og hjarta þínu kært‘. „Ertu þarna með eitthvað fleira gott“. „Ýmsir meta vel og telja gull- vægt flest það, sem Einar Bene- diktsson orkti, en þó er ein vísa, sem ég man og met öðrum frem- ur: Við burfum að sættast, slá hendi í hönd og hatrinu í bróðerni gleyma, með frelsi vors óvins á erlendri strönd er óvit að kítast hér heima. í sameining þjóðar er sigur til hálfs, 1 sundrung er glötun vors rétt- asta máls“, „Þetta orkti Einar fyrir Þing- vallafundinn 1895, og mun vera í fyrsta sinni, sem hann fékk nokkra verulega viðurkenningu fyrir verk sín“, „Heldur þú, að þjóðin sé sam- hentari nú en þá er Einar kvað þetta?“ „O, ætli það sé ekki áþekkt. Það eru alltaf nógir til að sundra og draga úr uppbyggingunni. Hallur á Síðu kvaðst fús til að láta son sinn liggja óbættan til sætta, en kom ekki að haldi. Hug Samtal við Valdimar Þorvalds- son, Súgandafirði arfar Halls er ennþá sjaldgæft ’ landi, en sáum engan sel. Fórum og lítt metið' „Þú ert ekki stórpólitískur, ef ég skil þig rétt. Ertu þá ánægð- ur með áhrif stjórnmálanna á þjóðlífið og einstaklinganna?" „Nei, mikill fjöldi manna trúir á pólitíkina, hún er þeirra trú- fræði, sem þeir miklast af að kunna og fylgja og úr verður stjórnmálabrjálæði". Valdimar verður hugsi um sinn og þögull, svo segir hann: „Það sagði einu sinni maður, þegar rætt var um nútíðina: Um hana er ekki hægt að ræða að gagni, hún er eins og járnið milli steðjans og sleggjunnar, dómurinn fellur fyrst að ári. Þetta finnst mér oft mega heim- færa til umræðna um stjórnmál. Hlutirnir eru ekki alltaf það, sem þeir sýnast“. „Þetta eru skemmtileg lífsvið- horf“. „Viltu, að ég haldi áfram — menn eiga að lifa, eins og þe'ir haldi, að þeir muni aldrei deyja. Þeir eiga að lifa og starfa meðan auðið er ,svo deyja þeir eins og þeir hafi aldrei lifað. Þá er öllu lokið og einskis að sakna“. „Hvað meinar þú með því að öllu sé lokið?“ „öllu því stundlega lokið og eilífðin sjálf framundan". Við þegjum báðir um stund, unz Valdimar rýfur þögnina og segir hægt og lágt. „Menn eiga að vinna fyrir framtíðina og eins vel öðrum og sjálfum sér. Við eigum ekki að smíða neina svikahlekki í tilver una“. Valdimar býður upp á hress- ingu og við flytjum okkur inn á skrifstofu hans. Yfir skrifborð- inu hangir mynd af móður hans og systkinum og talið berst að honum sjálfum. „Hvenær ertu fæddur?“ „18. ágúst 1878. Sunnudag“. „Og það manstu líka?“ „Já, sólbjartan sumarmorgun". „Og hvar?“ „í Selárdal í Súgandafirði“. „Hvað voruð þið mörg systkin- in?“_ „Eg var sá þriðji í röð átta syskina“. „Og foreldrar þínir?“ „Hjónin Sigríður Friðberts- dóttir og Þorvaldur Gissurar- son“. Valdimar ólst upp í Selárdal og var þar að mestu allt til 1912, er hann fór til Suðureyrar og var þar við sjómennsku og smíð- ar. Iðnréttindi við báta- og húsa- smíðar fékk hann 1936. „Þú sagðir mér eitt sinn fer- lega selveiðisögu, viltu ekki lofa mér að heyra hana aftur*. Valdimar kímir. „Það var eitt af því ,sem kom í mig ungan, að skjóta. Faðir minn átti góða byssu og var ágæt skytta. Það dó eitt sinn kona í Selár- dal, þegar róið var yfir fjörðinn með líkið til greftrunar, sáum við eina tvo seli í