Morgunblaðið - 25.11.1960, Page 15

Morgunblaðið - 25.11.1960, Page 15
Föstudagur 25. nóv. 1960 MORGVNBLAÐIÐ 15 £ÚtÍGAftefN«V NÝLEGA var tíðindamaður blaðsins staddur norður Húnavatnssýslu og hitti þá Gísla Pálsson bónda á Hofi í Vatnsdal. Gísli er ungur og Ötull og hefir brotið upp á mörgum nýjungum í búskap sínum. M. a. varð hann fyrst- ur til að byggja hér á landi fjós með rimlaflór. í haust gerði Gísli tilraun með að setja lömb sín á bötnunar- beit á fóðurkáli. Við spyrjum Gísla nú um árangur þeirrar til- raunar. Fóðurkál í 3 ha. Sáð var fóðurmergkáli á 3 ha. óræktaðs lands og borinn á al- hliða tilbúinn áburður heldur meira en venjulega er gert á full ræktað tún. Hér var um að ræða þurrt mólendi. Girtir voru af 60—70 ha. lands með kálreitn- um. Á þetta voru sett 350 lömb hinn 20. sept. og voru þau látin vera þar til 11. okt. Fyrstu dag- ana voru lömbin daglega rekin á kálið, á meðan þau voru að venjast því, síðan lágu þau í því svo til samfleytt, en leituðu þó af og til í annan gróður. Aður en lömbin voru sett á kálið voru allmörg þeirra vigtuð og þyngdust þau að meðaltali um 4,8 kg. Til þessa voru valin lömb er gætu gefið sem nánastan þver SKurð af öllum hópnum. Bötnunarheit og bílflutningur Lömbin tekin undan ánum Öll voru lömbin tekin undan mæðrunum er þau voru sett á beitina að undanskyldum þrem- ur, sem höfðu mæður sínar með sér. Þetta telur Gísli að verið hafi til skaða því fullorðnu kind- urnar tolla illa á kálinu, enda þ^ngdust þau lömb ekki til jafns við hin. Fallþungi dilkanna á Hofi varð í haust 15,10 kg að meðal- tali og telur Gísli að hann hafi með kálgjöfinni fengið sem svarar 1,5 kg. af kjöti af hverj- um dilk. Hins vegar náði tilraun- in ekki það langt að fullur sam- anburður fengist, því engin lömb voru látin ganga utan káls á sama tíma. Þess skal getið að rúmur helm- ingur lambanna voru lambgimbr- ar og tvílembingar. Undan 240 ám og 40 gemlingum fékk Gísli 410 lömb til nytja í haust. Er því meira en helmingur ánna tvílembur. Má þetta teljast mjög góð frjósemi þegar tekið er til- lit til að alltaf eru nokkrar ánna geldar og svo koma til lamba- vanhöld. Góð flokkun Þá lét Gísli þess getið að að- eins 6 lamba hans fóru í 3. flokk, en öll hins í fyrsta og 2. flokk. Hefir hann aldrei fengið jafn góða flokkun á dilkum sínum. Gísli telur að þetta hafi fleiri kosti en þann einn að lömbin bæti á sig holdum. Það er gott fyrir ærnar að lömbin séu tekin undan þeim snemma að haust- inu. Þær braggast þá á haustbeit- inni og eru betur búnar undir veturinn. Þá kemur og til að fjallfé er oft óeirið í heimahög- um, einkum ef tíð er góð að haustinu. Gísli Pálsson segir að kostnað- ur við þessa kálrækt hafi numið 8 þús. kr. í fræi og áburði. Þá má geta þess að Gísli lét kýr sínar ganga á kálinu á sama tíma. Girti hann þá fóðurkáls- reitinn niður í smáhólf til þess að kýrnar træðu kálið ekki niður. Notaði hann til þess raf- magnsgirðingu og var strengur- inn settur það hátt að lömbin gátu óhindrað gengið undir hann. Þessi tilraun er mjög athyglis verð og þyrfti raunar að gera hana nákvæmar, sem ekki er hægt að krefjast af bónda, sem ekkí gerir þetta í upplýsinga- skyni. Bilaflutningar Gísli gerði í fyrrahaust allná- kvæma tilraun með bílaflutning fjár og aðistoðaði Sigfús Þor- steinsson hann við þá tilraun. Reksturinn frá Hofi og til Blönduóss, sem er sláturstaður Vatnsdælinga, er 