Morgunblaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 12
12 MORGXJTSBJ. 4Ð1Ð Fimmtudagur 1. des. 1960 Utg.: H.í. Arvakur Revkjavik Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar' Valtýr Stefánsson (ábm.) • Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arnj Ola, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Krisunsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 2?480. Asknftargjald kr 45.00 á mánuði ínnaniands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. HÁSKÓLINN ITINN 1. desember minnast stúdentar fullveldisins með hátíðahöldum. Sá svip- ur, sem þeir setja þannig á þennan dag, leiðir hugann að Háskóla íslands, þjónustu hans við hið íslenzka þjóðfé- lag og skyldum almennings við þessa æðstu menntastofn un landsins. — Á næsta ári verður Há- skóli íslands hálfrar aldar gamall og mun þá verða rifj- uð upp saga mikilla afreka þessarar litlu þjóðar, sem vildi standa jafnfætis hinum fjölmennu og auðugu á sviði menningar og marg- háttaðra vísindaiðkana. Við þau tímamót munu menn fagna árangri þeim, sem náðst hefur og þakka þeim mönnum, sem drýgstan skerf hafa lagt af mörkum til að bæta og efla störf Háskólans. Eru þá ferskust í minni störf hins látna rektors, dr. Þor- kels Jóhannessonar, og fyrir- rennara hans, dr. Alexand- ers Jóhannssonar, sem báðir hafa unnið mikilvægt og ó- eigingjarnt starf í þágu þessarar menntastofnunar. En jafnframt mun á þess- um tímamótum staldrað við og spurt, hvort nægilega hafi verið að gert, þrátt fyr- ir hin miklu störf, sem há- skólamenn hafa unnið. Fram- farir á sviði vísinda og tækni eru nú örari um gjör- vallan heim en nokkru sinni áður. Sókn þjóðanna til betra lífs byggist ekki leng- ur nema að litlu leyti á líkamlegri vinnu, heldur er grundvöllurinn vísindalegar rannsóknir og þekking. Þess vegna verja þjóðir heims nú í vaxandi mæli fjármunum til hverskyns vísindastarf- semi og rannsókna. Á því sviði höfum við íslendingar dregizt aftur úr og notum hlutfallslega miklu minna fé í þessu skyni en flestar menningarþjóðir aðrar. Það er að vísu rétt, að ís- lenzka þjóðin hefur búið vel að þeim æskumönnum, sem gengið hafa menntaveginn og fyrr á árum kann sumum að hafa þótt nóg að gert. En þegar það er haft í huga að öll efnahagsleg velferð þjóð- arinnar er undir því komin að nægilegu fé sé varið til vísindaiðkana, sem aftur skili margföldum arði í aukinni framleiðslu, þá er Ijóst að ekki má skera fé til Háskóla Islands við nögl. Að sjálf- sögðu getum við sem lítil þjóð ekki staðið stórþjóðum á sporði í hinum fullkomn- ustu rannsóknum, þar sem hundruðum milljóna er var- ið til vísindatækja. En í því efni er þó ánægjulegt að við getum orðið þátttakendur í alþjóðlegri vísindastofnun, sem NATO-þjóðirnar hyggj- ast nú koma á fót. En hér heima er þó hægt og nauð- synlegt að vinna margháttuð vísindastörf til undirbúnings efnahagslegrar endurreisnar landsins. Við stöðu rektors Háskóla íslands hefur nú tekið ung- ur og dugandi maður, Ár- mann Snævarr, sem án alls efa mun hafa mikinn hug á því að hefja merki Háskól- ans á loft á þeim tímamót- um, sem verða í sögu stofn- unarinnar á næsta ári. Með honum tekur hin nýja kyn- slóð við völdum hinnar æðstu menntastofnunar ís- lendinga og í virðingu við hina eldri, mun hún marka störf sín af sama eldmóði og einkenndi afrek þeirrar kyn- slóðar, sem nú er að láta af störfum. Hinir nýju og bættu tímar bjóða vissulega fleiri tækifæri en hinir eldri, en þeir gera líka kröfur til fjöl- þættari vísindastarfa. Jón Sigurðsson hreyfði því þegar á Alþingi 1845, að koma þyrfti