Morgunblaðið - 25.11.1960, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.11.1960, Qupperneq 22
22 Jfnorr'wnf <mj) Föstudagur 25. nóv. 1960 „Isl. Iandsli5ið“ 18 ára og yngri til Finnlands? í ráði að koma upp IVorður landamóti slíkra landsliéa ALLMIKILL undirbúningur »g umræður hafa staðið um það að koma á norrænni keppni unglinga í knatt- spyrnu. Yrði hún með því sniði að úrvalslið hvers lands skipað leikmönnum 18 ára og yngri mætti til landsléika. — Þetta er stórmál innan knattspyrnuhreyfingarinnar, •g hafa Norðurlandaþjóðirn- ar sýnt mikinn áhuga á því. íslendingar hafa haft spurnir af keppni þessari og KSÍ hef ur mikinn hug á að ungir ísl. knattspyrnumenn taki þátt í henni. ★ BÚIZT VIÐ ÞÁTTTÖKU ÍSLANDS Mál þetta er komið á nokkurn rekspöl. Hafa Finn- ar boðizt til að sjá um fram- kvæmd keppninnar í fyrsta sinn og er búizt við að hún geti orðið næsta sumar. — Finnar búast við því að ts- lendingar verði meðal þátt- takenda, eftir því sem Mbl. hefur fregnað. Finnar ætla sér að gera vel við unglingalandsliðin norrænu. — Þeir kosta allt uppihald, en þátttökuríkin verða sjálf að greiða ferða- kostnað. ★ DÝRT FERÐALAG Þó áhuginn sé mikill á þátt töku af hálfu íslendinga verður ferðakostnaðurinn án efa erfið- ur viðfangs. Ekki er hægt að fara í lengri eða dýrari ferð á Norðurlandamót en til Finn- lands. Flugfar er mjög dýrt, en án efa má finna aðrar leiðir, sem fært væri að kljúfa, t. d. að fara sjóleiðis og slást I hóp með Norðmönnum, sem fara ætla til keppninnar. ★ MIKILL ÁVINNINGUR Slík unglingakeppni yrði mjög þýðingarmikil fyrir ts- land. Við leikum fáa lands- leiki og í landsliðið komast ekki nema 15—25 menn á ári eftir því hve leikirnir eru margir. Unglingarnir hafa enn færri verkefni — eink- um þeir 18 ára og yngri. Oft eru það þeir sem mestan áhuga sýna á æfingum og öðru og vert væri að gera miklu meira fyrir þá. Vegna verkefnaleysis og lítilla mögu Ieika á að komast Iengra, gef ast margir þeirra upp allt of fljótt með þeirri afleiðingu að íslenzk knattspyrnuhreyf- ing verður mun fátækari en hún þyrfti að vera. Þarna er tækifæri til eflingar hennar, sem gefa verður fullan gaum — og engu tækifæri sleppa til lausnar málsins. — A. St. Annar sigur vik- unnar — fyrsta tap ársins A SUNNUDAGINN léku Urvg- verjar og Austurríkismenn lands leik í knattspyrnu og fór leik- urinn fram í Búdapest. Ungverj- ar unnu með 2 gegn 0. Vorú þeir mjög svartsýnir fyrir leikinn en unnu verðskuldaðan sigur. í hálfleik stóð 0-0. Þetta var annar sigur ung- verska liðsins í sömiu vikunni. Sunnudaginn á undan unnu þeir Pólverja með 4—1, Hins vegar var þetta fyrsta tap Austurríkie- manna á keppnistimabilinu. Þeir hafa áður keppt við og unnið Skota, Spánverja og Rússa. Meginstyrkur Austurrkismanna er í varnarleik og þeir héldu Ungverjum niðri þar til 14 mín. voru til leiksloka. Malflutningsskrifstofa PALL S. PALSSON Hæstaréttarlögmaður dankastræti 7. — Suni 24-20& BAHCO VERKFÆRI hafa verið notuA í áratugi hér á landi. Þau eru talin með traustu verkfærum, sem fást á heimmarkaðinum. Seld um allt land i verkfæraverzhinum. 