Morgunblaðið - 25.11.1960, Síða 16

Morgunblaðið - 25.11.1960, Síða 16
16 MORGVNVT 4 0 1» Föstudagur 25. nftv. 1960 Þórarínn Björnsson afgrm. — Minning í DAG fer fram frá Fossvogs- kirkju útför Þórarins Björnsson- ar, afgreiðslumanns, Ljósvalla- götu 12 hér í bæ. Hann andaðist 18. þ.m. í Landsspítalanum, eftir stutta legu. Þórarinn var fæddur að Stuðl- um í Norðfirði 21. sept. 1885 og var því nýlega orðinn 75 ára, þegar hann lézt. Foreldrar hans voru Björn Þorleifsson bóndi að Stuðlum og seinni kona hans, Björg Marteinsdóttur frá Reyð- arfirði. Auh Þórarins eignuðust þau 3 börn, Unu Rannveigu, sem ung að árum fluttist til Ameríku, Bóas, sem lengi bjó á Búðareyri í Reyðarfirði, nú látinn, og Karl, sem búsettur er hér í bænum. Tvær hálfsystur átti Þórarinn frá fyrra hjónabandi föður hans. Hétu þær Þórunn og Guðrún, en hún var móðir Hallgríms heit- ins Benediktssonar, stórkaupm. í Reykjavík. Um 12 ára aldur miss ir Þórarinn föður sinn. Fer hann Aðalfundur hins íslenzka Biblíufélags verður í Dómkirkjunni þriðjudaginn 29 nóv. n.k. og hefst kl. 8,30 s.d. Aðalfunda.'störf. Kjörnir 4 menn í stjórn. Jóhann Hannesson prófessor flytur erindi. Telpnakór syngur. Dr. Páh ísólfsson leikur á orgel. Tekið á móti nýjum félögum. STJÓRNIN. Til sölu við Hringbraut 5 herbergja íbúð í góðu standi, ásamt bílskúr. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlák««Anar, Guðmoundar Péturssonar, Aðalstræti 6 símar 1-2002, 1-3202, 1-3602. Guðjónssonar, en dvelur þar fremur stutt og ílyzt síðan að Fannadal til Sveins Guðmunds- sonar. Þar er hann í nokkur ár. En fljótt varð hann að standa á eigin fótum. Næstu ár stundar hann sjó, m.a. á skútum, og nokkrar vertíðir er hann í Vest- mannaeyjum. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Pálínu Þorsteinsdóttur. Giftu þau sig þar 23. des. 1913, en fluttust næsta vor til Reykjavíkur. Næstu ár gerir Þórarinn út vélbátinn „Her kúles“ ásamt Karli bróður sín- um. Stunduðu þeir þorskveiðar, síldveiðar og einnig hvalveiðar. Um eða úpp úr 1928 snýr Þórar- inn sér að öðrum störfum. Var hann um tíma síldarmatsmaður á Seyðisfirði, vann hjá Kaupfélagi Héraðsbúa, stundaði vegavinnu á sumrum o. m. fl. Árið 1945 flutt- ist hann ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Vann hann 1 ár í Kassagerðinni, en síðastliðin 14 ár hefur hann starfað í Veiðar- færaverzluninni Verðandi. Þar undi Þórarinn hag sínum vel og naut trausts og virðingar sam- starfsmanna sinna ems og ann- ars staðar þar, sem hann hefur starfað. Þórarinn Björnsson reyndi það eins og svo margir alþýðumenn, sem brutust áfram með fjölskyld ur sínar á 3. og 4. áratug þess- arar aldar, að efni voru aldrei mikil. En hann hefur sKilað sinu dagsverki með sóma. Og ekki skal því gleymt, að til þess naut hann óskiptrar aðstoð- ar sinnar ágætu konu, sem reynzt hefur honum tryggur lífs- förunautur. Talandi tákn um það eru heimilið þeirra og börnin, en þau voru 5: Björg Karólína, sem dó aðeins 3 mánaða gömul, Unnur, gift Þóri Skarphéðinssyni, kaupmanni, Sigríður, gift Stefáni Einarssyni, hreppstjóra, Guðgeir, kvæntur Sigríði Gestsdóttur, skrifstofustúlku, og Kristinn, sem búsettur er í Kanada. Þórarinn Björnsson var maður greindur og gætinn. Hann var sérstakt prúðmenni í allri um- gengni, hógvær í skoðunum og með afbrigðum traustur og áreið anlegur í öllum viðskiptum. Und irritvðum er vel ljóst, að Þór- arinn vildi sem minnst láta sín getið lifs og liðinn. Var bað í fullkomnu samræmi við með- fædda hógværð hans og hlé- drægni. Skal hér því staðar numið. Að lokum flyt ég þér, kæri vinur, éinlægar þakkir fyrir ó- rjúfandi vináttu frá fyrstu tíð og bið blessunar Guðs á ókomn- um slóðum nýrrar tilveru. Aðstandendum öllum sendi ég mínar innilegustu s<»múðarkveðj- ur. — Guðmundur Magnússon. Prentvél Viljum selja þriggja ára gamla Grafo-Press. Vélin er nýyfirfann af sérfræðingi verksmiðjunnar. Prentsmiðja Jóns Helgasonar Bergstaðastræti 27. íbúð við Laugarás Björt og skemmtileg 4 herb. efri hæð með svöh n ásamt geymslum og 2 svefnherbergjum í risi (sem lítil eldhúsinnrétting getur fylgt). Sér bílskúrsrétt- indi. Fallegur garður. Mjög fallegt útsýni. íbúðin er laus nú þegar. STEINN JÖNSSON, hdl. Lögíræðistofa — Fasteignasaia Kirkjuhvoli —- Símar 19090 — 14951. 