á fót vísi að ís- lenzkum þjóðskóla. Fram- sýni hans og djörfung á nið- urlægingartíma þjóðarinnar ætti að verða hinni ungu kynslóð hvöt til stórafreka við þær aðstæður, sem nú eru fyrir hendi. Um miðja 19. öldina þörfnuðust íslend- ingar margs, þá skorti vegi, hafnir, brýr ó. s. frv., en of- arlega á óskalista Jóns Sig- urðssonar var þó háskóli Is- lands. Stefna hans var að efla menntir og vísindi í þjónustu lands og þjóðar. — Enn er þörf hans hugsunar- háttar og stóraukinna afreka á öllum sviðum menningar- og vísindaiðkana. Þessar staðreyndir er mönnum hollt að hugleiða á fullveldisdaginn. Við getum aðeins varðveitt sjálfstæði okkar með því að keppa að því á hverjum tíma að standa jafnfætis hinum stærri þjóð- um menningarlega, en jafn- framt er nú svo komið, að efnahagslegar framfarir byggjast allar meira og minna á vísindalegum afrek- um. — Þess vegna er efling Háskóla Óslands e.t.v. mikil- vægari í dag en nokkru sinni áður. UTAN ÚR IIEIMI t E F við hugsuðum okkur að einhver maður hefði legið í dvala frá 1910 til 1960, mundi hann vakna til lífsins aftur í gjörhreyttum heimi, sem fengi hann til að gapa af undrun. En hvað yrði á vegi okkar ef við allt í einu vöknuðum árið 2010, eftir fimmtíu ár? • VIÐURKENNDIR VÍSINDAMENN Nokkrir rússneskir vísinda- menn hafa reynt að svara þess- ari spurningu í mjög eftirtekt- arverðri og vel skrifaðri bók, sem komin er á markaðinn í Bretlandi og víðar í Vestur- Evrópu og heitir „Lífið á 21. öld- inni“. Það eru tveir rússneskir blaðamenn, sem með aðstoð 29 af fremstu vísindamönnum Sovétríkjanna hafa skrifað bók- ina, og minnast þeir hvergi á það að heimurinn verði þá orð- inn paradis kommúnismans. Á seinni árum hafa margar bækur verið gefnar út, þar sem skrifað er um lífið í framtíð- inni. En þessi bók er sérstaklega eftirtektarverð vegna þess að Rússar hafa hingað til ekki lagt út á þessa braut, og vegna þess að að henni standa viðurkennd- ir vísindamenn. • EFNI OG MÓTEFNI Tökum til dæmis geimferðir — því á 21. öldinni verða menn fyrir alvöru farnir að ferðast um geiminn. Orkan sem notuð verður, mun verða gjörólík þeirri, sem þekkist í dag. Hún fæst með því að láta ,,venjulega“ kjarna og kjarna þess sem kalla má mót-efnis rekast á. Þarna er um að ræða kjarna sem haga sér „öfugt“, og hafa menn þegar í dag getað fram- leitt slíka kjarna i sérstökum kjarnakljúfum. En venjulega hef ur ekki verið unnt að rannsaka þá nema örstutta stund í einu, því þegar þeir rekast á venjulega kjarna, þá kjarna sem allt efni hér á jörðu er samansett úr, leys ast báðir upp. Við þetta skapast gífurleg orka, margfalt meiri en sú er skapast við kjarnorku- sprengingu. Það er hugsanlegt, segja rússnesku vísindamennirnir, að á fjarlægum sólkerfum séu til heil- ir hnettir samansettir úr þess- um mót-efnum. Það er einnig hugsanlegt að á þessum hnött- um séu verur einnig úr mótefn- um. • HÆTTUI.EGUR KOSS En hugoum okKur að vera frá einum þessarra hnatta tæki sér ferð á hendur til jarðarinnar. Veran gæti lifað í sérstakri ein- angrun, sem verði hana gegn snertingu við jarðleg efni. En ef veran yrði ástfangin af jarð- neskri stúlku, kæmi fyrsti koss- inn þeim í koll. Þau mundu bæði hverfa í ógurlegri sprengingu. — En, segir einn af vísindamönn unum, sem vinnur við þessar rannsóknir, ég held að mögulegt verði að leiða strauma af venju legum kjörnum og tilbúnu mót- efni inn í brennsluhólf. Afleið- ingin yrði keðjusprengingar, sem framleiddu þá mestu driforku, sem heimurinn hefur þekkt. Ég tel, segir hann, að þessi orkulind verði tilbúin um árið 2000, og að