Morgunblaðið - 25.11.1960, Síða 20
20
Ifnrfs'rm i> r A fí 1Ð
Postudagur 25. nóv. 1960
voru dauf og fólk sötraði kampa
Vín liggjandi á lágum legubekkj
um allt umhverfið var sérlega
rómantiskt.
Jean Pierre fór með mig þang
að, við dönsuðum saman, og hann
þrýsti hendinni ofurlítið á bak
ið á mér og lagði hnéð að lærinu
á mér og ég var í sæluvímu. Nú
voru Edouard og La Baule orðin
heldur betur fjarlæg. — Madem
oiselle Barrymore, sagði Aumont,
— ég verð því miður að fara
snemma til vinnu í fyrramáiið.
Má ég ekki fylgja yður heim
núna
Eg hefði með ánægju dansað
alla nóttina. Eg var orðin afskap
leg heimsmanneskja! — Jú, auð
vitað, svaraði ég. — Eg skil
þetta vel. Þið hafið auðvitað sams
konar vinnutíma hér eins og við
í Hollywood!
Við lyftuna í forstofunni í gisti
húsinu mínu, kyssti hann mig á
kinnina. — Góða nótt, elskan,
sagði hann í gælutón, og augun
full af loforðum. Eg þaut upp í
lyftunni, eins og ég svifi í skýi.
Daginn eftir hringdi Cobina
Wright yngri mig upp. — Cob-
ina! sagði ég. — Bíddu bara þang
að til þú ert búin að sjá nýjasta
skotið mitt. Cobina var komin frá
London fyrir tveim dögum. Þú
ættir að bíða þangað til þú sérð
mitt! svaraði hún.
Seinna um daginn dró ég hana
í sama kvikmyndahúsið og ég
hafði verið daginn áður með
Bollu. Þegar Jean Pierre kom
fram á tjaldið, greip ég í hand-
legginn á Cobinu. — Þarna er
hann! sagði ég og næstum vældi.
— Er hann ekki það fallegasta,
sem þú hefur nokkurntíma séð?
Cobina var furðanlega ,cöld fyr
ir þessu. — Bíddu bara þangað
til fréttamyndin kemur, svaraði
hún, dularfullri rödd, — þá
skaltu sjá minn!
Svo lauk myndinni, og frétta
myndin kom í staðinn. II Duce
ávarpaði mikinn manngrúa. Hitl
er öskraði á þúsundamergð í Ber-
lín. Við ' hosrfðum á herflokk
Tékka þramma yfir Súdeta-landa
mærin. Loks kom mynd af
evrópsku kóngafólki, sem hittist
. í London. Cobina greip í hand
legginn á mér. — Þarna er hann!
sagði hún æst. Það var Filippus
prins af Grikklandi, sem síðar
átti að verða hertoginn af Edin-
borg. — Ó, Cobina! sagði ég með
öndina í hálsinum. — Virkilega?
Copina skríkti. — Við erum
skotin hvort í öðru, sagði hún.
Eg ætla aftur til Englands með
mömmu og Filip æltar að hitta
mig á stöðinni. Er hann ekki
mesti draumur, sem þú hefur
séð?
Jean Pierre Aumont leitaði
mig ekki uppi aftur. En ég hafði
lítinn tíma til að súta það, þvi að
tveim dögum seinna hringdi
mamma mig upp frá New York.
— Komdu strax heim, sagði hún.
— Louis Bromfield er nýbúinn
að ráðleggj a mér að ná þér burt
úr Evrópu — hann er viss um,
að það verði stríð og Þjóðverjar
muni taka París. Komdu strax
heim, Diana! Ef þú færð ekki far,
þá leigðu herskip, en komdu um
fram allt heim!
— Hvaða vitleysa getur verið
í þér, kisa gamla! Það er hægðar
leikur að fá far á skipi. Svo fór
um við að undirbúa ferðina og
fengum loks far á Champlain,
sem átti að fara seinna í vik-
unni. Við hringdum til La Baule
og aflýstum avö'l okkar þar, sem
varð til þess, að kvöldið eftir
kom Edouard, frá sér numinn af
sorg, í gistihúsið til okkar. Bolla
bannaði mér að fara ein út með
honum. Hann gæti heimsótt mig í
gistihúsinu. Þegar hún vildi vera
inni meðan Edouard bæri upp
bónorð sitt, þaut ég upp. — Nei,
Bolla! Hér má hann að minnsta
kosti tala við mig í einrúmi. Eg
skal gæta dyggðar minnar.
Bolla roðnaði og dró sig í hlé.
Skilnaðurinn við lestina var
endurtekning á samskonar at-
burði í La Baule — kossar, kveðj
ur og innileg loforð á báðar hlið
ar, og Bolla stóð og horfði á,
eins og illa gerður hlutur. Edou-
ard var einbeittur. — Þetta er
þá aUt ákveðið. Það bíður þín
bréf, þegar þú kemur heim; ég
ætla að skrifa á hverjum degi.
Og þú ætlar að skrifa mér, elsk
an mín?
— Já, auðvitað geri ég það,
elskan.
