Morgunblaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 17
Fímmtudagur 1. des. 1960 M O R C.T’iv n r jfíio 17 HVAR sem maður fer um sveitir landsins ber fyrir augun vélgrafna skurði. Það fer því ekki framhjá neinum hve gífurlega snar þáttur skurðgröfturinn er í ræktun- arframkvæmdum bænda. Skurðgröfur Vélasjóðs hafa grafib 26 millj. rúmmefra Rætt v/ð Harald Arnason framkvæmdastjóra gröfur Vélasjóðs grafið fram- ræsluskurði 6115 km að lengd með samanlagt rými 25.773.000m3 Hafa þannig verið fullþurrkað- ir um 38 þús. hektarar af rækt- unarlandi. Við spyrjum Harald nokkuð um daglegan rekstur Vélasjóðs. Vélasjóði fyrir 4 árum. Þeir komu óvanir sem skurðgröfu- menn, en höfðu unnið með krana áður. Þeir fengu fyrst í stað lé- lega gröfu, sem illa hafði gengið að reka. Svo brá við að þeim tókst með prýði að haida henni gangandi og skiluðu starfi þvi Að síðustu spyrjum við Har- ald hvort ekki komi margt fyrir við alla þessa flutninga og vinnu á erfiðu landi. Hann segir svo vera. Stundum springa vegirnir undan hinum þungu tækjum og þau velta þá stundum út af veg inum. Stundum er grafið í svo miklum bratta að jarðýtu þarí brekkumegin við gröfuna til þess að halda henni svo að hún velti ekki. Þá hefir komið fyrir að vél- ar hafa oltið út af vegum niður heilar fjallshlíðar. Að sjálfsögcu eru atvik sem þessi ekki algeng, en öll slík skakkaföll kost'a bæði tíma og fé, því oft skemmast vélarnar. Það er við marga eríiðleika að etja á okkar landi. Eins og sjá má af þessu stutta samtali við framkvæmdastjóra Vélasjóðs hef ir ótrúlega miklu starfi verið komið áleiðis á skömmum tíma. Skurðgröfturinn er ein af undir- stöðum ræktunarinnar en aukin ræktun er það sem koma verður og koma skal. — vig. Á árunum 1945—1957 eykst imeðalfjárfesting ræktunar í landinu um 18%, vegna nýrækt- ar, grjótnáms, girðinga og vél- igrafinna skurða. Einkum stafar iþetta af vaxandi framræslu með vélgröfnum skurðum, en þá ber jafnframt að hafa í huga, að jþessi framræsla nær til mikils óbrotins og óræktaðs lands. Upplýsingar þessar er að finna í grein um ráð"t;fnu íslenzkra verkfræðinga, eftir Svein Björns son, verkfræðing. Langstærsti aðilinn, sem hér á hlut að máli er Vélasjóður, en hann á nú 31 skurðgröfu. Rækt- unarsambönd eiga 11 skurðgröf- ur og Landnám ríkisins 4. / Vélasjóður 37 ára Við skulum því bregða okkur á fund Haraldar Árnasonar véla ráðunauts Búnaðarfélags ísiands en hann er » jafnframt fram- kvæmdastjóri sjóðsins. Vélasjóður er stofnaður 1923. Var honum fyrst ætlað að eiga og starfrækja jarðræktarvélar og jafnframt að lána fé til véla- kaupa. Vélasjóður átti um skeið nokkra þúfnabana, sem voru fyrstu stórvirku jarðræktarvél- arnar, sem hingað komu. Á árun um 1926—1932 voru keyptir til landsins um 80 traktorar, sem leystu þúfnabanana af hólmi. Lánaði Vélasjóður fé til kaupa á flestum þessara traktora. | Skurðgröfurekstur Starfsemi Vélasjóðs lá nú að mestu niðri þar til 1942, að hann var endurreistur og farið var að kaupa skurðgröfur á beltum. Frá því 1943 hefur starfsemi Véla- sjóðs eingöngu miðazt við rekst- ur skurðgrafa, Á þeim 18 árum, sem skurð- gröfur hafa verið starfræktar í þágu landbúnaðarins, hafa skurð 3 verkstæði Sjóðurinn á eigið verkstæði í Kópavogi og annað á Akranesi og aðstöðu til viðgerða á Egils- stöðum á Fljótsdalshéraði. Við- haldi vélanna er þannig háttað, að þær eru teknar í allsherjar- klössun á 2—3ja ára fresti. Skurð gröfumennirnir sjá svo sjálfir um allar smærri viðgerðir og fá ekki fyrir þær sérstakar greiðsl- ur, nema viðgerðartíminn fari fram úr tveggja daga vinnu