þar með hafi flug milli hnatta öðl azt sína réttu orku. Með þessari orku gætu menn ferðast til sól- kerfa i 8—10 Ijósára fjarlægð á 25 árum eða jafnvel skemmri tíma. • VEÐURFARI BREYTT Á 21. öldinni munu menn ekki aðeins geta flogið til fjarlægra hnatta, heldur einnig breytt veð- urfari á jörðinni. Rússneskir vísindamenn munu — í samvinnu við Bandaríkjamenn —-byggja stíflu þvert yfir Berinssundið, sem mun útiloka kalda haf- strauma heimskautsins frá þvi að komast út í Kyrrahafið. Hins- vegar verður svo dag og nótt dælt með kjarnorkuknúnum dæl um sjó úr Kyrrahafinu inn á heimskautssvæðið. Við Sjakhalin skagann verður reist önnur stífla sem mun hækka meðalhita Síber íu um tiu gráður. Þá verður stór- fljótum Rússlands veitt á þurrar steppur Mið-Asíu til að auka þar möguleika til landbúnaðar. • RAFEINDAHEIUAR Rafeindaheilar verða í al- mennri notkun á skrifstofum á 21. öldinni, og fer ekki meira fyrir þeim en venjulegri ritvél. Þessir skrifstofu-rafeindaheilar verða mjög fullkomnir. Þeir taka niður samtöl og ef þrýst er á hnapp skrifa þeir samtalið ni$- ur. Meir að segja leiðrétta þeir málvillur. Ef óskað er eftir að fá samtalið þýtt, á eitt eða fleiri tungumál, þarf aðeins að þrýsta á tvo til þrjá hnappa til viðbót- ar og heilinn sér um það. • I SJÚKRAHÚSUM í þessari rússnesku framtíðar- bók er eftirtektarverður kafli um „Blóðlausa uppskurði". Þar seg- ir forstjóri tilraunastofnunar skurðlækninga í Moskvu, Mik- hail Ananiev: Eftir nokkur ár verður unnt að fjarlægja gall- steina með hljóðsendingum. í framtiðinni, segir Ananiev, mun læknirinn framkvæma uppskurðl án þess að nota hnífinn. 1 sjúkrahúsum framtíðarinnar verður fylgst með sjúklingunum gegnum sjónvarpstæki, og á sjón varpsskífunni birtast ýmsar upp- lýsingar um sjúklinginn, svo sem hjartastarfsemi, líkamshiti o. s. frv. Sérstakir rafeindaheilar verða notaðir við sjúkdómsgrein- ingar. Rannsóknir, sem áður tóku fleiri klukkustundir, taka nú miklu skemmri tíma. ★ Hinar ýmsu hugmyndir Rúss- anna eru sérstaklega eftirtektar- verðar vegna þess að lýsingar á vísindalegum framförum Vestur- landanna má lesa hvað eftir ann að í dagblöðum, sem ekki eru háð ritskoðunum, en einustu upp lýsingarnar um visindarannsókn ir Sovétríkjanna berast í raun- inni í sambandi við eldflaugar og Sputnika. Eichmonn iírost ekki NEW YORK, 29. nóv. — (NTB) Vikublaðið Life, sem út kom í dag, birtir annan kafla sjálfsævi- sögu Eichmanns stríðsglæpa- manns. Sést þar glöggt að því fer fjarri að hann hafi á nokkurn Látt iðrazt eða séð að sér. Hann segir m. a.: —*> Eg mun ekki auðmýkja mig né iðrast hið minnsta. Auðvitað væri auðvelt at þykjast gera það í því and- rúmslofti, sem nú ríkir í heim- irum. Það væri auðvelt jð þykj- ast vera umsnúinn eins og Páll si.erist úr Sál. Ef okkur hefði tekizt að drepa allar þær 10 milljónir Gyðinga, sem Himmler hafði fært á lista 1933, þá hefði ég sagt. — Gott, við höfum unnið bug á fjendum okkar. Eg var alltaf þeirrar skoð- unar, að við værum að berjast við hættulega og slynga fjand- menn, Gyðingana, sem hafa ■•-erið bölvun heimsins, allt frá þvi á dögum Rómverja. Þá minnist Eichmann á það, að meðan hann var í XJngverjalandi hafi litlu munað að hann gerði samninga um að Þjóðverjar fengju 10 þúsund vörubíla gegn því að ein milljón Gyðinga fengi að fara úr landi. Þessir samning- ar, segir Eichmann, að hafi ekki strandað á því að vörubílarnir hafi ekki fengizt, heldur á því, að engin þjóð vildi taka við einni milljón Gyðinga. — Telur Eiah- mann það enga furðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.