— Og hvað heldurðu, að ung-
frú Strange segi spurði hann,
því að nú náðu áhyggjurnar hjá
honum vestur um Atlantshaf.
í leigubílnum á leiðinni heim,
afgreiddi mamma Edouard — og
þetta sumarskot mitt — með því
að veifa hendi. — Þetta er ekki
annað en vitleysa, Diana. Þú ert
alltof ung. Það verðuf að kynna
þig, eins og búið er að undirbúa,
og ég vil að þú hittir þá einhverja
góða unga menn. Ameríska
menn. Hún kveykti sér í vind-
lingi. — Eg viLdi alls ekki láta
þig giftast Evrópumanni, kisa
mán. Þeir eru alveg ómögulegir
eiginmenn. Þessi greifi þinn fer
upp í til vinnukonunnar aðra
nóttina, sem þið eruð gift!
IX.
Eg tók vígslu mína til sam-
kvæmislífsins á þessum fjörugu
og áhyggjulausu dögum, rétt fyr
ir ófriðinn. Þetta voru miklir
dagar, með fullar pyngjur og
mikið skemmtanalíf, þar sem
samkvæmislífið á veitingahúsun-
irm átti sinn blómatíma. Kreppan
var af staðin og heimsstyrjöldin
síðari enn ókomin. Desember
1938 — mánuðurinn þegar ég var
formlega 'tekin inn í samkvæmis-
lífið, — hafði til síns ágætis það
sem eitt blaðið kallaði „stærsta,
rakasta, vitlausasta og‘ kátasta
vetur, sem komið hafði síðan ó-
hófsveturinn 1929“, Peningamir
flóðu um allt, fólk var kæru-
laust, og hugsaði ekki um annað
en skemmtanir. Og þar var ég
fremst í flokki.
Nú var ég ekki lengur yfirsæta
íklædd forneskjubúningunum,
sem mamma fann upp handa mér,
heldur var ég ein af eftirsóttustu
„nýliðunum", sem Cholly Knick
erbocker skrifaði, að væri eftir-
íektarverðust í þeim hópi, þetta
árið.
Oholly hét réttu nafni Maury
H. B. Paul, og var af fínni ætt, og
vissi því gjörla mörkin milli ó-
svikna aðalsins og kaffihúsaaðals
ins, og allir sem voru í Höfðingja
skránni litu á dálkinn hans í blað
inu sínu, áður en þeir lit.u á for-
síðuna.
Þennan vetur 1938—39, kaus
hann Brendu Frazier sem glæsi
legasta nýliðann það árið. Brenda
sem hafði verið þessi óskapa feita
bolla í skólanum, var nú orðin
stórfalleg stúlka með tæran litar
hátt og stór svört augu, en munn
urinn var eins og blóðugt sár.
Eg var hins vegar persónulegust
eða eftirtektarverðust hjá honum
og stóð hinni ekki nema lltillega
að baki.
Já, það var dásamlegt. Mér
þótti vænt um að heyra þennan
vitnisburð — ég, þessi óstýrláta
og hálfvitlausa dóttir Johns
Barrymore og hinnar hágáfuðu,
óútreiknanlegu Miohael Strange.
Og nú var að kafna ekki undir
þessu öilu saman. Ef aðrar stúlk
ur komu með einn dansherra,
kom ég með fjóra. Það gat vel
komið fyrir, að allt að því sex
strákar úr sama skólanum
byðu mér á dansleik — og þá þá
ég ölil boðiin. Eg vildi gjarna
mæta með heilan herskara tilbiðj
enda. Svo, fáum dögum fyrir
dansleikinn, hringdi ég kannske
til tveggja eða þriggja þeirra og
sagði, að mér þætti leitt, að ég
gæti ekki farið með þeim. Þá var
auðvitað of seint fyrir þá að
ná í aðra dömu, svo að þeir urðu
annaðhvort að koma einir síns
liðs, eða þá með einhverja óvalda
dömu, sem mér stóð engin hætta
af. Svo þegar hinir, sem ég hefði
ekki hringt í, mættu heima hjá
mér, hver í sínu lagi, urðu þeir
heldur betur kindarlegir, þegar
fleiri komu í sömu erindum, og
svo fór ég með þeim öllum og
allir-höfðu eða þóttust hafa gam
an af tiltækinu. Þannig gat ég
gefið blaðamönnunum tilefni til
að skrifa um mig: — Hún er um
kringd karlmömnum hvar sem
hún fer.
Eg var margföld í roðinu. En
var það ekki einmitt ættarein-
kenni, hvort heldur leitað var í
Oelrichættinni eða Barrymore-
ættinni? Það var til þess ætlazt
af mér og ég vildi ekki bregðast
neinum. Eg fór í þrjú og fjögur
samkvæmi á einu og sama kvöldi.
Eg varð aldrei þreytt, og var við
ekkert hrædd annað en það að
mér annaðhvort leiddist sjálfri
eða gerði aðra leiða á mér. „Leið-
inlegur" var Ijótasta orð, sem ég
þekkti.
