Morgunblaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 1. des. 1960
MORCVNRL.4ÐIÐ
13
„ICELAND", íslenzka ferðaskrifstofan í hjarta Lundúnaborgar, sem Jóhann Sigurffsson veitir
forstöðu. Að skrifstofunni standa Ferðaskrifstofa ríkisins, Eimskipaíélag íslands og Flugfélag
Islands.
Við gengislækkunina
vaknaði áhugi ferðamanna
— segir Jóhann Sigurðsson, skrifstofustjóri í London
FAHMIÐAR með Gullfossi til
Islands næsta sumar eru nær
uppseldir nú þegar, sagði Jó-
hann Sigfússon, umboðsmað-
ur Eimskips og Flugfélagsins
í Lonrton í viðtali við Mbl.
um helgina. Allmikill hluti
farmiðanna er jafnan seldur
í Bretlandi og yfirleitt hefur
verið uppselt í GuIIfoss sex
mánuði fram í tímann, bætti
Jóhann við.
Stærsti „ferðamannamark-
aðurinn“ í Evrópu er á Bret-
landseyjum. Bretar ferðast
allra þjoða mest og þess vegna
er það mikilvægt að koma sér
vel fyrir þar, sagði Jóhann.
Hvað Flugfélagið snertir hef-
< ur árangurinn orðið góður,
I einkum eru greinileg merki
um stórvaxandi áhuga eftir
gengislækkunina. Við megum
búast við stórauknum straumi
ferðamanna á næstu árum, þ.
e. a. s. ef við getum tekið við
þeim.
I *
| Ég er hálf hræddur um að
gistihúsaskorturinn drepi
* samt þessi ferðamál okkar í
i fæðingunni. Erlendir ferða-
/ menn gætu borið hundruð
J milljóna í erlendum gjaldeyri
I inn í landið árlega, en það er
t ekki gaman að segja við fólk-
ið loksins þegar búið er að
vekja athygli þess á landinu:
Því miður, herrar mínir og
frúr. Við getum ekki útvegað
ykkur gistirúm á íslandi. Ef
þið viljið hafa með ykkur
tjald, þá er velkomið að flytja
ykkur fram og til baka.
Nýja gistihúsið, sem er að
rísa á Melunum, er mikið
fagnaðarefni öllum þeim, sem
starfa að íslenzkum ferðamál
um. Þetta er spor í rétta átt.
Nú getum við komið með
fleiri ferðamenn en áður til
Reykjavíkur. En svo vill þetta
fólk fara út á land. Hvar á
það að gista þar?
Hvað um alla heimavistar-
skólana? Af hverju má ekki
reka þá að sumrinu sem gisti
hús. Það er vart hægt að
byggja dýr gistihús út í sveit
og láta þau standa auð að
vetrinum. En skólarnir standa
auðir úti um allar sveitir að
sumrinu. Þeir gaetu leyst stór-
an vanda — ag þar nýtist gisti
rúmið í Reykjavik miklu bet-
ur, sagði Jóhann.
f fyrra komum við með
þrjá hópa „náttúruskoðara“
frá Bretlandi. Þetta voru 68
manns og fólkið var mjög
ánægt með ferðina. Við erum
nú að undirbúa níu slíkar
ferðir á næsta sumri — og í
þeim verða 234 manns. Hing-
að komu í sumar skátar og
fóru á hestum inn í óbyggðir.
Ánægja þeirra var slík, að
ferðasaga með myndum er nú
birt í fjölmörgum blöðum og
tímaritum, jafnvél því virðu-
lega blaði Sunday Times.
☆
Við getum fengið hundruð
manna til þess að fara slikar
ferðir og svo er ótalmargt
annað, sem hægt væri að
gera. Margs konar veiðar
væri hægt að bjóða. Þetta er
aðeins sýnishorn. En þetta er
líka atvinnuvegur, sem gæti
orðið stór og virðulegur og
vel metnar þjóðir eins og t.d.
Danir telja sig fullsæmda af
því að leggja fyrir sig þenn-
an atvinnuveg. Því skyldum
við ekki gera það líka?
í sambandi við ferðir „nátt
úruskoðenda" hingað, sagði
Jóhann, má geta þess, a£j það
er einkum fuglalífið, sem
þeteta fólk hefur áhuga á.
