Morgunblaðið - 25.11.1960, Side 14

Morgunblaðið - 25.11.1960, Side 14
14 MORCVISBT. AfílÐ TfWnflagur 25. nóv. 1960 Æ UTGEFANDI: samband ungra sjálfstæðismanna Ásgeir Ingólfsson ; Er alþjóðleg Iánastarfsemi hœltuleg fjárhagslegu sjálfstœði RITSTJÓRI: JAKOB MÖLLER þjóðanna? „HI N N alþjóðlegi kapítal- ismi“ er eitt af þeim hug- tökum, sem hvað mest á- herzla hefur verið lögð á af þeim, sem berjast gegn því efnaiwg.-skipulagi sem ríkt hefur á Vesturlöndum. Þeir hafa gefið í skyn, að hér sé á ferðinni ísmeygileg aðferð forráðai ma hinna kapítal- istisku landa til þess að leggja undir sig þau lönd heims sem skemmra eru á veg komin og hneppa þau í slíka fjötra, að þau eigi það- an ekki afturkvæmt til frjáls lífs. Þessi túlkun á áður- nefndu hugtaki hefur víða hlotið hljómgrunn og víða svo mikinn, að heilar stéttir þjóðfélaganna hafa talið það heilaga skyldu sína að berj- ast gegn alþjóðlegri lána- starfsemi af allri sinni getu. Hér á landi eru margir for- vígismenn þessarar stefnu, og eins og víðar eiga þeir sína trúarbræður. En er því þá svo farið, að öll' viðleitni af hálfu slíkra lánar- I drottna mótist eingöngu af þeirri * löngun þeirra og viðleitni að leggja undir hin óhamingju- sömu lönd sem skemmra eru á veg komin og bæta þannig við sig stórum hóp vinnuþræla, sem hvergi nærri fái greitt sannvirði vinnu sinnar? Eða liggja ein- hverjar aðrar orsakir til þessa? Einstaklingnum kann að finnast það einkennilegt, þegar honum er hugsað til sinnar eigin pyngju, að nokkur aðili, hvað þá heldur heilar þjóðir, skuli bjóða fram fé til lána, án þess að geta tekið til sín afrakstur- inn í formi of lágra launa, vaxtaokurs eða þá jafnvel stór- auknum pólitiskum ítökum, sem fyrr eða síðar myndu leiða til fjárhagslegs ósjálfstæðis. Einhliða hagsmunir lánveitenda? Samkvæmt þessari skoðun er einungis um að ræða einhliða hagsmuni lánveitendans. En hverjir eru þá þeir hagsmunir, og í hverju er alþjóðleg lána- starfsemi raunverulega fólgin? Það mun öllum ljóst, að ekkert land getur Iánað, nema því að- eins, að það flytji meira út en það flytur inn. Ef svo heldur áfram, þá hlýtur það land sem lánar, að eignast, er fram líða stundir, vaxtainnistæður í lántökulönd- unum. Það hlýtur einnig að vera ljóst, að vaxtainnistæða hlýtur að hvetja þann, sem hana á til þess að nota hana. Og hvernig er hún notuð? Til að kaupa fyrir, en slik kaup verða þá ekk- ert annað en aukinn innflutn- ingur til þess lands sem inni- stæðuna á. En eins og áður var sagt, þá getur ekkert land lánað nema því aðeins, að það geti fh*tt út meira en það flytur inn. Ef lánveitendalandið á þannig að geta lánað, verður það, er til lengdar lætur, enn að auka út- flutning sinn. Ef hann eykst nú samt sem áður ekki, þá er ekki nema ein leið til þess að halda enn áfram að lána, og hún er sú, að lánveitendalandið dragi úr innflutning sínum, svo að útflutníngurinn haldi enn á- fram að vera meiri en innflutn- ingurinn. Slík er aðstaða lán- veitandans. Hvaða áhrif hefur lánið hjá iántökuþjóðinni En hvað um lántakandann? Til hvers leiðir lánið hjá því landi? Samkvæmt því sem sagt er að framan, hlýtur það land að taka lánið í formi innfluttra vara. Ef „hinn alþjóðlegi kapí- talismi“ á að leggja lántöku- landið í fjötra, þá hljóta þeir að leynast í hinum innfluttu vörum, sem fengnar eru að láni. Hvað er þá gert við vör- urnar? Innflutningnum, þ. e. lántökunni, má haga á ýmsa vegu. Það má flytja inn vörur, sem eingöngu era ætlaðar til neyzlu, t. d. matvörur eingöngu. Sumir mundu telja það fánýtt, steypa sér þannig í skuldir ^agnvart erlendu landi, að fá ekkert nema matvörur, e. t. v. inn í land sem þegar hefði nóg fæði fyrir sína íbúa. Óhóf, myndi einhver segja, og það sennilega með réttu. Að vísu eru til lönd, svo sem öllum er kunnugt, þar sem alþýða manna hefur ekki fulla starfskrafta vegna næringarskorts. í slíku landi væri æskilegt frá mann- úðar