36 km. leið. Tekur hann því tvo daga eða því sem næst. Gísli lét bílflytja 100 lömb og reka jafn mörg. Voru báðir flokkarnir vegnir nákvæm lega áður en flutningurinn hófst og jafnað þunga í báðum flokk- um. Tilraunin gaf þá raun að bílflutti flokkurinn reyndist gefa 400 gr. méíra af kjöti. Flokkun var 'svipuð. Þessi tilraun var gerð á tveimur stöðum öðrum í Húnavatnssýslu og gaf þar svip- aða raun. í fyrrahaust kostaði 5 kr. að ' hafa þessar athuganir orðið til flytja hverja kind umrædda þess að nú gera þetta flestir þar vegalengd, en þá fengust 8 kr. ' nyrðra. Þegar metinn er hagn- fyrir umrædd 400 gr. af kjöti.' aðurinn af þessu er enn ótalinn Það virðist því engum vafa (vinnusparnaðurinn vi* bílflutn- bundið að það borgi sig að bíl- ] inginn. flytja féð til sláturstaðar, enda . vig. 4 LESBÓK BARNANNA 28 GRETTISSAGA 69. Eftir þdó 'ujost Grettir \ til sunds og kastaði af sér klæðunum. Hann fór í kufl einn klæða og söluváðartoræk ur. Hann toatt að sér kufl- inn með basttaug og hafði með sér kerald. Síðan hljóp j hann fyrir toorð. Hann synti | nú yfir þvert sundið og gekk ( þar á land. Hann sér þar standa eitt hús og heyrði það- an mannamál og glaum mik- inn. Grettir sneri að húsinu. ★ 70. Nú er að segja frá þeim, er fyrir voru, að hér voru komnir synir Þóris í Garði, en þeir voru að fara til fundar við Ólaf konung. Þeir höfðu legið þar margar nætur og toeðið byrjar. Þeir höfðu setzt til drykkju og voru tólf saman. Þeir lágu I meginhöfninni, og var þar gert sæluhús mönnum þeim til ívistar, er fóru með landi fram, og var toorinn í húsið hálmur mikill. Eldur var og mikill á gólfinu. 71. Grettir ræður nú inn í húsið og vissl eigl, hverjir fyrir voru. Kuflin var sýldur allur, þegar hann kom á land, og var hann furðu mikill tU- týndar, sem tröll væri. Þeim, *em fyrir voru, torá mjög við þetta, og hugðu, að óvættur mundi vera. Börðu þeir hann með öllu því, er þeir fengu tU, en Grettir hratt þeim fast af handleggjum. Sumir börðu hann með eldibröndum. — Hraut þá eldurinn um allt húsið. • 72. Komst Grettir við það út með eldinn og fór svo aft- ur tU félaga sinna. Lofuðu þeir mjög hans ferð og frækn leik og kváðu engan hans jafningja mundu vera. Leið nú af nóttin, og þóttust þeir þegar hólpnir, er þetr fengu eldinn. Um morguninn eftir hjuggust kaupmenn til ferðar, töluðu þá um, að þeir skyldu finna þá, er fyrir eldinum höfðu ráðið. Leystu þeir nú skipið og fóru yfir sundið. SAGAN OM BOGGU UTLU ÞAÐ var hérna um dag-1 fara að baka pönnukökur, ' inn, að mamma ætlaði að I en vantaði mjólk til að * hræra hveitið út í. Hún leit út um gluggann og sá, hvar Bogga hjólaði á gangstéttinni fyrir fram- an húsið. „Viltu skreppa í búð- ina, fyrir mig?“, kallaði hún. „Það skal ég gera“, sagði Bogga og hljóp til að sækja körfuna, sem hún hafði á hjólinu sínu, þegar hún fór að kaupa eitthvað. Svo þaut hún af stað. Litlu fæturnir henn- ar stigu hjólið svo hratt að varla mátti auga á festa. Hún þurfti oft að hringja bjöllunni, af því að lítill hvolpur hljóp á undan henni. Bogga stopp aði alveg og hringdi og hringdi. „Voff“, sagði hvolpur- inn. „Farðu frá“, sagði Bogga, „ég er að flýta mér, af því mamma ætl- ar að baka pönnukökur". „Voff“, sagði hvolpur- inn og vék úr vegi. í búðinni var margt fólk og Bogga varð að bíða lengi áður en að henni kom.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.