dauðafæri. Næsta dag var farið að huga að sel. Við Gissur bróðir minn fórum af stað. Þá var að hvessa á suðaustan. Við sigldum með yfir á fjörðinn, en sáum engan. Þá var orðið mjög hvasst og illK í sjó. Þegar við vorum að snúa heimleiðis, sá ég allt í einu sel. Ég þríf byssuna og læt skotið fara í hann. Legg hana svo frá mér og tek aðra. Þá sé ég selinn í kafi, og það er stór selur. Hann kemur upp við skutinn. Við bíð- um unz hann er rétt við árablöð- in. Ég reyni að skjóta, en skotið gengur ekki fram úr, allt frosið fast. Nú var mikið ofankafald og sjórok. Ég hafði stóran gogg úr eik með löngu járni. Ég læt hann fara í hausinn á selnum og rek á kaf. En það er eins og ég sé ekk- ert og hann niður með gogginn. Loks kemur hann upp hins veg- ar bátsins, en goggurinn ekki. Selurinn er hreyfingarlítill, og við reynum að innbyrða hann, en ráðum illa við hann. Gerum margar tilraunir, en þegar við erum loks búnir að koma hon- um i bátinn upp undir hreyfana, þá ætlar báturinn niður. Gissur bróðir minn heldur selnum með an ég reyni að ausa bátinn, en þá tekur hann kipp og hverfur. Önnur árin hafði flotið frá okk- ur. Við tökum það ráð að róa með austurtroginu á annað borð- ið, unz við náum árinni. Þá er- um við komnir upp undir fjöru. Við förum að huga að selnum og sjáum, að hann er kominn upp í fjöruborðið. Við stjökum við honum, þar til hann tekur niðri. Ég tek stýrið og gef honum högg með því, en er svo kaldur á höndum, að ég missi það upp í fjöru, en eftir það hreyfðist ekki selurinn. Við förum úr bátnúm og reyn- um að ganga undir selinn, tekst að velta honum upp í, en þá sekkur báturinn í fjöruborðinu. Okkur tókst þó að ausa bátinn þurran og fengum við það í okk- ur nokkurn hita, og gott var aS sjá flykkið í bátnum, með gran- irnar í stafnlokinu og hreyfana aftur um þóftu. Eftir þetta rérum við heim yf- ir fjörðinn. „Hvað heldur þú, að hann hafl verið þungur?“ „Ætli hann hafi ekki verið ein fjögur hundruð pund“. „Hvenær var þetta Valdimar?** „Árið 1899, í desember“. „Var mikið af sel í Súganda- firði hér áður?“ „Já, úti við Keflavík voru stundum 1—2 hundruð selir i hóp á skerjunum". „Hvenær minnkaði svo þessi selagengd"? „Þegar vitinn kom. Þeir hafa hræðst ljósið“. „Ég veit, að allar framfarir eru þitt hugðarefni. Hvað viltu segja mér um þau mál“. „Það er eins og framförunum á hverjum stað sé stjórnað af ör- fáum mönnum, mönnum með Framh. á bis. 17. í ' .... - - Sýning Páls Steingríms- Bogasalnum ÖNNUR umferð í 1. flokks- keppni Bridgefélags Reykjavík- ur fór fram sl. þriðjudag. Stað- an eftir þá umferð er þessi: 1. Júlíus Guðmundsson . . 276 2. Lárus Hermannsson .. 257 3. Ásta Flygenring ....... 254 4. Ragnar Halldórsson .. 252 5. Brandur Brynjólfsson . 251 6. Þorgerður Þórarinsd. . . 240 7. Úlfar Kristmundsson .. 239 8. Kristján Ásgeirsson .... 236 9. Elín Jónsdóttir ....i. 220 10. Hreinn Hjartarson .... 211 11. Jóhann Lárusson ...... 