í senn. Allan skurðgröft hafa þeir í ákvæðisvinnu. Ef um meirihátt ar bilanir er að ræða á véiunum er sérstakur viðgerðarmaður sendur út af örkinni til þess að gera við þær á kostnað Véla- sjóðs. Það er mjög mikið atriði að góðir skurðgröfumenn fáist á vélarnar því það er algerlega undir þeim komið hvernig af- koma vélanna reynist. Lætur Haraldur af að vel gangi að fá menn til þessara starfa og allir hafa þeir allmikla þjálfun í véla- viðgerðum. Jafnan eru tveir menn um hverja gröfu og /iuna á vöktum. Haraldur segir að verkefni fyr ir skurðgröfurnar fari nú minnk andi, og sé því ekki eins rík á- stæða til þess að keyra skurð- gröftinn áfram af jafn miklum krafti og var. Það mun því á- kveðið ,að selja nokkrar gröfur, sem lélegastar eru taldar, en þær má með góðum árangri nota sem bryggjukrana á ýmsum smærri höfnum víðsvegar um landið. Segir Haraldur að sér leiki grun ur á að svo hátti allvíða, að full þörf sé slíkra bryggjukrana. Tvöföld meðalafköst Sem dæmi um hve algerlega vinnuafköst skurðgrafanna eru háð starfsmönnunum, sem með þær fara, tekur Haraldur tvo menn, sem hófu starf sitt hjá Skurðgrafa í flutningi. Bíllinn og vagninn hafa sokkið í veginn. Það er oft erfitt að flytja stóf og þung tæki um okkar lélegu vegi. sem þeim var ætlað að vinna á mun skemmri tíma en ráð hafði verið fyrir gert. Síðan fengu þessir sömu menn nýrri og betri gröfu og hafa afköst þeirra farið stöðugt vaxandi þrátt fyrir erf- iðar aðstæður. í fyrrasumar voru meðalafköst eftir hverja gröfu 97 þúsund ten ingsmetrar yfir úthaldstjmann. Þá skiluðu þeir félagar rúmlega 190 þús. teningsmetrum eftir sína gröfu. í ár munu meðalaf- köstin verða um 100 þúsund ten- ingsmetrar en þeir tvímenningar afkasta á sama tíma 206 þúsund teningsmetrum. Þeir eru því alla jafna helmingi afkastameiri en meðalmenn .Þess má geta að í sumar stunduðu þeir skurðgröft austur á Bakkafirði, í Skriðdal á Fljótsdalshéraði, suður ' Borgar- firði, austur í Holtum og allt austur í Álftaveri og seinast í Holtunum á ný. Þeir ferðuðust því meira en helming leiðarinnar kringu mlandið og samt voru af- köstin svona mikil. Vaxandi tilflutningar Haraldur tekur fram að þetta beri náttúrlega ekki vott góðrar skipulagningar á starfi vélanna, hins vegar sé nú æ erfiðara að fá vinnu fyrir gröfurnar svo mikla á hverjum stað að tilflutn ingar séu litlir. Tveir 10 hjóla bílar m,eð drif- um á öllum hjólum eru notaðir við flutningana og eru vélarnar fluttar á stórum vögnum, sem tengdir eru aftan í þá. Flutning- arnir eru einn stærsti bagginn á rekstri Vélasjóðs, enda bílarnir gamlir og eyðslufrekir. Undanfarin 5 ár hefir þó orðið rekstursafgangur á Vélasjóði, þótt leitazt hafi verið við að hafa leiguna eins lága og kostur er. Þess er þó að geta að stofn- kostnað bæði véla og verkstæða hefir ríkið lagt fram, en afskrift- ir annast Vélasjóður. Þurfi að kaupa nýjar vélar, veitir Alþingi fé til þess á fjárlögum. Vélasjóð ur er í fyrsta skipti skuldlaus í Frá Dýrfirðingafélaginu Munið spilakvöldið, föstudagskvöldið 2. des. n.k. kl. 20,30 í Breiðfirðingabúð, uppi. Fern verðlaun. — Mætið stundvíslega. STJÓRNIN Grindvíkirrgar ath. Hefjum fastar þrjár ferðir í viku til og frá Reykja- • vík, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga með við- komu í Hafnarfirði. — Vörumóttaka í Nýju sendi- bílastöðinni við Miklatorg, sími 24090. Vörubílastöð Grindavíkur BORÐLAMPA VEGGLAMPA LJÓSAKRÓNU eða skerma, Þá er fjölbreyttasta úrvalið hjá okkur Raflampagerðin Suðurgötu 3 — Sími 11926 Vélgrafinn skurður. ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.