69-75 HEIMSFRÆG VERKFÆRI ÚR SÆNSKU STÁLI ; ÞÓRiHJR SVEINSSON * CO. HF. • • Oruggasti sigur- vegarinn tapaði — en setti heimsmet allra heimsmeta ENGIN grein frjálsíþrótta varð jafn umtöluð á liðnu sumri og hástökkið. Fyrst var það vegna hinna frábæru meta hins þel- dökka Bandaríkjamanns, Thom- as, sem færði heimsmetið í 2,22 metra. (Óstaðfest stökk 2,232 m). Síðar varð þessi grein fræg fyrir það hvernig úrslitin urðu á Oiympíuleikunum í Róm. Eng- inn af íþróttamönnum heims, þótti jafn líklegur til gullverð- launa þar og hinn bandariski Thomas. En úrslitin sýndu að enginn er öruggur sigurvegari í íþróttum fyrirfram. í stað gulls- ins fékk hann bronzpening um háls. Tveir Rússar, sem ekki höfðu verið nefndir á nafn einu sinni, meðan nafn Thomasar var í íþróttafréttum heimsblaðanna 10 sinnum vikum og mánuðum fyrir leikana, skutu honum raf fyrir rass í Róm. AB féll niður ósamt Frem UM helgina síðustu lauk deild- arkeppninni. dönsku í knatt- spyrnu. Áður var vitað að AGF í Árósum sigraði en ekki fékkst fyrr en á sunnudaginn úrslit um það hvaða lið félli í aðra deild á- samt Frem. Það dæmdist á AB í Khöfn svo aðeins 3 Khafnarlið eru nú eftir í 1. deild. Lokastaða mótsins varð þann- ig að 22 leikjum loknum: AGF n 13 « 3 52.32 32 KB 22 13 2 6 «3:33 29 Vejle 22 12 5 6 52:36 20 OB 22 10 c « 47:39 2« Fredrikshavn 22 8 8 « 32:30 24 Esbjerg ai i 8 7 26:30 22 BX013 22 8 3 11 41:40 19 B19O0 22 C « 10 37:« 18 B1908 22 € € 10 21:19 18 Skovehoved .„ 22 5 • 8 25:36 18 AB 22 « 6 11 32:46 17 Frem 22 4 4 14 88:« 12 íþróttaföt hirt á götunni í FYRRAKVÖLD um hálf ellefu leytið voru tveir ungir piltar á leið heim af íþróttaæfingu með töskur sinar í höndunum. í Pósthússtræti, rétt framan við Hótel Borg, réttu þeir bílstjóra hjálparhönd og ýttu bílnum með honum ofurlítinn spöl, en lögðu frá sér töskurnar á meðan. Var töskunum, önnur merkt ÍR, stol ið þarna írá þeim á götunni á með an. í töskunum voru íþróttaföt og sérstakir strigaskór, og því ólík- legt að sá sem hirti þetta, geti látið sér verða gagn af því. Já, þau urðu úrslit hástökksins í Róm, að heimsmethafinn varð í þriðja sæti og Evrópumethaf- inn Brumel varð annar. Hinn rólegi, dökki Rússi, Schavlakadse sem tók sér lengri tíroa við hvert stökk en allir aðrir, krækti sér í gullpeninginn. Og hér er svo afrekaskrá heimsins í hástökki í ár. Hún sýnir meiri framfarir og stórstíg ari en í flestum öðrum greinum ; frjálsíþrótta. . 2.23 Thomas, Bandaríkin 2,18 Brumel, Sovétríkin 2.16 Schavlakadse, Sovétr. 2.153 Bolschow, Sovétríkin 2.14 Dumas, Bandaríkin 2.134 Faust, Bandaríkin 2.13 Petterson. Svíþjóð 2.108 Wyborney, Bandar. 2.108 Costa, Bandankin 2 096 Gardner, Bandaríkin 2.09 Idriss, Frakkland 2.09 Keng Chu pei, Kína Aðþjóðasambandið hefur stað- fest heimsmet Thomas 2.22. I þeirri keppni stökk hann 222,9 cm en þessir 9/10 úr sentimetri eru felldir af við staðfestinguna, því met eru aðeins staðfest í heilum sentimetrum. Hins vegar hefur Thomas síðar stokkið 223,2 cm svo án efa verður metið hækk að í 2.23. — Minningarorð Framh. af bls. 8 þá glaður og reifur, sem endra- nær. Það sem kom mér til að skrifa þessar fáu línur er, að eiginlega byrjaði ég minn sjómennskuferil hjá Jó- hanni P. Jónssyni árið 1922. Var hann þá skipstjóri á björgunar- skipinu Þór frá Vestmennaeyjum og vorum við að mestu leyti sam an í 17 ár. Mér er ljúft að m;nn- ast samverustundanna og a'lra þeirra leiðbeininga og hógværu aðfinnslu ef eifthvað bjátaði á. Ekki hefði ég ger.*ð hugsað mér betri kennara, þegar ég kom sem algjör óvanur græningi úr sveit- inni. Hann var alltaf réttlátur og sannur heiðursmaður í hvívetna enda munu víst fleiri taka und- ir það. Það báru allir virðinga fyrir Jóhanni P. Jónssyni. Ef hægt er að segja að nokkur mað- ur hafi verið íæddur „gentlemað- ur“ þá var það hann. Ég fullyrði það að orðstír Jó. hanns muni lifa um alla framtið, þó hann sé horfinn okkur. Ég enda þessar línur með að þakka honum allt sem hann hef- ur gért mér til góðs og ég fiyt ekkju hans og öðrum aðstand- endum mínar innilegustu samuð- arkveðjur. Þórarinn Björnsson, skipherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.