Morgunblaðið - 25.11.1960, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.11.1960, Qupperneq 17
i?'östudagur 25. nðv 1960 17 MORCTlNnr 4ÐIÐ Sigurður Ág. Sig- urðsson — Minning F. 28. 6. 1916. D. 16. 11. 1960. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. í>essi spaklegu orð bafa verið jafngild alla tíð, en orðstír get- um við aðeins skapað, sé okkur auðið nokkurra lífdaga. Enn einu sinni hefur hin nýja vofa íslenzkra þjóðvega greitt þungt högg og skapað auðn og tóm, þar sem áður ríkti lífshamingja, starfsgleði og von um bjarta framtíð. Þótt Sigurður Sigurðs- son hafi fallið í valinn á bezta skeiði ævinnar, fullhraustur og í blóma lífsins, hefur hann vissu- lega getið sér góðan orðstír, enda var hann drengskaparmað- ur, skyldurækinn í starfi og ást- ríkur heimilisfaðir. • Sigurður Sigurðsson vann lengst af í Fálkanum h.f. eða óslitið síðastliðin 24 ár. Var hann því einn af elztu starfsmönnum fyrirtækisins. Okkur, sem með honum unn,um, er því mikill sjónarsviftir að hinu sviplega frá falli hans, og er örðugt að sætta sig við orðinn hlut Sigurður var góður félagi á vinnustað. Hann var mjög hreinskilinn og sagði það, sem honum bjó í brjósti, umbúðalaust og við hvern, sem var. Hann hafði yndi af útivist, var foringi í skátadeild Hjálpræð ishersins á yngri árum og stund aði fjallgöngur og veiðiskap. Sigurður heitinn var einkar ■góður heimilisfaðir, og mun fá- títt, að menn noti tómstundir sínar jafndyggilega og hann til þess að hlú að heimili sínu. Kona hans var honum mjög sam hent um að búa þeim fallegt heimili, og tókst þeim það vel. Undanfarna mánuði vann Sig- urður að því með sonum sínum að búa sér og fjölskyldu sinni nýtt og betra heimili, sem honum entist ekki aldur til að sjá full- búið. Sigurður var mikill þjóðhaga- smiður, og er eigi ofsagt, að hann væri jafnvígur á iré og málm. Hjálpsemi og greiðvikni var Sig- urði í blóð borin, og má segja, að stundum hafi hann átt í vand- ræðum með að efna öll sín lof- orð, því að hann gat aldrei látið neinn bónleiðan frá sér fara. Okkur, sem áttum samleið með honum, reyndist hann ávallt skapgóður, glettinn og hjarta- prúður. Við sjáum á bak Sigurði á óvæntan og hryggilegan hátt. Og ekKi grunaði okkur, þegar vinnu degi lauk hinn 16. þ.m., að við ættum ekki eftir að sjá hann aft- ur lífs. En máltækið segir: „Eng- inn veit sína ævina, fyrr en öll er“. Það er með miklum sökn- uði, að við kveðjum nú' hinn ágæta starfsbróður okkar, Sig- urð Sigurðsson, og vottum eigin konu hans, sonum og vandamönn um innilega samúð Starfsmenn Fálkans h.f. f „DÁINN, horfinn, harmafregn". Oft erum við mennirnir minntir á það, hversu mannlífið er fall- valt og stundum átakanlega. Þeg- ar ég frétti lát vinar míns og fé- laga sem þessar línur eru helg- aðar, þá var ég enn einu sinni minntur á sannleiksgildi þess að mannlífið er fallvalt. Maður á bezta aldri og í fullu fjöri kveður ástvini sína og þeir búast við honum heim aftur eftir stutta stund, en að stundarkorni liðnu, ó, hve átakanlegt, fá ást- vinirnir þær fregnir að hann sé liðið lík. Ég, sem þessar línur rita, ikynntist Sigurði fyrst fyrir meira en 25 árum síðan, en þá bar fundum okkar saman í Hjálp- ræðishernum hér í Reykjavík. Sigurður gaf Guði hjarta sitt við bænabekk Hjálpræðishers- ins á unga aldri og gjörðist síðan hermaður í Hjálpræðishernum og vann mikið og gott starf í þágu Guðs og Hjálpræðishersins, — Að lifa Framh. af bls. 13. framfaraanda. Þetta býr í fleir- um, en á svo lágu stigi, að það fær ekki útrás, nema þessir sér- stöku menn komi og kveði það upp, ef svo má segja“. „Hvað um framfarir í Súganda firði?