Það virtist helzt ekki neitt vera
til, sem ég gæti ekki komizt upp
með, ef ég lét sem það væri í
gamni gert. Eg drakk súpu gegn
um strá í Plaza, kom í veitinga-
þjónsjakka í Colony, skaut af
káldið og mamma litla
— Alltaf er það eins! Þegar mað- .... en þegar maður hringir í vit- .... getur það aldrei verið á tali.
ur hringir í rétt númer, þá er það Iaust númer, þá ....
alltaf á tali ....
— Farðu og náðu í Jóa! Farðu
Andy .... farðu!
A meðan.
— Það var naumast að tá’-
beitan sem Markús skar út var
^rrc-ooi Rlakely!?
— Það er nú meira! Vilt þú
taka mynd af mér með þessari
ljósmyndavél Jói?
— Sjálfsagt!
— Heyrðu, hvers vegna
Andy svona æstur?
er
I
tómri skammbyssu í Féfés Monte
Carlo. Eg hafði uppgötvað það,
að karlmönnum leiddist öll form
festa og skikkanlegheit. Einnig
hafði ég uppgötvað afbrýðisemi
hjá öðrum stúlkum, vegna þess
að ég daðraði feimnis- og misk-
unarlaust. Eg vildi allstaðar vera
miðdepill samkvæmisins, og
helzta aðdráttaraflið. Svo fannst
mér fólk beinlínis ætlast til þess
af mér, og ekki efaðist ég um,
að ég sjálf ætlaðist til þess sama.
Þarna var erfðavenja og nafn og
jafnvel sérvizka, sem ég varð
sóma míns vegna að halda uppi.
Og blaðaúrklippurnar frá sam
kvæmisblaðsnapunum urðu að
heilli hrúgu. Mér fannst það snið
ugt þegar ég las eftirfarandi;
„Það eru tveir flokkar um Diönu.
Annar segir, að hún sé stúlka,
sem geti íundið upp á því að
sparka í fótleggina á húsmóður-
inni, og segja að sér leiðist, og
svo hinn, sem segir, að hún sé
bara elskulegt og ófeimið barn,
sem þykir gaman að lifa“. Mér
var eiginlega nokkurnveginn
sama, hvað skrifað var. Eg tók
hnúturnar með hrósinu. Já, þetta
var æðisgenginn og áhyggjulaus
tími! Allir kepptust um að
skemmta sér sem mest.
Sjálfri fannst mér ég vera
heimsmanneskja. Fátt kom mér á
óvart. Aðeins einstöku sinnum
hryllti mig. Eitt kvöld var ég
boðin til kvöldverðar hjá afskap
lega fínum gimsteinasala, sem
Raoul hét — það er gervinafn.
Hann hafði boðið mér áður en ég
alltaf afþakkað. Hann hafði á sér
kvensemisorð. —Jæja, kannske
þú viljir koma núna sagði hann.
— Eg hef boðið honum .... Svo
nefndi hann frægan kvikmynda
leikara, sem ég hafði séð þegar
ég var krakki.
Mér var um og ó, en mamma
sagði, að ég mætti fara. Hún
þekkti heiðursgestinn.
Raoul tók á móti mér — elsku
legur eins og endranær, og
kynnti- mig nokkuð rosknum, grá
•v.
gHtltvarpið
Föstudagur 25. nóvember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir.
— 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
13.30 „Við vinnuna“: Tónleikar.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
Fréttir. — 16.00 Fréttir og veð-
urfregnir).
18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð
ir: Guðmundur M. Þorlákssson
segir frá Eskimó”*'- * norður.
slóðum.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
Útvarp frá umræöum á Alþingi.
Laugardagur 26. nóvember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir.
— 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.00 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.30 Laugardagslögin. —
(15.00 Fréttir).
15.20 Skákþáttur (Baldur Möller).
16.00 Fréttir og veðurfregnir.
16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonar-
son).
16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds-
son).
17.00 Lög unga fólksins (Guðrún Svaf
arsdóttir og Kristrún Eymunds,
dóttir).
18.00 Utvarpssaga barnanna: „A flótta
og flugi“, eftir Ragnar Jóhann-
esson; XI. (Höfundur les).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Tómstundaþáttur barna og ung-
linga. (Jón Pálsson).
18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Tónleikar: „Taras Bulba“, rapsó,
día fyrir hljómsveit eftir Leo
Janácek (Pro Musica sinfóníu,
hljómsveitin í Vínarborg#leikur;
Jascha Horenstein stj.).
20.30 Leikrit: „Eigi má sköpun renna"
(Mourning Becomes Electra), þrí
leikur eftir Eugene O’Neill;
þriðji hluti: „Skuld“ (The Haun,
ted). Þýðandi: Arni Guðnason
magister. — Leikstjóri: Gísli
Halldórsson. Leikendur: Helga
Bachmann, Helgi Skúlason, Guð-
mundur Pálsson, Kristbjörg
Kjeld, Lárus Pálsson o. fl.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 „Ur skemmtanalífinu'* (Jónae
Jónasson).
22.40 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.