2 LESBÓK BARNANNf LESBÓK BARNANNA 3 Loksins! „Einn pott af nýmjólk", sagði Bogga og lagði pen- ingana á borðið. „Brjóttu nú ekki flösk- una“, sagði afgreiðslu- stúlkan — „ertu með nokkuð til að setja hana í?“ — „Já, karfan er á hjól- inu mínu“, svaraði Bogga og fór út úr búðinni. En þegar hún kom út á göt- una, brá henni í brún. — Hjólið hennai var horfið. „Mamma gefur péi pönnuköku, ef þú vilt fara með þessa mjólkur- fiösku heim til hennar" sagði Bogga við Eirík Hann stóð við búða.- glugga og horfði á sæi- gætið, sem stillt var ut í hann. „Það skal ég gera“, sagði Eiríkur og rétti fram höndina. „Flýttu þér þá“, sagði Bogga um leið og hún þaut af stað. Hún hafði komið auga á svolítinn rauðan depil. langt, langt í burtu og þar brá úka fyrir bláum lit. Hún h.jop og hljóp. Þetta oláa var áreiðanlega hjólið henn- ar. Það var hún viss um. Bilið styttist, og hun ?á það nú betur. Jú, þetta var hjólið hennar. Strás- ur í rauðum buxum var að leika sér á því. „Stanzaðu, stanzaðu, þetta er hjólið mitt“, kall- aði Bogga. Strákurinn leit við, horfði andartak á hana og hjólaði svo áfram. „Láttu mig fá íiiólið mitt“. kallaði Bogga um leið og hún greip í strák- inn. Hann fitlaði við bjöll una og allt í einu fór hann að hringja með feikna látum, ding, ding — ding — ding ... Bogga hrökk við. — Hljómurinn í þe-sari bjöllu var allt öðru vísi, en í hennar. Þetta var þá ekki hennar hjól. „Fyrirgefðu", sagði hún, „ég hélt, að þetta væri hjólið mitt. Það er alveg eins, og einhver hefur tekið mitt“. „Seztu fyrir aftan mig“, sagði strákurinn, „nú för- um við heim til þín og svo skal ég hjálpa 'þer að finna hjólið“. Þau gátu ekki farið hratt, þegar þau tví- menntu. Brátt fóru þau fram hjá búðinni, en þar sást ekkert hjól. „Ég ætla að hlaupa til mömmu og segja henni að einhver hafi tekið hjólið mitt“, sagði Bogga. Drengurinn fylgdist með henni á sínu hjóli. Hvað haldið þið, að þau hafi séð, þegar þau komu að dyrunum hjá Boggu? Þar stóð hjólið hennar. Nýja, bláa hjólið. Þarna var það, rétt eins og ekkert hefði skeð. Bogga varð að heyra hljóminn í bjöllunni . . . ding — dong — ding —dong. Hún vildi vera viss um, að þetta væri nú hennar eigið hjól. En hvernig gat hjólið hennar hafa komizt hing- að, meðan hún var að kaupa mjólkina? Kannski hafði Lísa á þriðju hæð tekið það traustataki, til þess að hjóla svolítið. Bogga steig nú á hjól- ið og ók af stað með stráknum. „Hvað heitir þú?“ spurði Bogga. „Stebbi“, sagði strákur- inn og þaut fram hjá henni. „Eg heiti Bogga“, kall- aði hún á eftir honum, „en þú mátt ekki fara svona hratt, þá dregst ég aftur úr“. Stebbi hinkraði við. Meira. f>?i Krossgáf c Lárétt: 1 hljóta — 2 spurnarupphrópun — 4 neyðarkall — 5 höfðing- skapur — 6 tveir eins — 7 skipað að fara úr húsi — 9 harma. Lóðrétt: 1 ein af höfuð- áttunum — 2 sokkur — 3 kjánana — 4 þessi (kvk) — 8 á fæti. ÆSfft og ÁSATRÚ 31. Hamarinn var bezta og dýrmætasta eign Þórs. Það var þess vegna ekk- ert undarlegt, þótt honum brygði illa við, þegar hann komst að raun um, að hamrinum hafði verið stolið eina nóttina, með- an hann svai. Skjálfandi af reiði hróp aði hann: „Loki! Heyra skaltu það, sem engan grunar: Áss er stolinn hamri.“ Hamrinum hefur verið stolið frá Þór). — 32. Þór og Loki béldu á fund gyðjunnar Freyju, sem átti fjaðraham. Þeír báðu um hann að láni. Freyja léði þeim haminn, Loki fór í hann og flaug af stað, svo að þaut i vængjunum Hann flaug til Jötunheima Þar hitti h a n n Þursakonunginn Þrym, sem sat uppi á há- um hól og fléttaði gull- band handa hundum sin- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.