“ „Eftir aldamótin lifnaði yfir meiri framförum hér en í flest- um þorpum nærlendis. Þá voru hér menn ,sem störfuðu betur en annars staðar. Þeir gerðu reynd- ar það glappaskot að neita sím- anum 1908, en það var mest fyr- ir eins manns atkvæði. Þannig getur líka einn maður staðið í vegi stórra framfara. Árið 1914 var byrjað að leggja hér götur, þá var lögð hér vatnsveita og byrjað á framkvæmdum við sam komuhús. Svo kom stríðið og öll sund lokuðust, en fyrir það hve mikið var gert þetta ár, voru Súgfirðingar sjálfstæðari öðrum á eftir. Þeir áttu báta, sem sigldu betur en aðrir, höfðu meiri og betri segl, og þó að lúkararnir væru litlir, þá voru þeir upphit- aðir með kamínum". „Það var óvenjulegt þá?“ „Þeir voru algjörlega á und- an öðrum í því“. „Hvernig finnst þér andinn hér núna?“ „Ekki eins góður. Framfara- mennirnir láta ekki eins á sér bera, þó að þeir séu til. Þeim er haldið niðri“. „Minnist þú ekki ákveðinna manna, þegar þú talar um fram- farirnar eftir aldamótin?“ „Það var til dæmis Kristján A. Kristjánsson. Hann lét ekki bera mikið á sér, en var þó okkar fremsti maður. Hann hélt mál- fundi og reyndi að fá menn til að tala. Hann hélt bókfærslunám- skeið. Hann bjó til leikfimiáhöld, svo að menn gætu æft leikfimi. Hann var einn aðalmaður að stofnun Stefnis, sem er þriðja eða fjórða elzta íþróttafélag landsins. Hann stofnaði leikfélag sem hafði sitt fyrsta aðsetur í torfkofa, sem var byggður sem snjógeymsla. Hann lánaði kjall- ara húss síns til skemmtanahalds og enn mætti lengi telja“. . „Hvað finnst þér svo um fram farirnar með þjóðinni. Telur þú, að hin margvíslegu erlendu á- hrif, sem hún hefur orðið fyrir á síðustu áratugum, hafi orðið henni til ills eða góðs?“ „Ég veit ekki. Það er nú svo, að það er ekki enn fullséð. Það er oft liðinn nokkuð langur tími áður en hægt er að kveða upp fullnaðardóma". „Það finnst ýmsum nokkuð mikið los á þjóðfélaginu ís- lenzka“. „Það er þetta fasta mót og var meðal annars skátaforingi innan vébanda Hjálpræðishers- ins um 3keið. 1 Hjálpræðishernum kynntist Sigurður eftirlifandi' eiginkonu sinni og voru þau gefin saman í hjónaband hinn 5. október árið 1940. Eignuðust þau fjóra mannvæn- lega syni, sem allir eru á lífi. Heimili þeirra var byggt á bjarginu sem ekki bifast, Jesú Kristi, þar sem húsmóðirin hafði einnig gefið Drottni hjarta sitt á unga aldri. Sigurður var góður og skyldu- rækinn heimilisfaðir, vakinn og sofinn í því að vinna heimili sínu og ástvinum allt það gagn er hann mátti og er nú mikill harmur kveðinn að eiginkonu hans, sonum, aldraðri móður, tengdaföður og öðrum ástvinum við hið sviplega fráfall hans. En sá Guð, sem verið hefir at- hvarf fjölskyldunnar á liðnum árum, er megnugur að veita ást- vinum hans huggun og styrk í þessum ungu raunum. Minningin um þennan vin minn og félaga lifir í huga mín- um og ber þar engan skugga á. Sigurður var drengur góður í beztu merkingu þess orðs, sem verður sárt saknað af vinum og félögum, sem þakka nú við leið- hreyfingarleysi, sem ríkti á hinni öldinni, er menn miða við. Menn vildu ekki hleypa þessum og þessum straumi inn — útiloka hann. Það voru til menn í mín- um uppvexti, sem sögðu: Þessa bók á maður alls ekki að lesa. Þeir treystu ekki höfundinum. Þetta er of langt gengið. Auðvit að eru sumir menn þannig, að þeir hafa engar sjólfstæðar skoð anir, fallast á allt, sem er talað og ritað. Þar í liggur nokkur hætta. Einar H. Kvaran var stór- sýnn og framsýnn, þegar hann sagði á fundi um Háskólann úti í Ameríku: Lokum okkur ekki inni. Það skal vera mitt síðasta orð hér í kvöld“. „Þú heldur þá, að okkur tak- ist að sía hin erlendu áhrif öll- um til góðs?“ „Það er eins og þegar maginn þarf að venjast nýjum mat, svo þarf og þjóðin tíma til að venj- ast þessu öllu“. „Þú hræðist víst ekki kjarn- orkuna?" „Þessi kjarnorkuhræðsla fólks er mesta bábilja og varla meiri en sú, sem greip menn, þegar fundið var upp járnið og egg- verkfærin. Þá urðu menn hrædd ir við þessi verkfæri, sem gátu skorið allt í sundur. Svo greip hræðslan um sig að nýju, þegar byssan kom til sögunnar. Er nú kjarnorkan svo hræði- leg. Er ekki uppgötvun hennar opnun á einhverjum blessunar- vegi“? „Þú hefur trú á því?