sjónarmiði að taka slíkt lán. — Sennilega myndi það leiða til þess, að lántökulandið yrði betur undir það búið að mæta sínum skuldaskilum. En hver er hagkvæmasta leiðin til að fyrirbyggja greiðsluþrot á þeim degi er lánið fellur? í landi þar sem allir hefðu nóg- an mat, eins og því sem áður var vikið að, myndu flestir sam- mála um að skynsamlegast væri að kaupa atvinnutæki. Þau myndu í senn veita meiri og betri atvinnu, og ef rétt væri á haldið, auka þá framleiðslu, sem fram að því hefði verið út- flutningsvara. Sú aukning myndi sennilega verða hluti af þeirri vaxtagreiðslu, sem lán- veitendalandið krefðist fyrir sitt lán. Auður þjóðarinnar þ.e.a.s. „kapital“ þjóðarinnar liggur í þeim eignum sem til eru, að frádregnum þeim skuldum, sem á þeim hvíla. Það má því vera nokkum veginn augljóst mál að, að svo miklu leyti, sem lán sem tekið er erlendis frá, skapar eign, sem talizt getur meira virði en lántakan er sem byrði, þá hefur eitthvað áunnizt. Og hvar eru þá komnir þeir fjötrar, sem lántakan átti að koma lántökuþjóðinni í. Ef hinn „alþjóðlegi kapítalismi“ hefur þannig aukið við þær eignir þjóðarinnar, sem hún telur sig fyrst og fremst þurfa á að halda, hvar liggur þá hættan? — Aðstaða lánveitandalandsins, eins og minnzt er á hana hér Ásgeí’- ?"gólfsson að ofan, skýrir þetta atriði bet- ur. — Bandaríkin voru einu sinni smá „nýlenduþjóð“ Lán, sem þannig eru tekin til að byggja upp atvinnuvegi landanna, eru til mikils góðs. Það er eðlilega komið undir þeim sem lánin taka, hvernig þeir hagnýta þau. Séu þau hag- nýtt á þann hátt, sem talað er um hér að ofan, þá er hér á ferðinni mikil og góð starfsemi. Bandaríki Norður-Ameríku voru eitt sinn ein af „nýlenduþjóð- unum“. Þau tóku lán í stórum stíl á svipaðan hátt og nú tíðk- ast. Að vísu var þar um að ræða lán í millum einstaklinga, sem reyndar eru litið frábrugð- in lánum milli ríkisstjórna, nema að forminu til, því að þau hafa sömu áhrif. Ef Bandaríkin hefðu ekki orðið aðnjótandi þeirra lána á sínum tíma, þá væru þau ekki eins vel megandi og raun er á nú. Okostirnir Samt fer ekki hjá því, að al- þjóðleg lánastarfserpi veki um- ræður og tal. Þær þjóðir sem hlut eiga að máli kunna að búa við mismunandi stjórnskipulag, og mismunandi lagasetning í hinum ýmsu löndum kann að gera aðstöðu lánveitenda og lán- takenda erfiðari, en ef um væri að ræða lán rrvanna í millum sem búa í sama landinu. Það getur því farið svo, að lánastarfsemin gangi betur fyrir sig ef um er að ræða lán milli einkaaðila í ýms- um löndum, eins og oft var fyrr á tímum, einkum á fyrri öld og fyrri hluta þessarar aldar, ef stjórn lánveitendalandsins getur haft áhrif á stjórn hins landsins í þá átt, að skuldbindingar þær sem gerðar hafa verið, séu í heiðri hafðar. En menn hafa al- mennt á móti slíkum áhrifum, og ef leitazt er við að beita þeim, er auðvelt að vekja andúð þjóð- arinnar, oft á grundvelli þjóð- ernistilfinningar. Og þannig liggja venjulega rætur andúðar- innar á „hinum alþjóðlega kapi- talisma“. Leiðir til úrbóta. Stungið hefur verið upp á ýms um leiðum til að draga úr slík um áhrifum, og ein þeirra er al- þjóðlegar lánastofnanir þar sem margar þjóðir, lánveitendur og lántakendur, eru aðilar. Alþjðða bankinn er ein slík. Hann er ekki á vegum neinnar einnar rík isstjórpar, og hefur því í hendi sér að hindra yfirgang eins gagn vart öðrum, ef á honum kynni að bóla. En þessar stofnanir hafa ekki getað tekið við því hlut- verki til fullnustu, sem lánveit- ingar milli einkaaðila inntu fyrr af hendi. Þó hafa slíkar stofn anir ýmsa kosti fram yfir hina aðferðina. Ríkistryggð lán eru venjulega öruggari, heldur en ef tryggingin kemur frá einkaaðil- um, a.m.k. ef litið er á öll lán til eins lands sem heild. Ýmis- legt annað má færa til. Þessa aðferð aðhyl.last nú flest ar vestrænar þjóðir, og samhliða lánum milli einstaklinga, þar sem slíku verður viðkomið, er hún