Auðvitað líka öll náttúra
landsins. Dr. Finnur Guð-
mundsson hefur boðizt til að
verða leiðsögumaður í tveim-
ur ferðum og það út af fyr-
ir sig er nóg auglýsing, því
dr. Finnur er vel þekktur um
alla Evrópu meðal þeirra,
sem lesa mikið um fuglana
og kynna sér allt um hagi
þeirra á norðurslóðum.
☆
Það er ekki þar með sagt,
að við höfum ekki haft góða
leiðsögumenn, því fólkið, sem
kom í sumar, rómaði mjög
kunnáttu þeirra. Þeir voru
Jón Björn Sigurðsson, Árni
Wág og Valdimar Björnsson,
en næsta sumar kemur Arn-
þór Guðmundsson í stað
Valdimars.
Þetta verða hálfs mánaðar
ferðir. Farið verður að Gull-
fossi og Geysi, um Borgar-
fjörð til Akureyrar, að Mý-
vatni og dvalizt þar þrjá
daga. Síðan að Dettifossi, Ás-
byrgi, um Akureyri og suð-
ur. Sumir hóparnir fara þá
að Búðum, aðrir til Vest-
mannaeyja og Hornafjarðar
með flugvél. — Dvölinni í
Reykjavík verður hagað
þannig til, að fólkinu gefist
kostur á að fara í miðnætur-
sólarflúg, ef skilyrði verða
fyrir hendi, og í Grænlands-
flug, ef leyfi fæst til þeirra
ferða, sagði Jóhann Sigurðs-
son að lokum.
Sjötla bindi í ritsafni
Bólu-Hjálmars komið
KOMIÐ er út VI. bindið af rit-
safni Hjálmars Jónssonar frá
Bólu, og hefir Finnur Sigmunds-
son, landsbókavörður tekið það
saman. Finnur kallar bók þessa
„Æviágrip, þætti og sagnir". .
Hann segir í formála að hann
hafi notið stuðnings margta
góðra manna, einkum úr Skaga-
firði, við samningu bókarmnar.
Meginkafli bókarinnar er um
ævi Bólu-Hjálmars. Þá segir
nokkuð frá börnum Hjálmars og
sérstakur kafli fjallar nm geymd
eiginhandarrita skáld„ins, upp-
skriftir og útgáfu. Síðan koma
þættir um Bólu-Hjálmar, lýsing-
ar og minningar, og loks ýmsar
sagnir um Bólu-Hjálmar.
Margar myndir prýða þessa
bók, m. a. þrjár gerðar af and-
litsmyndum af Bólu-Hjálmari,
teiknaðar af Ríkarði Jónssyni,
Þórarni B. Þorlákssyni og Jón-
asi Jakobssyni.
Fregn um jólagjafir til
Grænlendinga ósönn
1 STÓRBLAÐINU BT í 'Kaup-
mannahöfn, 23 nóv , er uppslátt-
ar frétt þess efnis, að börn í byggð
um á austurströnd Grænlands
megi búast við því að jólasveinn
inn muni í ár, koma í flugvél og
kasta niður til þeirra leikföng-
um, sem íslenzkir togaraeigendur
sendi heim. Er það lítill vottur
þakklætis fyrir hverskonar fyrir
greiðslu sem ísl. togarar hafa
notið, er þeir hafi þurft að leita
hafnar í þessum byggðum. Segir
blaðið að togaraeigendur hafi nú
þegar gengið frá samkomulagi
við Flugfélag íslands, um að það
taki að sér að varpa jólaböggl-
um niður í þar til gerðum um-
búðum.
í gær spurði Mbl. L.oft Bjarna
Hjálpar- og jóla-
glaðningssjóður
í FYRRAVETUR stofnuðu
nokkrar félagskonur í „Hringn-
um“ sjóð til minningar um
Gunnlaug Bjarna Bjarnason, son
þeirra hjónanna Gunnlaugar
Briem og Bjarna Guðmundsson-
ar, deildarstjóra. Fórst hann af
slysförum í ágúst 1954, þá 12 ára
gamall. Hlaut sjóðurinn nafnið
„Hjálpar- og jólaglaðningssjóður
Gunnlaugs Bjarna", og ei ætlað
að styrkja og gleðja börn á hin-
um væntanlega Barnaspítala og
önnur veik börn. Hefur sjóðnum
nú borizt höfðingleg gjöf frá
bróður frú G innlaugar, Eggert
V. Briem, verkfræðingi, sem er
búsettur í Bandaríkjunum. Gjöf-
in er að upphæð kr. 55.000.90.