“ „Já, og þjóðirnar hafa notað miklu ægilegri vopn eins og til dæmis þjóðtrúna“. „Þjóðtrúna?" „Já, og galdratrúna. Það eru líka voðaleg vopn sem kaþólska kirkjan hafði í frammi. Bann- færingarnar eru miklu ægilegri vopn en kjarnorkan. Eða þá vopn eins og rannsóknarréttur- inn á Spáni. Kjarnorkan er eins og vera, sem stendur í dyrunum og segir: hingað og ekki lengra, hér eru takmörkin. Því skyldum við hræðast hana, sem gæti orð- ið öllu mannkyni hin mesta blessunarlind“. Utan rúðunnar er rökkur ágúst nætur, milt og kyrrlátt, en nokkrir dökkir skýjabólstrar gægjast yfir vesturfjöllin og boða veðrabrigði. Inni í stofunni er þögn, en þögnin er bjartsýn og ég sé, að Valdimar horfir bros andi út um gluggann. Mér verð- ur hugsað til þeirra milljóna ung menna, sem í dag eigra rótlausir um heiminn. Hræddir við lífið — við dauðann. Án trúar á neitt nema tilgangsleysið. Furðuleg hugtök, æska og elli. Högni Egilsson. arlok einlæga vináttu og hjálp hins látna. En það er huggun harmi gegn að Sigurður lifir ennþá, þó að sál hans hafi varpað af sér líkams hj úpnum. Jesús sagði: Ég lifi og þér mun uð lifa. Himinninn er yfir gröf- inni og nú bíður Sigurður ástvina siiina á landi lifenda. Við vinir hans og samherjar í Hjálpræðishernum, þökkum hon um gott og fórnfúst starf og ein- læga vináttu og biðjum Guð að hugga og styrkja eiginkonu hans, syni og aðra ástvini í hinum þung bæra harmi þeirra. Skáldið segir: „Hittum vér þá hjartakæru, hér sem vorum skil- in frá. Fáum vér um eilífð alla, aftur þeim að dvelja hjá“. Þessa kveðju langar mig til þess að senda þér Betzy mín og sonum þínum, sem hafið misst svo mikið. Megi fögur minning um elskulegan eiginmann og föð- ur verma hjörtu ykkar og draga úr harmi ykkar og vissan um það að þið fáið að sjá hann aftur á bak við gröf og hel. Bjarni Þóroddsson. Félagslíf Kf. Þróttur handknattleiksdeild Aðalfundur deildarinnar verð ur haldinn þriðjudaginn 29. nóv n.k. kl. 8,30 e.h. í Grófinni 1, uppi Dagskrá. Ver.juleg aðalfundar- störf. Félagar fjölmennið ag tak ið með nýja félaga. Stjórnin. Sundfélagið Ægir Aðalfudnir sund- og sundr knattleiksdeild félagsins verða haldnir laugard. 26. þ.m. fcl. 2 e. h. að Grundarstíg 2 (fundarsal Í.S.Í.) — Stjórnin B i I a s a I a n Klapparstíg 37. Simi 19032 Chevrolet ’55 sendiferðabíll 1. tonns í fyrsta flokks standi til sýnis og sölu í dag B i I a s a I a n Klapparstíg 37. Simi 19032. Sauðfjárbú Vantar fjármann að stóru sauðfjárbúi, skammt frá Reykjavík. Unglingspiltur eða eldri maður koma helzt til greiny. Vinsamlegast sendið nafn og heim- ilisfang til Morgunblaðsins, fyrir lok þessa mánaðar, merkt: „Létt vinna — 1282“. ATHUGIÐ Annast viðgeiðir og breytingar á vatns, skolp, mið- stöðvarlögnum og hreinlætistækjum. Sími 22771. Peysufatadunsleikur í Breiðfirðingabúð í kvöld kl. 9. Hljómsveit Árna Isleifssonar. Helgi Eysteinsson stjórnar. Fokheldar íbúðir Tvær 5 herb. ibúðir og ein 3ja herb. íbúð til sölu í fokheldu ástundi. Bílskúrar fylgja uppsteyptir. Sér inngangur. Sanr.gjarnt verð og skilmálar. MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Ingi Ingimundarson hdl. Vonarstræti 4 II. hæð — Sími 24753. Til leigu 2 herbergja íbúð í Gufunesi. Upplýsingar í síma 32000. GUÐBJARTUR JÓNSSON. Vélabókhald Get nú þegar bætt við mig nokkrum fyrirtækjum til færslu og uppgjörs á bókhaldi, söluskatti, birgðum og vinnusKyvslum fyrir áramót. Uppl. í síma 18307. Skrifstofustúlka oskast Stúlka vön vélritun óskast á málflutningsskrifstofu nú þegar eða sem fyrst. Tilboð merkt: „Austurstræti — 36“ sendíst afgr. Mbl. fyrir 29. þ.m.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.