204 Staðan eftir aðra umferð meistaraflokki, sem reiknuð i út eftir franskri fyrirmynd: í sonar r I í BOGASALNUM hefur ungur maður frá Vestmannaeyjum efnt til sýningar á verkum sínum. Páll Steingrímsson vinnur á nokkuð sérstæðan hátt og notar grjót- mulning í ýmsum litum, er hann festir í plastkvoðu. Ekki veit ég til, að nokkur málari hafi unnið eingöngu á þennan hátt hér á landi, en komið hefur það íyrir, að sumir listamenn hafa bland- að sandi og mulningi í liti og notað í verk sín. En til gamans má geta þess, að nýlega er látinn heimsþekktur listamaður í París, er gerði mörg verk sín á mjög líkan hátt og við fáum nú að sjá hjá Páli Steingrímssyni. Þessi maður var Alfred Reth. Sýning Páls Steingrímssonar er forvitnileg og skemmtileg. Hann er að vísu ekki mjög þrosk aður listamaður, og það kennir nokkuð margra grasa í verkum hans, en hann er lifandi, og sýn- ingin ber vitni um mikinn áhuga og vinnugleði. Þessum unga manni liggur eitthvað á hjarta, þó að hann hafi ekki enn sem komið er, fullt vald á að segja, hvað það er. Hann hefur þegar náð nokkuð sannfærandi tækni við myndgerð sína, en myndbygg ingin og tilfinning fyrir formi er ekki að sama skapi sannfærandi. Hann leitar fyrir sér. og er ekk- ert annað en gott um það að segja. Einmitt á þann hátt er einhver von til þess, að árangur náist, en allt tekur sinn tíma. Það er fyrst og fremst litirnir, sem vekja athygli á þessari sýn- ingu. Þeir eru mjúkir og þýðir, og Páll kann vel að nota þá tóna, ér hann hefur í grjótmuln- ingnum. Honum tekst á stundum að ná átaki í listasamsetningar, en í annan stað er eins og vanti skaphita í litameðferðina Efnið sjálft er mjög takmarkað og gefur ekki nema takmarkaða mögu- leika. Þetta er atriði, sem er mjög eftirtektarvert og ætti að skóla þann, er vinnur úr því, enn meir en mörg önnur myndgerð. Páll Steingrímsson er því mjög heppinn að hafa valið sér svo þröngan stakk, en að sama skapi verður hann að gera strangari kröfur til sjálfs síns. Til að skýra þetta nánar langai mig að end- ingu að hafa eftir einum fremsta málara Danmerkur, Harald Giersing, eftirfarandi sannindi og orðaleik: „Fagrir litir eru fjendur góðs málverks. Öll góð málverk eru mjög fögur í litum“. Eins og fyrr er sagt, þá er þetta forvitnileg sýning, sem að vísu er ekki veigamikil, en skemmti- legt er að heimsækja. Valtýr Pétursson 1. Hallur — Símon + 60 2. Eggert — Þórir + 46 3. Einar — Gunnar + 39 4. Asmundur — Hjalti + 18 5. Stefán — Jóhann + 18 6. Agnar — Guðjón + 5 7. Kristinn — Lárus + 1 8. Ámi M. — Sveinn -t- 14 9. Jón — Sigurður -;- 16 10. Jakob — Ingólfur ~ 33 11. Hilmar — Rafn -t- 47 12. Ingólfur — Öm -i- 78 Næsta umferð verður spiluð nk. þriðjudag, í 1. flokki, en í meistaraflokki annan þriðjudag. Firmakeppni Bridgefélags Keflavíkur Eftir fjórðu umferð eru eftir- talin fyrirtæki efst: 1. Bókabúð Keflavíkur 411 2. Trésmv. Þór. Ólafs 405 3. Dráttarbr. Keflavíkur 403 4. Jökull hf. 389 5.-6. Keflavík hf. 388 5.—6. Verzl. Stapafell 388 7. Olíusaml. Keflavíkur 386 8. Rafveita Keflavíkur 384 9.—10. Verzl. Aggi & Guffi 383 9.—10. Olíufél. Skeljungur 383 11. Verzlunin Fons 371 12. Sérleyfisb. Keflav. 370 13. Bifreiðast. Keflav. 369 14. Faxaborg 364 15. Verzl. Breiðablik 361 16. Efnalaug Suðurnesja 360 Fimmta og síðasta umferð verður spiluð sunnudaginn 27. nóv. og hefst kL 13 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.