árangursrík. Aðferð andstæðinga hins „alþjóð- Iega kapitalisma" En hverja úrlausn eygja þeir sem ekki geta fellt sig við hina alþjóðlegu lánastarfsemi? Rúss- neska byltingin var einmitt fyrst og fremst bylting gegn hinu al- þjóðlega fjármagni. En hvaða leið hefur verið farin þar síðan? í Rússlandi hefur það sýnt sig að hægt er að ná fram á við án alþjóðlegs fjármagns. En það ej fyrst og fremst því að þakka hve auðugt landið er — og þvi að þjóðin hefur lagt mikið að sér — meira en þörf hefði verið á. Það eru ýmsar aðrar þjóðir sem aðhyllast þessa aðferð, en það er ákaflega ólíklegt, að fátækari lönd, lönd sem hafa fá gæði frá náttúrunnar hendi, geti nokkuð þokað sér fram á veginn eftir sömu forskrift. Hvort sem menn vilja nefna þessa aðferð kommún isma, eða eitthvað annað, þá er það víst, að állar framfarir verða hægari, erfiðari, eða nást alls ekki, þegar þessi leið er farin. Það þarf að færa of miklar fórn ir miðað við það sem þyrfti. Það þarf að vera fyrir hendi mikil einbeitni, svo mikil, að tæpt er að hún sé alls staðar fyrir hendi í þeim mæli sem þarf. Þróunin verður miklu auðveldari ef hin fyrri leið er farin. Hlutverkið framundan. Eftir að Bandaríkin náðu sér á strik, hafa þau verið lánveit- endaþjóð, og svo hefur verið mestan hluta þessarar aldar. Á sama hátt og þau nutu á sínum tíma góðs af erlendum lánum, hafa önnur lönd notið góðs a£ lánástarfsemi þeirra og annarra vestrænna landa. Samkvæmt því sem fyrr var getið í þessari grein, hefði það átt að verða hlutskipti hennar fyrir löngu, að innflutng- urinn yrði meiri en útflutningur inn. En Bandáríkjamenn hafa ekki bara lagt sig fram við að vinna nýja markaði erlendis. Þess vegna hefur útflutningurinn nær undantekningalítið verið meiri en innflutningurinn fram á þenn an dag, og ef lánastarfsemin á að halda áfram. þá verður út- flutningurinn að halda áfram að vera meiri en innflutningurinn. Fyrir 30 árum, er lánastarfsem in var enn mest á höndum ein- staklinga, kom afturkippur og lánveitendurnir drógu að sér hendur. Afleiðingin varð hörmu. leg. Eftir stríðið veittu Banda- ríkjamenn óspart gjafir og lán til þeirra landa sem við skort áttu að búa. Þau lönd vesturálfu sem um sárt áttu að binda hafa náð sér, og ástandið þar er betra en það nokkur sinni var. Framfarir og betri lífskjör Við hér heima höfum fylgzt með þessari þróun, sem hefur verið að gerast svo til við þrösk- uldinn hjá okkur. Afleiðing lán- veitinganna og lántakanna hafa verið umbætur og framfarir, betri lífsskilyrði, meiri raunveru leg verðmæti milli handanna. — Alþjóðleg lánastarfsemi miðar ekki einungis að því að bæta á- standið hér í vesturólfu, heldur sem víðast meðal hinna fátæku og vankunnandi þjóða. En hálf- ur heimurinn virðist ekki ætia að hagnýta það tækifæri sem hon um stendur til boða. Framfarirn- ar eru að vísu að koma, en hægt, eftir þeirri aðferð sem áður er lýst. Og vissulega væri áhang- endum þeirrar stefnu ekkert kær komnara, en að sem flestar og mestar hömlur væru lagðar á hreyfingu hins alþjóðlega fjár- magns, því að með því móti einu gætu þeir nálgast framfarir hins frjálsa heims meira en raun hef- ur orðið á. Ásgeir Ingólfsson. Námskeið Heimdallar NÁMSKEIÐI Heimdallar um erlend stjórnmál og alþjóða- stofnanir fer nú senn að Ijúka. W Eins og upp- 4 '* * * 4$f| h a f 1 e g a var auglýst, v a r ráðgert að Pét ur Benedikts- son, bankastj., héldi e r i n d i u m alþjóða- stofnanir í kvöld, en vegna útvarpsumræðna verð- ur því erindi frestað þar til nk. þriðjudagskvölds, og verð ur það síðasti fundur nám- skeiðsins. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, mun flytja er- indi um utanríkismál íslands Bjarni eins og auglýst hefur verið á morgun, laugard., kl. 12,3P í Sjálfstæðishúsinu. Framköllun Kopering ★ Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu. Fótófix Vesturveri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.