Kvenfélagið Hringurinn þakkar
þessa rausnarlegu gjöf, og vonar
að sjóður þessi megi verða mörgu
barninu til gleði og blessunar í
framtíðinni.
son formann togaraeigendasam-
takanna um þennan undirbúning
allann.
Aldrei heyrt á þetta minnzt
einu orði fyrr. Mér er heldur
ekki kunnugt um að togarar
okkar hafi leitað hafna á austur-
strönd Grænlands sagði Loftur.
Ég get því ekki annað en borið
fregnina til baka, að svo miklu
leyti sem hún snertir F.Í.B., sagði
Loftur.
Stofnað
dýraverndar-
félag í Kjós
VALDASTÖÐUM, 27. nóv. —
Hinn 25. þ. m. var stofnfundur
dýraverndunarfélags haldinn að
Ásgarði. — Oddur Andrésson á
Neðra-Hálsi setti fundinn og
stjórnaði honum, en fundarrit-
ari var Njáll Guðmundsson,
skólastjóri. Voru samþykkt lög
fyrir félagið og það formlega
stofnað með um 30 félagsmönn-
um.
Auk þess sátu allmargir ungl-
ingar úr skólanum fundinn, sem
að líkindum gerast félagsmenn
síðar. Kosin var stjórn fyrir fé-
lagið og er hún þannig skipuð:
Rormaður Oddur Andrésson, rit-
ari Lúther Ástvaldsson, gjald-
keri Bergur R. Magnússon, vara
formaður Magnús Blöndal og
meðstjórnandi Bjarni Jónsson.
Endurskoðendur Ólafur Andrés-
son og Björgvin Guðbrandsson.
Á fundinum mættu þeir Guð-
mundur G. Hagalín, rithöfund-
ur, og Þorsteinn Einarsson,
íþróttafulltrúi, og fluttu þeir
báðir ágætis erindi.
Þetta mun vera fyrsta dýra-
verndarfélag, sem stofnað er í
sveit hér á landi. — St. G.
Sönn njósnasaga
NÝLEGA er komin út á vegum j
Bókaútgáfunnar Vogar bókin
„Leikiff tveim skjöldum — í
leyniþjónustu Bandaríkjamanna
og Rússa í senn“ í þýðingu Her-
steins Pálsson ritstjóra eftir kvik
myndaframleiðandann Boris Mor
ros.
í bók þessari lýsir höfundur-
inn því fyrst, hvernig hann varð
njósnari Rússa í Randaríkjunum.
Þegar Morros hafði nauðugur
verið erindreki Beria um nokk-
urra ára bil, gekk hann á fund
bandarisku leyniþjónustunnar og
gaf sig fram. Leyniþjónustan fól
honum þá að halda áfram starfi
sínu fyrir Rússa og reyna þannig
að afhjúpa njósnastarfsemi
þeirra. Þessu starfi gegndi Mor-
ros í 10 ár og var að lokum gerð
ur að yfirmanni eins njósna-
flokks Rússa í Randaríkjunum.
Þá hafði hann loksins aflað FBI
nægrar vitneskju og sannana til!
þess að hægt væri að draga
| njósnahringinn fyrir lög og dóm.
I starfi þessu hætti Morros bæði
lífi sínu og atvinnu. Hann flækt-
ist upphaflega inn í njósnahring
Rússa vegna hótana þeirra um,
að foreldrar hans- og systkin,
sem búsett voru í Rússlandi, yrðu
látin sæta harðræðum, ef hann
njósnaði ekki fyrir þá. Siðar
komst hann svo að því, að bræð-
ur hans tveir höfðu verið dauðir
allan timann, sem hann var að
vinna fyrir lífi þeirra, þá rak
hefndarhugurinn hann áfram.
Boris Morros er fæddur í Rúss
landi nokkru fyrir síðustu alda-
mót. Hann var undrabarn og lék
8 ára gamall einieik á celló á
opinberum hljómieikum, tvítugi
ur var hann orðinn þekktur
hljómsveitarstjóri og lék oft við
keisarahirðina. Ungur fluttist
hann svo ti, Bandaríkjanna, starf
aði þar fyrst sem tónlistarmaður,
en sneri sér siðan að kvikmynda
! gerð og er nú frægur kvikmynda-
tramleiðandi.